Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 71
gegndi stöðu formanns frá 2001 til
2009. Hann leiddi starf mennta-
nefndar félagsins frá upphafi og sat í
fagráði Tækniháskólans vegna
kennslu í matsfræðum við skólann.
Árið 2009 setti Háskóli Íslands á fót
námsbraut í samstarfi við Mats-
mannafélagið, þar sem matsfræði
eru kennd ætluð verk- og tækni-
fræðingum, lögfræðingum, við-
skiptafræðingum og byggingarfræð-
ingum. Freyr gegndi þar lykil-
hlutverki.
Freyr Jóhannesson var sæmdur
gullmerki Tæknifræðingafélags Ís-
lands árið 2000, fyrir fórnfúst og ár-
angursríkt starf í þágu félagsins og
stéttarinnar. Þá var hann sæmdur
nafnbótinni Heiðursfélagi Tækni-
fræðingafélags Íslands árið 2010.
Ötull safnari
Freyr hefur verið ötull safnari í
rúm fimmtíu ár og hefur verið einn
af burðarstólpum Myntsafnara-
félags Íslands frá fyrstu starfsárum
þess. Hann sat um langa hríð í stjórn
félagsins og hefur þrívegis gegnt þar
formennsku. Hann hefur unnið ötul-
lega að framgangi og þekkingu í
þeim efnum, rannsóknarsöfnun með
sögulega geymd og varðveislu að
leiðarljósi.
Freyr á eitt merkasta seðla- og
myntsafn landsins í einkaeign og
einstætt safn tunnumerkja, gjald-
miðils síldaráranna. Hann hefur
seinustu árin snúið sér í auknum
mæli að söfnun Guðbrandsbiblíu og
Þorláksbiblíu og á nú eitt besta safn
þessara öldnu guðsorðabóka í einka-
eign. Um ómetanleg söfn er að ræða.
Freyr er heiðursfélagi Myntsafnara-
félags Íslands.
Af ritstörfum Freys má nefna
Opinber gjaldmiðill í 220 ár: útgáfa
og auðkenni íslenskra seðla og
myntar 1778-1997, sem hann samdi
ásamt Anton Holt, og Íslensk tunnu-
merki.
Fjölskylda
Eiginkona Freys er Hulda
Hjálmsdóttir húsmóðir, f. 15.2. 1942.
Foreldrar: Hjálmur Zophonías
Hjálmsson bóndi á Búðum og í
Hvammi, Miklaholtshr., Hnapp., f.
26.8. 1912, d. 19.3. 1958, og k.h.
Ragnheiður Guðbjartsdóttir, kirkju-
vörður og meðhjálpari, f. 15.2. 1919,
d. 7.8. 2010.
Börn Freys og Huldu eru 1) Drífa,
f. 2.7. 1967, læknir í Flórída í Banda-
ríkjunum, gift Jónasi Magnússyni
skurðlækni. Börn Drífu og Jónasar
eru samtals fimm talsins; 2) Sindri,
f. 23.7. 1970, rithöfundur í Reykja-
vík, einhleypur. Börn hans eru þrjú
talsins.
Systkini Freys: Hugi Jóhannes-
son, 24.7. 1923, d. 22.9. 2015, brúar-
smiður; Snær, f. 10.11. 1925, d. 13.9.
2006, bóksali í Reykjavík; Heiður, f.
28.3. 1928, húsmóðir á Akureyri;
Völundur, f. 23.8. 1930, trésmíða-
meistari á Egilsstöðum, Hringur, f.
21.12. 1932, d. 17.7. 1996, listmálari í
Reykjavík; Fríður, f. 29.1. 1935, d.
24.2. 2004, húsmóðir á Akureyri, og
Dagur, 26.3. 1937, bóndi í Haga í
Aðaldal.
Foreldrar Freys: Jóhannes Frið-
laugsson, f. 29.9. 1882, d. 16.9. 1955,
kennari og rithöfundur í Haga í
Aðaldal, og k.h. Jóna Jakobsdóttir, f.
8.1. 1904, d. 11.4. 1983, húsmóðir.
Úr frændgarði Freys Jóhannessonar
Freyr Jóhannesson
Jóna Andrésdóttir
húsfreyja, f. í Köldukinn, S-Þing.
Jónas Sigurðsson
bóndi á Hrauni í Aðaldal,
f. í Aðaldal
Sesselja Jónasdóttir
húsfreyja í Haga
Jakob Þorgrímsson
bóndi í Haga í Aðaldal,
S-Þing.
