Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 50
50 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Vatnsdælur,
háþrýstidælur
og rafstöðvar
Hjá Dynjanda færðu öflugar rafstöðvar, vatns-
og háþrýstidælur í mismunandi stærðum og gerðum.
Við veitum þér faglega aðstoð.
Hafðu samband.
Skólarnir eru lífæð
byggðanna og þar slá
hjörtu íbúanna. Leik-
skólar, grunnskólar,
framhaldsskólar – öll
menntun í heimabyggð
skiptir miklu máli fyrir
lífsgæði og val á bú-
setu fólks.
Framhaldsnám í
heimabyggð hefur ver-
ið sérstakt baráttumál
landsbyggðarinnar á undanförnum
árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18
ár og foreldrar vilja ógjarnan
senda börn sín ung að heiman í
fjarlæga landshluta til að geta sótt
þá menntun sem þau eiga rétt á.
Stöðugt þarf að verja fjárveit-
ingar til eldri framhaldsskólanna
hvar sem er á landinu. Mér verður
m.a. hugsað til Menntaskólans á
Ísafirði og Fjölbrautaskólanna á
Akranesi og Sauðárkróki.
Mennt er máttur. Það þurfti að
berjast fyrir stofnun Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði,
Menntaskólans í Borgarnesi,
Menntaskólans á Tröllaskaga og
framhaldsdeildanna í Vesturbyggð
á Patreksfirði og nú síðast á
Hólmavík, Hvammstanga og
Blönduósi svo dæmi séu nefnd.
Með samstöðu og einbeittum
vilja heimamanna og velvilja
stjórnvalda tókst að koma á þessu
mikla hagsmunamáli íbúanna. Sem
sveitarstjórnarmaður, á vettvangi
landshlutasamtakanna og sem for-
maður skólanefndar FNV var
ánægjulegt að geta stutt þessa
baráttu heimafólks fyrir auknu
framboði menntunar á svæðunum.
Framhaldsdeildirnar á Hólmavík,
Hvammstanga og á Blönduósi
hafa FNV á Sauðárkróki sem
móðurskóla sinn en framhalds-
deildin á Patreksfirði sækir til
Fjölbrautarskóla Snæfellinga í
Grundarfirði.
Mannréttindi fjöl-
skyldunnar
Unglingsárin eru
tími mikilla umbrota
hjá hverjum ein-
staklingi og ákvarð-
anir teknar sem
skipta miklu máli
fyrir framtíðina bæði
í leik og starfi.
Fyrir fjölskylduna
eru það hrein mann-
réttindi að geta verið
í sem mestum sam-
vistum við unglingana sína á þess-
um tíma og veitt þeim allan stuðn-
ing og hvatningu sem
nærsamfélagið getur lagt þeim til.
Þessar staðreyndir eru í raun
áréttaðar í sjálfræðislögunum, en
með þeim hafa heimili og fjöl-
skylda axlað ábyrgð á börnum sín-
um að átján ára aldri og því er
eðlilegt að skipulag menntunar í
landinu taki mið af því. Auk þess
er sá kostnaður óheyrilegur sem
leggst á fjölskyldur við að senda
börn langan veg til að njóta sjálf-
sagðrar menntunar og ekki á allra
færi að standa undir honum.
Sóknarfærin eru í menntun
Fjölbreytt námsframboð í
heimabyggð styrkir sjálfsímynd-
ina, eykur samkeppnishæfni og
hefur margfeldisáhrif í nærsam-
félaginu. Framfarir í fjar-
skiptatækni bjóða upp á marg-
þættan stuðning og möguleika í
þessu starfi. Með stofnun fram-
haldsdeildanna á smærri stöðum
hafa opnast nýir möguleikar fyrir
fólk sem ekki átti tök á í uppvext-
inum að sækja sér
framhaldsmenntun. Það var því
mikil skammsýni og afturför þeg-
ar núverandi stjórnvöld ákváðu að
takmarka framlög og stuðning rík-
isins til framhaldsskólanna við
nemendur undir 25 ára aldri.
Sóknarfæri landsbyggðarinnar
ásamt jafnrétti íbúanna eru ein-
mitt fólgin í því að geta fléttað
þetta tvennt saman, framhalds-
menntun ungs fólks og eldri íbúa,
sem vegna fjarlægðar og kostn-
aðar gátu ekki sótt sér þessa
grunnmenntun á sínum tíma.
