Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/RAX
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Fáðu Opn heyrnartæki til prufu í 7 daga.
Tímapantanir í síma 568 6880.
www.heyrnartaekni.is
Fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon
Prófaðu nýju Opn
heyrnartækin í 7 daga
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Nýtt heyrnartæki.
Sannað að auðveldi
heilanum að heyra.
meðBrainHearing™ tækni
Heilinn vinnur á ótrúlegum hraða við að greina úr hljóðum. Nú getur þú fengið heyrnartæki
sem heldur í við hann! Nýju Opn heyrnartækin frá Oticon búa yfir BrainHearing™ tækni
sem vinnur úr hljóði á ofurhraða. Rannsóknir hafa sýnt að með Opn heyrnartækjum batnar
talskilningur um 30%*, áreynsla við hlustun minnkar um 20%* og þú manst um 20% meira
af samtölum þínum**. Opn heyrnartækin létta á álagi við að heyra og auðvelda þér að fylgja
samræðum í krefjandi hljóðumhverfi.
* Borið saman við Alta2 Pro heyrnartæki. | ** Ávinningur einstaklinga getur verið breytilegur og er háður tæki sem hefur verið notað.
„Það þarf að byrja á því að leysa eitt
vandamál og það er að banna fólki að
tjalda á svæðinu. Það eru margir
sem tjalda yfir nótt við heita lækinn.
Ég myndi byrja á þessu áður en að-
gengið yrði aukið,“ segir Andrés
Úlfarsson. Hann þekkir Reykjadal
inn og út en hann á og rekur fyr-
irtækið Iceland Activities sem m.a.
býður upp á hjóla- og gönguferðir
um Reykjadal. Í gærmorgun var
einn ferðamaður að taka niður tjald
sem hann hafði komið upp á litlum
grasbala við foss inni í dalnum.
Andrés segir Reykjadal vera
löngu sprunginn. Hann óraði ekki
fyrir því fyrir nokkrum árum að
staðurinn yrði jafn vinsæll og raun
ber vitni. „Það þarf að merkja leið-
ina inn í dalinn miklu betur, sér-
staklega yfir vetrarímann. Það eru
engar merkingar sem vara við hætt-
unum sem skapast yfir vetrartímann
en fólk fer inn í dalinn á öllum tímum
sólarhringsins, allt árið. Jafnvel illa
búið og á strigaskóm í vetrarfærð,“
segir Andrés.
Hann bendir á að margir ferða-
mannastaðir séu ekki í stakk búnir
til að taka á móti fjölgun ferða-
manna. Vöxturinn í greininni er um-
fram spár. „Við þurfum að taka okk-
ur saman í andlitinu og gera betur
og leyfa flæðinu að jafna sig. Ferða-
maðurinn er alltaf á undan okkur en
við þurfum að snúa því við.“
Morgunblaðið/RAX
Tjald Þessi tók niður tjaldið sitt í
gærmorgun í Reykjadal.
Brýnt að
banna að
tjalda
Tvö fyrirtæki eru með daglegar
hestaferðir inn í Reykjadal, Eld-
hestar og Sólhestar. Farið er yfir
sumartímann frá miðjum maí og út
september. Eldhestar fara yfirleitt
nokkrar ferðir á dag og eru hóp-
arnir misstórir. Ekki fengust ná-
kvæmar upplýsingar frá fyrirtæk-
inu um hversu margar ferðirnar
eru daglega. Reiðtúr inn í Reykja-
dal er vinsælasta ferðin og er stöð-
ug aukning í þær eins og flest allar
hjá Eldhestum og stundum er upp-
selt í ferðirnar.
Gjörbylting til hins betra
„Það hefur orðið gjörbylting á
svæðinu til hins betra eftir að það
var lagfært. Fyrir nokkrum árum
var mikil drulla á svæðinu og það
úttroðið,“ segir Sólmundur Sig-
urðsson, eigandi Sólhesta, en með
Sólhestum fara um 15 til 20 manns
á viku í ferðir í Reykjadal.
Hann segir sambýlið milli gang-
andi og ríðandi fólks mjög gott.
„Við seljum oft í ferðirnar þegar
við erum í Reykjadal og margir
vilja taka myndir af hestunum.“
Sambýli gangandi og ríðandi gott
Morgunblaðið/RAX
Hestar Hestaferðir inn í Reykjadal eru vinsælar hjá ferðamönnum en tvö fyrirtæki eru með reglulegar ferðir.