Morgunblaðið - 18.08.2016, Side 66
66 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
✝ Guðlaug Magn-úsdóttir fædd-
ist að Kirkjubóli í
Staðardal, Stein-
grímsfirði, 5. des-
ember 1926. Hún
lést þann 9. ágúst
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Þorbjörg
Árnadóttir, f. 1889,
d. 1980, og Magnús
Guðmundur
Sveinsson, f. 1890, d. 1964,
bændur á Kirkjubóli. Systkini
Guðlaugar eru Lýður, f. 1924, d.
2014, Guðmundur, f. 1925, Ólaf-
ur, f. 1928 og Katrín Ingiríður,
f. 1932, auk fóstursysturinnar
Önnu Stefaníu Bergsveins-
dóttur, f. 1919, d. 2015.
Guðlaug giftist þann 10. júní
1961 Cýrusi Hjartarsyni, leigu-
bílstjóra, f. 20. mars 1927, d. 18.
júlí 1998. Foreldrar hans voru
Hjörtur Cýrusson, verkalýðs-
leiðtogi á Hellissandi og síðar í
Reykjavík, f. 1891, d. 1971, og
Sigurrós Hansdóttir, húsfreyja,
f. 1898, d. 1970. Alsystkini Cý-
rusar voru: Guðrún, f. 1916, d.
2005, Guðbjörg, f. 1917, d. 1994,
Sigurðsson, f. 1958, b) Cýrus og
c) Þorsteinn, tvíburar, f. 2003.
Guðlaug ólst upp á Kirkju-
bóli. Skólagangan var stutt,
farskóli tvo vetur á Kirkjubóli
og síðan einn vetur á Akureyri
við klæðskerasaum og svo Hús-
mæðraskólinn á Laugalandi
1947-1948. Hún ólst upp við al-
menn sveitarstörf og 14 ára fór
hún fyrst að heiman í vinnu-
mennsku til að aðstoða við
heimilishald þar sem erfitt var.
Seinna vann hún á sumrin sem
ráðskona til að mynda í veiði-
húsinu í Vatnsdal. Þau Guðlaug
og Cýrus bjuggu alla sína bú-
skapartíð að Sólheimum 27 í
Reykjavík. Meginhluta starfs-
ævinnar vann Guðlaug við
saumaskap og þá sérstaklega
gardínusaum fyrir m.a. Vouge
og Epal, sem og fatasaum. Guð-
laug hafði mjög gaman af að
heimsækja æskustöðvarnar í
Staðardalnum, þar sem þau
systkinin höfðu byggt sér
sumarhús 1969. . Guðlaug
veiktist alvarlega í febrúar
2016 og var þá flutt á líknar-
deild Landspítalans í Kópavogi,
en náði sér síðan aftur á strik
og var komin á Vífilsstaði og
beið þar eftir varanlegu plássi
á öldrunarheimili þegar hún
lést.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 18.
ágúst 2016, klukkan 11.
Hansína Sigur-
björg, f. 1919, d.
2003, Hörður, f.
1922, d. 2016, Sig-
rún, f. 1923, Sigur-
hans Víglundur, f.
1929, d. 1980, Hjör-
dís Alda, f. 1934,
Hreinn Snævar, f.
1935, d. 2003. Hálf-
bróðir Cýrusar var
Baldur Hjartarson,
f. 1910, d. 1981.
Börn Guðlaugar eru: 1) Þor-
björg Valdimarsdóttir, hönn-
uður, f. 17 september 1954, fað-
ir Þorbjargar var Valdimar
Jónsson, f. 1927, d 2000. 2)
Hjörtur, sölustjóri, f. 4 nóvem-
ber 1961, fráskilinn. Hans börn
eru: a) Anna Guðlaug, f. 1997
og b) Ólafur Valur, f. 2002,
barnsmóðir Ellen Ragnheiður
Jónsdóttir, f. 1962. Sonur henn-
ar er Egill Kári Helgason, f.
