Morgunblaðið - 18.08.2016, Side 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fjármunum úr ríkissjóði hefur
verið forgangsraðað til þess að á
næsta ári megi hefja byggingu
þjóðgarðsmiðstöðvar við Snæfells-
jökul. Síðastliðinn föstudag tók
Sigrún Magnúsdóttir umhverf-
isráðherra fyrstu skóflustunguna
að miðstöðinni nýju sem verður á
Hellissandi. Verkefni þetta hefur
verið í deiglunni um langt skeið.
Teikningar að byggingunni liggja
fyrir en þær eru eftir Birgi Teits-
son og Arnar Þór Jónsson hjá
Arkís arkitektum. Tillagan bygg-
ist á vinningstillögu úr opinni
samkeppni sem haldin var árið
2006.
Innblástur og hughrif
Alls verður þjóðgarðsmiðstöðin
nýja um 700 fermetrar að flat-
armáli og sýnu stærst eru gesta-
stofa- og sýningarrými, það er 250
fermetrar. Að forminu til skiptist
byggingin, sem verður úr tré og
stálgrind, í þrennt. Meginálm-
urnar eru tvær og svo milligangur
þar sem meðal annars er stigi upp
á þak byggingarinnar hvar verður
hringsjá. Húsið er hannað sem
vistvænt hús í samræmi við
Breeam vottunarkerfi, hvar ýmis
umhverfissjónarmið eru höfð að
leiðarljósi.
Þjónustuhúsið nýja er ekki að-
eins bygging, segir í kynningu
arkitekta, heldur líka gönguleið,
útsýnisstaður og miðpunktur
menningar- og útilífs. Sóttur er
innblástur í dýraríkið, mannlífið
og landslagið og ætlunin sé að
styrkja þau hughrif sem gestir
upplifa við dvöl sína á staðnum.
Arkitektarnir hafa og gefið tveim-
ur álmum hússins nöfnin Fiski-
beinið og Jökulhöfði. Er þar vísað
til tveggja sérkenna svæðisins,
það er fengsælla fiskimiðanna og
jökulsins sem gnæfir yfir.
„Með samspili álmanna tveggja,
hönnun innanhúss og gönguleiða
er ýtt undir nýjar upplifanir á
byggingunni og þó enn fremur á
náttúrunni í kring: Innanhúss t.d.
með mjóum, háum gluggum, sem
teygja sig inn á sjálfan gólfflötinn;
utanhúss með byggingarefnum
sem eiga í stöðugu samspili, jafnt
við liti og gróður jarðar, sem
birtubrigði árstíðanna. Líkt og
horft sé í gegnum auga hvalsins
magnast dulúð Snæfellsjökuls og
umhverfis; þar sem auganu berst
ávallt fleiri en ein mynd af um-
hverfinu.“
Við athöfnina vestur á Hellis-
sandi í síðustu viku sagði Sigrún
Magnúsdóttir að með byggingu
þessari yrðu innviðir þjóðgarðsins
Snæfellsjökuls styrktir. Þetta yrði
enn meiri lyftistöng fyrir ferða-
þjónustu á svæðinu auk þess sem
þjóðgarðurinn yrði betur í stakk
búinn til að taka á móti ferða-
mönnum sem heimsækja svæðið
árið um kring.
Jafna umhverfisálag
Í ávarpi sínu vék ráðherrann
meðal annars að náttúru og menn-
ingarminjum á Snæfellsnesi, og
mikilvægi þess að vernda og
tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra.
Einnig að draga yrði það fram að
á þjóðgarðssvæðinu væru fjöl-
breyttir möguleikar til útivistar og
ferðaþjónustu. Þetta yrði að hafa í
hug nú þegar nauðsynlegt væri
orðið að fá ferðamenn sem til
landsins koma til að fara víðar um
landið til að jafna umhverfisálag.