Framhaldsskólarnir
eru lykilstofnanir
Framhaldsskólarnir, móð-
urskólar framhaldsmenntunar í
landinu, sem og hinar nýju fram-
haldsdeildir út um land, þurfa að
búa við öryggi og möguleika til
sóknar. Óvissan um fjármagn og
óttinn við niðurskurð og lokanir
deilda ásamt auknum kröfum um
lágmarksfjölda í einstökum áföng-
um frá ári til árs gerir starfsum-
hverfið óöruggt. Mikilvægt er að
framhaldsskólarnir fái aukinn
skilning og fjárstuðning til að
þróa námið og endurnýja og bæta
tæknibúnað sinn.
Verður mér þar sérstaklega
hugsað til verknámsins þar sem
ég þekki best til við Fjölbrauta-
skólana á Akranesi og Sauð-
árkróki, sem þurfa verulega auk-
inn stuðning, en þar er unnið afar
gott starf.
Þörfin fyrir bætta stöðu þess-
arar menntunar sýnir sig best í
hinni gríðarlegu eftirspurn eftir
iðnmenntuðum starfsmönnum á
flestum sviðum atvinnulífsins. Íbú-
arnir og starfsfólkið vilja að sjálf-
sögðu hafa skólann sinn og nám
barna sinna í öruggum höndum á
heimaslóð.
Menntun í heimabyggð
Eftir Bjarna
Jónsson » Fyrir fjölskylduna
eru það hrein mann-
réttindi að geta verið í
sem mestum samvistum
við unglingana sína á
þessum tíma og veitt
þeim allan stuðning og
hvatningu sem nærsam-
félagið getur lagt þeim
til. Bjarni Jónsson
Höfundur er formaður VG í Skaga-
firði og býður sig fram í 1. sæti VG í
Norðvesturkjördæmi.
Í mars sl. birtist
grein í Mbl. eftir
nokkra kennara við
kennaradeild Háskól-
ans á Akureyri. Grein-
in bar yfirskriftina
Vandamálavæðing eða
starfsþróun? og var
um margt athyglisvert
og var ég sammála
flestu sem þar kom
fram. Það er þó
ástæða til að velta
þessu máli betur fyrir sér enda hlýt-
ur markmiðið vera að ná fram æski-
legum breytingum á grunnskóla-
starfinu.
Við yfirfærslu grunnskóla frá ríki
og til sveitarfélaga 1995 voru þau
viðhorf mjög sterk að grunnskólinn
væri sjálfstæð eining sem ætti að
sinna kennslufræðilegum málefnum,
kennarar væru sérfræðingar í innra
starfi skólans. Ef barn gæti ekki, af
einhverjum orsökum, tileinkað sér
kennsluna væri vandinn ekki skól-
ans heldur væri hann félagslegur,
heilbrigðisvandi eða af öðrum toga
og ætti að senda út úr skólanum til
sérfræðinga. Eftir
greiningu þeirra ætti að
berast skýrsla inn í
skólann og kennarar
myndu vinna sam-
kvæmt þessari grein-
ingu. Samband ís-
lenskra sveitarfélaga, í
samstarfi við kenn-
arasamtökin, beitti sér
fyrir skilgreiningu á
vanda barna og
greiðslum úr jöfn-
unarsjóði. Á þessum
tíma var lagður grunn-
ur að læknisfræðilegu greining-
armódeli sem átti fyrst og fremst að
gagnast litlum sveitarfélögum vegna
alvarlegrar fötlunar nemenda en var
tekið og notað af öllum stærri
sveitarfélögunum líka og notað til
útdeilingar fjármagns til skólanna.
Sérfræðiþjónusta sveitarfélaga kom
aldrei nálægt þessum ákvörðunum
og er enn í dag haldið frá þessum út-
hlutunum í flestum sveitarfélögum.
Kerfið var hugsað þannig að skóla-
stjóri sendi tilvísun með ósk um
greiningu, sálfræðingur greindi
barnið og sendi skólastjóranum
skýrslu. Í Reykjavík og fleiri sveit-
Hlutverk sérfræði-
þjónustu við skóla
Eftir Helga Viborg
Helgi Viborg
Í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins
sunnudaginn 7.
ágúst, nánast í
framhjáhlaupi, er
þess getið, að ný-
sköpunarstjórnin
hafi á tiltölulega
skömmum tíma sóað
stríðsgróða Íslend-
inga. Og orðrétt „En
þar sem þetta var
veizlustjórn sem dreifði silfrinu
ríkulega yfir þingheim, þá var hún
fremur vinsæl í minningunni“.