1982. 3) Katrín, kennari, f. 25.
október 1964, gift Birni Hjalta-
syni, f. 4. ágúst 1963. Synir hans
eru Sverrir Ljár, f. 1988, og
Sævar Logi, f. 1992. Börn Katr-
ínar: a) Baldur Þór Bjarnason,
f. 1992, barnsfaðir Bjarni Þór
Nú saumar hún eða prjónar
ekki meira blessunin, alla vega
ekki í þessu jarðlífi. Það var
flott að eiga mömmu sem var
svona hög í höndunum og gat
hannað og saumað föt að vild,
minnist sérstaklega tveggja
flíka, mittisjakka með marg-
röndóttu stroffi á unglingárun-
um og svo hvíta bláteinótta
jakkans með herðapúða lang-
leiðina yfir höfuð, á tímum Ný-
bylgjunnar, ekki var maður
síðri töffari þá. Einnig var ekki
ónýtt að fá allar þessar lopa-
peysur í gegnum tíðina sem
reynast svo vel þegar maður er
við stang- eða skotveiðar.
Æskuáranna í Sólheimunum
minnist ég, hversu ótrúlega
atorkusöm mamma var, sívinn-
andi og þau svo sem bæði, en
heyrði þó aldrei kvartanir þar
að lútandi enda bæði komin af
harðvinnandi fólki og byrjuðu
bæði ung að vinna. Svo hversu
pólitísk hún var og þar hlaut ég
mína eldskírn í pólitíkinni sem
ég bý enn að, með því að hlusta
á fjörugar umræður um pólitík
í æsku og langt fram eftir. Þar
voru hún og Gunnar mágur
hennar oft á öndverðum meiði,
en held þó að Gunni hafi gert
sér að leik að æsa svolítið
mömmu upp, enda áttaði ég
mig á þegar meiri þroski kom
til að oftar en ekki voru þau á
sömu bylgjulengd og þá sér-
staklega eftir því sem árin liðu.
Ekki er hægt að sleppa
æskuárunum án þess að minn-
ast á heilsumataræðið, en þar
held ég að mamma hafi verið
langt á undan sinni samtíð þeg-
ar hún var að bjóða okkur upp
á alls konar bauna- og græn-
metisrétti sem brögðuðust allir
vel. Minnist í raun einungis
eins réttar sem mamma gerði
og ég gat með engu móti borð-
að, en það var laxasúpan sem
hún var að reyna að fá okkur til
að borða í Staðardalnum, enda
átti hún uppruna sinn í þessari
heilsumenningu og var fjand-
anum hollari.
Seinna meir þegar ég fór að
eiga börn reyndist hún alveg
ótrúlega góð og traust amma
og var alltaf viljug til að létta
undir með okkur við barnaupp-
eldið.
Núna í seinni tíð eftir að
pabbi féll frá hef ég og fjöl-
skylda verið dugleg að bjóða
mömmu með á æskustöðvarnar
í sumarbústaðinn á Kirkjubóli í
Staðardal.
Minnist sérstaklega
skemmtilegrar ferðar sem við
fórum í 2002, en höfðum þá
boðið uppeldissystur mömmu
með, henni Önnu Bergsveins,
og fórum þá eins langt og veg-
urinn náði norður að Felli í Ár-
neshreppi, en þar dvaldi þá á
sumrin móðurbróðir mömmu.
Ófáar berjaferðir voru farnar
að hausti í Staðardalinn og þar
áttir þú mamma þín uppáhalds-
lönd til berja sem helst enginn
annar mátti vita af og svo var
sultað út í eitt þegar heim var
komið.
Og ekki skemmdi fyrir ef lax
eða bleikja úr Staðaránni var
svo einnig í boði í dalnum, en
mikið hefur sú á gefið okkur
góða skemmtun og veiði í gegn-
um tíðina og haldið ættinni
saman.
Ekki er hægt að minnast
mömmu án þessa að minnast á
hið ástríka systrasamband sem
hún átti við Kötu systur sína, ef
þær hittu ekki hvor aðra dag-
lega þá töluðust þær við í síma,
sár er söknuður Kötu sem
missti hann Gunna sinn í fyrra
og núna mömmu.
Takk kærlega mamma fyrir
alla þína eljusemi og allan þinn
styrk og ástríki í gegnum tíð-
ina, þín verður sárt saknað í
berjaferð núna í haust sem og
aðra daga.
