Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íslensku kepp-endurnir á Ól-ympíuleik-
unum í Ríó luku
keppni í gær með
glæsibrag. Þegar frammistaða
Íslendinganna er gerð upp
stendur árangur Hrafnhildar
Lúthersdóttur upp úr. Hún
komst í úrslit í hundrað metra
bringusundi og náði þar sjötta
sæti. Að auki komst hún í undan-
úrslit í 200 metra bringusundi og
endaði þar í 11. sæti. Með þessu
sýndi hún að frammistaða henn-
ar á Evrópumeistaramótinu þar
sem hún fékk tvenn silfur-
verðlaun og ein bronsverðlaun
var engin tilviljun.
Eygló Ósk Gústavsdóttir náði
einnig frábærum árangri á leik-
unum og komst í úrslit í 200
metra baksundi þar sem hún
hafnaði í áttunda sæti. Eygló
Ósk er mikið efni og hefur ekki
sagt sitt síðasta frekar en
Hrafnhildur.
Anton Sveinn McKee, sem
hefur um langt skeið verið einn
fremsti íþróttamaður okkar í
sundi karla, stóð sig einnig vel
og var aðeins sekúndubrotum
frá því að komast í undanúrslit í
200 metra bringusundi.
Mikil gróska er í sundíþrótt-
inni hér á landi um þessar mund-
ir og standa vonir til að á Ólymp-
íuleikunum eftir fjögur ár geri
íslenskir sundmenn enn betur.
Aníta Hinriksdóttir var síðust
íslensku íþróttamannanna til að
spreyta sig. Hún komst því mið-
ur ekki upp úr sínum riðli, en
setti engu að síður glæsilegt Ís-
landsmet, 2:00,14 mínútur. Til
marks um afrek hennar er að sá
tími hefði dugað til sigurs í
þremur af riðlunum. Það komust
því sex keppendur áfram með
lakari tíma en Aníta.
Aðrir keppendur Íslands á Ól-
ympíuleikunum voru frjáls-
íþróttamennirnir Ásdís Hjálms-
dóttir og Guðni Valur Guðnason,
fimleikakonan Irina Sazonova
og júdókappinn Þormóður Árni
Jónsson. Þetta er glæsilegur
hópur og geta allir keppendur
Íslands borið höfuðið hátt. Þá
má ekki gleyma handboltaþjálf-
urunum þremur, Þóri Hergeirs-
syni, sem kominn er með norska
kvennalandsliðið í fjögurra liða
úrslit, Degi Sigurðarsyni, sem í
gær lék sama afrek með þýska
karlalandsliðið, og Guðmundi
Þóri Guðmundssyni, sem lék það
eftir með danska karlalandsliðið
í gærkvöldi.
Ólympíuleikar eru ávallt mik-
ið sjónarspil. Upphaf leikanna
var í Grikklandi til forna á átt-
undu öld fyrir Krist og voru þeir
haldnir í 12 aldir. Ólympíuleikar
í núverandi mynd – með þó-
nokkrum breytingum reyndar –
voru teknir upp að nýju 1896 og
var þá keppt í Grikklandi. Þá
sendu 14 þjóðir 241 keppanda.
Keppt var í 43 greinum. Nú
senda 208 lönd 11.551 keppanda
til leiks í 308 greinum.
Glæsileg afrek hafa litið dags-
ins ljós í Ríó. Bandaríski sund-
kappinn Michael
Phelps sýndi ótrú-
lega yfirburði í
lauginni. Hann vann
til fimm gull-
verðlauna í Ríó og einna silf-
urverðlauna. Hann var fimmtán
ára þegar hann keppti á Ólymp-
íuleikunum í Sydney árið 2000.
Fimm Ólympíuleikum síðar er
uppskeran 23 gullverðlaun og 28
verðlaunapeningar í allt. Hann
hefur slegið 39 heimsmet á ferl-
inum. Einhvers staðar var tekið
saman að hann hefði unnið til
fleiri gullverðlauna en 108 lönd.
Spretthlauparinn Usain Bolt
frá Jamaíku tók af allan vafa um
að hann er mesti spretthlaupari
sögunnar þegar hann sigraði í
hundrað metra hlaupi á þriðju
Ólympíuleikunum í röð. Hann
hefur ekki sagt sitt síðasta orð á
þessum leikum og er 200 metra
hlaupsins beðið með eftirvænt-
ingu sem og keppninnar í 4x100
metra boðhlaupi.