Fleiri myndir af umhverfinu
Þjóðgarðsmiðstöð við Snæfellsjökul verður reist 700 fermetrar og framlög tryggð
Fellur inn í umhverfið Fiskibeinið og Jökulhöfði Lyftistöng fyrir Snæfellsnesið
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
er um 170 km2 að stærð og
eini þjóðgarður landsins sem
nær að sjó. Gestastofa þjóð-
garðsins, sem opnuð var nú í
vor, er á Malarrifi og verður
þar uns nýi þjónustuskálinn
kemst í gagnið eftir nokkur ár.
Margir áhugaverðir staðir eru
innan landamæra þjóðgarðsins
og má þar nefna Arnarstapa,
Lóndranga, Vatnshelli, Djúpa-
lónssand, Svörtuloft og Önd-
verðarnes. Kóróna svæðisins
er þó að sjálfsögðu Snæfells-
jökull sjálfur, 1.446 metra hár
og virk eldstöð. Fjallið þykir
með eindæmum formfagurt
auk heldur að búa yfir ómót-
stæðilegum kynngikrafti, að
margra sögn.
Kynngikraftur
ÞJÓÐGARÐUR VIÐ SJÓ
Upphaf Sigrún Magnúsdóttir hóf
verkið og greip í skófluna góðu.
Þrívídd Svona sjá arkitektar að þjóðgarðs-
stofan væntanlega verði. Hún er sviplík
Snæfelsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði, enda
eru hönnuðirnir þeir sömu.
Morgunblaðið/Ómar
Svipsterkur Horft til Snæfellsjökuls yfir Faxaflóa úr höfuðborginni, í blóð-
rauðu sólarlagi á fallegu sumarkvöldi sem hafa verið mörg að undanförnu.
Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar er
mikilvæg enda skapar hún að-
stöðu til þess að markmið sem
sett voru við stofnun Þjóðgarðs-
ins Snæfells-
jökuls árið
2001 nái fram
að ganga.
Fjöldi ferða-
manna, inn-
lendra sem er-
lendra, fer um
svæðið á hverju
ári, sem kallar á að hægt sé að taka á móti fólki og
veita því upplýsingar um þjóðgarðinn. „Staðsetning
byggingarinnar er góð og byggingin sjálf mun sóma
sér vel hér í hrauninu með jökulinn í bakgrunni. Það er mitt mat að
margir muni koma hér ekki einungis til að fræðast heldur einnig til að
skoða bygginguna,“ sagði Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ,
í ávarpi þegar umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustungu.
Skipulag, fræðsla og þjónusta
Þjóðgarðsmiðstöðin nýja verður í útjaðri byggðar á Hellissandi,
skammt frá svonefndum Sjómannagarði. Þar má sjá ýmis kennimörk úr
útgerðarsögunni undir Jökli auk heldur sem þar er tjaldsvæði.
„Allt myndar þetta eina heild,“ segir bæjarstjórinn, sem telur starfsemi
þjóðgarðsins hafa skilað mörgu góðu til Snæfellsbæjar. Megi þar nefna
skipulag sem byggi á verndun, fagfólk sinni fræðslu og þjónustu við
ferðafólk og svo framvegis. Þá bíði ýmis verkefni, s.s. gerð göngustíga,
útsýnisstaða og annars. Slíkum verkum verði að ljúka hið fyrsta, enda
fáist til þeirra nægir fjármunir. Raunar hafi margt gott áunnist í starf-
seminni. Megi þar nefna að gestastofa hafi verið opnuð á Malarrifi ný-
lega.
„Mikilvægt er að gott samband sé milli þjóðgarðsins og fólksins sem
býr á svæðinu. Það tel ég að hafi tekist hér ágætlega og ekki hafi kom-
ið upp margir árekstrar milli fólks. Mikilvægi þess að heimamönnum
finnist þjóðgarðurinn vera sinn skiptir miklu máli. Án velvildar heima-
manna væri verkið erfiðara,“ segir bæjarstjórinn.
Þjóðgarður skilar til samfélags
MIKILVÆG BYGGING AÐ MATI BÆJARSTJÓRANS Í SNÆFELLSBÆ
Kristinn
Jónasson
Lóndrangar Kristni- og Heiðardrangur,
sem hér er fjær.