Morgunblaðið - 18.08.2016, Side 36

Morgunblaðið - 18.08.2016, Side 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 majubud.is nefnt. „Við viljum líka bjóða upp á afþreyingu fyrir fólkið sem býr hér en hana vantar klárlega. Við búum öll hér sem vinnum í Midgard og það vantar einhvern stað fyrir fólk til að hittast á og spjalla. Við trúum því að það sé vel hægt að blanda saman ferðafólki og íbúum á svæðinu og við viljum skapa vettvang fyrir fólk til að kynnast,“ segir Arnar Gauti. Hann bendir á að ungt fólk hefur flutt aftur heim á Hvolsvöll í ríkari mæli undanfarið og hefur aldurs- samsetningin á svæðinu breyst. Fyr- irtækið hefur m.a. átt þátt í því að laða fólk á svæðið. Hins vegar þarf fólk líka að hafa eitthvað fyrir stafni og stað til að hittast á. Bandaríkjamenn fjölmennir Bandarískir ferðamenn eru fjöl- mennasti kúnnahópur Midgard, yfir vetrartímann eru Bretarnir fjöl- mennastir, en ferðamennirnir koma þó úr öllum heimsálfum. „Ég held að gæðin á þjónustunni okkar henti þessum hóp vel. Við förum með litla hópa og margar einkaferðir sem eru aðeins dýrari,“ segir Arnar Gauti, spurður um markhópinn. Flestir ferðamennirnir sem sækja í ferðir til þeirra eru meðal- eða hátekjufólk sem vill leyfa sér smá lúxus en jafn- framt komast í ævintýri. „Banda- ríkjamenn eru mjög öflugir á sam- félagsmiðlum og fylgjast vel með. Þeir fara mikið eftir því sem er skrif- að á TripAdvisor og trúa og treysta því en þar höfum við fengið frábærar umsagnir. Það hefur reynst okkur gott markaðstæki og einnig orð- sporið, hvernig talað er um ferðirnar til okkar og litla Ísland,“ segir Arnar Gauti, spurður út í markaðs- setningu. „Eitt af einkunnarorðum okkar er sveigjanleiki en á Íslandi þarftu að vera sveigjanlegur sem ferðamaður. Bandaríkjamenn eru það upp til hópa, sérstaklega ef þú segir af hverju þú þarft mögulega að breyta ferðinni og hvernig þú ætlar að gera það,“ segir Arnar Gauti. Göngu- og jeppaferðir Í upphafi voru flestar ferðir fyrir- tækisins jeppaferðir á hálendið en smám saman hafa ferðirnar breyst og orðið fjölbreyttari. Í ríkari mæli er boðið upp á blöndu af göngu- og jeppaferðum. Í opnu ferðunum eru í mesta lagi sjö manns á hvern leiðsögumann. Vinsælasta ferðin í sumar var gönguferð inn í Þórsmörk en margir vilja líka komast í tæri við Eyja- fjallajökul. Í sumar hafa tjaldferðir verið eftirsóttar, boðið er ýmist upp á göngu þar sem þátttakendur bera allt á bakinu, tjald, svefnpoki, o.fl. en líka svokallaðar „glamping“ (e. glamour camping) ferðir sem slegið hafa í gegn. Í þeim ferðum er búið að tjalda, búa um gestina og elda mat þegar ferðamennirnir koma úr göngunni. „Þetta er fínt fyrir þá sem eru í ágætisformi en eru ekki til- búnir að bera mörg kíló á bakinu. Bandaríkjamenn elska þessar ferð- ir,“ segir Arnar Gauti. Þessar ferðir eru m.a. farnar á Fjallabak, inn í Fljótshlíð, Rangárbotna. o.fl. Góð tengsl við ferðamenn „Það kom mér á óvart þegar ég byrjaði að við erum í miklum kon- takt við kúnnana og bjóðum þeim oft heim. Þegar við drekkum með þeim kaffi lesum við vel í hópinn og sníð- um ferðirnar eftir einstaklingunum og þær eru því aldrei eins,“ segir Einar Óskar. Arnar Gauti tekur í sama streng og bendir á að kúnstin sé að ofselja ekki ferðirnar heldur reyna að skapa frekar óvænta upp- lifun. „Þetta er mikilvægt, sérstaklega miðað við landið okkar. Maður getur lent í því að vera fastur inni í bíl með fólki í snjóbyl og ef þú byggir upp væntingarnar rétt getur þetta verið besti dagur þess á Íslandi þrátt fyrir að það hafi ekki stigið fæti út,“ segir Arnar Gauti. Ör vöxtur fyrirtækisins Ferðaþjónustufyrirtækið Mid- gard Adventure var stofnað árið 2010 og hefur vaxið hratt síðustu ár, líkt og mörg ferðaþjónustufyrirtæki. Vöxturinn milli