Stórkostlegt 400 metra hlaup
Waydes van Niekerks frá Suð-
ur-Afríku stendur einnig upp úr.
Niekerk sló 17 ára gamalt
heimsmet bandaríska sprett-
hlauparans Michaels Johnsons.
Afrek hans þótti ekki síst at-
hyglisvert fyrir það að hann
hljóp á áttundu braut og hafði
ekki hugmynd um hvernig hon-
um vegnaði í hlaupinu því hann
hafði hina keppendurna fyrir
aftan sig alla leiðina.
Ekki er þó allt í sóma í heimi
Ólympíuleikanna. Á Ólympíu-
leikunum eru nokkrir kepp-
endur, sem afplánað hafa keppn-
isbann vegna lyfjaneyslu.
Bandaríska sundkonan Lilly
King tók málið upp með því að
segja að íþróttamenn, sem
dæmdir hefðu verið í bann, ættu
ekki að vera meðal keppenda á
Ólympíuleikunum og beindi þar
spjótum sínum að keppinauti
sínum, Júlíu Efimovu frá Rúss-
landi, sem hún sigraði síðan dag-
inn eftir. Þegar King var spurð
hvort þetta ætti einnig við um
liðsfélaga hennar, spretthlaup-
arann Justin Gatlin, sem á sín-
um tíma var dæmdur í bann,
svaraði hún án þess að hugsa sig
um að enginn íþróttamaður, sem
hefði verið dæmdur í bann vegna
lyfjanotkunar, ætti heima í
bandaríska liðinu.
Þessi mál setja vissulega blett
á Ólympíuleikana og hinir kald-
hæðnu hugsa örugglega sitt þeg-
ar talað er um Ólympíuhug-
sjónina, en hún er þó ekki dauð
úr öllum æðum eins og ýmis at-
vik sýna. Eitt þeirra var þegar
hlaupararnir Nikki Hamblin og
Abbey D’Agostino rákust saman
og féllu við í fimm þúsund metra
hlaupinu. D’Agostino var snögg
á fætur, en í stað þess að rjúka
af stað hjálpaði hún keppinauti
sínum að standa upp og hvatti
hana til að ljúka hlaupinu. Þær
voru síðastar í mark, en engu að
síður sigurvegarar líkt og allir
þeir, sem stíga fram á svið á Ól-
ympíuleikum – hver með sínum
hætti.
Íslendingar ljúka
keppni með sóma}Ólympíuleikarnir
B
reytingar gerast ekki af sjálfu sér –
þær gerast af því að einhver ein-
hvers staðar var nógu hugrakkur
til þess að hrinda þeim í fram-
kvæmd. Nógu hugrakkur til að
taka slaginn, færa rök fyrir máli sínu, fá aðra til
liðs við sig, vinna málinu framgang og á end-
anum uppskera eins og hann sáði.
Hugrekkið er ekki bundið við persónugerð
eða starfstitil heldur finnst það hvar og hvenær
sem er bæði í erfiðum og auðveldum aðstæðum.
Það þarf til dæmis hugrekki til þess að leita sér
aðstoðar vegna andlegra veikinda, koma öðrum
til aðstoðar eða breyta um stefnu í lífinu. En það
er líka hugrekkið sem hefur fleytt íslensku sam-
félagi þangað sem það er í dag. Bæði hugrekki
almennra borgara sem hafa tekið áhættu á laga-
legum viðurlögum til að knýja fram breytingar
og þingmanna til að gera viðeigandi breytingar á leik-
reglum samfélagsins svo að framþróun geti átt sér stað.
Í dag getum við hlustað á frjálst útvarp, horft á sjón-
varpið alla daga vikunnar, keypt brauð og mjólk án
skömmtunarmiða og við getum keypt okkur fjölskyldubíl-
inn án þess að fá til þess opinbert leyfi. Í dag mega ein-
staklingar af sama kyni ganga í hjónaband, kynin eru jöfn
að lögum og hafa sömu tækifæri í lífi og leik og fullorðið fólk
má sötra bjór í góðra vina hópi.
