Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033
Flottir í fötum
SUMAR
ÚTSALAN
hefst á morgun
aðeins í stuttan tíma
40% afsláttur
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs
Reykjavíkurborgar í gær var lögð
fram fyrirspurn Ask arkitekta varð-
andi breytingu á deiliskipulagi sem
felst í að koma fyrir sjálfsafgreiðslu-
stöð fyrir eldsneyti á bílastæðum á
suðausturenda lóðarinnar nr. 15-21
við Fiskislóð á Granda. Á þessari lóð
eru verslanir Krónunnar, Byko, Elko
og Rúmfatalagersins.
Fulltrúar meirihlutans í ráðinu;
fulltrúar Samfylkingarinnar, Hjálm-
ar Sveinsson og Stefán Benediktsson,
fulltrúi Bjartrar framtíðar, Magnea
Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs,
Gísli Garðarsson, og áheyrnarfulltrúi
Pírata, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir,
tóku neikvætt í fyrirspurnina.
Festi stórmarkaði í sessi
Þau bókuðu að tillagan samræmd-
ist hvorki stefnu Reykjavíkurborgar
um fækkun bensínstöðva né nýsam-
þykktri loftslagsstefnu Reykjavíkur-
borgar þar sem segir m.a. að mark-
miðið verði að dælur fyrir
jarðefnaeldsneyti innan borgarmark-
anna verði 50% færri árið 2030 og
verði að mestu horfnar árið 2040.
„Stórmarkaðir með matvöru í jaðri
íbúasvæðis eru jafnframt andstæðir
gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur
þar sem er að finna stefnur um skipu-
lag vistvænna hverfa og hverfis-
verslanir. Myndi sjálfsafgreiðslustöð
á umræddum stað að öllum líkindum
festa stórmarkaðina enn frekar í
sessi,“ segir m.a. í bókun fulltrúa
meirihlutans í ráðinu.
Fulltrúar minnihlutans í ráðinu,
þ.e. fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Marta Guðjónsdóttir og Herdís Anna
Þorvaldsdóttir, og fulltrúi Fram-
sóknar og flugvallarvina, Guðfinna
Jóhanna Guðmundsdóttir ,tóku já-
kvætt í fyrirspurnina og bókuðu eft-
irfarandi:
„Valið stendur um það að hafa
bensínsstöðvar á sérlóðum eins og
fyrirfinnast nú víða um borg eða
bjóða upp á þann möguleika að hafa
sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti
á lóðum þar sem fólk gerir stór-
innkaup. Slíkt fyrirkomulag dregur
úr ferðum og þar með mengun og
meiri möguleikar eru á því að lóð-
unum sem nú eru sérstaklega nýttar
fyrir bensínstöðvar fækki. Mikið af
verslunum er á þessu svæði sem stór
hluti borgarbúa sækir enda mikill
fólksfjöldi sem býr þar í kring og fyr-
irhuguð er mikil uppbygging í næsta
nágrenni.“
Nýrri bensínstöð á
Granda var hafnað
Minnihlutinn segir að stöðin hefði dregið úr mengun
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fiskislóð á Granda Þar er að finna nokkrar þekktar verslanir; Krónuna,
Byko, Rúmfatalagerinn og Elko. Í nágrenninu eru Bónus og Nettó.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í kjölfar frétta þess efnis að Guðni
Th. Jóhannesson forseti hafi afþakk-
að fylgd handhafa forsetavalds út á
Keflavíkurflugvöll hafa sprottið um-
ræður um handhafana og hlutverk
þeirra.
Margar nefndir hafa starfað í
gegnum tíðina við endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Ekki er hægt í
fljótu bragði að sjá að þær hafi
fjallað um þá grein stjórnarskrár-
innar þar sem fjallað er um hand-
hafa forsetavaldsins, þ.e. 8. greinina.
Í frumvarpi Stjórnlagaráðs til
stjórnskipunarlaga, sem ráðið skil-
aði til Alþingis í lok júlí árið 2011, er
gerð tillaga um breytingu á 8. grein-
inni.
Óþarft að leysa forseta af í
heimsóknum í útlöndum
Í frumvarpinu er talað um stað-
gengil forseta Íslands í 82. grein en
ekki handhafa forsetavalds.
Greinin er svohljóðandi: „Geti for-
seti Íslands ekki gegnt störfum um
sinn vegna heilsufars eða af öðrum
ástæðum fer forseti Alþingis með
forsetavald á meðan.“
Í skýringum með frumvarpinu
segir að 82. greinin fjalli um hand-
höfn forsetavalds. Því sé breytt á þá
leið að staðgengill forseta verði nú
aðeins einn í stað þriggja.
„Ekki er gert ráð fyrir að stað-
gengil þurfi í tímabundnum heim-
sókn um forseta á erlendri grundu í
ljósi þess hversu mjög samgöngur
og tækni hafa þróast. Staðgengill
tekur því aðeins við ef forseti veikist
eða forfallast af öðrum orsökum til
lengri tíma. Stjórnlaganefnd lagði
ekki fram tillögur að breytingum á
þessu fyrirkomulagi en í frumvarpi
þessu er hins vegar gert ráð fyrir því
að forseti Alþingis fari einn með for-
setavald í forföllum forseta Íslands.
Þessa breytingu skal skoða í ljósi
þess að fyrirkomulag um að kalla
saman þrjá mismunandi aðila úr
stjórnkerfinu til að gegna starfi for-
seta er óþjált og þekkist ekki í öðr-
um löndum. Jafnframt leggur
Stjórnlagaráð til að starfi forseta Al-
þingis verði breytt þannig að hann
hafi betri burði til að hlaupa í skarð-
ið fyrir forsetann.“
Ráðið vildi að forseti Alþingis
tæki þetta hlutverk að sér ólaunað.
Stjórnlagaráð
vildi staðgengil
Forseti Alþingis leysti forsetann af
Morgunblaðið/Sigurgeir S
2011 Salvör Nordal afhendir Ástu
R. Jóhannesdóttur frumvarpið.