Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 54
2016 HAUSTferðir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Haustið er okkar aðalferðatími,“ segir Áslaug þegar hún er spurð út í næstu vikur og mánuði hjá Bændaferðum. „Okkar stærsti við- skiptavinahópur eru einstaklingar á aldrinum 55 ára og eldri og það er mjög vinsælt hjá þessum ald- urshópi að lengja sumarið með ut- anlandsferð á þessum árstíma. Það er hugsunin.“ Áslaug útskýrir ennfremur að téður aldurshópur leggi jafnan áherslu á að njóta íslenska sum- arsins og þegar hausta fer kýs fólk að leita út fyrir landsteinana eftir framlengingu á sumrinu. „Þetta er fólk sem gjarnan á sumarbústað sem það dvelur í á sumrin eða nýt- ur þess að ferðast um landið yfir sumarið. September og október eru því tíminn sem þau kjósa helst að fara í frí til útlanda, þegar degi tekur að halla hér heima.“ Háannatími gengur í garð Fyrir bragðið er fjöldi ferða mestur á haustin hjá Bændaferð- um og úrvalið af áfangastöðum fjölbreyttast. „Við erum lítið með ferðir í gangi í júlí og ágúst því þá er okkar hópur minna á ferðinni en þeim mun meira á haustmán- uðunum,“ segir Áslaug. „Nú er semsagt háannatíminn okkar og fjöldinn allur af spennandi ferðum á döfinni.“ Hinar klassísku Bændaferðir, eins og Áslaug nefnir þær, eru vikulangar til tveggja vikna ferðir til ýmissa staða í Evrópu, allt frá Bretagne-skaga í Norðvestur- Frakklandi og suður til Púglíu- héraðs á Ítalíu. „Vinsælustu áfangastaðirnir eru Þýskaland og Suður-Evrópa, mikið er farið til Ítalíu og einnig erum við með nýja ferð til dvergríkisins Andorra sem er í Pýreneafjöll- unum á Norður-Spáni. Sú ferð reyndist mjög vinsæl. Við erum með nokkrar Ítalíuferðir og þar teljast klassískar ferðin til Rómar og svo Amalfí-ströndin, sem er einn af hápunktunum okkar. Nýj- asta ferðin er svo til Púglíu, rétt sunnan við borgina Bari. Það má segja að þetta sé hællinn á stígvél- inu sem Ítalíu-skaginn er,“ út- skýrir Áslaug og kímir við. „Þar eru hin víðfrægu hvítu trulli-hús, með sínum kringlóttu keilulaga þökum sem gaman er að skoða og verður farið í mjög skemmtilega ferð þangað í september.“ Sívinsælar siglingar um fljótin Áslaug bætir því við að sigl- ingaferðir um hin ýmsu fljót hafi alltaf notið mikilla vinsælda og ekki að ástæðulausu. „Við leggjum áherslu á að bjóða á hverju ári upp á fljótasiglingar um ýmsar ár í Evrópu og það er einstaklega skemmtilegur ferða- máti. Þá ertu með samastað um borð í tveggja hæða fljótaskipi með sólþaki, allt til alls í káet- unum og borðaður sælkeramatur um borð með skipstjóranum. Svo siglir maður bara eftir ánum og fer í land á ýmsum skemmtilegum stöðum. Svo dæmi sé tekið um siglinguna niður ána Rín, þá er komið við í Strasbourg, í víngerð- arþorpinu Rüdesheim, við Lorelei- klettinn, og Köln skoðuð með sína óviðjafnanlegu, gotnesku dóm- kirkju áður en ferðinni lýkur í Amsterdam. Þetta er því heilmikið upplifunarferðalag en alltaf búið um borð og aldrei skipt um gisti- stað, sem er óneitanlega þægi- legt.“ Önnur vinsæl Evrópuferð er til Feneyja og Garda-vatns og að sögn Áslaugar þurfa þær alltaf að vera tvær því það selst alltaf upp á svipstundu. Sagan býr í Bretagne Það sem Íslendingar kalla Brittanníu er skaginn sem stend- ur út í haf í Norðvestur-Frakk- landi. Óhætt er að segja að sagan búi þar í hverjum hól, ekki síst með tilliti til okkar Íslendinga en þar er að finna fiskibæinn Paim- pol sem var heimahöfn flestra fiskiskipanna sem sóttu á ísköld Íslandsmið utan við Austfirði um aldamótin 1900. Bærinn er enda vinabær Fáskrúðsfjarðar sem fagnar sem kunnugt er Frönskum dögum á ári hverju. En fleira er þar markvert fyrir sófasagnfræð- ingana, ekki síst vígvellir úr seinna stríði en sá hildarleikur réðst ekki hvað síst af velheppn- aðri landgöngu Bandamanna og bardögum í Norðvestur-Frakk- landi í kjölfarið. Minjar um inn- rásina sjást þar víða, eins og Ás- laug bendir á. „Þarna verður farið í margvíslegar, skemmti- legar ferðir svo sem að klettaeyj- unni goðsagnakenndu Mont St. Michel, en hún er rómuð fyrir ógleymanlega fegurð klaust- urbyggingarinnar sem þar stend- ur innan virkismúranna.“ Meðal annarra borgarferða nefnir Áslaug St. Pétursborg í Rússlandi, Tallinn, Vínarborg og Prag. „Við leggjum upp úr fjöl- breytileikanum í Bændaferðunum okkar. Allstaðar er lagt upp með hópferð þar sem fararstjórinn heldur um alla þræði og það er enginn einn í Bændaferð.“ Áslaug minnir að endingu á sérferðir Bændaferða sem eru jafnan á fjarlægar og framandi slóðir í smærri hópum. „Þetta eru sannkallaðar ævintýraferðir sem ég bendi áhugasömum á að kynna sér á heimasíðu okkar, Bænda- ferðir.is“ „Það er enginn einn í Bændaferð“  Bændaferðir leggja sem fyrr upp úr hóp- ferðum með íslenskum fararstjóra, á vel valda og áhugaverða áfangastaði þar sem mikið er innifalið í verðinu, hálft fæði þar með talið, eins og Áslaug María Magnús- dóttir deildarstjóri segir frá. Ævintýrastaður Klettaeyja Mont St. Michel er meðal þeirra staða sem skoðaðir eru í ferð Bændaferða til Bretagne- skaga og að sögn kunnugra lætur staðurinn sá engan ósnortinn sem þangað hefur komið. Morgunblaðið/Eggert Áslaug María Magnúsdóttir, deild- arstjóri hjá Bændaferðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.