Hjörtur Cýrusson.
Elsku amma.
Fyrst þegar við kynntumst
þér þekktum við þig sem ömmu
Guðlaugu, þú varst umhyggju-
söm og ákveðin. Flestir krakk-
ar sem við þekktum áttu einnig
ömmu en ég held að enginn hafi
átt ömmu eins og þig. Þegar fór
að líða á árin fórum við að
kynnast manneskjunni sem bjó
innra með þér, hvaða hluti þú
hafðir gert og fengum að heyra
allar ótrúlegu sögurnar um þig.
Einna merkilegast fannst okk-
ur að það var sama hvað á
dundi, þú hélst alltaf áfram.
Til dæmis þegar þessi veik-
indi voru að koma upp og þú
komin með einhverja verki
fékkstu þér bara verkjatöflur,
sast í stól og fórst að laga peys-
ur, ekkert gat stoppað þig.
Þú vildi alltaf helst vera að
gera eitthvað og prjónarnir
urðu oftast fyrir valinu. Þú
varst ótrúleg kona, við elsk-
uðum að sjá hvað þú gast gert í
saumavélinni eða bara með
höndunum.
Það var eitt skipti sem þú og
Anna Guðlaug sátuð saman, þú
prjónandi og hún horfandi á
með aðdáun að þú hafðir á orði
að þú vildir að eftir þinn dag
ætti hún að taka við sauma-
skapnum, hún getur reynt sitt
besta en mun aldrei ná að
toppa þig, þú varst best í
bransanum.
Þú varst yndisleg og öllum
sem kynntust þér fannst það
líka, en á hinn bóginn varstu
mjög ákveðin og lést ekki neinn
ganga yfir þig. Það er margt
sem við getum lært af þér, þú
varst og ert frábær fyrirmynd
fyrir alla. Við erum svo æv-
inlega þakklát að hafa haft þig
sem ömmu og að hafa getað
eytt svona mörgum árum
saman.
Þín barnabörn,
Anna Guðlaug og
Ólafur Valur.
Það var aldrei nein lognmolla
yfir henni Laugu frænku og
það gustaði af henni hvar sem
hún fór. Lífsgleði, dugnaður,
réttsýni, einlægni og heiðarleiki
er það fyrsta sem upp í hugann
kemur ef ég á að lýsa henni í
sem fæstum orðum. Hún hafði
skarpar og skýrar skoðanir á
hvernig hlutunum væri sem
best fyrirkomið í henni veröld
og deildi þeim skoðunum sínum
kinnroðalaust með samferða-
fólkinu. Alltaf hress og ráða-
góð, sívinnandi en hún var
flinkari saumakona en gerist og
gengur. Saumaskapurinn var
henni meira en atvinna en í
höndum hennar urðu saumnálin
og vélarnar tæki til listfengis
og sköpunar.
Heimahögunum norður í
Staðardal var hún trygg og ófá-
ar ferðirnar voru farnar þangað
með fjölskyldunni til að njóta
æskustöðvanna á Kirkjubóli.
Allra skemmtilegast var þegar
Kirkjubólssystkinin komu sam-
an.
Þá voru sagðar sögur og
glatt á hjalla. Margar af þeim
sögustundum eru mér ógleym-
anlegar.
Þessar sögustundir þekkja
allir í Kirkjubólsættinni og hef-
ur sagnahefðin flust áfram til
næstu kynslóða. Þarna naut
Lauga frænka sín vel, var hrók-
ur alls fagnaðar, sagði sögur og
kvað skýrt að þannig að ekkert
færi nú á milli mála.
Síðustu misserin voru Laugu
harðdræg og naut hún umönn-
unar á líknardeild Landspítal-
ans og nú síðustu vikurnar á
Vífilsstöðum. Þangað heimsótt-
um við hjónin hana nú síðast
tveimur dögum fyrir andlátið.
Að vanda var hún hress og kát í
viðmóti og fagnaði okkur vel.
Hún kom síðan með okkur út í
sólina og góða veðrið undir suð-
urveggnum, spjallaði um dag-
inn og veginn og hvort aðal-
bláberin í Baululautinni í
dalnum hennar væru orðin
nógu þroskuð. Fátt var betra
en nýtínd aðalbláber og best
voru þau úr umræddri laut.
