Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Hjólavörur í miklu úrvali Farangurskörfur, keðjuhreinsir, smurefni, bætur, lím, felgu- járn/plast, viðgerðarsett, keðjuþvinga, brúsafestingar, brúsar, bjöllur, standarar, ljós, farangursteygjur, endurskinsvesti, ..... Hjólagrindur f/3 hjól Hjólafesting á kúlu Lásar Hjólaviðgerðar- standar ól3/4 hj frá 3.999 frá 5.995 1.995 Geymsluhengi í loft frá 245 Pumpur margar gerðir frá 595 „Tveir starfsmenn í álverinu í Straumsvík eru hætt komnir eftir voveiflega netárás á stjórnunarkerfin þar í gær. Óprúttnir aðilar „hökkuðu“ stjórn- unarkerfin með þeim afleiðingum að allt fór úr böndunum. „Vélar eru ónýtar, ál fyrir fleiri milljarða eyði- lagt og stöðva þarf reksturinn í að minnsta kosti 3 mánuði,“ segir talsmaður álvers- ins. Prófessor í hagfræði við Há- skóla Íslands segir árásina eiga eftir að hafa gífurleg áhrif á ís- lenskt efnahagslíf næstu árin.“ Einhvern veginn svona gætu fyrstu fréttir eftir slíka árás hljómað. Allt hagkerfi Íslands (og heimsins) er tengt við tölvur og tölvutækni. Árásir á tölvukerfi í dag eru þess eðlis að þær hafa veraldlegar afleiðingar, ekki bara tæknilegar. Morð eru framin í gegnum internetið Interpol hefur nú þegar stað- fest að morð hafi verið framið yf- ir internetið. Lögregluyfirvöld, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum, eru ekki í stakk búin til að geta greint allar upplýs- ingar frá tölvukerfum í þeim mál- um sem þeir hafa til rannsóknar. Þegar lögregluyfirvöld þurfa að yfirfara í kringum 10-12 milljónir tölvupósta í einstaka málum segir það sig sjálft að kunnátta, rann- sóknir og nýjar aðferðir í net- öryggi (e. Cyber Security) þarf að þróa jafn hratt og tæknin sjálf þróast. Flestallir bílar sem eru framleiddir í dag eru tengdir við netið og stjórnast af tölvu- tækni. Er bíllinn þinn öruggur? Allt vatns- og skólpkerfi er stjórnað af svokölluðum „SCADA-kerfum“, eins og í flestöllum iðnaði og SCADA- kerfin eru líka tengd við internetið. Ef árás yrði gerð á vatns- og skólp- kerfið á t.d. höfuðborgarsvæðinu hefðu íbúar þess nokkra tíma til að rýma áður en það yrði hætta á heilsutjóni. Næstmest tæknivædd í heimi – hræðilega staðsett í netöryggi Ísland er í öðru sæti yfir mest tæknivæddu þjóðir í heiminum samkvæmt Booz & Company frá 2012 („Maximizing the Impact of Digitization“). Þetta hljómar vel, en þegar litið er á „Global Cyber- security Index og Cyberwellness Profiles“ frá 2015 kemur Ísland í 95. sæti. Ísland er með öðrum orðum mjög tæknivætt, en langt frá því öruggt! Hvar er umræðan á Íslandi um netöryggi? Hafa stjórnvöld metið hversu viðkvæmt íslenskt hag- kerfi er fyrir netárásum? Ætla Íslendingar að bíða eftir stórri netárás með voveiflegum afleið- ingum áður en netöryggi er sett í forgang? Í komandi kosningum er mikilvægt að þetta stóra og mikilvæga öryggismál hljóti um- ræðu. Hætt er við því að aðgerð- arleysi í þessum málaflokki geti komið af stað nýrri kreppu fyrir litla eyþjóð í norðri. Horfið til Noregs Norðmenn eru komnir langt í að mennta sig og rannsaka net- öryggi (Cyber Security). Þar er nám í netöryggi á öllum stigum; framhaldsskóla, BSc, MSc og PhD. „Center for Cyber and In- formation Security (CCIS)“ við „Norges teknisk-naturvi- tenskapelige universitet (NTNU)“ hefur fjármögnun yfir 10 ára skeið sem nemur ca 350 MNOK eða um það 5.000.000.000 ís- lenskra króna. Ísland þarf að horfa til Noregs þegar kemur að því að byggja upp sambærilega kunnáttu. Netöryggi – ekki nógu mikil- vægt til að vera í umræðunni? Eftir Hilmar Pál Haraldsson Hilmar Páll Haraldsson » Ísland er næstmest tæknivædda þjóð í heimi, en hræðilega staðsett í netöryggi. Ís- lenskt hagkerfi er ótrú- lega viðkvæmt fyrir net- árásum. Höfundur er aðalráðgjafi í Center for Cyber and Information Security (CCIS) við Norges teknisk- naturvitenskapelige universitet (NTNU). Tæknivæðing í heiminum Booz & Company 2012 HÆSTA STIGASKOR 63,7 Norður-Ameríka Suður- og Mið-Ameríka/Karíbahaf Evrópa Afríka Mið-Austurlönd Asía/Kyrrahaf/Eyjaálfa Takmarkað Undir 25 Vaxandi 25–29,9 Umskipti 30–39,9 Háþróað 40 og hærra SVÆÐI: Stig: Umfang flótta- mannavandans mun fara vaxandi og búast má við því að hælisleit- endum fjölgi á Íslandi á næstu mánuðum. Einnig má búast við að íslenska ríkið sæti þrýstingi um að taka áfram þátt í viðleitni vestrænna ríkja til að bregðast við vand- anum og að álag á landamæravörslu hér á landi aukist. Þetta kemur fram í skýrslu sem Ríkislögreglustjóri gerði fyrir lögreglustjórann á Suð- urnesjum í október 2015, en þá hafði lögreglustjórinn óskað eftir áhættu- mati og greiningu á því við hverju megi búast hér á landi vegna mögu- lega breyttrar stöðu á landamærum Íslands. Flóttamannavandinn í Evrópu hefur stigmagnast, en á síðastliðnu ári leituðu ríflega 1,5 milljónir manna hælis í álfunni. Samhliða þessu hefur afstaða almennings til innflytjenda versnað, ekki síst í kjöl- far skipulagðra ofbeldisverka í borg- um Evrópu. Þjóðern- issinnaðir flokkar mælast hátt í skoð- anakönnunum og lítil sátt virðist í sjónmáli um hvernig taka eigi á þeim áskorunum sem ríkin standa frammi fyrir. Samkvæmt skýrsl- unni virðast einkum koma hingað flótta- menn/hælisleitendur frá ríkjum þar sem frið- ur ríkir en þar sem margir búa við fátækt og atvinnu- leysi. Sá hópur er um margt ólíkur þeim hópi hælisleitenda sem þekkist á meginlandi Evrópu. Á Íslandi er atvinnuástand gott um þessar mund- ir og uppgangur í efnahagslífi, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, og fólk af erlendum uppruna hefur í mörgum tilvikum gert okkur kleift að manna þær stöður sem skapast. Á hinn bóginn erum við fámenn þjóð sem hefur ekki sama bolmagn og milljónaþjóðir til að taka á móti stórum hópum flóttafólks. Mín skoð- un er sú að við þurfum að vanda okk- ur í þessum efnum og takmarka þann fjölda sem fær landvistarleyfi Takmörkum fjölda hælisleitenda og sinnum þeim betur Eftir Ingibjörgu Óðinsdóttur Ingibjörg Óðinsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.