Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. AF HLJÓÐFÆRUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hljómurinn er góður. Þau eru und- antekningarlítið hljómgóð þessi pí- anó pabba sem ég hef stillt,“ sagði Ísleifur Pálmarsson hljóðfæra- smiður við mig í síðustu viku, þar sem hann studdi fingrum á hverja hvítu og svörtu nótuna á píanói heimilisins á fætur annarri, hlustaði einbeittur og sneri stilliskrúfum með langskeftum lykli. Þetta ljósbrúnleita hljóðfæri hef- ur verið á heimilinu síðan ég var strákur að alast upp í Keflavík; við- urinn er sums staðar upplitaður og sýgur af áfergju í sig tekkolíu þegar hún er borin á, flísast hefur á nokkr- um stöðum ofan af kassanum, þar eru líka blettir eftir kertavax og ein- hverja vökva sem hafa sullast á við- inn hér áður fyrr. En ástandið gæti verið mun verra og hljómurinn er góður í þessu látlausa hljóðfæri, þótt Ísólfi finnist það vera stillt full- sjaldan. Dætur mínar hafa jú báðar verið að læra á þetta píanó og þá er ekki annað boðlegt en að það hljómi rétt. Ég lærði á sínum tíma líka að spila á þetta hljóðfæri. Var í tímum hjá fullorðinni konu í Tónlistarskól- anum í Keflavík. Hún hét Helga, var systir Halldórs Laxness, kom með rútunni til Keflavíkur að kenna einn eða tvo daga í viku og studdi al- vörugefin á fingur okkar ungmenn- anna með löngum blýanti eða priki, lagði mikla áherslu á rétta handa- stöðu og áslátt. En ég lærði ekki lengi á píanóið, sé eftir því; einbeitti mér þess í stað að sellóinu sem Pét- ur Þorvaldsson, sá ljúfi og snjalli sellóleikari, kenndi mér á. Það er langt síðan þetta var en píanóið var á heimilinu, ég glamraði á það og geri stundum enn, en ég man að sem strákur dáðist ég að gylltri merking- unni fyrir ofan lyklana: Pálmar Ís- ólfsson. Þröngt og erfitt Afi minn og amma, Falur S. Guð- mundsson og Helga Þorsteinsdóttir, keyptu píanóið einhverntíma snemma á sjötta áratugnum. „Ég átti að læra á það en hafði ekkert gaman af því,“ segir Jóhanna Birna föðursystir mín hlæjandi þegar ég spyr hana um píanóið, áhuginn lá annars staðar á þeim tíma og hún veit ekki hvar eða af hverjum hljóð- færið var keypt. Einhverntíma um 1970 lét amma okkur fá hljóðfærið en móðir mín lék mikið á það, spilaði bæði eftir eyranu og nótum. Svo lærði ég eitthvað, eins og fyrr segir, en einkum systir mín og hún á pí- anóið nú. En þegar hún flutti til Noregs fyrir um tveimur áratugum sagði ég að best væri að ég geymdi hljóðfærið, ekki kæmi til greina að píanó smíðað af Íslendingi væri flutt úr landi. Það ætti frekar heima á safni á Íslandi. Þess vegna er hljóð- færið á heimilinu. Þegar Ísólfur stillti píanóið á dög- unum sagði hann mér að Pálmar faðir sinn hefði smíðað ein fjórtán píanó. Og hann veit um og hefur stillt fjögur þeirra. „Þetta hér, eitt var í Vík í Mýrdal, annað í Keflavík og svo er eitt á verkstæðinu hjá mér. Ég fékk að hirða það þegar átti að henda því,“ segir hann. „Ég gaf dótturdóttur minni það og gerði það upp sjálfur. Ég hef sjaldan bölvað eins mikið yfir nokkru hljóðfæri, það er svo þröngt og erfitt að komast að öllu í því.