Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
✝ Svala SigríðurNielsen fæddist
í Reykjavík 5. des-
ember 1932. Hún
lést á heimili sínu
að Droplaugar-
stöðum í Reykjavík
8. ágúst 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Mar-
zelína Friðriksdótt-
ir Nielsen húsmóðir
f. 1898, d. 1969, frá
Brekku í Eyjafirði, og Hjörtur
Aage Nielsen kaupmaður, f.
1898 á Ísafirði, d. 1985. Systkini
hennar eru Sophus J. Nielsen, f.
18.9. 1931, d. 29.2. 2016, og
Erna Nielsen, f. 21.9. 1942.
Svala giftist Ragnari Þjóð-
ólfssyni, sonur þeirra er Rafn,
flugvirki, fæddur 31. ágúst
1957, látinn 23. júlí 1987. Þeirra
leiðir skildu. Dóttir Rafns er Jó-
hanna Svala Rafnsdóttir, eigin-
maður hennar er Ísak Winther
og börnin þeirra eru Rafn, Ró-
bert og Sónata.
Svala ólst upp á Reynimel í
vesturbæ Reykjavíkur. Hún
flutti síðar á Meistaravellina þar
sem hún bjó í 42 ár. Síðustu árin
bjó hún í Hlíðunum og síðasta
árið á Droplaugarstöðum við
Snorrabraut.
Svala lærði söng á Ítalíu og
Þýskalandi og er þjóðkunn
óperusöngkona.
Hún hefur m.a.
sungið hlutverk
Rósalindu í Leður-
blökunni, Súzúkí í
Madame Butterfly
og hlutverk einnar
þriggja ástkvenna
Hoffmanns í Ævin-
týri Hoffmanns.
Hún söng einnig
mikið í útvarp, eða í
ein 30 ár, og fór í
söngferðalög með karlakórum.
Hún söng og við jarðarfarir,
giftingar og skírnir og við önn-
ur tækifæri. Svala söng með
Karlakór Reykjavíkur, bæði
heima og erlendis. Hún söng í
heimsókn Íslendinga á Heims-
sýninguna í Kanada 1967 og
Miðjarðarhafslanda 1966. Svala
söng einnig með Fóstbræðrum á
styrktartónleikum þeirra. Þá
söng Svala ameríska negra-
sálma á tónleikum með Pólýfón-
kórnum í Gamla bíói, stjórnandi
var Ingólfur Guðbrandsson.
Svala söng einnig fyrir Íslend-
ingafélögin í New York og
Kaupmannahöfn. Í seinni tíð
vann hún í heimaþjónustu hjá
Reykjavíkurborg.
Útför Svölu fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 18.
ágúst klukkan 13.
Elsku, hjartans amma mín er
farin. Það er skrítið að segja þetta
og hugsa upphátt. Þó ég hafi alltaf
vitað að amma mín myndi ekki lifa
að eilífu þá hélt ég það einhvern
veginn samt. Hún sem er búin að
vera órjúfanlegur partur af mér
alla mína tíð. Frá því ég man eftir
mér vorum við alltaf saman. Amma
passaði nefnilega svo vel upp á mig
frá fyrstu tíð. Ég var ekki send í
pössun svo hún gæti farið á skrall
því það var hún sem ætlaði að
passa upp á mig. Og það gerði hún.
Hún passaði það að mig skorti ekk-
ert. Hún passaði það að ég tolldi í
tískunni. Það eru til sannanir fyrir
því. Hún passaði að ég fengi gott að
borða. Hún passaði að ég væri ekki
sorgmædd. Hún lagði til hliðar
sína eigin sorg þegar við misstum
pabba til að hugga mig í minni
sorg. Partur af minni sorg var að
horfa upp á hana syrgja í hljóði. En
ég er svo þakklát fyrir það að við
höfðum hvor aðra á þessum tíma.
Við fundum styrk hvor í annarri.
Hún passaði að ég væri aldrei ein.
Tók mig með sér í allar jarðarfar-
irnar, brúðkaupin og skírnirnar
sem hún söng svo fallega við. Ég
var alltaf dáleidd að horfa á hana
og hlusta. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að hlusta á hana syngja
jafn mikið og ég gerði. Sá söngur
mun alltaf hljóma inni í höfðinu
mínu. Og hjartanu. Hún vildi alltaf
allt fyrir mig gera. Þegar ég var lít-
il og var að reyna að sofna þá sat
hún við rúmstokkinn minn, hélt í
höndina á mér og söng fyrir mig.