Jóna Jakobsdóttir
húsfreyja í Haga
Þorgrímur Pétursson
bóndi í Nesi í Aðaldal, f. á
Stóru-Laugum í Reykjadal
Hólmfríður Jónsdóttir
húsfreyja í Nesi, systir
Friðlaugs föðurafa Freys
Friðjón Jónsson
bóndi á Sandi í
Aðaldal
Jónas Jakobsson
veðurfræðingur
Baldvin Friðlaugsson
frkvstj. Garðræktarfélags
Reykhverfinga
Kristín Sigurlaug
Friðlaugsdóttir
húsfr. á Ytrafjalli
Indriði Indriðason
ættfræðingur
Hringur
Jóhannesson
myndlistar-
maður
Þorri
Hringsson
myndlistar-
maður
Hólmfríður Indriðadóttir
húsfr. og skáldkona, f. á
Grænavatni í Mývatnssveit
Jón Jónsson
bóndi á Hafralæk í Aðaldal, frá Hólmavaði
Friðlaugur Jónsson
bóndi á Hafralæk, í Hafralækjar-
gerði og á Ytrafjalli í Aðaldal
Sigurlaug Jósefsdóttir
húsfr. á Hafralæk og víðar
Jóhannes Friðlaugsson
kennari, bóndi og rith. í Haga
Helga Sæmundsdóttir
húsfreyja, f. í Ljósavatns-
sókn, S-Þing.
Jósef Þórarinsson
bóndi m.a. á Kálfborgará
í Bárðardal, S-Þing.,
frá Hóli í Kinn
Guðmundur
Friðjónsson
bóndi og skáld
á Sandi
Bjartmar Guðmundsson
alþingismaður
Þóroddur Guðmundsson
kennari og skáld
Heiðrekur Guðmundsson
kaupm. og skáld á Akureyri
Hermóður Guðmundsson
b. í Árnesi í Aðaldal og form.
Búnaðarsambands Suður-Þing.
ÍSLENDINGAR 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Bogi Bjarnason Thorarensenfæddist 18. ágúst 1822 í Gufu-nesi við Reykjavík. Foreldrar
hans voru Bjarni Thorarensen, f.
30.12. 1786, d. 24.8. 1841, skáld, þá yf-
irdómari í Gufunesi, síðar amtmaður
á Möðruvöllum í Hörgárdal, og k.h.
Hildur Bogadóttir Thorarensen, f.
4.6. 1799, d. 11.11. 1882, húsfreyja.
Foreldrar Bjarna voru Vigfús Þór-
arinsson, sýslumaður og héraðsdóm-
ari, og k.h. Steinunn Bjarnadóttir, og
foreldrar Hildar voru Bogi Bene-
diktsson, verslunarstjóri á Bíldudal
og í Stykkishólmi, síðar bóndi og
fræðimaður á Staðarfelli á Fells-
strönd, Dal. og k.h. Jarþrúður Jóns-
dóttir.
Bogi útskrifaðist úr Bessastaða-
skóla 1846 og lauk lögfræðiprófi frá
Kaupmannahafnarháskóla 1853.
Bogi var sýslumaður í Snæfells-
nessýslu 1854 og bjó í Stykkishólmi.
Hann var síðan sýslumaður í Mýra-
og Hnappadalssýslu 1855-1860, en
fékk hvergi viðunandi jarðnæð og bjó
í húsmennsku í Stafholti 1856-57 og í
Hjarðarholti 1857-60. Hann varð síð-
an sýslumaður í Dalasýslu frá 1860 til
æviloka og bjó á Staðarfelli.
Bogi var settur amtmaður í vestur-
amtinu 1861-1865.
Meðan Bogi var í námi í Kaup-
mannahöfn var hann meðútgefandi
og meðritstjóri 12. og 14. árgangs að
Nýjum félagsritum ásamt Jóni Sig-
urðssyni forseta. Bogi sá einnig um
útgáfu að kvæðum föður síns sem
Hið íslenska bókmenntafélag gaf út
1847.
Eiginkona Boga var Antonía Jós-
efína Árnadóttir Thorarensen, f.
Thorlacius, húsfreyja, f. 2.3. 1834, d.
21.2. 1901. Foreldrar hennar voru
Árni Thorlacius, kaupmaður og um-
boðsmaður í Stykkishólmi, og k.h.
Annda Magdalena Thorlacius, f.
Steenbach.