síðustu tveggja ára hefur verið um 30% en fyrstu árin var hann um 120-160%. Ferða- mannastraumurinn hefur aukist yfir vetrarmánuðina, febrúar og mars eru orðnir svipaðir og góðir sumar- mánuðir. „Vöxturinn er að jafnast út en við viljum heldur ekki vaxa of hratt. Við viljum gera þetta þægi- lega því þeir sem vinna í fyrirtækinu eru vinir okkar og fjölskylda. Við viljum heldur ekki gera út af við alla heldur finna þessa fínu línu, þar sem við höfum gaman en njótum þess líka að vera í vinnunni. Það skilar sér líka til kúnnanna,“ segir Arnar Gauti. Fyrirtækið Midgard Adventure er að stærstum hluta í eigu stofn- anda þess, Sigurðar Bjarna Sveins- sonar, en eignarhaldið á hinum hlut- anum skiptist á milli nokkurra aðila. Félagarnir eru bjartsýnir og eru fullvissir um að nýjasta viðbótin við fyrirtækið, hostelið og veitingastað- urinn, eigi eftir að verða vel sótt, hvort tveggja af erlendum ferða- mönnum og Íslendingum. Steypustöð verður hostel  Ferðaþjónustufyrirtækið Midgard Adventure opnar hostel og veitingastað á Hvolsvelli í mars árið 2017  Breyta steypustöð í miðstöð fyrir ævintýraferðamennsku á Suðurlandi  Tjaldferðir vinsælar Ljósmynd/Wesley Johnson Félagar Einar Óskar Sigurðsson og Arnar Gauti Markússon starfa hjá Midgard Adventure á Hvolsvelli. Tölvuteikning/Bjarni Árnason arkitekt Hostel Í 200 fm viðbyggingu hostelsins sem sést fremst verður m.a. veitingastaður, móttökusalur og skrifstofa. VIÐTAL Þórunn Kristjánsdótti thorunn@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtækið Midgard Adventure reisir hostel með 12 her- bergjum og um 50 rúmum og opnar veitingastað á Hvolsvelli á næsta ári. Hostelið og veitingastaðurinn eru í húsnæði sem áður var steypustöð og er 1.100 fm að stærð. Að auki verður reist 200 fm viðbygging sem hýsir skrifstofu, móttökusal og veit- ingastað. Í mars á næsta ári er reiknað með fyrstu gestum. Í húsnæðinu er fyrirtækið með starfsemi sína, m.a. skrifstofu og verkstæði fyrir bílaflotann. Stefna fyrirtækisins, Midgard Adventure, er að verða miðstöð ævintýraferða- mennsku á Suðurlandi líkt og nafnið bendir til með beinum hætti. „Hostelið er sambland af her- bergjum með kojum og einka- herbergjum. Upphaflega hug- myndin var sú að hafa bara kojur og allt frekar hrátt en við ákváðum að auka breiddina og hafa líka einka- herbergi. Við vildum koma til móts við þá sem vilja njóta þess að vera í skemmtilegum félagsskap í kringum fólk en geta líka kúplað sig út og ver- ið í einkaherbergi,“ segir Arnar Gauti Markússon, einn af eigendum Midgard. Rík áhersla verður lögð á að skapa heimilislega stemningu á hostelinu. „Það má eiginlega segja að við viljum taka á móti öllum heim til okkar en við ráðum ekki við það og þess vegna byggjum við hostel- ið,“ segir Einar Óskar Sigurðsson hjá Midgard. Það má segja að hostelið og veit- ingastaðurinn sé í raun reist í kring- um kúnnahóp fyrirtækisins. Fyrir- tækið fer daglega með erlenda ferðamenn í ævintýraferðir upp á hálendi landsins, einkum á Fjalla- bak, Eyjafjallajökul, Þórsmörk og fleiri náttúruperlur í nánasta um- hverfi. Miðstöð fyrir heimamenn Starfsemi verður í húsinu frá kl. sjö á morgnana þegar morgunmat- urinn verður reiddur fram og fram á kvöld þegar barinn verður opinn. Stefnt er að því að hafa matseðlinn einfaldan, þægilegan og með heilsu- samlegu hráefni af svæðinu. Einnig verður komið til móts við þá sem kjósa t.d. glútenfrían mat og græn- meti. Stefnt er að því að þetta verði líka miðstöð fyrir heimamenn, þar sem boðið verður m.a. upp á skipulagða viðburði, t.d. fræðslukvöld, spila- kvöld og tónleika svo fátt eitt sé Tölvuteikning/Bjarni Árnason arkitekt Herbergi Hægt er að loka kojunum og næla sér í smá næði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.