Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tollstjóri er í átaki til að hafa uppi á erlendum skútum og skemmtibátum sem hafa ílenst hér til að rukka eig- endur um toll og virðisaukaskatt af innflutningnum. Aðflutningsgjöld fyrir verðmæta báta geta skipt tug- um milljóna. Siglarar óttast áhrif þessa á uppbyggingu skútuhafna í landinu. Stöðug aukning er í komum er- lendra skúta og snekkja til landsins. Vinsældir Norður-Atlantshafsins eru að aukast. Þá hefur Grænland sérstakt aðdráttarafl og margar skútur koma hér við á leið sinni þangað. Á hverju ári koma upp tilvik þar sem áætlanir breytast og skútur verða eftir hér, til dæmis yfir vetur. Þær eru þá gjarnan teknar upp á land. Stundum eru þær hér svo ár- um skiptir, til dæmis vegna viðgerða eða eigendaskipta. Gefa ár í aðlögun Samkvæmt upplýsingum frá Toll- stjóra ber að greiða aðflutningsgjöld af skemmtibátum sem hingað eru fluttir, hvort sem þeim er siglt hing- að eða þeir koma með flutninga- skipum. Þeir bátar sem koma sem hefð- bundinn vöruinnflutningur komast ekki í hendur eigenda fyrr en þeir hafa verið tollafgreiddir. Erfiðara er að halda utan um þá erlendu báta sem siglt er hingað og verða inn- lyksa. Siglararnir geta orðið fyrir töfum og leggja ekki í að sigla til Grænlands eða aftur til Evrópu vegna veðurs eða jafnvel vegna trygginga. Þá eru dæmi um að er- lendar fjölskyldur hafi búið hér í skútum sínum í lengri tíma. Hörður Davíð Harðarson yfirtollvörður seg- ir að ekki sé verið að ýta fólki út í ótrygg veður og því fái fólk sem eftir því leiti tímabundin leyfi til að dvelja hér lengur. Ef bátarnir séu hér um langan tíma þurfi að greiða af þeim aðflutn- ingsgjöld, eins og öðrum innflutn- ingi. Ekki skipti máli hvort eigend- urnir eru íslenskir eða erlendir, að sögn Harðar, eða undir hvaða flaggi bátarnir sigla. Stundum eru flækjur í málunum vegna eigendaskipta. Ís- lendingar kaupa bátana á meðan þeir dvelja hér. Ekki er kveðið á um það í lögum hversu lengi megi leyfa skútum að vera hér án greiðslu tolla og annarra gjalda. Hörður bendir á að í raun eigi að greiða gjöldin strax við komu. Hins vegar sé litið til reglna um öku- tæki og miðað við að skútueigendur fái frest í allt að eitt ár, áður en kom- an telst innflutningur á báti. Segir Hörður að tollurinn sé í átaksverkefni til að hafa uppi á skút- um sem hér hafi verið lengi og ætti að vera búið að greiða af. Segir hann að ábendingar berist um slíkt. Telur hann að um tíu mál séu í vinnslu. Spurður um endurgreiðslu ef skúta sem greitt hefur verið af fer aftur yfir hafið segir Hörður að gjöldin séu ekki endurgreidd. Það sama eigi við og um bíla sem teknir hafi verið í notkun hér. Gjöldin séu ekki endurgreidd. Gjöldin sem greiða þarf af skút- unum eru 24% virðisaukaskattur og 10% tollur, auk spilliefnagjalds raf- geyma. Tollinn þarf ekki að greiða ef eigandinn getur framvísað uppruna- skírteini sem sýnir að skútan hafi verið smíðuð innan Evrópska efna- hagssvæðisins eða á öðrum svæðum sem Íslendingar hafa fríverslunar- samninga við. Þá er virðisauka- skattur ekki greiddur af skútum sem hingað eru fluttar til nota í atvinnu- skyni, svo sem vegna hvalaskoðunar eða annarra siglinga með ferðafólk. Stífar og flóknar reglur Siglari sem blaðamaður ræddi við taldi að átak tollsins og einstaka starfsmanna hans fældi erlenda skútueigendur frá landinu. Ekki þýddi að reyna að byggja Ísland upp sem skútuhöfn, uppsátur fyrir skút- ur og viðkomustað fyrir Grænlands- ferðir ef menn væru rukkaðir um milljónir fyrir að geyma skúturnar of lengi í landinu. Úlfur H. Hróbjartsson, fyrrver- andi formaður Siglingasambands Ís- lands, segir reglurnar óþarflega stíf- ar og flóknar. Erlendir skemmti- bátar séu að koma og fara. Það tefjist kannski eitthvað að þeir yfir- gefi landið en það geti aldrei talist innflutningur. Telur hann að reglan ætti að vera sú að tolla svona báta þegar þeir eru lögskráðir í landinu. Einhver dæmi munu vera um að Íslendingar kjósi að hafa skemmti- báta sína undir erlendum fána. Það er þá aðallega til að þeir geti keypt sér hagkvæmari tryggingar. Úlfur viðurkennir að sumar reglur hér séu óþarflega skrítnar og strangar en menn hagnist lítið á því að forðast þær með því að sigla undir öðrum fána. Tollurinn rukkar skútusiglara  Eigendum erlendra skemmtibáta sem dvelja hér í meira en ár gert að greiða virðisaukaskatt og toll af bátunum  Siglarar óttast að reglurnar fæli erlenda skútueigendur frá landinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Seglskútur Erlendar skútur í Reykjavíkurhöfn. Áhugi á Íslandi og Grænlandi eykst ár frá ári. „Það er ekki mikið upp úr þessu að hafa fyrir hafnirnar en skút- urnar og snekkjurnar gefa tilver- unni lit,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, um tekjur af hafnargjöldum erlendra skútu- og snekkjueigenda. „Það er ákveðinn kúltúr í kringum skútusiglingarnar sem er jákvæður og hvetjandi fyrir aðila sem tengjast höfnunum að efla siglingar smærri báta í kringum hafnarsvæðin,“ segir Gísli. Viðkomum erlendra skemmti- báta hefur fjölgað mjög hjá Faxa- flóahöfnum síðustu árin. Gísli segir að þónokkur aukning hafi verið fyrstu mánuði þessa árs. „Þetta eru tilfallandi komur og almennt ekki skipulagðar langt fram í tímann. Það geta verið áraskipti á þessu,“ segir hafn- arstjóri. Gefa til- verunni lit HAFNARSTJÓRI Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi Tosca Blu skór - Haust 2016 Endurtalning atkvæða í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi hófst í gærkvöldi, að sögn Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Pírata. „Að henni [endurtalningunni] lok- inni verður haft samband við fram- bjóðendur í prófkjörinu og þeir spurðir hvort þeir þiggi það sæti sem endurtalningin veitir þeim,“ segir Sigríður í samtali við Morg- unblaðið. Vegna þessa er ekki von á endan- legum niðurstöðum fyrr en í dag. Ástæða endurtalningarinnar er að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka í gær og tekur því ekki sæti á listanum. Það gerði hún vegna óánægju sinnar með niðurstöðu prófkjörsins, þar sem Þórður Guðsteinn Pétursson hlaut efsta sæti, að hennar sögn vegna „smölunar“ atkvæða. „Það er bannað samkvæmt reglum flokksins. Ég get með engu móti stutt listann vegna þess,“ sagði Halldóra í samtali við mbl.is í gær. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bolungarvík Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmi landsins. Píratar telja aftur í Norðvesturkjördæmi  Kafteinn dregur framboð til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.