Börn Boga og Jósefínu voru Anna
Magdalena, ógift og barnlaus, Hild-
ur, húsfreyja í Stykkishólmi, Herdís,
húsfreyja í Stykkishólmi, og Anna
Guðrún, sem lést 8 ára gömul.
Bogi lést 3.7.1867 á Staðarfelli.
Merkir Íslendingar
Bogi
Thorarensen
100 ára
Stefán Þorleifsson
90 ára
Bjarndís Inga Albertsdóttir
Magnús Magnússon
Margrét Sigurjónsdóttir
80 ára
Anna Björnsdóttir
Hafdís Líndal Jónsdóttir
Kristín Mäntylä
Rut Sigurðardóttir
Þorleifur Dagbjartsson
75 ára
Freyr Jóhannesson
Gunnar Baldvinsson
Hermann Larsen
Hólmfríður Lóa H.
Magnúsdóttir
Páll Eiríksson
70 ára
Anna Ólöf Björgvinsdóttir
Bjarni Jóhannesson
Elísabet Guðnadóttir
Gunnlaugur Claessen
Helena Dejak
Jakob Adolf Traustason
Páll Ágústsson
Skúli Friðfinnsson
Stefán Benediktsson
60 ára
Anna Hrefnudóttir
Anna Kristín Jakobsdóttir
Egill Egilsson
Guðbjörn Jagger
Gunnarsson
Ingunn Stefánsdóttir
Jón Þórðarson
Sigurgeir Sigurðsson
Valgerður Hannesdóttir
50 ára
Guðríður Sverrisdóttir
Helga Eiríksdóttir
Hólmfríður Stefánsdóttir
Ingólfur Jónsson
Jóhanna Marta
Óskarsdóttir
Kristján D. Sigurbergsson
Kristmundur S. Stefánsson
Málfríður Vilmundardóttir
Niels Rafael Jörgensen
Ólafur Örn Jónsson
Vignir Ásmundur Sveins-
son
Þorsteinn Björnsson
Þórir Ófeigsson
40 ára
Arkadiusz Nawrot
Björn Valur Guðjónsson
Eduards Andrejevs
Friðrik Svanur Sigurðarson
Gunnar Geir Gunnarsson
Ólafur Ágúst Axelsson
Unnur Ása Atladóttir
Þráinn Pétursson
30 ára
Brynja Dögg Guðmundsd.
Briem
Heiðrún Sara Pálsdóttir
Helga Sunna Gunnarsdóttir
Helgi Elfarsson
Ingunn Anna Jónsdóttir
Jose Luis Sevilla Esquinas
Reynir Þór Valsson
Sara Kristjánsdóttir
Simeon Lyubchev Ivanov
Stefanía Gunnarsdóttir
Sævar Jónasson
Thelma Rut Morthens
Til hamingju með daginn
30 ára Heiðrún er fædd á
Siglufirði en býr í Reykja-
vík og er verslunarstjóri í
A4.
Maki: Ólafur Hilmar Foss,
f. 1987, sendibílstjóri.
Dóttir: Elísa Björk, f.
2011.
Foreldrar: Páll Birgir Ósk-
arsson, f. 1959, bóndi á
Skuggabjörgum í Deildar-
dal í Skagafirði, og Hrafn-
hildur J. Scheving, f. 1961,
d. 2014, síðast búsett í
Reykjavík.
Heiðrún Sara
Pálsdóttir
30 ára Sunna er Seltirn-
ingur, býr í Reykjavík, er
með BS í sálfræði og er
flugfreyja hjá Icelandair
Maki: Kolbeinn Andri
Ólafsson, f. 1984, sjálf-
stætt starf. húsasmiður.
Dóttir: Hrafndís Helga, f.
2016.
Foreldrar: Gunnar Albert
Hansson, f. 1957, d.
2004, byggingafræðingur
og Helga Guðmunds-
dóttir, f. 1957, íþrótta-
kennari og MBA.
Helga Sunna
Gunnarsdóttir
30 ára Inga er Reykvík-
ingur og múrari og starfar
hjá föður sínum.
Sonur: Hrafn Ágúst, f.
2015.
Systkini: Katrín Þóra, f.
1978, og Eiríkur Egill, f.
1982.
Foreldrar: Jón Ágúst
Eiríksson, f. 1955,
múrarameistari, og
Elísabet Magnúsdóttir, f.
1958, fótaaðgerðafræð-
ingur. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Ingunn Anna
Jónsdóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
HVAR ER SÓSAN?
Það er aðeins eitt sem er ómissandi í pítu og það er pítusósan.
Kannski pítubrauðið líka.
Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.