Morgunblaðið - 18.08.2016, Side 73
DÆGRADVÖL 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
RISA ÚTSALA!UNNI
25%
AFSLÁTTUR
FJÁRFESTU Í HEILS
HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK P.IS
ALLT AÐ 50%AFSLÁTTUR!OPIÐ 10 - 16 ÍDAG
MONGOOSE SELOUS SPORT
130.425,-
ÁÐUR 173.899,-
R
EIÐ
H
JÓ
LA
FATN
A
Ð
U
R
FR
Á
SH
IM
A
N
O
,PEA
R
L
IZU
M
I
O
G
A
D
ID
A
S
· SÍMI 5 200 200 WWW.GÁ
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gættu þess vandlega að þú verðir
ekki hlunnfarin/n í viðskiptum. Ástarsam-
band þitt er krefjandi en þú ert fullfær um
að standa af þér storm sem geisar þessa
dagana.
20. apríl - 20. maí
Naut Einbeittu þér að því sem þú ert að fást
við og leyfðu engum að trufla þig á meðan.
Reyndu að taka hlutunum með ró. Allt hefur
sinn tíma …
21. maí - 20. júní
Tvíburar Bjartsýni er nauðsyn í lífsins
amstri. Ekki láta ungviðið leika lausum hala,
það gæti endað illa. Þú ert í essinu þínu
þessa dagana og kátína þín smitar út frá sér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur mikla þörf fyrir að breyta
öðrum og segja þeim til vegar þessa dag-
ana. Þú hefur komið ár þinni vel fyrir borð í
lífinu. Mundu að vera þakklát/ur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt í einhverri valdabaráttu sem tek-
ur æði mikinn tíma frá þér. Að viðhalda
neistanum í sambandi krefst vinnu. Gefðu
þér tíma til þess.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Stundum gerast hlutirnir þegar mað-
ur á síst von á þeim. Þú lendir í útistöðum
við nágranna sem hefur gert þér lífið leitt
síðustu ár. Haltu ró þinni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er rangt að láta erfiðleika sína
bitna á öðrum. Þú hittir á viðkvæman blett
hjá vini, sem áttar sig á stöðunni, þökk sé
þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ferð ekki á hausinn þó þú
kaupir þér nýja flík. Þér finnst ættingi ætlast
til of mikils af þér, sýndu þolinmæði, þetta
gengur yfir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu
en skalt varast það að ganga of langt í þeim
efnum. Sinntu sjálfum þér og láttu það
ganga fyrir öðru fyrst um sinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Varastu öll gylliboð sem eiga að
færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi.
Gleðin er við völd og félagslíf þitt er fjörugt
um þessar mundir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ein frumleg hugmynd getur koll-
varpað öllu, ekki síst peningamálunum.
Vertu á varðbergi gagnvart sölumönnum.
Ekki er allt sem sýnist.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er létt yfir þér í dag og þú átt því
auðvelt með að laða að þér fólk. Farðu í
bankann og gakktu frá þínum málum. Þú
ættir að skella þér í ferðalag.
Þeim stöllum Sigrúnu Haralds-dóttur og Sigurlín Hermanns-
dóttur þykir gaman að orðaleikjum.
Sigrún byrjaði á Leirnum:
Um vegi mína frjáls ég fer
og fylgi eigin lögum.
Mér finnst gott að borða ber
en bara á sunnudögum.
Og Sigurlín svaraði:
Sunnudags er svol’dið heitt
Sigrúnar á götum
aðra daga yfirleitt
er hún samt í fötum.
Svo fór að rigna. Sigrún kvað:
Götuslóða feta fett,
finnst svo ansi gaman,
hvernig regnið laust og létt
lemur mig í framan.
Ólafur Stefánsson tekur undir:
Þungur himinn þokum búni
þarf úr sér að losa.
Stend ég eins og staur í túni
stari út í rosa.
Sigrún aftur:
Um það veit nú enginn gaur,
út á túni hvort’ann
hími enn sem staður staur
og stari inn í sortann.
