Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 Opið virka daga kl. 10-18, ÚTSÖLULOK 50-70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM VIÐTAL Sigurður Ægisson Siglufirði Hún er Ólafsfirðingur, fædd 1989, hann Akureyringur, fæddur 1979, fyrrverandi yfirkokkur á Bautanum. Á vordögum ákváðu þau hjón að venda sínu kvæði í kross og gerast fisksalar og keyptu í því skyni rótgró- ið fyrirtæki á Siglufirði, hafandi árið áður flutt búferlum til Ólafsfjarðar. Þetta eru Valgerður Kr. Þorsteins- dóttir og Hákon Sæmundsson. Þau opnuðu 16. júní og hefur verið tekið fagnandi af ungum sem eldri, Íslend- ingum og erlendum ferðamönnum, enda ekki á mörgum stöðum í dreif- býlinu sem hægt er að ná sér í ferska bleikju-tandoori, keilu í chili-rjóma og þorsk með hvítlauk og kryddi eða í teriyaki-sósu og svo rösti-kartöflur með, að fátt eitt sé nefnt. Fáar fiskbúðir á landinu Sú var tíð að fiskbúðir voru í hverju plássi í landinu og fleiri en ein í sumum. En þær eru ekki margar núna utan suðvesturhornsins. Sé far- ið á ja.is og slegið inn orðið „fiskbúð“ koma upp 14 slíkar – allar nema ein á höfuðborgarsvæðinu og þar um kring. Og sé því breytt í „fiskverslun“ bætast við tvær í viðbót þar og ein á Akureyri. Í Vík í Mýrdal er önnur, á Hellu sú þriðja, á Selfossi hin fjórða, á Ísafirði sú fimmta og á Egilsstöðum sú sjötta. Það er allt og sumt. Og allar eru þær tiltölulega ungar. Á Siglu- firði, í hjarta bæjarins, við Aðalgötu 27, í kjallara Norska sjómannaheim- ilisins, er svo ein til, á gömlum rótum, búin að vera þar í hátt í 60 ár. Það hús var byggt árið 1915. Í vor urðu kaflaskil í þeirri löngu og merku sögu þegar Eysteinn Aðal- steinsson, sem verið hafði fisksali þar í tæp 40 ár, ákvað að hætta, þá að verða 75 ára gamall. Mörgum heima- manninum var illa brugðið, enda Ey- steinn afskaplega vel liðinn og búinn að standa vaktina trúr og dyggur all- an þennan tíma og í ofanálag ekki góð tilhugsun að sjá þessari mjög svo nauðsynlegu búð hans lokað, kannski endanlega. En mitt í depurðinni yfir þessum tíðindum tóku þeir gleði sína á ný þegar spurðist út að ungt fjöl- skyldufólk hefði keypt reksturinn og ætlaði að taka við keflinu. Áður var fiskbúðin í norður- endanum á húsi þar sem nú er Kaffi Rauðka. Kaupfélag Austur- Skagfirðinga á Hofsósi, sem hafði verið stofnað árið 1919, var eigandinn þá, átti bæði Kjötbúð Siglufjarðar og þessa fiskbúð. Þegar Eysteinn byrjaði að vinna í Fiskbúð Siglufjarðar voru Jósafat Sigurðsson og Björn Þórðarson, sem í daglegu tali voru kallaðir Jósi og Böddi, eigendur hennar. Eysteinn var búinn að eiga hlut með þeim í nokkur ár þegar þeir seldu sína hluti og fluttu suður, í kringum árið 1983. Salmann Kristjánsson og Guðfinnur, bróðir Eysteins, keyptu þá af þeim. Svo hættir Guðfinnur 1991 og Ey- steinn og Salmann kaupa hans hluta, og svo þegar Salmann hættir 1996 kaupir Eysteinn af honum. Fjölskylduvænni vinna „Jú, þetta var nú bara til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Hákon, spurður af hverju þau hafi ákveðið að fara út í þetta ævintýri. „Svo sáum við líka þarna kjörið tækifæri til að stunda fjölskylduvæna vinnu, því að við eig- um jú frí á kvöldin og um helgar,“ seg- ir Valgerður, en þau eiga fjögur börn; tvö á leikskólaaldri og tvö á grunn- skólaaldri. Hákon, sem á ættir að rekja til Siglufjarðar, lærði á veitingastaðnum Bautanum á Akureyri og hafði síðustu 10 eða 11 ár verið þar yfirkokkur. Höfða til yngri kynslóðarinnar  Ung hjón með fjögur börn keyptu rótgróna fiskbúð á Siglufirði og hófu rekstur  Sáu þarna kjör- ið tækifæri til að ná að stunda fjölskylduvæna vinnu  Eru í kjallara eins sögufrægasta húss bæjarins Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Fiskbúð Fjallabyggðar Hákon og Valgerður framan við búð sína, með yngsta fjölskyldu- meðlimnum, Friðriki Huga, sem fæddist 11. desember í fyrra. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta hefur verið stigvaxandi hjá okkur og er núna farið að snúast að miklu leyti um að þjón- usta ferðamanninn, sérstaklega í sumar þar sem honum hefur fjölgað mjög mikið. Heimamenn eru líka duglegir að koma,“ segir Kári Þór Jóhannsson, sem rekur Fiskbúð Sjávarfangs á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni. Fyrir rúm- um fimm árum opnaði hann versl- unina, en þá hafði ekki verið fisk- búð á Ísafirði í ein 15 ár. Fiskbúðir á landsbyggðinni eru ekki margar. Fyrir utan fiskbúð- ina á Siglufirði, eru næstu versl- anir frá Ísafirði á Akureyri til austurs og í Mosfellsbæ til suðurs. Þannig er engin önnur fiskbúð á Vestfjörðum, eftir því sem Kári kemst næst. „Fiskbúðirnar týndust með kvótakerfinu. Þegar fiskveiði- heimildir voru skornar niður um helming þýddi það fækkun um allt land,“ segir Kári, sem rekur lokun tveggja fiskbúða á Ísafirði á sínum tíma til kvótakerfisins. „Hérna áður fyrr hafði fólk mjög gott aðgengi að fiski, gat jafnvel farið niður á bryggju og fengið ókeypis í soðið. Þegar eng- in fiskbúð er til staðar leitar fólk í það sem er næst, yfirleitt ein- hæft úrval fiskrétta í stórmörk- uðum og matvöruverslunum. Það getur tekið tíma fyrir fólk að venjast fjölbreytninni aftur og fá ferskan fisk daglega,“ segir Kári, en Sjávarfang er vel staðsett við höfnina á Ísafirði, stutt frá skemmtiferðaskipunum og stutt frá tjald- og hjólhýsastæðinu. Týndust með kvóta- kerfinu  Ferðamenn flykkjast til Kára fisksala á Ísafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.