Allt eru þetta daglegir hlutir sem við erum orðin vön og
gætum ekki hugsað okkur lífið án margra þeirra. Þá vill
gleymast að þetta voru eitt sinn róttækar hugmyndir sem
margir voru á móti og börðust gegn. Rökin voru
þau sömu og nú – ófrelsið er betri barnfóstra en
frelsið. Einhver gæti gert eitthvað í frelsinu sem
ekki er fullkomið. En þannig er nú lífið – það er
aldrei fullkomið. Og einhver tók slaginn og barð-
ist fyrir breytingum, fyrir nýjum hugmyndum
og fyrir því að hafa frelsi til þess að velja og
haga lífinu eins og hver og einn kýs. Það þurfti
að takast á við gamlar venjur og þá háværustu
sem hafa nefnilega ekki alltaf rétt fyrir sér.
Í haust eru kosningar til Alþingis. Fólkið sem
kemur til með að verma þingsætin þarf að búa
yfir hugrekki til að standa með hugmyndum sín-
um sem bæta lífsgæðin á Íslandi og gefa þeim
sem þar búa tækifæri til þess að elta hamingj-
una í víðtækum skilningi þess orðs. Nýtt þing
þarf að tryggja að Ísland sé land tækifæranna
fyrir alla, alltaf og alls staðar – en til þess þarf að
taka erfiðar og oft óvinsælar ákvarðanir. Það er betra að
læknir opni einkastofu í Reykjavík en í Stokkhólmi. Það er
betra að allir geti keypt vín á kvöldmatartíma en ekki bara
þeir sem hafa efni á því að fara út að borða.
Því skiptir miklu að við nýtum öll kosningaréttinn og tök-
um eigin afstöðu og sveiflumst ekki með þeim sem hæst tal-
ar heldur þeim sem réttast talar. Við þurfum að sýna hug-
rekki þegar kemur að því sækja fram, sýna umburðarlyndi
þegar kemur að ólíkum leiðum að lífshamingjunni, sýna
dirfsku þegar kemur að því að treysta fólki fyrir eigin lífi og
sjálfstæði þegar kemur að því að styðja góðar hugmyndir.
laufey@mbl.is
Laufey Rún
Ketilsdóttir
Pistill
Hugrekkið ræður lífsgæðunum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Um síðustu áramót voru 357einstaklingar á biðlistaeftir hjúkrunarrými en 1.maí sl. hafði þeim fækkað
í 327. Þetta er meðal þess sem kemur
fram í svari Kristjáns Þórs Júlíus-
sonar heilbrigðisráðherra við fyrir-
spurn Svandísar Svavarsdóttur, þing-
manns VG, um heimilismenn á
hjúkrunarheimilum.
Frá árinu 2010 hefur fjölgað jafnt
og þétt á biðlistum eftir hjúkrunar-
rými en 1. janúar 1988 voru 188 að
bíða eftir dvöl á hjúkrunarheimili. Í
svari ráðherra er bent á að sami ein-
staklingur geti komið fram í fjölda á
biðlista á fleiri árum en einu.
Samkvæmt svarinu fækkaði veru-
lega á biðlistum á árunum 2006-2010,
sérstaklega á milli áranna 2008 og
2009 þegar fækkunin var úr 548 í 314.
Með tilkomu færni- og heilsumats-
nefnda (áður vistunarmatsnefnda) ár-
ið 2008 var komið á fót formlegu mati
sem gerir strangari kröfur en áður,
að því er segir í svarinu. Þetta þýðir
að eingöngu þeir sem ekki geta dvalið
á eigin heimili, með öllum tiltækum
stuðningi, fara á biðlista. Eftir að
þetta formlega mat var tekið upp
fækkaði fólki á biðlistum, eða til 2010,
að því fjölgaði á ný sem fyrr segir.
Biðtíminn hefur styst
Svandís óskaði einnig eftir upplýs-
ingum um fjölda þeirra einstaklinga
sem létust á meðan þeir voru á bið-
listum og áður en þeir fengu dvöl á
því hjúkrunarheimili sem þeir höfðu
óskað eftir. Samkvæmt svarinu létust
alls 1.130 einstaklingar á árunum
2006 til og með 2015. Bent er á að
þessi fjöldi sé breytilegur á milli ára.
Á umræddu tímabili létust flestir árið
2007, eða 153, en það ár voru yfir 500
manns á biðlista, borið saman við um
300 manns á síðasta ári. Biðtíminn ár-
ið 2007 var að jafnaði um 250 dagar
en um 100 dagar á síðasta ári. Er þá
miðað við landið allt en biðtíminn var
mislangur eftir landshlutum á síðasta
ári, lengstur á Suðurnesjum, eða 244
dagar, en stystur á Vestfjörðum; 71
dagur að jafnaði.