“ Hann bregður málbandi á píanó- kassann. „Þau eru í tveimur stærð- um, 106 cm há og 120 cm eins og þetta. En það er asskoti þröngt í þeim. Þetta smíðaði karlinn á ár- unum 1930 til 34, þegar ekki fékkst nokkur skapaður hlutur. Mér finnst leiðinlegt að hann hafi ekki númerað þau. Þegar maður kemur að þessum hljóðfærum þá veit maður ekkert hvar þau voru í röðinni.“ Ísólfur hef- ur því hvergi fundið númer eða merkingu inni í mismunandi við- arkössunum sem nú óþekktur hús- gagnasmiður hefur smíðað utan um handverk Pálmars. „Nei, ég er búinn að athuga þetta hljóðfæri sem ég geri upp í krók og kring. Þegar ég stillti það sem er í Keflavík lá við að ég þyrfti að svelta mig til að skríða niður í hamraverkið og hljómbotninn en ég fann hvergi númer á því heldur.“ Snillingur á sínu sviði Pálmar Ísólfsson hljóðfærasmiður var fæddur árið 1900 og lést 1982. Hann var fæddur á Stokkseyri, son- ur hjónanna Ísólfs Pálssonar, tón- skálds og hljóðfærasmiðs, og konu hans Þuríðar Bjarnadóttur. Annar sonur hjónanna var tónskáldið og organistinn Páll Ísólfsson. En hljóð- færasmíðin gengur sýnilega í erfðir því Bjarni bróðir Ísólfs, sem var þekktur bílstjóri á sinni tíð, var einnig hljóðfærasmiður og píanó- stillari. Í minningargreinum um Pálmar er hann sagður hafa verið hógvær og lítillátur maður en stór orð eru þó ekki spöruð; hann er sagður hafa verið „snillingur á sínu sviði“ og stillti hann nær undantekningar- laust píanó fyrir hljómleika erlendra sem inlendra listamanna „og hlaut verðskuldað lof fyrir“. Einnig stillti hann að staðaldri píanó Sinfóníu- hljómsveitarinnar, Ríkisútvarpsins, Sjónvarpsins, Tónlistarfélagsins, Þjóðleikhússins, margra tónlistar- skóla – og upptalningin heldur áfram. „Pálmar var afburðagóður „stemmari“,“ skrifar Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari um vin sinn og nágranna látinn, og bætir við að hann hafi verið „hreinn snill- ingur á þessu sviði. Það var enginn sá konsert haldinn hér í bæ í árarað- ir að Pálmar væri ekki beðinn að stemma og gera við ef með þurfti. Hann hafði framúrskarandi góða heyrn og næmleika svo hljóðfærin urðu sem ný eftir að hann hafði farið um þau höndum.“ En það vekur eftirtekt mína að í þessum skrifum öllum er hvergi minnst á að þegar Pálmar var þrí- tugur réðst hann í það merka verk að smíða píanó á Íslandi og gerði ein fjórtán, að sögn sonar hans. Veit ekkert hvar hin eru „Pabbi var ekki að flíka sínum af- rekum eða smíðisgripum. Hann leit á hvert hljóðfæri sem sjálfstæða sál, má segja,“ segir Ísólfur. En réðst Íslensk píanó smíðuð af afburða Morgunblaðið/Einar Falur Stemmarinn „Nýstrekkt hljóðfæri mótmælir upp á líf og dauða,“ segir Ís- ólfur Pálmarsson þar sem hann stillir upprunalegu strengina í píanóinu.  „Þau eru undantekningarlítið hljómgóð þessi píanó pabba sem ég hef stillt,“ segir Ísólfur Pálmarsson um píanóin sem faðir hans, Pálmar Ísólfsson hljóðfærasmiður, smíðaði á kreppuárunum hér á landi  Vitað er að Pálmar smíðaði fjórtán píanó eftir 1930 og sonur hans hefur séð og stillt fjögur þeirra Merkingin „Hann hefur líklega skrifað þetta sjálfur,“ segir Ísólfur um merkingu föður síns á hljóðfærinu en hann númeraði þau ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.