Morgunblaðið - 18.08.2016, Side 76

Morgunblaðið - 18.08.2016, Side 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 færa. Hann hafði ekki mikið álit á mjög ódýrum hljóðfærum, sem er ekki von, ég hef það ekki heldur því þeim mun ódýrarari sem hljóðfæri eru því erfiðara er að gera við og láta sér lynda við þau. Sannleikurinn er sá að því sem fólk sparar sér við kaupin eyðir það í viðhaldið.“ Ég held áfram að trufla Ísólf við vinnu sína við stillinguna og hann segir sögur af skrautlegum píanó- sölum og fúski í framleiðslu hljóð- færa og sölu. Og líka af píanóleik- urum sem hafa verið of harðhentir við hljóðfærin. Þeir hafa ekki allir tekið því vel þegar Ísólfur fann að meðferð þeirra á hljóðfærunum. „Ég skildi einu sinni eftir smá nótu fyrir einn þeirra og ég man orðalag- ið enn: Í Guðs bænum þyrmdu mér, ég er allt of lítill. Þessi maður talaði aldrei við mig eftir það.“ Hann glott- ir. Hljóðfæraviðgerðir í blóðinu Ísólfur lærði hljóðfærasmíði fyrst hjá föður sínum. „Ég var í flugi í gamla daga og milli þess sem ég var að fljúga var ég á verkstæðinu hjá karlinum. Ég hjálpaði oft á tíðum Bjarna heitnum bróður mínum, sem fór fyrst út í þetta, en hann keyrði líka leigubíla, rútur og strætisvagna og var að hlaupa frá verkefnunum og fékk mig til að hjálpa sér – upp úr því leitaði ég til pabba og fór að læra. Þessar viðgerðir virðast vera í taugakerfinu eða blóðinu. En einn góðan veðurdag sagði pabbi við mig, þar sem ég var að vinna hjá honum: Nú verður þú annaðhvort að hætta eða fara út til Þýskalands og ljúka þessu. Hann kom mér þá að hjá Grotrian-Steinweg-píanóverksmiðj- unni í Þýskalandi. Ég fór út 1982. Pabbi var góðkunningi höfuðs Grotrian-Steinweg-fjölskyldunnar og skrifaði honum bréf þar sem hann bað um að ég yrði tekinn í nám. Hann útlistaði hvað ég þyrfti helst að læra – svo var ég settur í gang! Og ég var þarna í eitt ár bók- staflega í þrælavinnu.“ Hann brosir og bætir við: „Þegar ég fór bað framkvæmdastjórinn mig hálfpart- inn afsökunar á harðræðinu, þeir hefðu troðið í mig þriggja ára pens- úmi á einu ári! Þeir hefðu metið kennslu föður míns og ákváðu að hafa þennan háttinn á. Enda fannst mér þeir oft vera helvíti harðir … En ég hafði gott af verunni þarna. Faðir minn og frændu höfðu verið saman með hljóðfæraumboð, meðal annars Grotrian-Steinweg, en þegar pabbi dó hringdu Þjóðverjarnir í mig og spurðu hvort ég vildi ekki taka við því. Ég hef nú haft þetta umboð í töluvert langan tíma.“ Og Ísólfur hefur líka flutt inn hljóðfæri frá Sauter og Steingraeber- verksmiðjunum. Merkilegt apparat Ísólfur fær nú að einbeita sér að stillingunni um stund en þegar ég kem að þar sem hann er að mæla bil milli hamra, filta og strengja, hnikar sumu til og festir annað, þá fer hann að útskýra þetta flókna kerfi ótrú- lega margra hluta: hann segir ein sex þúsund stykki vera í einu svona píanói og það sé mikið verk að skipta um strengi, eins og hann gerði að hluta í því píanói pabba síns sem hann hefur gert upp. „Nýstrekkt hljóðfæri mótmælir upp á líf og dauða þegar búið er að strekkja nýja strengi í það. Í píanói pabba heima er ég nú búinn að taka einar tólf stillingar og býst við að taka sex í viðbót. Áður en það fer að halda. Eins og ég orða það stundum: áður en það hættir að skyrpa á mann! Ég notaði áfram gömlu bassa- strengina hans pabba í því hljóðfæri, þeir eru enn það tónmiklir; hann var með spunavél og spann þá sjálfur, en ég skipti um hina. Það er rosaleg spenna í þessu stykki hér,“ segir Ísólfur síðan og fer höndum um grindina sem heldur strengjunum. „Það er svona 17 til 18 tonna spenna í hljóðfærinu. Átakið, já. Miðað við að það sé í A 440 still- ingu. Rammarnir eru almennt gerð- ir í dag til að þola svona 22 tonna átak. Já, svona píanó er merkilegt apparat.