Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
VALID BESTA SKIPAFELAGIO i EVROPU ATTA AR i ROO
, , , , • 6;",,,, , . . .
,111 - 111 • II
,, II I II II ti
HONDURAS OG MEXiK6
12.- 24. okt.
Vera fra kr. 335.000
NANAR A WWW.NORR/ENA.IS
PASKAR i KARiBAHAFINU
7.-18. aprn
Vera fra kr. 325.000
NANAR A WWW.NORR/ENA.IS
EYSTRASALTOG RUSSLAND
25. mai -3. juni
Vera fra kr. 335.000
NANAR A WWW.NORR/ENA.IS
GRIKKLAND OG iTALiA
17.-31. agust
Vera fra kr. 410.000
NANAR A WWW.NORRJENA.IS
HAWAII
24. okt.-8. n6v.
Vera fra kr. 570.000
PASKAR i LANDINU HELGA
10.-23. april
Vera fra kr. 325.000
NANAR A WWW.NORR/ENA.IS
FRAHAMBORG
26. mai -4. juni
Vera fra kr. 300.000
NANAR A WWW.NORRJENA.IS
HAUST i MIDJARDARHAFI
8.-18. sept.
Vera fra kr. 310.000
NANAR A WWW.NORR/ENA.IS
JOL i KARiBAHAFI
20. des. - 2. jan. 2018
Vera fra kr. 400.000
NANAR'A WWW.NORR/ENA.IS
SÉRTILBOÐ FYRIR ALLA SEM BÓKA FYRIR 31. ÁGÚST
Reynir Sveinsson
Sandgerði
Sú nýbreytni hefur nú verið tekin
upp í Sandgerðisbæ að grunn-
skólanemendur fá öll námsgögn í
skólanum. Nemendur þurfa aðeins
að eiga skólatösku, íþrótta- og
sundföt í íþróttatösku (léttum bak-
poka) ásamt nestisboxi. Að sögn
Sigrúnar Árnadóttur, bæjastjóra
Sandgerðisbæjar, er áætlaður
kostnaður um tvær milljónir við
þetta verkefni.
Formlegt skólastarf nemenda í
Grunnskólanum í Sandgerði hefst
á morgun, 19. ágúst. Nemendur
mæta til skólasetningar á sal skól-
ans kl. 10.
Grunnskólinn í Sandgerði er vel
búinn tækjum og húsnæði glæsi-
legt eftir gagngerar lagfæringar
og stækkun skólans. Á undan-
förnum árum hefur nemendum
fækkað, en á þessu skólaári hefur
þeim fjölgað um 30 en íbúum bæj-
arins hefur fjölgað og er farið að
vanta húsnæði.
Nemendur í Sandgerði
fá öll námsgögn
Morgunblaðið/Reynir
Skólahúsið Grunnskólinn í Sandgerði hefur verið endurbættur og stækkaður. Nemendur fá nú öll námsgögn.
Íslendingar eru í
fjórða sæta á lista
yfir þjóðir sem
verja hæstu hlut-
falli af opinberu
fé til barnahjálp-
ar Sameinuðu
þjóðanna (UNI-
CEF) miðað við
höfðatölu. Í
Heimsljósi, vef-
tímariti utan-
ríkisráðuneytisins um þróunarmál,
kemur fram að stuðningur Íslend-
inga við verkefni í Mósambík vegi
þar þyngst.
Norðmenn, Svíar og Lúxemborg-
arar skipa þrjú efstu sæti listans sem
birtur er í skýrslu UNICEF.
Verkefnið sem íslensk stjórnvöld
hafa stutt í Mósambík felur í sér um-
bætur í vatns- og salernismálum í
sveitum og skólum Sambesíuhéraðs.
Auk verkefnisins í Mósambík
veita íslensk stjórnvöld UNICEF
kjarnaframlög auk eyrnamerktra
framlaga til starfsemi UNICEF í
Palestínu. Einnig eru veitt framlög
til samstarfsverkefnis UNICEF og
Mannfjöldastofnunar SÞ (UN-FPA)
sem hefur að markmiði að afnema
limlestingar á kynfærum kvenna og
stúlkna. Þá fjármagnaði Ísland
stöðu ungs sérfræðings á skrifstofu
UNICEF í Malaví um þriggja ára
skeið þar sem sérfræðingurinn vann
að verkefnum á sviði menntamála,
að því er segir í Heimsljósi.
Til viðbótar reglubundnum fram-
lögum eru reglulega veitt framlög
til neyðarverkefna á vegum UNI-
CEF auk þess sem íslenskir sérfræð-
ingar eru sendir til starfa fyrir
stofnunina á vettvangi.
Íslendingar með
ein mestu fjárfram-
lögin til UNICEF
Skóli Með skóla-
gögn frá Unicef.
Golfklúbburinn Geysir í Haukadal
og eigendur Haukadalsvallar fagna
saman tíu ára afmæli um þessar
mundir. Í tilefni af því færði klúbb-
urinn eigendunum veglega kopar-
bjöllu að gjöf, sem komið hefur ver-
ið fyrir handan blindhæðar á 9.
braut svo kylfingar geti gefið þeim
sem á eftir koma merki um að
óhætt sé að slá.
Slík merki verða æ nauðsynlegri
þegar ásóknin eykst, en erlendum
kylfingum hefur fjölgað mikið milli
ára enda er völlurinn rómaður fyrir
mikla náttúrufegurð.
Á myndinni eru Pálmi Hlöðvers-
son, til hægri, formaður Golf-
klúbbsins Geysis, við bjölluna ásamt
Einari Tryggvasyni sem á og rekur
Haukadalsvöll ásamt eiginkonu
sinni, Ágústu Þórisdóttur.
sisi@mbl.is
Ný bjalla sett upp
á Haukadalsvelli