Þegar við kvöddum óraði okkur
ekki fyrir því að þetta yrði síð-
asta heimsóknin.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt hana Laugu sem frænku og
vin.
Hún var mér alla tíð hlý og
góð, sagði mér til syndanna ef
henni þótti það við hæfi og
hrósaði og fagnaði því sem vel
var gert. Börnum hennar, þeim
Þorbjörgu, Hirti og Katrínu
votta ég samúð mína svo og
barnabörnunum sem nú kveðja
umhyggjusama ömmu. Megi
virðing og þakklæti fylgja
minningu Guðlaugar Magnús-
dóttur.
Sveinn Ingi Lýðsson.
Fimm ára telpa fær að koma
í heimsókn að sjá litla frænda
sinn. Hann vekur með henni
undrun svona agnarsmár og
hjálparvana og telpan dáist að
mömmu hans lyfta drengnum
upp og leggja hann í vögguna.
Telpan horfir með aðdáun á
konuna, á fallegt dökkbrúnt
hárið sem hún tekur frá enninu,
svipmót hennar svo bjart og
brosið leiftrandi. Handtök móð-
urinnar með barnið einkennast
af öryggi og fimm ára telpan
skynjar eitthvað mikilsvert í
fari konunnar sem hún kann
ekki að nefna þá. Síðan eru lið-
in 55 ár og nú veit telpan að
það sem hún upplifði var glæsi-
leiki og sjálfsöryggi konu sem
vissi fyrir hvað hún stóð.
Guðlaug Magnúsdóttir,
Lauga, var merk kona og gædd
miklum mannkostum. Hún var
aðlaðandi, verklagin og iðin,
hugmyndarík, kát og ákveðin
svo fátt eitt sé talið.
Það var gæfa okkar systk-
inanna að njóta samvista við
svo heilsteypta manneskju sem
Lauga var og ómetanlegt að
eiga hana að alla tíð.
Lengi bjuggum við í næsta
nágrenni við hana og áttum þá
margar góðar stundir með
Laugu, brids spiluðum við oft í
borðstofunni í Sólheimum eða
mættum í sunnudagskaffi þar
sem við nutum þess að horfa á,
ekki síður en að smakka, veit-
ingarnar sem alltaf voru fal-
legar og stundum líka framandi
því Lauga notaði gjarnan
óvenjuleg hráefni til að auka
hollustuna. Skemmtilegar ferð-
ir fórum við með Laugu og Cý-
rusi í sumarbústað á æskuslóðir
Laugu, Kirkjuból í Staðardal.
Þar upplifðum við ýmis ævin-
týri, veiddum lax og tíndum
ber.
Einnig var gaman að koma á
saumastofuna og fylgjast með
Laugu sauma gardínur. Lauga
var sérlega greiðvikin og við
erum mörg sem nutum þess; ef
stytta þurfti buxur, breyta kjól
eða stoppa í gat var gott að
eiga Laugu að. Síðar nutu
börnin okkar líka ástríkis og
umhyggju Laugu.
Lauga átti margar vinkonur
og meðal þeirra bestu voru
skólasystur af Húsmæðraskól-
anum á Laugalandi í Eyjafirði.
Lauga nýtti sér námið á Lauga-
landi og var nýjungagjörn og
frjó þegar kom að því að blanda
saman því hollasta í gamalli
matargerð við nýja strauma í
manneldisfræðum. Hún gerði
líka tilraunir með að draga úr
sykri í sultum og kökum löngu
áður en slíkt komst í tísku. Hún
vann sem matráðskona í mörg
ár en aðalstarf hennar var við
sauma og rak hún eigin sauma-
stofu um árabil.
Lauga var gestrisin og
skemmtileg kona. Ákafi hennar
þegar þjóðmál bar á góma og
léttur hlátur hennar ef hún sá
að hún var að ofbjóða viðmæl-
endum sínum var dásamlegur.
Hún var morgunhress og átti
það til að hafa lokið dagsverki
þegar annað fólk fór á fætur.
