Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Fjöldahreyfingin Píratar hefurverið að halda prófkjör sín.
Óvenjulegar fréttir berast af þeim.
Aðalmál og lengst af eina mál Pírata
hefur snúist um frjálst niðurhal.
Sumir fram-bjóðenda
hafa í kjölfar próf-
kjöra, trúir stefn-
unni, halað keppi-
nautana
kröftuglega niður.
ÍNorðvesturkjördæmi mátti veljaá milli 17 frambjóðenda. Hall-
dóra Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata
á Vestfjörðum, telur ekki allt með
felldu í prófkjörinu. Aðeins 95 kjós-
endur kusu á milli frambjóðendanna
17. Kapteinn Halldóra telur að sig-
urvegarinn hafi unnið með smölun,
sem sé bannað samkvæmt reglum
Pírata, sem taka alvarlega allar
reglur nema reglur um niðurhal.
Sigurvegari prófkjörsins í Norður-
landi vestra, Þórður framsókn-
armaður úr Kópavogi, hafi við-
urkennt 30 manna smölun.
Já, ljótt er ef satt er. Með ólög-mætu smöluninni náðist í 95 til
að kjósa. Ef hinir 30 smöluðu eru
dregnir frá, svo og frambjóðend-
urnir 17, þá standa eftir 48 kjós-
endur eða tæplega 3 á hvern fram-
bjóðanda.
Halldóra kapteinn segist hafaákveðið að draga til baka
framboð sitt í prófkjörinu sem er
lokið og segir að það þýði að end-
urtalning fari fram og svo kosning á
landsvísu. Kapteinninn verður ekki í
kjöri eftir að hún dró sig til baka eft-
ir að prófkjörinu lauk og vonar heitt
að smaladrengurinn úr Kópavogi
falli.
En gerði hann nokkuð annað enað ræna sætinu, eins og sæmir
pírata?
Fámenn
fjöldahreyfing
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 17.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 alskýjað
Bolungarvík 15 skýjað
Akureyri 18 skýjað
Nuuk 5 heiðskírt
Þórshöfn 12 léttskýjað
Ósló 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 21 léttskýjað
Stokkhólmur 15 rigning
Helsinki 17 rigning
Lúxemborg 28 heiðskírt
Brussel 18 heiðskírt
Dublin 15 alskýjað
Glasgow 22 heiðskírt
London 26 heiðskírt
París 29 heiðskírt
Amsterdam 24 heiðskírt
Hamborg 21 skýjað
Berlín 22 heiðskírt
Vín 23 heiðskírt
Moskva 21 léttskýjað
Algarve 31 heiðskírt
Madríd 32 skýjað
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 26 rigning
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 23 heiðskírt
Montreal 18 rigning
New York 27 léttskýjað
Chicago 27 heiðskírt
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:31 21:33
ÍSAFJÖRÐUR 5:23 21:51
SIGLUFJÖRÐUR 5:06 21:34
DJÚPIVOGUR 4:57 21:06
Ragnheiður Guðmundsdóttir og
Raví Rawad hafa kært úrskurð
sýslumannsins í Reykjavík sem
meinar þeim að ganga í hjónaband.
Lögfræðingur lagði fram kæruna
fyrir þeirra hönd í dag og er jafn-
framt farið fram á flýtimeðferð í
ljósi aðstæðna. Ragnheiður glímir
við erfið veikindi og þarf Raví, sem
er frá Indlandi, að óbreyttu að yf-
irgefa Ísland í lok þessa mánaðar
þegar tímabundið atvinnu- og dval-
arleyfi hans rennur út.
Beiðni þeirra hefur tvívegis verið
hafnað en eftir að beiðni var hafnað í
fyrsta sinn kærðu þau einnig úr-
skurðinn. Lögfræðingur þeirra fann
ákvæði í lögum um annars konar
meðferð sem krefst minni papp-
írsvinnu þegar um er að ræða veik-
indi annars eða beggja aðila. Þeirri
beiðni var einnig hafnað af sýslu-
manni.
„Þetta er svo borðleggjandi vit-
laust,“ segir Ragnheiður í gær. „Það
er búið að fara yfir þessa pappíra af
fólki sem skilur og þekkir lögin
mjög vel og þau segja að þetta sé
mjög löggiltur pappír á allan hátt.“
„Þetta er bæði hjúskaparstöðu- og
fæðingarvottorð og segir allt sem
segja þarf og allir þessir stimplar
sem eru á þessum pappír eiga að
vera nóg,“ segir Ragnheiður.
Eftir því sem Ragnheiður best veit
á hún von á svörum í næstu viku.
„Þetta mál er í góðum höndum og ég
ætla bara að leyfa því að vera þar,“
segir hún.
Kæra úr-
skurð sýslu-
mannsins
Meinað að eigast Raví Rawad og
Ragnheiður Guðmundsdóttir.