Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 58

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 HAUSTferðir 2016 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Tenerife er alltaf vinsælt og þangað erum við því með tvö flug í viku, á miðvikudögum og laug- ardögum,“ segir Tómas þegar talið berst að góðkunningjunum meðal áfangastaða. „Krít hefur líka verið ákaflega vinsæl heim að sækja á haustin og þangað erum við með ferðir alveg til 29. september og nær sú ferð þá til 10. október. Svo erum við með sérlega áhugaverðan áfangastað sem ekki hefur farið eins hátt, en það er Sikiley. Þang- að erum við til dæmis með tíu daga ferð frá 10. til 20. október.“ Tómas nefnir ennfremur þrjú flug á viku til Alicante, sem löngum hefur verið vinsæll áfangastaður og það sama á við um Costa Del Sol og Mallorca. „Þetta er allt bráðvinsælir áfangastaðir en Krít og Costa Del Sol hafa verið með þeim vinsælli því þeir liggja svo sunnarlega. Sama er að segja um Tenerife. Alicante er einnig vinsæll staður því á því svæði eiga mjög margir landsmenn íbúðir eða hús. Að- dráttarafl Sikileyjar, fyrir utan veðursældina, er möguleikinn á að heimsækja eldfjallið Etnu, hina heillandi borg Palermo og svo hinn rómaða ferðamannastað Giardino Naxos.“ Sól og sæla í bland við borgarferðir um helgar Framangreint eru vinsælustu sólarstaðirnir og Tómas er ekki í vafa um hvers vegna þeir halda vinsældum sínum, árum og jafnvel áratugum saman. „Fólk sækir náttúrulega í veð- ursældina og veðurfar á Spáni er einna öruggast. Áfangastaðir á Ítalíu við Miðjarðarhafið og Krít eru að sama skapi það sunnarlega að veður er gott fram eftir hausti. Norðar á Spáni er veður til að mynda ekki eins gott og það er í suðurhluta landsins á þessum árs- tíma, þegar komið er fram í októ- ber.“ Tómas nefnir þá að borgarferðir séu sívinsælar og þar kenni ým- issa grasa í haustáætlun Heims- ferða. „Í haust erum við með margar spennandi borgir eins og Valencia á Spáni. Þá má einnig nefna hinar gullfallegu Prag og Búdapest ásamt Ljubljana í Slóveníu. Se- villa og Lissabon eru ennfremur meðal borga sem við erum með ásamt Róm, sem við höfum verið með í mörg ár. Þá er ónefnd Ver- óna sem sífellt fleiri landsmenn eru að uppgötva sem eina falleg- ustu borg Ítalíu.“ Að auki bendir Tómas á borgirnar Bratislava og Vínarborg; „Við fljúgum til Brat- islava og þaðan er aðeins um klukkustundar akstur til Vín- arborgar. Báðar þessar borgir eru óviðjafnanlegar og nokkur sæti laus í þessa ferð.“ Borgarferðirnar eru jafnan helgarferðir í fjórar nætur, að sögn Tómasar, ýmist fimmtudag- ur til mánudags eða föstudagur til þriðjudags. „Við erum að merkja aukningu í borgarferðirnar. Fólk sækir meira í að taka langa helgi, eins og það er kallað, ár frá ári. við höfum frekar lagt áherslu á borgir sunn- arlega í Evrópu og það fellur í kramið hjá landsmönnum á þess- um árstíma.“ Göngu- og hjólaferðirnar vaxa að vinsældum Að sögn Tómasar færist það í vöxt að viðskiptavinir Heimsferða sæki í ferðir þar sem ákveðin úti- vist er hluti af fríinu, göngur, hjól- reiðar eða hvort tveggja. „Þar höf- um við meðal annars verið með geysivinsælar gönguferðir til Cin- que Terre svæðisins við vest- urströnd Ítalíu, og eru þær að verða nánast uppseldar. Einnig erum við með gönguferðir á Sikil- ey ásamt sérferð til Sardiníu, og er að bókast vel í þessar ferðir. Göngu- og hjólaferðir til Alicante hafa líka notið mikilla vinsælda og við tökum eftir því að fólk vill oft ekki vera í of stórum hópum í þessum ferðum. Því takmörkum við hópana við um tuttugu manns eða svo, og þá reynum við skipu- leggja ferðirnar með þeim hætti að þær séu ekki meira krefjandi en svo að almenningur geti heilt yfir tekið þátt, nema auðvitað að hóparnir biðji sérstaklega um eitt- hvað aðeins meira hressandi. Þá er sjálfsagt að verða við því.“ Krít og Sikiley heillandi Það er ósanngjarnt að biðja Tómas að gera upp á milli áfanga- staðanna sem hann hefur talið upp en hann þarf engu að síður að til- taka minnst tvo sem persónulega heilla hann sérstaklega mikið. „Mér þykja Krít og Sikiley hvað mest spennandi af sólarlandastöð- unum enda er þar þægilegur 25-30 stiga hiti á þessum árstíma,“ bætir hann við. „Þar getur maður líka blandað því saman að fara í ferðir og skoða sig um, og svo bara að slaka á og njóta lífsins í sólinni þess á milli. Spurður um fararstjórn í borg- arferðunum segir Tómas að far- arstjóri sé ávallt með í för enda bókist alltaf vel í kynnisferðir sem standa til boða á hagstæðu verði. „Við bjóðum jafnan upp á tvær til þrjár skoðunarferðir í hverri borg- arferð og fólk hefur þá val um hvaða ferð það velur. Fólk vill fá góðar upplýsingar frá far- arstjórum sem þekkja vel til stað- arins, þannig að tíminn nýtist sem best.“ Vinsælar ferðir í veðursældina  Landinn heldur tryggð við þá áfangastaði sem reynst hafa vel í gegnum tíðina, segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða  Það eru því ýmsir eftirlætis- staðir á haustáætlun félagsins í bland við nýja og spennandi áfangastaði Tilkomumikið Sædýrasafnið L’Oceanogràfic í City of Arts and Science í Valencia er vert að heimsækja. Morgunblaðið/Golli Tómas J. Gestsson hjá Heimsferðum Sólarsæla Útsýnið frá Conquistador-hótelinu á Tenerife er ekki amalegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.