Morgunblaðið - 18.08.2016, Síða 67

Morgunblaðið - 18.08.2016, Síða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 ✝ Halldóra Óla-fía Bjarnadótt- ir fæddist í Önd- verðarnesi í Grímsnesi 2. októ- ber 1918. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Sól- völlum á Eyrar- bakka 28. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristín Halldórsdóttir, f. 25.5. 1890, d. 7.8. 1984, og Bjarni Jónsson, f. 6.11. 1883, d. 22.12. 1926. Systkini Halldóru voru: Ragn- ar, f. 1909, d. 1977, Þórunn, f. 1913, d. 1949, Jón, f. 1915, d. f. 1963, Jón Ingi, f. 1965 og Birgir, f. 1967. 3) Bjarni, f. 25.2. 1945. Fyrri kona hans var Guðrún Jóhannsdóttir, f. 8.2. 1946. Seinni kona hans er Vilhelmína Þór , f. 6.8. 1946. Synir Bjarna og Guðrúnar eru: Jóhann Snorri, f. 1967, Jón Örvar, f. 1973, Halldór Snær, f. 1976, d. 2015. Hall- dóra á 15 barnabarnabörn, þar af eitt látið, og eitt barna- barnabarnabarn. Halldóra ólst upp í Önd- verðarnesi í Grímsnesi en bjó lengstan sinn aldur á Selfossi og starfaði í mjólkurbúð Mjólkurbús Flóamanna. Hún var virk í félagsmálum og var einn stofnfélaga Kvenfélags Selfoss og starfaði með því um ára bil. Útför Halldóru verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 18. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. 1950, Anna, f. 1920, d. 2011, Hjalti, f. 1922, d. 1970, Gunnar, f. 1924, d. 1980, Bjarni Kristinn, f. 1926, d. 1998, Unnur, f. 1927, d. 1982. Halldóra giftist 31. maí 1941 Jóni Ingibergi Helga- syni frá Eyrar- bakka, bifreiðasmið á Selfossi. Börn þeirra eru: 1)Kristín, f. 18.9. 1941, d. 17.4. 1942. 2) Erna Kristín, f. 30.1. 1943, gift Bjarnfinni Hjaltasyni, f. 23.12. 1939. Synir þeirra eru: Hjalti, „Amma, af hverju þurfum við endilega að sjá fjallið núna? Við höfum svo oft séð það.“ Ég hef verið svona á að giska sjö ára og mændi á Ingólfsfjall hulið þoku út um eldhúsgluggann hjá ömmu og afa á Tryggvagöt- unni. Það stóð til að fara í útilegu á Þingvöll, en ekki meðan þoka var á fjallinu. Það var tilgangs- laust að suða, svona var þetta einfaldlega. Þetta voru reglurn- ar og farið eftir þeim, en síðan var líka haldið af stað um leið og birti til og þannig staðið við orð sín. Við fórum nokkrar svona ferðir með ömmu og afa, frændur mínir og ég. Það kem- ur ef til vill ekki á óvart að ég man mest eftir nestinu. Amma gerði til að mynda kleinuhringi sem ekkert jafnaðist á við. Hún notaði til þess galdraáhald sem við bræðurnir kölluðum kleinu- hringjavélina. Ég uppgötvaði það löngu seinna að þetta var ósköp venjulegt kleinuhringjajárn sem víða var til. Fyrir jólin var alltaf gert laufabrauð að norð- lenskum sið, löngu áður en það komst almennt í tísku hér fyrir sunnan. Þetta voru skemmti- legar samverustundir. Halldóra amma hafði ríka réttlætiskennd og var kvenrétt- indakona. Ekki skaplaus en kunni að stjórna því. Það ríkti jafnrétti á hennar heimili og hjálpuðust þau afi að við mörg heimilisverk. Hún skar sig einnig nokkuð úr meðal kvenna á Selfossi um miðja síðustu öld. Hún ók bíl, bæði innan bæjar og milli landshluta. Hún hafði meira að segja smá bíladellu. Fyrir örfáum árum vorum við á leið frá Eyrarbakka á aðfanga- dag. Þegar við vorum rétt lögð af stað frá Sólvöllum hafði hún orð á því að eitthvað væri að bílnum. Mikið rétt, ég fann þetta líka. Við nánari skoðun hafði klakastykki frosið fast í fram- felgu og orsakaði skjálfta. Þannig var hún, athugul á um- hverfi sitt og fylgdist vel með. Hún var minnug og kunni fjöldann allan af vísum og þul- um. Það er synd að ekki skyldi vera skráð upp eftir henni þó ekki væri nema brot af því öllu. Hún hafði sérstaklega gaman af ferðalögum, innan lands sem utan og ber mikið myndasafn því glöggt merki. Þá sagði hún okkur oft sögur af þessum ferð- um sínum. Sérstaklega var eft- irminnileg Grænlandsferð sem þau afi fóru skömmu áður en hann lést. Veturinn eftir að afi lést var ég mjög mikið hjá ömmu á Tryggvagötunni, fór alltaf til hennar um kvöldmatarleytið og gisti. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma og er ekki í vafa um að það var hollt fyrir mig að vera hjá henni í rólegheitum á þessum umbrotatímum í lífi unglings. Eftir því sem árin líða verð- ur það mér dýrmætara að hafa fengið að alast upp með ömmu. Kynnast sögu hennar og upp- runa sem síðar verður partur af minni eigin sögu. Með ömmu er gengin skapgreind og ósérhlífin kona sem vissi hvað hún vildi og fór ekki alltaf hefðbundnar leiðir. Kona sem var full rétt- lætis og kærleika í garð síns fólks og annarra. Ekki hvað síst þeirra sem minna máttu sín og áttu á brattann að sækja. Jóhann Snorri Bjarnason. Í dag er til moldar borin móðursystir mín Halldóra, sem er síðust níu barna Öndverð- arneshjónanna Bjarna Jónsson- ar og Kristínar Halldórsdóttur til að kveðja þessa jarðvist. Dóra var tveimur árum eldri en Anna móðir mín og þær systur voru alla tíð mjög nánar. Öndverðarnesheimilið var glaðvært myndarheimili mótað af persónu ömmu minnar og annarra heimilismanna og þeim aðstæðum sem þau bjuggu við. Dóra var aðeins átta ára þegar faðir hennar lést af slysförum. Með einstökum kjarki og dugn- aði tókst ömmu að halda áfram að búa með börnum sínum sem voru vinnusöm og samhent. Í Öndverðarnesi var alltaf nóg að bíta og brenna og mikill menn- ingarbragur á öllu. Rúmlega tvítug gekk Dóra að eiga Jón Helgason frá Brennu á Eyrarbakka. Þau reistu heimili sitt, sem nefnt var Túnsberg, að Tryggvagötu 2 á Selfossi. Dóra og Jón voru einstaklega samhent hjón. Hann var bifreiðasmiður og starfaði hjá Kaupfélagi Árnes- inga á Selfossi. Hún annaðist heimilið og börnin samkvæmt siðvenju þess tíma, en vann síð- an í mörg ár í verslun Mjólkur- bús Flóamanna á Selfossi. Hann var hæglátur, afar hlýr í viðmóti og barngóður. Hún var glaðlyndur dugnað- arforkur og naut þess að segja sögur og fara með bundið mál. Bæði voru þau nægjusöm, sí- iðjandi og höfðu gaman af því að búa til hluti og rækta garð- inn sinn. Þau voru líka útivistarfólk og ferðuðust mikið, einkum innan- lands. Fyrsta barn sitt, Kristínu, misstu þau af völdum alvarlegr- ar sýkingar þegar hún var að- eins sjö mánaða gömul. Það olli sári sem risti djúpt. Síðar fæddust Erna Kristín og Bjarni og færðu þau foreldrum sínum hamingju og fjölda myndar- legra afkomenda. Jón andaðist langt um aldur fram árið 1980 og var hans sárt saknað af öllu sínu fólki. Minningar mínar um Dóru frænku vekja góðar tilfinning- ar. Túnsberg var okkur ætt- ingjum hennar ætíð opið og þar var gott að koma bæði fyrir börn og fullorðna. Húsfreyjan reiddi fram kræsingar og sagði frá en bóndinn bauð börnum af- síðis að skoða eitthvað skemmtilegt sem hægt væri að nýta til leikja. Úti í náttúrunni kunni Dóra skil á örnefnum og heiti jurta. Hún var sporlétt og flaug á fjöll eins og ung hind. Ég man hvað ég þrítug var móð við að reyna að hafa við henni í göngu á Búrfell. Samt var hún þá helmingi eldri en ég. Í áratug var ég búsett í Hreppunum. Þá var gott að eiga frænku á versl- unarstaðnum Selfossi, koma við í mjólkurbúðinni eða heima hjá henni. Drekka kaffi og eiga saman gæðastund, skoða nýj- ustu vatnslitamyndirnar henn- ar eða jafnvel spila og gista. Dóra náði hæstum aldri allra í Öndverðarnesfjölskyldunni. Síðustu árin dvaldi hún á dval- arheimilinu Sólvöllum á Eyr- arbakka þar sem hún undi glöð þar til krafta þraut. Ég og fjölskylda mín kveðj- um Dóru frænku með þakklæti og óskum öllu hennar fólki blessunar um ókomin ár. Bjarnheiður Kristín Guðmundsdóttir. Halldóra Bjarnadóttir ✝ Eiður Reykja-lín Stefánsson fæddist að Hamri í Hegranesi 24. júlí 1926. Hann andað- ist á hjúkrunar- heimilinu Hlíð á Akureyri 8. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Stefán Pétur Jónsson, f. 18. febrúar 1888, d. 17. apríl 1951, og Stefanía El- ísabet Sigurfinnsdóttir, f. 5. ágúst 1901, d. 18. febrúar 1970. Bróðir Eiðs er Jón Skag- fjörð Stefánsson, bóndi á Gauksstöðum, f. 7. júní 1931, eiginkona hans er Eiðný Hilma Ólafsdóttir, f. 5. júlí foreldrum sínum að Gauks- stöðum á Skaga og ólst þar upp. Hann vann við hefðbund- in landbúnaðarstörf og stund- aði lengst af búskap í félagi við Jón bróður sinn allt þar til hann fluttist til Akureyrar 1974. Þar lá leiðin í sútunar- verksmiðju Iðunnar og vann hann þar í tíu ár. Eiður var mikill hestamaður, átti alltaf góð hross sem hann hafði yndi af og var laginn við tamning- ar. Hrossin flutti hann með sér til Akureyrar og stundaði hestamennsku þar svo lengi sem heilsan leyfði. Hann var virkur meðlimur í söfnuði Hvítasunnumanna á Akureyri. Eftirlifandi eiginkona Eiðs er Helga Jónsdóttir, f. 9. febr- úar 1932, þau gengu í hjóna- band þann 20. apríl 1974 og áttu heimili að Lögbergsgötu 1. Útför Eiðs fer fram frá Höfðakapellu í dag, 18. ágúst 2016, klukkan 10.30. 1936. Þeirra börn eru: 1) Stefán Pét- ur, f. 30. ágúst 1958, hans kona er Ólöf Svandís Árnadóttir, dætur þeirra: Gígja Hrund, Klara Björk, Halla Mjöll og Edda Borg. 2) Eiður, f. 5. nóv- ember 1961, d. 20. júní 2016, kvæntur Huldu Rúnarsdóttur, börn: Hilma, Jón Ólafur og fimm stjúpbörn. 3) Sveinfríður Ágústa, f. 8. júlí 1965, eigin- maður Jóhannes Jóhannesson, synir: Máni Jón og Ingi Sveinn. Árið 1929 fluttist Eiður með Elsku Eiður (Frændi) er far- inn í faðm frelsara síns, búinn að eiga langa ævi, það er margs að minnast. Besti maður í heiminum fannst okkur hann alltaf vera, ástúðlegur, jákvæður og gaf einstaklega mikið af sér til allra sem hann þekktu. Við börnin á Gauksstöðum vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að hann bjó hjá okkur þar til við vorum orð- in stálpuð, hann var klettur í lífi okkar alla tíð, við eigum svo margt að þakka. Þolinmæði, ró- legheit og blíðuhót var það sem aldrei þraut. Ómetanlegar eru dýrðar- stundirnar þegar við kúrðum öll í kös í rökkrinu (þetta var fyrir tíma rafvæðingar til sveita) upp í hjá Frænda á kvöldin, spjallað og farið með bænir, mörg vers- in lærðum við utan að jafnvel áður en við vorum farin að tala almennilega, sum orðin fram- andi sem settu ýmsar vanga- veltur af stað í litlum heila- búum. Frændi átti fyrsta bílinn á heimilinu, rússajeppa, var það mikil upplifun fyrst í stað fyrir okkur að ferðast í honum. Oft var gaukað að okkur einhverju góðgæti svo sem gráfíkjum eða kandís. Ógleymanlegt er þegar hann keypti fyrsta kassettutækið og kom með, tók svo upp raddir okkar og spilaði fyrir okkur á eftir, þetta var göldrum líkast! Hestamennska var hans helsta áhugamál, átti hann æv- inlega góða hesta og hafði oft- ast nær tvo til reiðar. Gaman var að fara með hon- um á hestbak, þá sérstaklega um landið sem hann þekkti best og hafði frásagnir af atburðum og örnefni alltaf á takteinum. Eftir að Frændi giftist Helgu sinni og fluttist til Akureyrar komu þau árlega í heimsókn í Skagafjörðinn, alltaf var það til- hlökkunarefni að fá þau í heim- sókn, sem og yndislegt að koma til þeirra á Lögbergsgötuna og njóta gefandi nærveru þeirra. Frændi var ekki sterkur til heilsunnar en kvartaði aldrei. Æðruleysi, yfirvegun og hans staðfasta trú á Guð og frels- arann hafa án efa verið hans mesta heilsulind og fleytt hon- um áfram til 90 