Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Verð 2.250.000 kr. án vsk. 1.815.000 kr. Til á lager Sportman® Touring 570 EPS Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Gunnar Gunnarsson gunnar@austurfrett.is Stefán Þorleifsson í Neskaupstað fagnar í dag 100 ára afmæli sínu. Hann ætlar að efna loforð um að aka með Kristjáni L. Möller, fyrrverandi ráðherra, í gegnum ný Norðfjarðar- göng, en afmælisveislan sjálf og golf- mót honum til heiðurs verða um helgina. Stefán reynir helst að kom- ast í golf á hverjum degi en hann styttir sér einnig stundir við að læra spænsku. „Ég ræð litlu um það sjálfur,“ svarar Stefán þegar hann er spurður hvernig afmælisdeginum verði hátt- að. „Það er eitt sem var ákveðið hér fyrir nokkru þegar Kristján Möller, þá samgönguráðherra, var heið- ursgestur á þorrablóti hjá okkur. Norðfjarðargöngin voru þá á dag- skrá en ekki byrjað á þeim. Ég lofaði honum því að ef göngin yrðu komin þegar ég yrði 100 ára skyldi ég keyra með honum í gegn á afmælisdaginn. Nú er afmælisdagurinn runninn upp, Kristján er kominn og það hefur allt staðist með göngin þannig að þetta loforð mitt ætti ég að geta efnt.“ Stefán hefur löngum verið ötull baráttumaður fyrir Norðfjarð- argöngum. Hann rifjar upp að „al- vöru göng“ hafi verið á dagskránni allt frá dögum Lúðvíks Jósepssonar á ráðherrastóli en úr hafi orðið að fara í minni framkvæmd í gegnum Odds- skarð. Þau göng hafi reynst „mikil samgöngubót“ en séu börn síns tíma og „löngu tímabært að fara í þýðing- armeiri samgöngubót fyrir Neskaup- stað og nágrenni“. Foreldrarnir voru hetjur Stefán er fæddur í Naustahvammi, sem stóð fyrir botni Norðfjarðar, hinn 18. ágúst 1916. Hann var fjórði í röð fjórtán barna Maríu Aradóttur og Þorleifs Ásmundssonar. „Uppeld- ið var skemmtilegt en strangt. For- eldrar mínir komu öllum börnum sín- um upp sem heilbrigðu og hraustu fólki. Það er ekkert smá ævistarf. Þau voru hetjur síns tíma.“ Stefán byrjaði snemma að vinna fyrir sér og var strax átta ára gamall sendur til Sandvíkur, þar sem hann sinnti barnagæslu. Hann var þar áfram næstu sumur og byrjaði að róa þaðan út á árabát. Hann segir það hafa átt þátt í að byggja upp lík- amlega hreysti hans en aðstæðurnar hafi oft verið erfiðar og hann ekki viljað bjóða börnum sínum upp á þær. Hugur Stefáns stefndi til náms og hann safnaði fé með því að fara á vertíðar í Sandgerði, Höfn og Ak- ureyri. Héraðsskólinn á Laugarvatni varð fyrir valinu og þaðan lá leiðin í íþróttakennaraskólann. Stefán kom síðan austur og þjálf- aði í fimleikum, sundi og fleiri grein- um. Hann fór til dæmis til Ísafjarðar árið 1944 til að læra á svigskíði og kenndi síðan Norðfirðingum. Stefán hefur síðan verið fastagestur á skíða- svæðinu í Oddsskarði. Síðasti vetur mun vera sá fyrsti sem hann sleppir úr síðan hann lærði á skíðin. Á hverjum degi í golf Stefán er þekktur fyrir íþrótta- iðkun sína. Hann mætir í leikfimi allra morgna og sund virka daga. Golfið er samt sú grein sem öðrum fremur á hug hans og á sunnudaginn stendur Golfklúbbur Norðfjarðar, sem Stefán kom að því að stofna og veita formennsku í áraraðir, fyrir móti honum til heiðurs. „Ég reyni að fara á hverjum degi á sumrin þegar er brúklegt veður. Konan mín gaf mér golfsett þegar ég varð fimmtugur, áður hafði ég ekki stundað íþróttina. Ég hef afskaplega gaman af því að stunda golfið. Maður er alltaf að reyna að sigra sjálfan sig, reyna að gera betur en á síðustu braut.