Síðar snerust hlutverkin við. Sér-
staklega hennar síðustu daga. Ég
passaði hana. Ég passaði að hana
skorti ekki neitt. Ég passaði að
henni leiddist ekki. Ég passaði að
hún væri ekki ein. Ég sat við rúm-
stokkinn hennar og hélt í höndina á
henni fram á síðustu stundu. Það
var dýrmæt stund sem ég mun
aldrei gleyma. Ég er þakklát
ömmu minni fyrir að hafa gefið
mér gott líf. Fyrir samveruna og
gleðina. Fyrir staðfestuna. Fyrir
hlátrasköllin. Fyrir skilyrðislausu
ástina. Fyrir allt. Ég mun aldrei
gleyma þér, elsku amma mín. Þín
Jóhanna Svala.
Með þessu litla ljóði kveð ég
elsku ömmu Svölu sem var alltaf
svo góð við mig og mína.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Svala, takk fyrir mig.
Þinn litliputti,
Anna.
Svala Sigríður
Nielsen
Elsku pabbi.
Farinn frá okkur
allt of snemma og
svona skyndilega,
það er enn hálf-
óraunverulegt til þess að
hugsa.
Dýrmætar minningar ylja.
Þótt þú segðist ekki syngja og
syngir aldrei á samkomum þá á
ég nú samt fallega minningu
um að vera ruggað í svefn í
fanginu þínu á meðan þú söngst
fyrir mig.
Múmínálfaleit í Krossdal á
vélsleða undir fullu tungli eða
að lóða tin í skart í skúrnum
hjá þér, fallegar æskuminning-
ar eru óteljandi. Ég átti góða
æsku og að sumu leyti kannski
óvenjulega en þó ég væri stelpa
þá fannst þér ekkert sjálfsagð-
ara en að ég færi að æfa glímu
átta ára og ekki mikið eldri að
keyra vélsleða, fjórhjól og
fylgja þér á veiðar og skjóta úr
byssum. Þó að ég hafi aldrei
verið sami prakkarinn og þú þá
urðu tvíbbasögurnar til þess að
ég óskaði þess oft að ég væri
tvíburi og hefði verið til þegar
þú varst ungur til að taka þátt í
uppátækjunum og lífinu þá. Þú
sagðir svo vel frá, ég vildi að ég
hefði verið búin að taka upp
þessar sögur, hélt að það væri
enn tími.
Það sem ég vildi að við hefð-
um fengið meiri tíma með þér
og barnabörnin fengið að heyra
sögurnar frá þér. Góði afinn,
gerðir allt sem þú gast til að
sinna afabörnunum, sólargeisl-
unum þínum, þó heilsunni væri
farið að hraka. Þú kunnir að
gefa og svo ótal margir hafa
fengið að njóta krafta þinna og
hjálpsemi í gegnum tíðina, lag-
hentur og klár. Húmoristi og
félagi. Góður í gegn.
Þú stappaðir alltaf í mig stál-
inu og reyndir að telja mér trú
um að mér væru allir vegir
færir, ég hefði mátt hlusta oft-
ar. Ég gat alltaf leitað til þín,
kletturinn minn. Elsku pabbi,
ég sakna þægilegrar nærveru
þinnar og elsku, ég sakna þín.
Þín
Inga Gerða.
Ég vil minnast Péturs
Yngvasonar vinar míns sem
kvaddi okkur allt of snemma
fyrir skemmstu. Við hittumst
fyrst í sjónvarpssal árið 1969
og vorum þá báðir að keppa í
Landsflokkaglímu.
Ekki mættumst við í það
sinn því aldursmunur var þrjú
ár og hann að keppa í unglinga-
flokki. Svo kom hann til
Pétur Vignir
Yngvason
✝ Pétur VignirYngvason
fæddist 8. apríl
1952. Hann lést 28.
júlí 2016.
Útför Péturs fór
fram 5. ágúst 2016.
