Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Hverfisgötu 105
www.storarstelpur.is
Munið bílastæði
á bak við hús
Við erum á facebook
Nýjar vörur
frá
BAKSSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Enn er þráttað um örlög togbátsins
Bugaled Breizh fyrir dómstólum í
Frakklandi og Englandi. Ættingjar
skipverjanna hafa staðið á því fastar
fótunum frá upphafi að kafbátur
hafi flækst í troll bátsins. Það hafi
verið fullstór „fiskur“ sem togaði
hann undir hafflötinn með þeim af-
leiðingum að fimm manna áhöfn
hans fórst.
Svo hröð var atburðarásin er
Bugaled Breizh hvarf í hafið um 12
sjómílur undan Lizard-tanga á
suðurodda Englands hinn 15. janúar
2004 að skipverjum tókst ekki að
senda út neyðarkall.
Af opinberri hálfu var öllum rann-
sóknum franskra yfirvalda á atvik-
inu grunsamlega hætt í maí 2013.
Við það sættu ættingjar skipverj-
anna sig ekki, en þeir hafa haldið
því til streitu að kafbátur frá
NATO-ríki gæti hafa togað Bugaled
Breizh í kaf. Fengu þeir því áorkað
að árið 2010 var ný rannsókn hafin,
en hún skilaði engu. Segjast þeir
ekki gefast upp fyrr en kringum-
stæður slyssins hafi verið skýrðar
að fullu. Flotaæfing á vegum Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) átti
sér stað á þeim slóðum þar sem
Bugaled Breizh var að veiðum. Í
henni tóku meðal annars kafbátar
þátt.
Hvarf togbátsins hefur leitt til
endurtekinna réttarrannsókna. Fyr-
ir rétti í Frakklandi 2007 voru bæði
breskir og hollenskir kafbátar
hreinsaðir af grun um aðild að
hvarfi Bugaled Breizh þremur árum
fyrr. Rannsóknarnefnd sjóslysa í
Frakklandi komst að þeirri niður-
stöðu þetta ár að líklegasta skýr-
ingin á því að Bugaled Breizh sökk
væri að trollið hefði fest í botni. Vís-
aði nefndin kenningu ættingjanna á
bug og sögðu ekkert benda til sakar
bresks eða hollensks kafbáts. Opn-
aði hún rannsókn sína aftur eftir að
títanagnir fundust á togvírunum, en
algengt er að títan sé blandað í kaf-
bátamálningu.
Niðurstöðurnar voru á annan veg
í annarri opinberri rannsókn í
Frakklandi sem lauk árið 2008. Að
kjarnorkukafbátur hefði krækt í
troll togbátsins í slysinu hörmulega
var „afar líkleg orsök“ að mati rann-
sakendanna.
„Lygar og hugleysi“
Lögmaður ættingjanna krafðist
frekari rannsókna og þá sérstaklega
á því hvort bandarískur kafbátur
hefði komið við sögu. Leituðu þeir
til áfrýjunarréttar í borginni Ren-
nes á Bretaníuskaga, en togbát-
urinn var frá litla hafnarbænum
Loctudy í Finistère á Bret-
aníuskaga. „Við getum ekki skilið
við málið án þess að vita sannleik-
ann í málinu,“ sagði Dominique
Launay lögmaður. Sérfræðingar í
varnarmálum töldu að bandarískur
kafbátur hefði verið undan Cornwall
daginn sem Bugaled Breizh fórst.
Því hefur bandaríski flotinn neitað.
Tricaud lögmaður telur að enn séu
líkur á að leiða megi sannleikann
um hvarfið í ljós. Hefur hann freist-
að þess að fá rannsóknina á hugs-
anlegri aðild breska kafbátsins
Turbulent tekna upp á nýju. For-
dæmdi hann nýverið það sem hann
kallaði „10 ára langar lygar stjórn-
valda og réttarfarslegt hugleysi“
dómstóla í málum franska togbáts-
ins.
Í júní í sumar staðfesti æðsti
dómstóll Frakklands niðurstöður
sjóprófanna og vísaði málinu að
öðru leyti frá. Virðast þar með öll
Deilt fyrir dómi um sjóslys
Þráttað hefur verið um það í Frakklandi og Englandi hvað olli því að franskur togbátur hvarf við
England í janúar 2004 Þrátt fyrir fjölda rannsókna eru menn engu nær um orsakirnar og halda ætt-
ingjar skipverjanna sem fórust málinu gangandi í þeirri von að ástæður harmleiksins verði leiddar í ljós
AFP
Minningarathöfn Áratug upp á dag frá því Bugaled Breizh sökk minntust ættingjar skipverjanna slyssins með því að fleygja blómum á hafflötinn.
Táknræn athöfn Liðsmenn samtakanna SOS Bugaled Breizh bera líkan af
togbátnum út úr einum réttarsalnum af mörgum. Hér yfirgefa þeir dóm-
þing áfrýjunarréttarins í Rennes í Frakklandi í mars 2013.
Lyft af hafsbotni Björgunarskipið Discovery lyftir Bugaled Breizh af hafsbotni 10. júlí 2004. Ofansjávar Flakið af Bugaled Breizh komið upp á yfirborðið árið 2004.
Það er engin nýlunda á fiskimiðum
undan ströndum Evrópuríkja að
ferðir fiskiskipa og kafbáta skar-
ist. Vildi ekki betur til en svo við
flotaæfingar undan Bretlands-
ströndum 12. júlí síðastliðinn.
Að sögn talsmanns franskra
stjórnvalda var um að ræða portú-
galskan kafbát, Tridente, sem þátt
tók í æfingunum sem fram fóru á
svæði 30 sjómílur undan marg-
nefndum Lizard-tanga.
Tridente var í kafi er hann flækt-
ist í veiðarfæri fransks togara að
nafni Daytona með heimahöfn í
Saint-Brieuc á Bretaníuskaga.
„Kafbáturinn kom þegar í stað
upp á yfirborðið og setti sig í sam-
band við togarann,“ sagði í til-
kynningu yfirvalda franskra sigl-
ingamála. Þar kom fram að enginn
hefði slasast við atvikið og engar
skemmdir orðið á skipunum tveim-
ur.
Togari fékk kafbát í trollið
ÓHAPP Á FLOTAÆFINGU