Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 54

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 54
2016 HAUSTferðir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Haustið er okkar aðalferðatími,“ segir Áslaug þegar hún er spurð út í næstu vikur og mánuði hjá Bændaferðum. „Okkar stærsti við- skiptavinahópur eru einstaklingar á aldrinum 55 ára og eldri og það er mjög vinsælt hjá þessum ald- urshópi að lengja sumarið með ut- anlandsferð á þessum árstíma. Það er hugsunin.“ Áslaug útskýrir ennfremur að téður aldurshópur leggi jafnan áherslu á að njóta íslenska sum- arsins og þegar hausta fer kýs fólk að leita út fyrir landsteinana eftir framlengingu á sumrinu. „Þetta er fólk sem gjarnan á sumarbústað sem það dvelur í á sumrin eða nýt- ur þess að ferðast um landið yfir sumarið. September og október eru því tíminn sem þau kjósa helst að fara í frí til útlanda, þegar degi tekur að halla hér heima.“ Háannatími gengur í garð Fyrir bragðið er fjöldi ferða mestur á haustin hjá Bændaferð- um og úrvalið af áfangastöðum fjölbreyttast. „Við erum lítið með ferðir í gangi í júlí og ágúst því þá er okkar hópur minna á ferðinni en þeim mun meira á haustmán- uðunum,“ segir Áslaug. „Nú er semsagt háannatíminn okkar og fjöldinn allur af spennandi ferðum á döfinni.“ Hinar klassísku Bændaferðir, eins og Áslaug nefnir þær, eru vikulangar til tveggja vikna ferðir til ýmissa staða í Evrópu, allt frá Bretagne-skaga í Norðvestur- Frakklandi og suður til Púglíu- héraðs á Ítalíu. „Vinsælustu áfangastaðirnir eru Þýskaland og Suður-Evrópa, mikið er farið til Ítalíu og einnig erum við með nýja ferð til dvergríkisins Andorra sem er í Pýreneafjöll- unum á Norður-Spáni. Sú ferð reyndist mjög vinsæl. Við erum með nokkrar Ítalíuferðir og þar teljast klassískar ferðin til Rómar og svo Amalfí-ströndin, sem er einn af hápunktunum okkar. Nýj- asta ferðin er svo til Púglíu, rétt sunnan við borgina Bari. Það má segja að þetta sé hællinn á stígvél- inu sem Ítalíu-skaginn er,“ út- skýrir Áslaug og kímir við. „Þar eru hin víðfrægu hvítu trulli-hús, með sínum kringlóttu keilulaga þökum sem gaman er að skoða og verður farið í mjög skemmtilega ferð þangað í september.“ Sívinsælar siglingar um fljótin Áslaug bætir því við að sigl- ingaferðir um hin ýmsu fljót hafi alltaf notið mikilla vinsælda og ekki að ástæðulausu. „Við leggjum áherslu á að bjóða á hverju ári upp á fljótasiglingar um ýmsar ár í Evrópu og það er einstaklega skemmtilegur ferða- máti. Þá ertu með samastað um borð í tveggja hæða fljótaskipi með sólþaki, allt til alls í káet- unum og borðaður sælkeramatur um borð með skipstjóranum. Svo siglir maður bara eftir ánum og fer í land á ýmsum skemmtilegum stöðum. Svo dæmi sé tekið um siglinguna niður ána Rín, þá er komið við í Strasbourg, í víngerð- arþorpinu Rüdesheim, við Lorelei- klettinn, og Köln skoðuð með sína óviðjafnanlegu, gotnesku dóm- kirkju áður en ferðinni lýkur í Amsterdam. Þetta er því heilmikið upplifunarferðalag en alltaf búið um borð og aldrei skipt um gisti- stað, sem er óneitanlega þægi- legt.“ Önnur vinsæl Evrópuferð er til Feneyja og Garda-vatns og að sögn Áslaugar þurfa þær alltaf að vera tvær því það selst alltaf upp á svipstundu. Sagan býr í Bretagne Það sem Íslendingar kalla Brittanníu er skaginn sem stend- ur út í haf í Norðvestur-Frakk- landi. Óhætt er að segja að sagan búi þar í hverjum hól, ekki síst með tilliti til okkar Íslendinga en þar er að finna fiskibæinn Paim- pol sem var heimahöfn flestra fiskiskipanna sem sóttu á ísköld Íslandsmið utan við Austfirði um aldamótin 1900. Bærinn er enda vinabær Fáskrúðsfjarðar sem fagnar sem kunnugt er Frönskum dögum á ári hverju. En fleira er þar markvert fyrir sófasagnfræð- ingana, ekki síst vígvellir úr seinna stríði en sá hildarleikur réðst ekki hvað síst af velheppn- aðri landgöngu Bandamanna og bardögum í Norðvestur-Frakk- landi í kjölfarið. Minjar um inn- rásina sjást þar víða, eins og Ás- laug bendir á. „Þarna verður farið í margvíslegar, skemmti- legar ferðir svo sem að klettaeyj- unni goðsagnakenndu Mont St. Michel, en hún er rómuð fyrir ógleymanlega fegurð klaust- urbyggingarinnar sem þar stend- ur innan virkismúranna.“ Meðal annarra borgarferða nefnir Áslaug St. Pétursborg í Rússlandi, Tallinn, Vínarborg og Prag. „Við leggjum upp úr fjöl- breytileikanum í Bændaferðunum okkar. Allstaðar er lagt upp með hópferð þar sem fararstjórinn heldur um alla þræði og það er enginn einn í Bændaferð.“ Áslaug minnir að endingu á sérferðir Bændaferða sem eru jafnan á fjarlægar og framandi slóðir í smærri hópum. „Þetta eru sannkallaðar ævintýraferðir sem ég bendi áhugasömum á að kynna sér á heimasíðu okkar, Bænda- ferðir.is“ „Það er enginn einn í Bændaferð“  Bændaferðir leggja sem fyrr upp úr hóp- ferðum með íslenskum fararstjóra, á vel valda og áhugaverða áfangastaði þar sem mikið er innifalið í verðinu, hálft fæði þar með talið, eins og Áslaug María Magnús- dóttir deildarstjóri segir frá. Ævintýrastaður Klettaeyja Mont St. Michel er meðal þeirra staða sem skoðaðir eru í ferð Bændaferða til Bretagne- skaga og að sögn kunnugra lætur staðurinn sá engan ósnortinn sem þangað hefur komið. Morgunblaðið/Eggert Áslaug María Magnúsdóttir, deild- arstjóri hjá Bændaferðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.