Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Samkvæmt upplýs- ingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins var 8,6% at- vinnuleysi í ESB um miðjan júní sl. Mjög mismunandi í ríkjunum 28 innan þess, mest í S- Evrópu, minna norðar. M.ö.o. þá er nærri 21 milljón manna án at- vinnu í löndum ESB. Þessar tölur segja auðvitað ekkert um hvað hverj- um atvinnuleysingja er gert að lifa á í hverju landi fyrir sig, né heldur hve mörg börn og aðrir eru á framfæri þessa fjölda. Eitt er þó víst að flest allt þetta fólk býr við sára fátækt. Og það gera fleiri í ESB. Fólk á lágmarks- launum, flestir ellilífeyrisþegar, ör- yrkjar og sjúklingar, svo einhverjir séu nefndir. Margar milljónir manna. Við þetta bætist svo flóttafólkið, en fæst af því hefur fengið vinnu. Í það minnsta ekki sá hluti þess sem hírist í misjafnlega ömurlegum búðum, vítt um lönd Evrópu. Og það er víðar fá- tækt og misrétti en í Evrópu. Sam- kvæmt Fréttablaðinu 12. apríl sl. eiga 62 ofsaddir braskarar, ríkustu menn heims, jafnmikið og fátækari helm- ingur mannkyns. Það var sannarlega ekki vanþörf á hjá Frans páfa að biðja fyrir fátækum í páskamessunni sinni, þótt til lítils kæmi. Hélt hann hefði lesið þau orð sem Jóhannes hefur eftir Kristi í guðspjalli sínu (12.8.): „Því að fátæka hafið þér ávallt hjá yður, en mig ekki ávallt.“ Fátæktinni í heim- inum verður ekki útrýmt með bæna- kvaki. Fátækt og atvinnuleysi eru tvær af birtingarmyndum kapítalism- ans en jafnframt veikleikar hans, því þá verður auðstéttin sjálf að fóðra fjöldann allan af þrælum sínum, í stað þess að þeir ali önn fyrir henni. Afleiðing hernaðarútrásar Árið 2015 leitaði rúm milljón flótta- manna skjóls í Evrópu, aðallega frá stríðshrjáðum löndum. Ekki mikill fjöldi miðað við þær 63,3 milljónir manna sem Flóttamannastofnun SÞ telur að séu á flótta í heiminum. Sett í íslenskt samhengi, komu mun fleiri ferða- menn til Íslands árið 2015 en flóttamenn til Evrópu. Flótta- mannavandinn er bein afleiðing hernaðar- útrásar vestrænnar heimsvaldastefnu. Sú hernaðarútrás bætist við efnahagskerfi heims- valdastefnunnar, sem heldur þjóðum í fátækt og viðheldur misskipt- ingu auðs og valds og líður einfaldlega ekki sjálfstæðar þjóðir. 23.júní gerðust þau sögulegu tíðindi að Bretar samþykktu í þjóðar- atkvæðagreiðslu að ganga úr ESB, fyrstir þjóða í nærri 60 ára sögu þess. Þetta gekk ekki hljóðalaust fyrir sig. Allar fínustu liljur vallarins sem hvorki vinna né spinna svo á Bret- landi sem á meginlandi Evrópu fóru nánast á límingunum. Fortölur, gylli- boð, aðvaranir og hótanir, ekkert af þessu tagi var sparað. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, alþjóðastofnanir ýms- ar, þúsund helstu iðnjöfrar landsins, bankastjórar, innlendir og evrópskir, ríkisstjórnin, flestir þingmenn, er- lendir þjóðarleiðtogar, meira að segja forseti Bandaríkjanna, auk ótal minni spámanna töldu sig geta sannað að ef til úrsagnar kæmi yrði Bretland eins og hver annar hjarta- og höfuðlaus skrokkur. En allt kom fyrir ekki. 52% kjósenda samþykktu úrsögn, 48% þeirra vildu óbreytt ástand. Kannski eru lýðskrumarar orðnir úreltir. Þrátt fyrir úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar er Bretland síður en svo laust úr viðjum ESB. Það tekur Breta a.m.k. 2 ár, enda: „Er konungsgarður rúmur inngangs en þröngur brott- farar.“ (Egils saga 69. k. Sv.á Hv.) Brestir í burðarvirkinu En það eru fleiri brestir komnir í burðarvirki ESB. Áhrifamiklir for- ustumenn í þýska CSU-flokknum í Bæjaralandi, systurflokki CDU- flokksins, stjórnarflokki Angelu Mer- kels, hafa nýlega lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Þeir segja að gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda í Bæjaralandi und- anfarnar vikur þýði að endurmeta þurfi stefnuna og grípa þurfi til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. Ljótt er í efni, Mamma Merkel. Og svo er það þetta með hann Er- dogan í Tyrklandi. Félagsbróður ESB-þjóðanna í Nató og okkar Íslend- inga auðvitað líka. Hættur, að minnsta kosti