Það kann að virðast óþarft að
fara að deila um atburði sem áttu
sér stað fyrir 70 árum eða svo, en
í þessum setningum er raunveru-
leikanum snúið svo á haus að ekki
verður komizt hjá að leiðrétta mis-
sagnirnar. Í bók Þorleifs Ósk-
arssonar, Íslensk togaraúrgerð
1945-1970, útgefin í Reykjavík
1991 er fjallað um þátt nýsköp-
unarstjórnarinnar í endurreisn út-
gerðarinnar, sérstaklega togaranna
eftir stríð. Ég ætla að leyfa mér að
vitna í þá bók, sem er að uppistöðu
til kandídatsritgerð höfundar í
sagnfræði og ber öll einkenni vand-
aðra vinnubragða varðandi heim-
ildir og vísindaleg vinnubrögð.
Höfundur rekur, að nýsköp-
unarstjórnin hafi lagt grunninn að
togaraútgerð næstu áratuga með
samningum um smíði og kaup á 32
skipum í Bretlandi, en alls voru 36
togarar keyptir í valdatíð stjórn-
arinnar og komu þeir til landsins á
árunum 1947-1949. Útgerð þeirra
29 togara sem til voru í stríðslok
lagðist endanlega af um 1950. Höf-
undur spyr hvort ríkisafskiptin
sem nýsköpunarstjórnin leiddi til
öndvegis hafi verið nauðsynleg.
Hann spyr líka hvort það hefði orð-
ið þjóðinni giftudrýgra að leyfa
einkaframtakinu að njóta sín og
eyða stríðsgróðanum eftir eigin
höfði, og svarar, að stríðsgróðinn
hefði farið í það eitt að halda uppi
kjörum sem engar forsendur voru
fyrir vegna úreltra framleiðslu-
tækja. Og segir svo „stefna ný-
sköpunarstjórnarinnar var hár-
rétt“. Til viðbótar ætla ég að nefna
að nýsköpunarstjórnin efldi líka
bátaflotann með samningum um
nýsmíði, og síðast en ekki sízt stóð
hún fyrir byltingu í landbúnaði
með tækjakaupum, rafvæðingu,
símavæðingu og svo
framvegis.
Ég held því að það
blasi við öllum sem
kunna einhver skil á
efnahagsstjórn þessara
ára að það sem ný-
sköpunarstjórnin gerði
var einmitt hárrétt og
það eina sem var skyn-
samlegt að gera í stöð-
unni. Í stað þess að
nota erlendan gjald-
eyri til kaupa á neyslu-
vörum, eins og framsóknarmenn
og kaupmannastéttin í Sjálfstæð-
isflokknum vildu gera, þá var
gjaldeyriseignin notuð til að kaupa
framleiðslutæki sem gæti tryggt
áframhaldandi gjaldeyrisöflun og
stuðlaði beinlínis að því að ekki
fór hér allt í kaldakol á árunum
fram undir 1960 þegar viðreisnar-
stjórnin tók við. Skömmtunarfarg-
anið sem hér tók við á árunum
fyrir og um 1950 var skilgetið af-
kvæmi stefnu eða stefnuleysis
þeirra stjórnmálamanna sem þá
voru við stjórn og treystu sér ekki
til að horfast í augu við vandann
sem fylgdi of hárri gengisskrán-
ingu, og því fór sem fór. Það má
líka nefna, að þá voru þeir hag-
fræðingar áhrifamestir sem
mestrar velþóknunar nutu hjá for-
ystu Sjálfstæðisflokksins á síðari
árum, þegar þeir höfðu kastað
trúnni, sem var þjóðinni dýrkeypt-
ust á árunum um 1950.
Það kann að vera, að ein-
hverjum þyki við hæfi að kalla
vinnubrögð nýsköpunarstjórn-
arinnar veizlustjórn, en það var þá
veizla fyrir alla þjóðina en ekki
fáa útvalda. Það var engu silfri
dreift yfir þingheim, hvorki í eig-
inlegum né óeiginlegum skilningi.
Það er nefnilega svo, að rík-
isstjórnir geta orðið vinsælar af
skynsamlegum verkum sínum.
Um veizluhöld
Eftir Pétur
Kjartansson
Pétur Kjartansson
» Skömmtunarfarg-
anið sem hér tók við
á árunum fyrir og um
1950 var skilgetið af-
kvæmi stefnu eða
stefnuleysis þeirra
stjórnmálamanna sem
þá voru við stjórn …
Höfundur er lögfræðingur.