Reykjavíkur og þá
tókust með okkur
góð kynni og vin-
skapur við keppni,
leik og störf í
kringum glímuna
en Pétur var einn
besti liðsmaður
Mývetninga sem
keppandi, liðsstjóri
og síðar þjálfari.
Hann átti góðan
þátt í að innleiða
kvennaglímu á Norðurlandi og
það var stoltur faðir sem horfði
á Ingu Gerðu dóttur sína vinna
Íslandsglímu kvenna og verða
glímudrottning.
Pétur var sérstaklega glím-
inn að eðlisfari, sterkur og
drengilegur andstæðingur.
Hann varð fimm sinnum glímu-
kóngur sem segir sína sögu um
þennan glæsilega glímumann.
Pétur átti hvarvetna vinum að
mæta en hans besti glímuvinur
var Sigurður Jónsson.
Eitt sinn kom ég að Pétri
þar sem hann var að tala í
síma. Símtalið dróst á langinn
en korteri síðar lagði Pétur á,
leit til mín með laundrjúgu
brosi og sagði: „Þetta var séra
Sigurður.“
Við Sigurður og Jóhannes
Jónasson vorum í fararstjórn
fyrstu ferðarinnar sem farin
var til keppni í erlendu fangi í
Skotlandi árið 1987. Þá var
Pétur orðinn 35 ára en lét sig
ekki muna um að keppa þarna
með mun yngri mönnum; þeim
Garðari Vilhjálms, Árna Unn-
steins og Arngeiri Friðriks.
Þarna var gengið í Keltneska
fangbragðasambandið og keppt
á meistaramóti þess; KM. Pét-
ur stóð sig frábærlega, varð í
öðru sæti í 100 kg flokki í back-
hold og lagði marga erlenda
jötna að velli.
Við Pétur vorum sammála
um að gaman hefði verið að
kynnast þessum fangbrögðum
þegar báðir voru yngri og
ennþá sprækari.
Pétur fór í fleiri landsliðs-
ferðir. Ein var á KM í Frakk-
landi 1991. Þar keppti Pétur í
þrenns konar fangi, vann til
verðlauna í þeim öllum og auð-
vitað sigraði hann í glímunni.
Eftir mótið var hópnum skipt
og sumir fóru til Parísar en við
Pétur fórum til Trier í Þýska-
landi með Sigga Jóns, Hjálmi
Sig. og þeirra konum, ásamt
Jóni M. Þá var ekið um Mósel-
dalinn, vínbændur heimsóttir
og framleiðsla þeirra könnuð.
Pétur var hrókur alls fagnaðar
í þessari eftirminnilegu ferð
eins og fleirum því hann var
glaðsinna, góður ferðafélagi og
einstaklega drengilegur glímu-
vinur.
Þegar ég var í glímukynn-
ingum norðanlands var gott að
koma til Péturs og Hildar að
Skútahrauni 9. Heimili þeirra
stóð mér alltaf opið og þar var
veitt af rausn af gæðum sveit-
arinnar: Mývatnssilungur,
hverabakað rúgbrauð, taðreykt
hangikjöt eða gæs, allt matreitt
á besta máta. Svo þegar Lilla
mín var komin til sögunnar fór
Pétur með og sýndi okkur Mý-
vatnssveitina í allri sinni dýrð.
Þá var hann búinn að gera Sig-
rúnu mágkonu sinni viðvart en
þau voru perluvinir og hún var
með gæs á borðum þegar við
lukum ferðinni í Dagmálaborg
hjá þeim Inga, bróður Péturs.
Svo var spilað brids og ekki í
fyrsta sinn.
Margs er að minnast en það
er bjart yfir minningunni um
Pétur Yngvason. Ég færi fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Rögnvaldur Ólafsson.
„Sæll gæskur“ var ævinlega
kveðjan, bæði þegar ég vann í
Kröfluvirkjun og eftir að ég
hætti störfum þar og gjarnan
kom á eftir: „Hefur nokkuð
hlaupið á snærið hjá þér ný-
lega?“
„Sæll gæskur“ var þó ekki
kveðjan þegar ég kom til starfa
í Kröfluvirkjun, algjörlega
blautur bak við eyrun, en við-
tökur voru afar góðar enda
margir úrvalsmenn þar og einn
þeirra var Pétur Yngvason sem
varð einn vaktfélaga minna og
lærifaðir og smám saman þró-
aðist gæskurinn.
