Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Hjólavörur í miklu úrvali
Farangurskörfur, keðjuhreinsir, smurefni, bætur, lím, felgu-
járn/plast, viðgerðarsett, keðjuþvinga, brúsafestingar, brúsar,
bjöllur, standarar, ljós, farangursteygjur, endurskinsvesti, .....
Hjólagrindur f/3 hjól
Hjólafesting á kúlu
Lásar
Hjólaviðgerðar-
standar
ól3/4 hj
frá 3.999
frá 5.995
1.995
Geymsluhengi
í loft
frá 245
Pumpur
margar gerðir
frá 595
„Tveir starfsmenn í
álverinu í Straumsvík
eru hætt komnir eftir
voveiflega netárás á
stjórnunarkerfin þar í
gær. Óprúttnir aðilar
„hökkuðu“ stjórn-
unarkerfin með þeim
afleiðingum að allt fór
úr böndunum. „Vélar
eru ónýtar, ál fyrir
fleiri milljarða eyði-
lagt og stöðva þarf
reksturinn í að minnsta kosti 3
mánuði,“ segir talsmaður álvers-
ins. Prófessor í hagfræði við Há-
skóla Íslands segir árásina eiga
eftir að hafa gífurleg áhrif á ís-
lenskt efnahagslíf næstu árin.“
Einhvern veginn svona gætu
fyrstu fréttir eftir slíka árás
hljómað. Allt hagkerfi Íslands (og
heimsins) er tengt við tölvur og
tölvutækni. Árásir á tölvukerfi í
dag eru þess eðlis að þær hafa
veraldlegar afleiðingar, ekki bara
tæknilegar.
Morð eru framin
í gegnum internetið
Interpol hefur nú þegar stað-
fest að morð hafi verið framið yf-
ir internetið. Lögregluyfirvöld,
bæði á Íslandi og annars staðar í
heiminum, eru ekki í stakk búin
til að geta greint allar upplýs-
ingar frá tölvukerfum í þeim mál-
um sem þeir hafa til rannsóknar.
Þegar lögregluyfirvöld þurfa að
yfirfara í kringum 10-12 milljónir
tölvupósta í einstaka málum segir
það sig sjálft að kunnátta, rann-
sóknir og nýjar aðferðir í net-
öryggi (e. Cyber Security) þarf
að þróa jafn hratt og
tæknin sjálf þróast.
Flestallir bílar sem
eru framleiddir í dag
eru tengdir við netið
og stjórnast af tölvu-
tækni. Er bíllinn þinn
öruggur?
Allt vatns- og
skólpkerfi er stjórnað
af svokölluðum
„SCADA-kerfum“,
eins og í flestöllum
iðnaði og SCADA-
kerfin eru líka tengd
við internetið. Ef
árás yrði gerð á vatns- og skólp-
kerfið á t.d. höfuðborgarsvæðinu
hefðu íbúar þess nokkra tíma til
að rýma áður en það yrði hætta á
heilsutjóni.
Næstmest tæknivædd í heimi
– hræðilega staðsett í
netöryggi
Ísland er í öðru sæti yfir mest
tæknivæddu þjóðir í heiminum
samkvæmt Booz & Company frá
2012 („Maximizing the Impact of
Digitization“). Þetta hljómar vel,
en þegar litið er á „Global Cyber-
security Index og Cyberwellness
Profiles“ frá 2015 kemur Ísland í
95. sæti. Ísland er með öðrum
orðum mjög tæknivætt, en langt
frá því öruggt!
Hvar er umræðan á Íslandi um
netöryggi? Hafa stjórnvöld metið
hversu viðkvæmt íslenskt hag-
kerfi er fyrir netárásum? Ætla
Íslendingar að bíða eftir stórri
netárás með voveiflegum afleið-
ingum áður en netöryggi er sett í
forgang? Í komandi kosningum
er mikilvægt að þetta stóra og
mikilvæga öryggismál hljóti um-
ræðu. Hætt er við því að aðgerð-
arleysi í þessum málaflokki geti
komið af stað nýrri kreppu fyrir
litla eyþjóð í norðri.