“ Golfvöllurinn er rétt fyrir innan Neskaupstað og þangað keyrir Stef- án sjálfur. „Blessunarlega keyri ég enn. Bílinn er mér mikils virði, eink- um yfir sumartímann í tengslum við golfíþróttina. Ég vil geta farið þegar ég vil og átt góðar stundir við að leika mér í golfi.“ Kynntust í gegnum íþróttirnar Stefán var í 68 ár giftur Guðrúnu Sigurjónsdóttur en hún lést í desem- ber 2013. Saman áttu þau fjögur börn og tvö þeirra búa í sama húsi og Stef- án. Húsið byggðu Stefán og Guðrún í upphafi búskapar síns. Þau kynntust í gegnum íþróttirnar og opinberuðu trúlofun sína á þjóðhá- tíðardaginn árið 1944. „Ég átti alveg yndislega og vel gefna eiginkonu. Við vorum ákaflega samtaka og ástfangin allt okkar líf. Það var afskaplega erf- itt fyrir mig þegar hún kvaddi en maður veit að þetta er eitt af því sem hver einasti maður verður að standa frammi fyrir, að allt tekur enda. Númer eitt er að vera ekki að hugsa um það heldur hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Góður ævifélagi er dýrmætur Stefán hefur verið drifkraftur í fjölmörgum framfaramálum Norð- fjarðar. Hann var einn af þeim sem hvöttu til byggingar sundlaugarinnar sem stendur skammt fyrir neðan húsið hans og veitti henni forstöðu um árabil. Síðar var hann varafor- maður bygginganefndar Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað og for- stöðumaður þess í þrjátíu ár. Stefán þjálfaði lengi í íþróttum hjá Þrótti, kom að félagsstarfi Ungmenna- félagsins Egils rauða og er enn virk- ur í Rótarýklúbbnum. Meðal við- urkenninga sem hann hefur hlotið fyrir ævistarf sitt var gullmerki Ungmennafélags Íslands sem hon- um var veitt fyrir fjórum árum. Langlífið er í fjölskyldunni. Helm- ingur systkina hans hefur náð 90 ára aldri og móðursystir hans varð 93 ára. Þegar Stefán er spurður að lyk- ilatriðunum að baki því að ná 100 ára aldri svarar hann að það sé ekkert eitt. „Í fyrsta lagi eru það meðfæddir hæfileikar sem hver og einn ein- staklingur ræður ekkert sjálfur yfir. Það er afskaplega mikils virði að hafa átt góðan ævifélaga og þýðing- armikið upp á andlegt og líkamlegt heilbrigði að hafa átt hraust og góð börn. Síðan er það að búa í góðu samfélagi eins og Neskaupstaður er. Allt þetta skapar lífshamingjuna. Ég hef eiginlega ekkert hugsað um að verða 100 ára. Ég læt hvern dag líða án þess að gera nokkra áætlun fram í tímann. Ég hugsa um það á hverjum degi eftir veðri og vindum hvernig maður eyðir deg- inum. Það er mikils virði að geta haft tómstundir sem maður hefur gaman af.“ Heldur spænskunni við Hreyfingin er þar efst á blaði en Stefán les líka töluvert og bætir því við að hann reyni að æfa sig í spænsku og ensku, „að minnsta kosti halda við því litla sem ég kann“. Sonur hans bjó lengi í spænskumælandi löndum og átti spænska konu og Stefán þar með spænskumælandi barnabörn. „Ég hugsaði með mér að það væri sjálfsagt að reyna að geta talað við þau á þeirra eigin tungumáli og get bjargað mér á spænsku. Ég finn að hæfileikinn til að nema er orðinn lé- legri en hann var. Minnið hefur sljóvgast. Það tilheyrir ellinni og maður verður að sætta sig við það. Ég neita hins vegar að gefast upp fyrir sjálfum mér og reyni að líta í enska eða spænska bók á hverjum degi. Um árangurinn veit ég svo ekki.“ 100 ára ætlar í bíltúr í gegn- um ný Norðfjarðargöng  Stefán Þorleifsson reynir að komast í golf á hverjum degi og lærir spænsku Ljósmynd/Guðmundur R. Gíslason Hress Stefán Þorleifsson verður 100 ára í dag. Hann fær far í gegnum Norðfjarðargöng sem ekki er búið að taka í notkun. Samtaka hjón Stefán og Guðrún Sigurjónsdóttir voru gift í 68 ár. Hún lést fyrir þremur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.