í bili, að láta tyrkneska herinn skjóta sýrlenska flóttamenn við landa- mærin að Tyrklandi. Enda fullt starf fyrir herinn að handtaka og misþyrma samlöndum sínum. Nú setur karl und- ir sig hausinn og sakar ESB um að hafa svikið sig um allar evrurnar sem það lofaði honum fyrir að stöðva flótta- mannastrauminn til Evrópu. Og nýnasistar spretta upp eins og gorkúlur á haug víðs vegar í Evrópu. Í ágústbyrjun buldi við brestur og við lá að þekjan brotnaði í ESB. Mánuður- inn byrjaði illa hjá evrópskum bönk- um. Gengi hlutabréfa í mörgum stærstu bönkunum kolféll. Evrópska bankavísitalan STOXX 50 hefur lækk- að um meira en 30 % það sem af er ári. Svo aum er staðan hjá Deutsche Bank og Credit Suisse að þeir hafa verið teknir út úr vísitölunni. Enn ein auð- valdskreppan í uppsiglingu. Það er vægast sagt dapurlegt til þess að hugsa að fjöldi fólks, hér í þessu landi, skuli vera svo veru- leikafirrtur, að vilja afhenda skrifræð- inu í Brussel íslensk gögn og gæði. En lengi er von á einum. Um miðjan apríl kom til liðs við okkur andstæðinga ESB-aðildar maður úr óvæntri átt. Sá heitir Jón Baldvin Hannibalsson og sagði í útvarpsviðtali um ESB: „Það fer enginn inn í brennandi hús.“ Það tók hann að vísu meira en hálfa öld að komast að þessari niðurstöðu, en betra seint en aldrei. Því fátæka hafið þér ávallt hjá yður... Eftir Ólaf Þ. Jónsson » Það er dapurlegt til þess að hugsa að fjöldi fólks skuli vera svo veruleikafirrtur að vilja afhenda skrifræð- inu í Brussel íslensk gögn og gæði. Ólafur Þ. Jónsson Höfundur er skipasmiður. en sinna þeim sem koma þeim mun betur. Umfangið þarf að vera í ein- hverju hlutfalli við íbúafjölda og mikilvægt er t.d. að tryggja að inn- flytjendur aðlagist íslensku sam- félagi og fylgi íslenskum lögum. Það er einnig lykilatriði að þeir sem fá ís- lenskan ríkisborgararétt tali og skilji íslensku. Að öðrum kosti verða þeir utanveltu í íslensku samfélagi, sem m.a. getur leitt til aukinna for- dóma í þeirra garð og óæskilegra árekstra. Þannig þurfum við bæði að setja hælisleitendum og okkur sjálfum auknar skyldur á herðar. Okkar skyldur felast einnig í því að tryggja þeim mannúðlega málsmeðferð við komuna til landsins. Afgreiða þarf umsóknir innan eðlilegs tíma, í stað þess að setja þá í stofufangelsi og banna heimsóknir. Þeim peningum er betur varið í fleiri stöðugildi hjá Útlendingastofnun. Göngum til þessa samstarfs Evrópuþjóða með jákvæðu hugarfari en gætum þess jafnframt að verja og halda á lofti sérstöðu Íslands sem lítillar þjóðar. » Göngum til þessa samstarfs Evrópu- þjóða með jákvæðu hug- arfari en gætum þess jafnframt að verja og halda á lofti sérstöðu Ís- lands sem lítillar þjóð- ar. Höfundur er varaþingmaður og býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Aðalfundur Klakka ehf. 26. ágúst 2016 Aðalfundur Klakka ehf. verður haldinn föstudaginn 26. ágúst 2016 á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 9:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2015. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2015 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar ársins. 3. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins: a. Lagt er til að tilgangi félagsins í 3. gr. verði breytt til samræmis við núverandi starfsemi þess þannig að það verði einskorðað við eignarhald í félögum á sviði fjármála-, lána- og fjárfestin gastarfsemi (þ.m.t. eignaleigu) og skyldur rekstur. Enn fremur eignarhald og rekstur fasteigna og hafa með höndum þjónustu við dótturfélög. b. Lagt er til að 13. gr. verði breytt þannig að heimilt verði að breyta hluta breytanlegu lánanna í hluti í félaginu fyrir gjalddaga lánanna í samræmi við þær breytingar sem nýlega hafa verið gerðar á breytanlegu lánunum c. Lagt er til að 22. gr. verði breytt þannig að tekið verði út hugtakið „mikilvægt dótturfélag“ þar semþaðhugtak er ekki lengur notað í breytanlega láninu. Jafnframt hafa verið fjarlægðar tilvísanir til fyrrumdótturfélaga Klakka þar semþað á ekki lengur við. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðunarfélags. