Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 31
„Ég fór í skóla á Akureyri, síðan að vinna á Bautanum fyrir 7-8 árum, flutti svo heim og síðan endanlega til Hákonar fyrir fjórum árum. Svo ákváðum við í fyrra að búa í Ólafs- firði. Hákon keyrði þá á milli dag- lega, til og frá vinnu,“ segir Val- gerður. Fyrsta verkið, eftir að búið var að ganga frá kaupunum á Siglufirði, var að breyta nafni fiskbúðarinnar, sem í áratugi hafði verið Fiskbúð Siglu- fjarðar, í Fiskbúð Fjallabyggðar. „Það var alveg borðleggjandi. Þetta er bara hluti af þessu sameiningar- ferli, að benda á að þetta sé ein heild,“ segja þau. Þau keyptu fiskbúðina 1. maí og tóku sér drjúgan tíma í að græja og pússa og hafa gert það vel. „Við erum að reyna að höfða meira til yngri kynslóðarinnar en gert hafði verið, með því að bjóða upp á ýmsar nýjungar, enda á venjulegur fiskur ekki svo mjög upp á pallborðið hjá þeim aldurshópi, og við erum mjög ánægð með viðtökurnar; ég held að flestir bæjarbúar séu að taka okkur afbragðsvel, ef ekki allir,“ segir Val- gerður. „Hingað hafa komið þó nokkuð margir útlendingar á bílaleigubílum sem segjast hafa keyrt hálft Ísland og ekki séð fiskbúð, og þeir spyrja gjarnan hvort þetta sé sú eina í land- inu,“ segir Hákon. „Okkur fannst við ekki ná til þeirra eins og við vildum en það hefur breyst, þeir eru orðnir miklu sýnilegri núna,“ segir Val- gerður. „Ég held að þeir sem voru hérna fyrr í sumar hafi einfaldlega ekki verið með eldunaraðstöðu, sem þessir eru með núna. Þeir spyrja líka gjarnan hvort þeir geti tekið með sér eitthvað heim til útlanda, til að gefa fólkinu sínu að smakka, síld til dæmis og fleira, en í raun og veru er harð- fiskur það eina sem við getum bent á. Hitt er allt kælivara,“ segja Val- gerður og Hákon. Bleikjan er frá Hlíð í Ólafsfirði en annar ferskfiskur kemur nánast allur frá Fiskmarkaði Siglufjarðar. Þau hjón eru líka að þjónusta Ramma við að selja fiskblokkir og rækju. Harð- fiskurinn er frá Grenivík. Hákarlinn frá Hólmavík. Eru með heimsendingar- þjónustu á döfinni „Við erum með opið alla virka daga frá 10-5 og vorum í sumar með opið á laugardagsmorgnum, meira kannski til að auglýsa nýju búðina frekar en eitthvað annað. Ólafsfirðingar eru farnir að koma yfir, eftir að þetta tók að spyrjast út. Þeir eru farnir að spyrja um heimsendingarþjónustu og við erum að gæla við að koma ein- hverju slíku á, sem yrði í tengslum við ferðir okkar yfir í Ólafsfjörð, ef við höfum lokað í vetur frá 1-3 eða eitthvað svoleiðis, eins og við erum að hugsa um. Þá myndum við taka við pöntunum frá 10-12. Það er fullt af fólki sem er að vinna til klukkan fimm síðdegis og á erfitt með að komast hingað af þeim sökum og við verðum ekki með opið á laugar- dögum eða sunnudögum, í það minnsta ekki í vetur. Eins er með eldra fólk í Ólafsfirði, það á ekki eins auðvelt með að koma hingað til okkar og það sem hér býr á staðnum,“ segir Valgerður. En varðandi sögu Norska sjó- mannaheimilisins kom eitt í ljós ný- verið sem menn þar nyrðra ekki vissu. Í kjallara hússins hefur löngum verið talið að hafi einungis verið geymslur, á aðalhæð sam- komusalur, lesstofa, kaffistofa, eld- hús, aðstaða læknis og starfsfólks og í risi tvær sjúkrastofur með fjórum rúmum hvor og herbergi hjúkr- unarfólks. En norsk heimsókn í sum- ar bætti nýjum, áhugaverðum upp- lýsingum þarna við. „Einhverju sinni á lokunartíma, þegar ég var að flaka, bankar hérna upp á Norðmaður; eiginkona hans var skammt undan, og þau langaði svo mikið að fá að skoða efri hæðina, því konan hafði verið hér í kringum 1950 sem þjónustustúlka. Ég bauð þeim upp og labbaði hringinn og þá sögðu þau mér að á neðri hæðinni, þar sem fiskbúðin nú er, hefði verið aðstaða til að baka lefsur sem svo voru fluttar upp, þar sem kostgang- ararnir biðu. Þetta lengir því enn sögu kjallarans sem framleiðslu- staðar á matvælum,“ segir Hákon að lokum, glaður yfir þessari merku uppgötvun. Og ekki einn um það. Fiskborðið Þau hjón reyna með fiskréttaúrvalinu að höfða líka til yngra fólks. FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Notaðu 1–2 tappa af Neutral í þvottahólfið eftir því hversu óhreinn þvotturinn er. NEUTRAL FLJÓTANDI ÞVOTTAEFNI LEYSAST HRAÐAR UPP OG GEFA BETRI VIRKNI ÞEGAR ÞVEGIÐ ER VIÐ LÁGAN HITA EÐA Á HRAÐÞVOTTASTILLINGUM 1–2 tappar SÉRSTAKLEGA ÞRÓAÐ FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ 0% ILMEFNI 0% LITAREFNI Þróað sérstaklega fyrir viðkvæma húð í samvinnu við dönsku astma og ofnæmissamtökin Búðin er einnig í sama húsi og Fiskmarkaður Suðurnesja, þang- að sem Kári sækir hráefnið auk þess að kaupa fisk á markaðnum í Bolungarvík. „Nú fer allur fiskur á markað og því er þægilegt að nálgast hráefnið,“ segir hann en tekur þó fram að það sé mikil vinna að ná í sem flestar fiskteg- undir. Hann snyrtir og flakar fiskinn og verkar einnig sinn eig- in saltfisk og harðfisk, svo ekki sé nú minnst á skötuna. Í fiskborð- inu eru oft yfir 30 vörutegundir. „Það er hörkuvinna að reka fiskbúð, vinnutíminn oft 12-14 tímar á dag. Lífið er ekki salt- fiskur hjá mér, heldur einfaldlega fiskur,“ segir Kári fisksali, léttur að vanda. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Fisksali Kári Þór Jóhannsson rekur Fiskbúð Sjávar- fangs á Ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.