Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 1

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 1 6 Stofnað 1913  192. tölublað  104. árgangur  Ú RISA Lagerhreinsun á King Koil heilsu-dýnum í Queen og King stærðum! Sjá nánar á bls. 25 í blaðinu í dag 98.755 kr.VERÐDÆMI! Queen Size (153x203 cm)með botn og fótum H E I L S U R Ú M SALTFISKUR Í SVIÐSLJÓSI Í PORTÚGAL FEÐGIN HLAUPA Á FRÖNSK FJÖLL HJARTA REYKJAVÍKUR HALDIÐ Á LOFTI ÚTMEÐ’A 12 MENNINGARNÓTTVIÐSKIPTAMOGGINN Áætlað er að um 500 manns fari daglega á öllum tímum sólar- hringsins inn í Reykjadal, ýmist gangandi, hjólandi eða ríð- andi á hestum. Helsta aðdráttaraflið er heiti lækurinn og þrátt fyrir töluverðar úrbætur á svæðinu frá árinu 2012, sem miða að því að sporna gegn átroðningi ferðafólks, er enn þörf á úrbótum. Í ár var áætlað að verja 20 milljónum til að laga svæðið en einungis átta milljónir eru til. Lagfæring á göngu- leiðum, afmörkun hættusvæða þar sem hverir eru og salern- ismálin eru það brýnasta sem þarf að leysa í Reykjadal. »34 Morgunblaðið/RAX Talsverðra úrbóta er enn þörf í Reykjadal vegna átroðnings Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Teva, sem er stærsta samheitalyfjafyrir- tæki heims, segir að lækka megi lyfja- kostnað hér á landi með því að auka hlutdeild samheitalyfja á markaði. „Samheitalyf hér á landi eru með um 60% markaðarins þegar horft er til fjölda lyfjaávísana. Þegar litið er til Bandaríkjanna eða Þýskalands þá eru 85% allra lyfja sem fara út úr apó- teki samheitalyf. Það er hægt að halda þessu hlutfalli þar í kring. Verð- munurinn á samheitalyfjum og frum- lyfjum er gríðarlegur og munar þar gjarnan helmingi,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki verði hjá því kom- ist að 10 til 15 prósent lyfja séu frum- lyf því sífellt komi ný lyf á markaðinn sem aðeins séu til í formi frumlyfja. Auka megi hvata sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna til að notast við samheitalyf. Hann ræðir stöðuna á lyfjamarkaði og verkefnin hjá Teva í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Lækka má lyfjakostnað  Leita þarf leiða til að auka hlutdeild samheitalyfja hér á landi  Tollstjóri er í átaki til að hafa uppi á erlendum skútum og skemmtibátum, sem hér hafa ílenst, til að láta eigendur greiða toll og virðisaukaskatt af innflutningi bátanna. Seglskútusiglingar til Ís- lands og Grænlands hafa stóraukist síðustu ár og það gerist annað slag- ið að eigendur verða innlyksa hér með bátana af ýmsum ástæðum. Tollurinn telur að greiða eigi að- flutningsgjöld af bátunum, ef þeir eru hér lengur en ár. »20 Útlendingar greiða af innlyksa skútum  Stefán Þorleifsson í Neskaupstað fagnar í dag 100 ára afmæli sínu. Hann ætlar að efna loforð um að aka með Kristjáni L. Möller, fyrr- verandi samgönguráðherra, í gegn- um ný Norðfjarðargöng, sem ekki hafa verið opnuð umferð. Afmælisveislan sjálf og golfmót honum til heiðurs verða um helgina. Stefán reynir helst að komast í golf á hverjum degi og hann styttir sér einnig stundir við að læra spænsku. »22 Í gegnum göngin á 100 ára afmælinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.