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 7. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Klakka ehf. 8. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar félagsins skal berast skriflega til stjórnar eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardegi frá kl. 8:30 á fundarstað. Fundurinn mun fara fram á ensku. Reykjavík, 18. ágúst 2015. Stjórn Klakka ehf. Klakki ehf. Ármúli 1 108 Reykjavík Sími 550 8600 www.klakki.is Undirfataverslun Glæsibæ Full búð af glæsilegum vörum frá Sendum um allt land Verkefnisstjórn Rammaáætlunar hef- ur skilað hálfkláruðu verki. Allir óvilhallir sérfræðingar sem hafa komið nálægt Ramma- áætlun eru sammála um það. Sérfræð- ingum NASF, Vernd- arsjóðs villtra laxa- stofna, sem kannað hafa málavexti í tengslum við virkjanir í neðri hluta Þjórsár, kemur saman um að þrátt fyrir mótvægisaðgerðir sé meiri vissa um skemmdir á vistkerfinu en óvissa. Í umsögn NASF til verkefnis- stjórnar er bent á ófullnægjandi for- sendur og gagnrýnt að stjórnin skuli hafa að engu lögbundin skilyrði um takmörkun umhverfisáhrifa. Þá er bent á veigamikla galla og rang- færslur, misnotaðar niðurstöður og blekkingar sem oftar en ekki eru byggðar á greinilegu vanhæfi þeirra sem um málin fjalla. Af hverju var ekki haft samráð við landeigendur og heimafólk sem eiga hlunnindin sem munu skerðast verulega? Af hverju voru ekki gerðar efna- og eðlisfræðilegar greiningar á vatna- kerfi Þjórsár og af hverju var Holta- og Urriðafossvirkjun troðið í nýting- arflokk þótt fyrir því væru engar forsendur miðað við það hvernig málið var lagt upp? Af hverju var hagfræðingum, viðskiptafræðingum og sérfræðingum í land- og hlunn- indamati haldið frá sérfræðinefnd- unum? Hvers vegna var enginn þjóðhags- legur samanburður gerður á vaxandi verðmætum ferðaþjónustunnar, ósnortinnar náttúru og ört stækk- andi laxastofna og þessir þættir bornir saman við hratt lækkandi orkuverð á alþjóðamarkaði? Sams konar hugmyndum um virkjanakosti og eru á borði verkefnisstjórnar var í Bandaríkjunum nýlega vísað frá með dómi vegna þess að ekki hefði verið sýnt fram á hvernig hægt yrði að koma í veg fyrir að lífríkið hlyti umtals- verðan skaða af virkj- unarframkvæmdum. Einnig má benda á rök- studda niðurstöðu ESA, sem send var til íslenskra stjórnvalda hinn 4. maí sl., um að hér á landi hefði löggjöfin ekki verið að- löguð tilskipunum ESB sem veita al- menningi og hagsmunaaðilum vernd fyrir umhverfisárásum öflugra fyrir- tækja sem starfa í skjóli stjórnvalda. Öll málefnaleg rök skortir fyrir tillögum verkefnisstjórnar að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýt- ingarflokk. Tillögurnar ganga gegn náttúrunni, ferðaþjónustunni, fisk- stofnum í ánni og uppeldissvæðum þorsksins í sjónum úti fyrir Suður- landi. Eftir stendur þrákelknin ein að halda til streitu áætlunum sem komnar voru á teikniborð Lands- virkjunar – án þess að önnur sjón- armið hefðu komist að við undirbún- inginn. Er ekki óþarfi að láta þrjóskuna teyma sig svona langt? Meiri vissa en óvissa Eftir Orra Vigfússon Orri Vigfússon » Öll málefnaleg rök skortir fyrir til- lögum verkefnisstjórnar að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingar- flokk. Formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna. Ég las bráðskemmtilega grein eftir Agnesi Bragadóttur um Dorrit og fyrirsögnin var Fjörkálfur og l’enfant ter- rible, sem mætti þýða á íslensku sem villingur. Þess vegna er Dorrit okkar bæði fjörkálfur og villingur sem okkur þykir öllu vænt um. Ég skrifaði á sínum tíma minningargrein um Örlyg Sigurðsson, listmálara, og í henni stóð m.a.: í aðra röndina var Örlygur hálfgerður villingur, og eiga þau Dorrit það sameiginlegt að vera fjörkálfar og villingar. Lengi lifi Dorrit okkar fyrrverandi forsetafrú. Halldór Þorsteinsson fv. skólastjóri Málaskóla Halldórs. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Dorrit lengi lifi Vinsæl Dorrit var vinsæl forsetafrú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.