Jafnframt var spurt um aldursdreif-
ingu og kyn heimilismanna í hjúkr-
unarrými. Í ljós kemur að flestir eru
80 ára og eldri, en hlutfall íbúa á þeim
aldri hefur hækkað undanfarin 20 ár,
úr rúmlega 70% í rúmlega 75%. Hlut-
fall íbúa sem eru yngri en 67 ára hefur
einnig hækkað frá árinu 1996 og var
um 5% í byrjun þessa árs. Konur eru
tveir þriðju hlutar íbúa í hjúkrunar-
rými og karlar einn þriðji hluti. Sú hlut-
fallsskipting hefur verið svipuð und-
anfarin 20 ár, samkvæmt svari
ráðherra.
Þörf á 500 rýmum til viðbótar
„Ef miðað er við að meðaldvalartími
íbúa á hjúkrunarheimili sé þrjú ár og
meðalbiðtími eftir hjúkrunarrými 90
dagar má gera ráð fyrir að óbreyttu að
fjölga þurfi hjúkrunarrýmum um
rúmlega 500 fram til ársins 2020. Mest
er þörfin á höfuðborgarsvæðinu,“ seg-
ir ráðherra m.a. í svari sínu við spurn-
ingu Svandísar um áform hans til að
fullnægja þörf fyrir hjúkrunarrými
hér á landi.
Segist ráðherra hafa lagt ríka
áherslu á að efla þá þjónustu sem veitt
sé fólki sem býr heima. Markmiðið sé
að mæta þörfum fólks fyrir þjónustu á
því þjónustustigi sem henti best þörf-
um þess. Áhersla sé lögð á að styðja
fólk til sjálfstæðrar búsetu á eigin
heimili með stuðningi og þeirri heil-
brigðisþjónustu sem einstaklingurinn
þurfi á að halda.
Ráðherra segir að samkvæmt nú-
gildandi framkvæmdaáætlun verði
byggð fimm ný hjúkrunarheimili á
allra næstu árum, bæði á höfuðborg-
arsvæðinu og landsbyggðinni. Er þess
vænst að öll þessi hjúkrunarrými
verði tilbúin um áramótin 2018/2019.
Þannig er ráðgert að bæta við 100
rýmum í Reykjavík, 64 í Kópavogi, 40
á Seltjarnarnesi, 60 í Hafnarfirði og 50
í Árborg. Þá er nýlega búið að fjölga
rýmum á Egilsstöðum, Ísafirði og í
Bolungarvík, og byggja á við hjúkr-
unarheimilin á Hellu og Hvolsvelli.
1.130 létust á meðan
beðið var eftir dvöl
Bið eftir hjúkrunarrými 2006-2016
600
Fjöldi einstaklinga á bið 1.janúar hvert ár
Fjöldi einstaklinga á hverju ári sem létust
á meðan þeir voru á biðlista
500
400
300
200
100
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
0
Þann 1. maí sl. voru skráðir alls
2.714 einstaklingar til lang-
dvalar á 65 stofnunum með
hjúkrunar- og dvalarrými. Þar af
voru 2.407 í hjúkrunarrýmum
og 307 í dvalarrýmum. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í
svari heilbrigðisráðherra, sem
fær upplýsingarnar frá Embætti
landlæknis.
Á hjúkrunarheimilum eru í
sumum tilvikum bæði hjúkr-
unarrými og dvalarrými. Slík
rými eru einnig á sumum heil-
brigðisstofnunum.
Eftir landshlutum voru eðli-
lega flestir á höfuðborgar-
svæðinu á hjúkrunarheimili, eða
alls 1.456 þann 1. maí sl. Á
Norðurlandi voru 399, 373 á
Suðurlandi, 232 á Vesturlandi,
106 á Suðurnesjum, 99 á Aust-
urlandi og 49 á Vestfjörðum. Á
einstökum heimilum voru flestir
á Hrafnistu í Hafnarfirði, 204.
2.714 á 65
stofnunum
DVÖL Á HJÚKRUNARHEIMILI
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Aldraðir Minigolf er vinsælt
við mörg hjúkrunarheimili.