Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 VIÐTAL Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Camus Kvartett mun spila í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Tón- leikarnir eru hluti af nýrri tónleika- röð sem nefnist Arctic Concerts. Hugmyndin með henni, að sögn Guðna Franzsonar, skipuleggjanda tónleikaraðarinnar, er að bjóða upp á fjölbreytta tónlist þar sem ýmsar tónlistarstefnur fá að njóta sín. Má þar nefna klassík, djass, þjóðlög og dægurlög af ýmsu tagi. Um er að ræða fjölbreytta músík bæði fyrir ferðamenn og Íslendinga. Camus-kvartettinn samanstendur af þeim Sölva Kolbeinssyni saxófón- leikara, Rögnvaldi Borgþórssyni gítarleikara, Birgi Steini Theódórs- syni bassaleikara og Óskari Kjart- anssyni trommuleikara. Að sögn Guðna Franzsonar eru meðlimir Camus ungir og efnilegir tónlist- armenn og þar sé fremstur í flokki einn af okkar efnilegustu tónlist- armönnum í dag, Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru með- al annars lög eftir Miles Davis, Wayne Shorter, John Coltrane og Thelonious Monk. Þetta eru þeirra þriðju tónleikar og þeir næstu verða á Kex hosteli 6. september kl. 20.30. Vinir mynda kvartett Sölvi segir það hafa legið beint við að þeir í Camus störfuðu saman. „Við erum búnir að þekkjast lengi í gegnum tónlistina. Birkir Steinn er í námi við sama skóla og ég í Berlín og svo var Rögnvaldur gítarleikari í Berlín í hálft ár þannig að við þrír höfum spilað mikið saman. Við eig- um mikla samleið í tónlistinni og svo erum við allir góðir vinir þannig að kvartettinn kom af sjálfum sér.“ Sölvi segir að á síðustu fimm árum hafi djassáhuginn verið að aukast á Íslandi. „Þegar ég var í Mennta- skólanum við Hamrahlíð var mjög flott að hlusta á djass og fara á tón- leika. Margir staðir á höfuðborgar- svæðinu bjóða upp á djass í dag og það er mikil breyting á örfáum ár- um.“ Sölvi stundar djasstónlist- arnám í Berlín og hefur lokið einu ári af fjórum. Hann hefur fengið fjöldann allan af viðurkenningum í gegnum árin og stærst eru verðlaun sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaunahátíðinni 2016. Frjálsi spuninn er spennandi Tónlistarferillinn má segja að hafi byrjað þegar Sölvi hóf nám hjá Haf- steini Guðmundssyni í Tónlistar- skóla Reykjavíkur. „Fyrstu 6-7 árin var ég nær eingöngu í klassískri tónlist. Síðan byrjaði ég í Tónlistar- skóla FÍH hjá Ólafi Jónssyni og þá byrjaði ég að fikta við djassinn og varð alveg heillaður af honum. Það má segja að ég sé búinn að vera ein- göngu í djassinum síðustu 4-5 árin. Hugurinn er þar núna,“ segir Sölvi. Djassinn er töluvert öðruvísi í Berlín en hér á Íslandi, að sögn Sölva. „Hér er djassinn heldur melód- ískari, en í Berlín er hann ryþm- ískari, aðeins hrárri og pönkaðri. Mikið er um frjálsan spuna í Berlín, sem ekki er mikið um hér heima, en er ótrúlega spennandi stíll. Þetta ár er búið að vera mjög lærdómsríkt. Þegar ég er í Berlín má segja að ég búi í skólanum því þegar ég er ekki í tímum þá erum við annað hvort með samspil eða sjálf að semja og spila.“ Sölvi ætlar að gefa út frumsamið efni í framtíðinni og hefur nú þegar samið nokkuð sjálfur. Sumarið er búið að vera viðburðaríkt. Hann hefur verið að spila á tónleikastaðn- um Húrra á mánudagskvöldum ásamt þeim Birki Steini, Hrafnkeli Gauta, Kristóferi Rodriguez og Birki Blæ. Þeir tóku upp tvenna tónleika fyrir nokkrum mánuðum og eru að vinna úr þeim með það í huga að gefa út plötu. Hann hefur líka verið að spila með Magnúsi Tryggvasyni trommuleikara í menningarhúsinu Mengi í sumar. Djass Kvartettinn Camus spilar lög eftir marga fræga djassara á tónleikunum. „Hugurinn er í djassinum“  Sölvi Kolbeinsson sækir sér innblást- ur til trompetleikarans Miles Davis Leynileg ríkisstofnun, A.R.G.U.S., býr til sér- sveit sem er skipuð ofurillmennum, sem kall- ast "Suicide Squad". Þeim er falið að leysa hættulegustu verkefnin hverju sinni í skiptum fyrir styttri fangelsisdóma. Metacritic 40/100 IMDb 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 14.40, 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 21.00 Sambíóin Akureyri 17.20, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Suicide Squad 12 Grace Meacham finnur ungan dreng í skóginum. Það sem hún veit ekki er að drengurinn á vin, risastóran dreka. Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 72/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 16.20, 17.40, 18.40 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00 Pete’s Dragon Tilvera Max tekur krappa beygju þegar eigandi hans kemur heim með flækingshund. Metacritic 61/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 16.00, 16.00, 16.00, 18.00, 18.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.10, 16.00, 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Keflavík 17.50 Smárabíó 15.30, 17.45 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 Leynilíf Gæludýra Lights Out 16 Martin og Rebecca sjá þau alltaf þegar ljósin eru slökkt, konu í myrkrinu. Þau byrja að rannsaka þetta furðulega fyrirbæri. Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00, 22.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 22.40, 23.40 Sambíóin Akureyri 22.10, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.40 Sausage Party 16 Pylsa heldur af stað í ferða- lag að kanna sannleikann á bak við tilurð sína. Metacritic 67/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Smárabíó 17.15, 18.00, 19.30, 20.00, 21.40, 22.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Hell or High Water 12 Toby neyðist til þess að leita til margslunginna rána til að bjarga búgarði fjölskyldu sinnar Metacritic 86/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 22.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Infiltrator 16 Metacritic 66/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 21.10 Nerve 12 IMDb 7,2/10 Metacritic 58/100 Laugarásbíó 22.10 Smárabíó 20.10, 22.40 Borgarbíó Akureyri 22.00 Jason Bourne 12 Metacritic 62/100 IMDb 8,9/100 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Smárabíó 22.25 Star Trek Beyond 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 71/100 IMDb 9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Ghostbusters 12 Draugabanarnir snúa aftur, 30 árum síðar. Morgunblaðið bmnnn Metacritic 60/100 IMDb 5,3/10 Smárabíó 15.30, 17.40, 20.10 Now You See Me 2 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 47/100 IMDb 7/10 Sambíóin Kringlunni 20.00 The BFG Bönnið innan 6 ára. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30 Bad Moms Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 The Legend of Tarzan 12 Metacritic 43/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Kringlunni 22.40 Ísöld: Ævintýrið mikla Metacritic 44/100 IMDb 6,1/10 Smárabíó 15.30 Leitin að Dóru Minningar úr æsku Dóru fara að rifjast upp fyrir henni og langar hana ða finna fjöl- skylduna sína. Metacritic 75/100 IMDb 9/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20 The Blue Room 16 Metacritic 72/100 IMDb 6,3/10 Bíó Paradís 22.30 Race Hér er sögð saga íþrótta- mannsins Jesse Owens Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 17.15 Me Before You 12 Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 22.00 Arabian Nights: Vol. 3: The Enchanted one 16 Samtímaatburðir eru flétt- aðir inní form Scheherazade. Metacritic 80/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 17.30 Þrestir Bíó Paradís 20.00 Hrútar 12 IMDb 7,4/10 Morgunblaðið bbbbm Bíó Paradís 18.00 Fúsi IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 22.00 VIVA Bíó Paradís 20.00 The Assassin 12 Metacritic 80/100 IMDb 6,4/100 Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.