ára aldurs. Minningin um Frænda og öll sú umvefjandi hlýja og ást sem hann gaf er okkur fjársjóður sem við sækjum í ævina alla. Við kveðjum Frænda okkar með þessu litla versi sem hann kenndi okkur: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Stefán, Sveinfríður (Fríða) og fjölskyldur. Undir það síðasta í lífi Eiðs, og ljóst var að skammt væri eftir, hljómaði í huga mínum þetta ritningarvers: Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara… (Lúk. 2:29-32) Hann ólst upp sem sveita- drengur á Skaga. Gerðist þar bóndi ásamt bróður sínum og hélt búinu á Gauksstöðum gangandi með dugnaði og elju. Nú kveð ég þennan öðling og þakka honum góða viðkynn- ingu. Eiði kynntist ég vel eftir að ég fluttist frá Vestmannaeyjum og hingað á Akureyri. Við hjónin komum til þeirra í kaffisopa og Guðsorða lestur mjög oft og þótti sú samvera gefandi. Eiður var greinilega hvers manns hugljúfi. Ég sendi and- látstilkynningu á Facebook og þar geta menn svarað sem og gert var. Svörin voru öll á þann veg; einstakur, ljúfmenni, heið- arlegur, sannur Guðs maður. Það er eftirsóknarverð yfir- skrift ævinnar að fá slíkar kveðjur. Auðvitað er þetta vegna framkomu hans og lundarfars. Svona var hann bæði við menn og skepnur. Hann var bóndi og hafði ræktað afbragðs hesta. Þegar ég var nýkominn hingað norður þá bauð hann mér í útreiðartúr. Strax í hesthúsinu talaði hann blíðlega við klárana og hjalaði við þá. Svo er við lögðum af stað í reiðtúrinn gætti hann þess vel að halda fullri stjórn á sínum og lét fylgja vinalegar ábendingar til klársins um leið. „Já, þetta er gott! Nú er ég ánægður með þig.“ Og klárarnir, kröftugir og kná- ir, voru eins og hvers manns hugljúfi. Það var unun á að hlýða og sjá að orð þessa góð- mennis höfðu sterk áhrif á hest- ana. Það er gjarnan sagt að milli hunds, hests og manns sé leyniþráður. Þetta var mér ljóst þarna að milli Eiðs og hestanna var leyniþráður úr gulli. Eiður gekk til liðs við hvíta- sunnukirkjuna á Akureyri þeg- ar hann var ungur og kraftmik- ill bóndi. Hann talaði við safnaðarmeðlimi á sömu nótum og hann yrti á hestana svo ljúf- lyndi hans var kunnugt öllum mönnum. Í einum sálmi hvítasunnu- manna er þetta sagt: „Því öll við sín loforð Guð eið hefir lagt, og andi minn seðst við hans borð“. Þessi einfalda ljóðlína hljóm- ar í eyrum mér sem tákn frá Guði um líf og persónu Eiðs, svona þekktu allir hann sem manninn er stóð við Orð Drott- ins. Guð blessi minningu þessa mæta manns. Snorri Óskarsson. Eiður Reykjalín Stefánsson Okkar ástkæri GÍSLI HALLDÓR JÓNASSON, Áshamri 3f, Vestmannaeyjum, lést þann 30. júlí. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. . Viktoría Karlsdóttir Jónas Ragnar Gíslason Erika Ruiz Gíslason Stella Gísladóttir Guðmundur Gíslason Guðný Jénsdóttir Viktoría Gísladóttir Fanney Gísladóttir Oddur Magnús Oddsson Bryndís Gísladóttir barnabörn og langafabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EÐVARÐ BJARNASON rafmagnseftirlitsmaður, Álftamýri 56, Reykjavík, lést 12. ágúst á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 13. . Borghildur Jónsdóttir, Jóna Björg Eðvarðsdóttir, Gunnar Friðrik Eðvarðsson, Valdimar Ármann, Máni Elvar Traustason, Inga Rán Ármann, María Ármann. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR JÓNASSON rafvirkjameistari, Lækjargötu 30, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 13. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 13. . Ólafur Haraldsson, Jónas Haraldsson, Halldóra Teitsdóttir, Hulda Sólborg Haraldsdóttir, Einar Örn Einarsson, Oddný Halla Haraldsdóttir, Finnur Logi Jóhannsson, Haraldur Haraldsson, Bergljót Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.