Alla tíð fór hún reglulega í
gönguferðir og var sannfærð
um að þær væru allra meina
bót. Sveitastelpan úr Staðar-
dalnum hafði ung vanið sig á
heilbrigða lífshætti.
Fyrir tveimur árum flutti
Lauga í sama hús og Alda,
mamma okkar, og var það okk-
ur til mikillar gleði að hitta
Laugu oftsinnis hjá mömmu.
Þær mágkonurnar voru góðar
vinkonur og við vitum að missir
mömmu er mikill. Minning
Laugu mun lifa með okkur og
börnum okkar. Samúðarkveðjur
sendum við börnum Laugu;
þeim Þorbjörgu, Katrínu, Hirti
og fjölskyldum þeirra og einnig
Katrínu systur hennar.
Sigurrós (Rósa),
Guðbrandur, Þröstur
og fjölskyldur.
Guðlaug Magnúsdóttir, ætt-
uð frá Kirkjubóli í Staðardal í
Strandasýslu, var skærasta
stjarnan í hópi 32 námsmeyja í
Húsmæðraskólanum Lauga-
landi í Eyjafirði veturinn 1947-
1948.
Þessi unga sveitastúlka var
svo leiftrandi af gleði, síbros-
andi, kát og hláturmild, svo ein-
læg í gleði sinni að hún hreif
alla með sem voru í návist
hennar. Henni varð aldrei orða
vant og átti oft til að segja í lok
viðræðna og hláturskasta: „Nei
þetta er sko alveg met.“
Margar stúlkur á þessum ár-
um, sem komu úr sveit, kunnu
vel til verka á öllum sviðum
heimilishalds og Guðlaug var
þar meðal jafningja.
Það var sama hvað hún tók
sér fyrir hendur í matargerð
eða hannyrðum, fatasaum,
lengst af gardínusaum, þar
naut sín skapandi hönnun, út-
sjónarsemi, kjarkur og dugn-
aður.
Tíminn líður áfram, vinátta í
69 ár er dýrmæt. Saumaklúbb-
urinn „Allt eftir þræði“ gaf
okkur óumræðanlega gleði.
Okkur leið vel saman, þar
mynduðust sterk og hlý bönd
og væntumþykja sem ber að
þakka.
Laugalandsmeyjar árið 1947-
1948 kveðja einstaka vinkonu
sem kom eins og stormsveipur,
full orku og gleði inn í hópinn.
Þeir sem hafa kynnst Guð-
laugu gleyma henna ekki.
Guðlaug Magnúsdóttir gáfum prýdd
Grátrósum vina nú er skrýdd.
Halldóra Jónsdóttir,
María Ágústsdóttir.
Guðlaug
Magnúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
…
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson.)
Blessuð sé minning
Lauju.
Samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar og annarra ást-
vina.
Ásdís Bragadóttir.
Ástkær móðir okkar,
KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR
frá Ísafirði,
síðast til heimilis að Austurbrún 4,
er lést þriðjudaginn 9. ágúst, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
19. ágúst klukkan 13. Blóm afþökkuð en þeim er vilja minnast
hennar er bent á Blindrafélagið.
.
Elín, Magnús, Gylfi og Geir Guðmundarbörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR TÓMASDÓTTIR,
(Ala Lindberg),
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar síðastliðið
fimmtudagskvöld 11. ágúst. Útför fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 19. ágúst klukkan 13.
.
Pétur Hansson Lindberg, Una Björk Harðardóttir,
Ingeborg Lindberg,
Jón Andrés Lindberg, Svanbjörg Gísladóttir,
Tómas Erling Lindberg, Sigrún Sigurðardóttir,
Hildur Lindberg, Jón Númi Ástvaldsson,
Valgerður Lindberg
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HANNESSON
byggingameistari,
Víðilundi 5, Akureyri,
lést á heimili sínu 14. ágúst.
Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 26. ágúst klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri.
.
Soffía Georgsdóttir,
Svanhildur Sigurðardóttir, Júlíus Kristjánsson,
Helga Sigríður Sigurðardóttir,
Valgerður Sigurðardóttir, Hans Häsler,
Guðrún Inga Sigurðardóttir, Steingrímur Bogason,
barnabörn og barnabarnabörn.