Horfið til Noregs
Norðmenn eru komnir langt í
að mennta sig og rannsaka net-
öryggi (Cyber Security). Þar er
nám í netöryggi á öllum stigum;
framhaldsskóla, BSc, MSc og
PhD. „Center for Cyber and In-
formation Security (CCIS)“ við
„Norges teknisk-naturvi-
tenskapelige universitet (NTNU)“
hefur fjármögnun yfir 10 ára
skeið sem nemur ca 350 MNOK
eða um það 5.000.000.000 ís-
lenskra króna. Ísland þarf að
horfa til Noregs þegar kemur að
því að byggja upp sambærilega
kunnáttu.
Netöryggi –
ekki nógu mikil-
vægt til að vera
í umræðunni?
Eftir Hilmar Pál
Haraldsson
Hilmar Páll
Haraldsson
» Ísland er næstmest
tæknivædda þjóð í
heimi, en hræðilega
staðsett í netöryggi. Ís-
lenskt hagkerfi er ótrú-
lega viðkvæmt fyrir net-
árásum.
Höfundur er aðalráðgjafi í Center for
Cyber and Information Security
(CCIS) við Norges teknisk-
naturvitenskapelige universitet
(NTNU).
Tæknivæðing í heiminum
Booz & Company 2012
HÆSTA STIGASKOR
63,7
Norður-Ameríka
Suður- og Mið-Ameríka/Karíbahaf
Evrópa
Afríka
Mið-Austurlönd
Asía/Kyrrahaf/Eyjaálfa
Takmarkað
Undir 25
Vaxandi
25–29,9
Umskipti
30–39,9
Háþróað
40 og hærra
SVÆÐI:
Stig:
Umfang flótta-
mannavandans mun
fara vaxandi og búast
má við því að hælisleit-
endum fjölgi á Íslandi
á næstu mánuðum.
Einnig má búast við að
íslenska ríkið sæti
þrýstingi um að taka
áfram þátt í viðleitni
vestrænna ríkja til að
bregðast við vand-
anum og að álag á landamæravörslu
hér á landi aukist. Þetta kemur fram
í skýrslu sem Ríkislögreglustjóri
gerði fyrir lögreglustjórann á Suð-
urnesjum í október 2015, en þá hafði
lögreglustjórinn óskað eftir áhættu-
mati og greiningu á því við hverju
megi búast hér á landi vegna mögu-
lega breyttrar stöðu á landamærum
Íslands.
Flóttamannavandinn í Evrópu
hefur stigmagnast, en á síðastliðnu
ári leituðu ríflega 1,5 milljónir
manna hælis í álfunni. Samhliða
þessu hefur afstaða almennings til
innflytjenda versnað, ekki síst í kjöl-
far skipulagðra ofbeldisverka í borg-
um Evrópu. Þjóðern-
issinnaðir flokkar
mælast hátt í skoð-
anakönnunum og lítil
sátt virðist í sjónmáli
um hvernig taka eigi á
þeim áskorunum sem
ríkin standa frammi
fyrir.
Samkvæmt skýrsl-
unni virðast einkum
koma hingað flótta-
menn/hælisleitendur
frá ríkjum þar sem frið-
ur ríkir en þar sem
margir búa við fátækt og atvinnu-
leysi. Sá hópur er um margt ólíkur
þeim hópi hælisleitenda sem þekkist
á meginlandi Evrópu. Á Íslandi er
atvinnuástand gott um þessar mund-
ir og uppgangur í efnahagslífi, ekki
síst vegna fjölgunar ferðamanna, og
fólk af erlendum uppruna hefur í
mörgum tilvikum gert okkur kleift
að manna þær stöður sem skapast.
Á hinn bóginn erum við fámenn
þjóð sem hefur ekki sama bolmagn
og milljónaþjóðir til að taka á móti
stórum hópum flóttafólks. Mín skoð-
un er sú að við þurfum að vanda okk-
ur í þessum efnum og takmarka
þann fjölda sem fær landvistarleyfi
Takmörkum fjölda
hælisleitenda og
sinnum þeim betur
Eftir Ingibjörgu
Óðinsdóttur
Ingibjörg Óðinsdóttir