Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Hverfisgötu 105 www.storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook Nýjar vörur frá BAKSSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Enn er þráttað um örlög togbátsins Bugaled Breizh fyrir dómstólum í Frakklandi og Englandi. Ættingjar skipverjanna hafa staðið á því fastar fótunum frá upphafi að kafbátur hafi flækst í troll bátsins. Það hafi verið fullstór „fiskur“ sem togaði hann undir hafflötinn með þeim af- leiðingum að fimm manna áhöfn hans fórst. Svo hröð var atburðarásin er Bugaled Breizh hvarf í hafið um 12 sjómílur undan Lizard-tanga á suðurodda Englands hinn 15. janúar 2004 að skipverjum tókst ekki að senda út neyðarkall. Af opinberri hálfu var öllum rann- sóknum franskra yfirvalda á atvik- inu grunsamlega hætt í maí 2013. Við það sættu ættingjar skipverj- anna sig ekki, en þeir hafa haldið því til streitu að kafbátur frá NATO-ríki gæti hafa togað Bugaled Breizh í kaf. Fengu þeir því áorkað að árið 2010 var ný rannsókn hafin, en hún skilaði engu. Segjast þeir ekki gefast upp fyrr en kringum- stæður slyssins hafi verið skýrðar að fullu. Flotaæfing á vegum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) átti sér stað á þeim slóðum þar sem Bugaled Breizh var að veiðum. Í henni tóku meðal annars kafbátar þátt. Hvarf togbátsins hefur leitt til endurtekinna réttarrannsókna. Fyr- ir rétti í Frakklandi 2007 voru bæði breskir og hollenskir kafbátar hreinsaðir af grun um aðild að hvarfi Bugaled Breizh þremur árum fyrr. Rannsóknarnefnd sjóslysa í Frakklandi komst að þeirri niður- stöðu þetta ár að líklegasta skýr- ingin á því að Bugaled Breizh sökk væri að trollið hefði fest í botni. Vís- aði nefndin kenningu ættingjanna á bug og sögðu ekkert benda til sakar bresks eða hollensks kafbáts. Opn- aði hún rannsókn sína aftur eftir að títanagnir fundust á togvírunum, en algengt er að títan sé blandað í kaf- bátamálningu. Niðurstöðurnar voru á annan veg í annarri opinberri rannsókn í Frakklandi sem lauk árið 2008. Að kjarnorkukafbátur hefði krækt í troll togbátsins í slysinu hörmulega var „afar líkleg orsök“ að mati rann- sakendanna. „Lygar og hugleysi“ Lögmaður ættingjanna krafðist frekari rannsókna og þá sérstaklega á því hvort bandarískur kafbátur hefði komið við sögu. Leituðu þeir til áfrýjunarréttar í borginni Ren- nes á Bretaníuskaga, en togbát- urinn var frá litla hafnarbænum Loctudy í Finistère á Bret- aníuskaga. „Við getum ekki skilið við málið án þess að vita sannleik- ann í málinu,“ sagði Dominique Launay lögmaður. Sérfræðingar í varnarmálum töldu að bandarískur kafbátur hefði verið undan Cornwall daginn sem Bugaled Breizh fórst. Því hefur bandaríski flotinn neitað. Tricaud lögmaður telur að enn séu líkur á að leiða megi sannleikann um hvarfið í ljós. Hefur hann freist- að þess að fá rannsóknina á hugs- anlegri aðild breska kafbátsins Turbulent tekna upp á nýju. For- dæmdi hann nýverið það sem hann kallaði „10 ára langar lygar stjórn- valda og réttarfarslegt hugleysi“ dómstóla í málum franska togbáts- ins. Í júní í sumar staðfesti æðsti dómstóll Frakklands niðurstöður sjóprófanna og vísaði málinu að öðru leyti frá. Virðast þar með öll Deilt fyrir dómi um sjóslys  Þráttað hefur verið um það í Frakklandi og Englandi hvað olli því að franskur togbátur hvarf við England í janúar 2004  Þrátt fyrir fjölda rannsókna eru menn engu nær um orsakirnar og halda ætt- ingjar skipverjanna sem fórust málinu gangandi í þeirri von að ástæður harmleiksins verði leiddar í ljós AFP Minningarathöfn Áratug upp á dag frá því Bugaled Breizh sökk minntust ættingjar skipverjanna slyssins með því að fleygja blómum á hafflötinn. Táknræn athöfn Liðsmenn samtakanna SOS Bugaled Breizh bera líkan af togbátnum út úr einum réttarsalnum af mörgum. Hér yfirgefa þeir dóm- þing áfrýjunarréttarins í Rennes í Frakklandi í mars 2013. Lyft af hafsbotni Björgunarskipið Discovery lyftir Bugaled Breizh af hafsbotni 10. júlí 2004. Ofansjávar Flakið af Bugaled Breizh komið upp á yfirborðið árið 2004. Það er engin nýlunda á fiskimiðum undan ströndum Evrópuríkja að ferðir fiskiskipa og kafbáta skar- ist. Vildi ekki betur til en svo við flotaæfingar undan Bretlands- ströndum 12. júlí síðastliðinn. Að sögn talsmanns franskra stjórnvalda var um að ræða portú- galskan kafbát, Tridente, sem þátt tók í æfingunum sem fram fóru á svæði 30 sjómílur undan marg- nefndum Lizard-tanga. Tridente var í kafi er hann flækt- ist í veiðarfæri fransks togara að nafni Daytona með heimahöfn í Saint-Brieuc á Bretaníuskaga. „Kafbáturinn kom þegar í stað upp á yfirborðið og setti sig í sam- band við togarann,“ sagði í til- kynningu yfirvalda franskra sigl- ingamála. Þar kom fram að enginn hefði slasast við atvikið og engar skemmdir orðið á skipunum tveim- ur. Togari fékk kafbát í trollið ÓHAPP Á FLOTAÆFINGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.