Og gæskurinn kynntist nýj-
um vinnustað: nýjum vinnu-
brögðum, nýjum áherslum,
mikilli fagmennsku og enda-
lausum tíma. „Það er alltaf
nægur tími hjá Landsvirkjun,“
var ávallt viðkvæðið hjá Pétri
sem er kannski styttri útgáfan
af því að setja sig almennilega
inn í það sem verið er að vinna
við hverju sinni. Þannig var það
líka hjá Pétri, hann kunni sögu
og innviði Kröfluvirkjunar al-
gjörlega utan að.
Takk gæskur fyrir samstarf-
ið, samveruna og vináttuna. Er
við hittumst aftur þá verður
öllum hömlum aflétt.
Aðstandendum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Vertu sæll, gæskur.
Hlynur S.
Fallinn er frá, um aldur
fram, Pétur Yngvason glímu-
kappi og heiðursfélagi í Hér-
aðssambandi Þingeyinga. Pétur
var ungur að árum þegar hann
hóf að láta að sér kveða á
glímuvellinum og var lykilmað-
ur í endurreisn glímunnar í
Mývatnssveit og Þingeyjar-
sýslu á síðari hluta 20. aldar.
Fór hann þar fremstur í flokki
vaskra sveina ásamt tvíbura-
bróður sínum, Inga. Þetta
gullna tímabil í þingeyskri
glímu stóð ótrúlega lengi og
ekki að efa að þeir bræður voru
þar leiðtogar og fyrirmyndir.
Þegar keppnisferli lauk tók
Pétur að sér formennsku í
glímuráði HSÞ og hafði sem
slíkur mótandi áhrif á starfið
og þá keppendur sem á eftir
komu.
Einnig var hann forkólfur
kvennaglímunnar hér norðan-
lands. Pétur varði miklum tíma
og mikilli orku í starfið fyrir
glímuráð og hélt hann utan um
starfið í glímunni hjá HSÞ ár-
um saman.
Hann hafði þrekið og kraft-
inn sem þarf til að standa í fé-
lagsstarfi áhugamanna sem
starf ungmennafélaganna
vissulega er. Slíkir einstakling-
ar eru hverju samfélagi mik-
ilvægir og marka spor í samtíð
sína.
Nú þegar leiðir skilja er
þakklæti efst í huga okkar fé-
laga Péturs í Héraðssambandi
Þingeyinga fyrir samfylgd hans
og framlag til íþróttamála HSÞ.
Fyrir hönd Héraðssambands
Þingeyinga,
Anita Karin Guttesen,
formaður HSÞ.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN BJÖRNSDÓTTIR,
Stella,
Heiðargerði 3, Akranesi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, mánudaginn 8. ágúst. Útför hennar verður gerð frá
Reykholtskirkju í Borgarfirði laugardaginn 20. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hollvinasamtök HVE. Kennitala 510214-0560,
bankareikningur nr. 0326-26-005100.
.
Þorbergur E. Þórðarson,
Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir, Ómar Þorst. Árnason,
Elínborg Þóra Þorbergsdóttir, Friðrik Jónsson,
Birna Þorbergsdóttir,
Ingunn María Þorbergsdóttir, Arnar Hjartarson,
Þórður Þorbergsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og
hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns, sonar, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
RAGNARS GERALDS RAGNARSSONAR
skipstjóra,
Ægisvöllum 17, Reykjanesbæ.
Starfsfólki heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Rnb. og
Hrafnistu í Reykjanesbæ eru sendar sérstakar þakkir fyrir
einstaka umönnun.
.
Guðrún Árnadóttir,
Ragnar Jónasson,
Inga Birna Ragnarsdóttir, Hrafn Árnason,
Árni Ragnarsson,
Einar Ragnarsson, Marta Guðmundsdóttir,
Albert Óskarsson,
barnabörn og langafastelpan.
Sundbolir • Tankini
Bikini • Strandfatnaður
Undirföt • Náttföt
Sloppar • Undirkjólar
Inniskór • Aðhaldsföt
Frú Sigurlaug
Fylgstu með á facebook
Mjódd s. 774-7377
10.9
00.
-
10.9
00.
-
10.9
00.
-
11.9
00.
-
Mikið úrval af
sundfatnaði