“ Og Ísólfur heldur áfram að mæla bil og stilla og segir að efstu áttund- irnar séu að verða mattar og hljóm- litlar og hljóðfæri breytist: „Það kemur vindingur í þetta með tím- anum, mismunandi loft leikur um hljóðfærin, stundum rakt, stundum þurrt, flutningar, hiti og kuldi, allar breytingar koma fram.“ En hljóð- færið hefur líka karakter og þannig er með þetta gamla íslenska píanó okkar sem hefur fylgt nokkrum kyn- slóðum, er áttatíu til áttatíu og fimm ára, upprunalegt að innan sem utan, og sonur smiðsins skrifar upp á vott- orð fyrir stillingunni, spennir lokið með klinkum á efri huta kassans og lokar varlega á hljómborðið svo nafn smiðsins, föður hans, blasir við. Morgunblaðið/Einar Falur Stofutónleikar Systurnar Ásthildur og Jófríður Ákadætur í dúettinum Pascal Pinon léku á fjölsóttum stofutónleikum um liðna helgi á píanóið sem Pálmar Ísólfsson smíðaði. Tónleikarnir voru á dagskrá Breiðholt Festival í Seljahverfi. Píanóleikarar vilja gjarnan prófa að leika á þetta íslenska hljóðfæri. Catherine Ravenscroft erfarsæl kvikmyndagerð-arkona, hamingjusamlegagift lögfræðingnum Ro- bert. Þau eiga uppkominn son, sem er vel menntuðum foreldrum sínum sí- fellt til vonbrigða, án þess þó að þau geti eða vilji horfast í augu við það. Dularfull bók dúkkar upp á heimili Catherine, hún fer að blaða í henni og fær ekki betur séð en að umfjöllunar- efnið sé atburðir sem hentu hana fyr- ir tuttugu árum og hún hefur haldið leyndum. Sá eini sem hafði einhverja vitneskju um það sem gerðist er löngu dáinn og smám saman fer for- tíðin að hafa meiri og meiri áhrif á líf hennar, bæði innan og utan heimilis, og daglegt líf hennar fer að rakna upp. Hún metur stöðuna þannig að einhvers konar uppgjör sé óhjá- kvæmilegt og það sé eina leiðin til að losna úr þessum fortíðarvef, hversu óþægilegt sem það kunni að vera. Það hvernig hringurinn þrengist smám saman og hvernig sá sem kvel- ur Catherine með fortíðinni nær til fleiri og fleiri einstaklinga úr lífi hennar er vel gert hjá Renée Knight, sem er handritshöf- undur og framleið- andi sjónvarpsefnis, en Fyrirvari er fyrsta bók hennar. Sagan er sögð út frá sjónarhóli tveggja; annars vegar Cat- herine og hins vegar Stephen Brig- stocke, sem er einmana ekkjumaður, vægast sagt nokkuð einkennilegur í háttum. Framan af er þáttur hans í sögunni algerlega á huldu, lesandinn þarf að giska á hvaða erindi hann á eiginlega í söguna og það gengur vel upp hjá Knight. Inni á milli koma svo kaflar úr bókinni dularfullu, sem reyndar heitir Bláókunnugur maður. Fyrir það fyrsta er þetta frábær hugmynd að bók; að grandalaus ein- staklingur lesi skyndilega um atburði úr eigin lífi sem hann vill ekki fyrir nokkurn mun að aðrir fái að vita um. Það hlýtur að vera ein mesta martröð sem hugsast getur að einhver sem þú veist ekki hver er viti eitthvað um þig sem þú vilt fyrir hvern mun halda leyndu. Og ekki nóg með það; hann leggur sig í líma við að deila þessum upplýsingum. Sagan fer ýmsar óvæntar leiðir sem fá lesandann til að giska á hitt og þetta nánast fram að síðustu blaðsíðu. Glæpa- og spennusagnaheimurinn er sneisafullur af klisjum og það er sannarlega fengur að svona frumlegri bók í það safn. Þegar fortíðin eltir Skáldsögur Fyrirvari nn Eftir: Renée Knight. JPV 2016. 336 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Láttu birtuna ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. 40 ára Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku PLÍ-SÓL GARDÍNUR Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.