Sigurlín hefur orð á því, að kosn-
ingaloforðaflaumurinn sé farinn af
stað og endurnýting sem aldrei fyrr:
Í loftinu undarlegt svífur um sánd
það suðar í eyrum mér
mér sýnist að kosningar séu í nánd
og svelgurinn stækkandi fer.
Þótt einhverjum þyki það ef til vill skítt
og einhverjum þyki það gjamm
úr loforðakistunni notað og nýtt
núna þeir reiða fram.
„Og hverra manna,“ var viðkvæði
gamallar konu sem ég þekkti á
sokkabandsárunum og fór í taug-
arnar á mér. Pétur Stefánsson segir
hver hann er:
Mín er föðurættin öll
afar mikils virði,
notaleg og nokkuð snjöll
norðan úr Skagafirði.
Fræknir bændur finnast hér,
fógeti, smiður, prestur.
Í móðurlegginn ætt mín er
öll úr Dölum vestur.
Og hið sama gerir Ólafur Stef-
ánsson. Hér lýsir hann sjálfum sér:
Leikur dátt við lofnar fingur
lætur fylgja vísurnar.
Hægrisinna hagyrðingur,
harla fágætt exemplar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ort í sól og regni
í skugga kosninga
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...að vita að það er alltaf
nýbakað í kökuboxinu.„HANN VILL BLÁTT HJÓL – MEÐ
SÉRSTYRKTU ÖRTREFJASTELLI.“
„ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER FYRSTA STEFNUMÓTIÐ
OKKAR EN ÉG HEF Á TILFINNINGUNNI AÐ VIÐ
SÉUM SKÖPUÐ FYRIR HVORT ANNAÐ.“
GOTT OG VEL, ÞÚ
ÞARFT MIG EKKI.
HELGA!
ÞÚ FYLLIR
MIG GLEÐI!
ÞÚ MEINAR
AÐ ÉG FYLLI
ÞIG AF MAT!
ÞAÐ ER
JAFNGILT!
Víkverji er þungt hugsi þessadagana. Hann þarf að taka
stóra ákvörðun sem felur í sér
miklar breytingar á högum Vík-
verja. Já, Víkverji er að velta fyrir
sér hvort hann eigi að flytja úr
foreldrahúsum og stofna sitt eigið
heimili.
x x x
Víkverji er búinn að hafa alltsumarið til þess að melta
þessar breytingar en á samt sem
áður erfitt með að taka loka-
ákvörðun. Það er kostnaðarsamt
fyrir ungan námsmann eins og
Víkverja að hefja búskap. Svo ekki
sé minnst á allt það sem Víkverji
þarf nú að fara að læra eins og til
dæmis að þvo þvott og elda mat.
Þá hefur Víkverji afar fastmótaðar
hugmyndir um hvernig hann vill
hafa framtíðarheimilið en hefur
ekki efni á öllu fína dótinu sem
hann sér í hönnunarblöðunum.
Það er allt í lagi að láta sig
dreyma og Víkverji veit að hann
þarf ekki að eiga allt það fínasta
strax.
x x x
Víkverji hefur rætt þessi mál viðömmu sína. Þegar hún var á
sama aldri og hann er nú var hún
gift með tvö börn. En tímarnir
hafa breyst og við Íslendingar
færumst nær og nær Ítölum en
þar er meðalaldur þeirra sem
flytja úr foreldrahúsum um þrí-
tugt. En Víkverji vill nú ekki fest-
ast svo lengi hjá mömmu og pabba
þó svo að þar sé notalegt og gott
að vera. Víkverja dreymir nefni-
lega um að geta boðið vinum sín-
um heim í boð án þess að þurfa
samþykki foreldranna, fyrst þarf
hann bara að læra að elda.
x x x
Það hafa allir gott af því að læraað standa á eigin fótum og
Víkverji veit að þetta er ákvörðun
sem hann þarf fyrst og fremst að
taka sjálfur. En þarf maður ekki
stundum að hætta að ofhugsa hlut-
ina, stökkva í djúpu laugina og
láta slag standa?
víkverji@mbl.is
Víkverji
Og er illi andinn var út rekinn, tók
málleysinginn að mæla. Mannfjöld-
inn undraðist og sagði: „Aldrei hefur
þvílíkt sést í Ísrael.“
(Matt. 9:33)