Morgunblaðið - 18.08.2016, Síða 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Eykur blóðflæði til vöðva.
Virkar bæði sem hita- og nuddmeðferð.
Efnt verður til tónleika og gjörn-
ings myndlistarmannsins Jim Ho-
lyoak og tónlistarmannanna Neil
Holyoak, Nick Kuepfer, Matt
Shane og Christeen Francis í
Mengi í dag klukkan 15. Í tilkynn-
ingu segir að myndlistarmaðurinn
muni þekja veggi Mengis með
þykkum pappír frá gólfi og upp í
loft sem hann mun síðan þekja
með teikningum og málningu.
Meðan á þeim gjörningi stendur
munu tónlistarmennirnir Holyoak,
Kuepfer, Shane og Francis spinna
við teikningarnar en spuninn tek-
ur sex klukkustundir, hefst klukk-
an 15 og stendur yfir til klukkan
21. Að þeim gjörningi loknum
munu tónlistarmennirnir Holyoak
og Kuepfer bjóða upp á tvenna
hálftímalanga tónleika með eigin
tónlist. Tónleikar Kuepfer hefjast
klukkan 21.15 og tónleikar Ho-
lyoak klukkan 22. Gestir geta
komið og farið að vild meðan á
viðburðinum stendur.
Listsköpun Mengi er vinsæll áfangastaður ýmissa tón- og myndlistarmanna.
Margslungið í Mengi
Fimm erlendir listamenn standa fyrir
fjölbreyttri mynd- og tónlistardagskrá
Oft finnst manni smásaganekki njóta sannmælis íbókmenntaumræðunnieða þeirrar athygli sem
hún á skilið. Hvort ástæðan sé ein-
faldlega sú að útgefendur eiga erfitt
með að kynna formið, að það sé ekki
talið nógu söluvænlegt, er erfitt að
segja. En víst er að hér á landi hafa
verið og eru áfram skapaðar fram-
úrskarandi smá-
sögur og það æði
fjölbreytilegar
og sýna vel hvað
breiddin og fjöl-
breytileikinn
getur verið mik-
ill innan forms-
ins. Það gleður
því ætíð unn-
endur vandaðra
smásagna þegar
vakin er verðskulduð athygli á því
sem vel er gert, rétt eins og þegar
Gyrðir Elíasson fékk árið 2011 Bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrir hið heillandi sagnasafn Milli
trjánna og þá varð hin kanadíska
Alice Munro (f. 1931) fyrst höfunda
til að hljóta Nóbelsverðlaun fyrir
smásagnaskrif árið 2013 og var afar
vel að því komin.
Munro á einmitt nýjustu söguna í
þessu áhugaverða og vandaða sagna-
safni, Smásögur heimsins – Norður-
Ameríka. Þetta er fyrsta verk í ritröð
sem mun eiga að verða fimm bindi
með úrvali smásagna frá öllum
heimshornum. Leggja á áherslu á að
kynna „fjölbreyttar raddir, jafnt sög-
ur eftir þekkta smásagnahöfunda
tuttugustu aldar sem minna þekkta.
„Hafi sögurnar komið út á íslensku
áður eru þær þýddar aftur eða þýð-
ingarnar endurskoðaðar,“ segir í
inngangi.
Oft vefst fyrir mönnum að skil-
greina smásögur, til að mynda hve-
nær hún verði að skáldsögu – er það
lengdin ein sem skiptir máli? – eða
verður að prósaljóði. Í inngangi
þessa safns segir að oft sé miðað við
lengd, „menn segja að smásagan sé
stutt, skálduð frásögn þar sem allt
lúti einu höfuðmarkmiði. Ennfremur
er gjarnan bent á að smásagan sé,
vegna síns knappa forms, kjörinn
vettvangur fyrir tilraunastaarfsemi.“
Í formála þessa bindis segir Rúnar
Helgi Vignisson, sem er at-
kvæðamestur þýðendanna átta sem
koma að verki, en hann þýddi sex
sagnanna, að Norður-Ameríka sé
tvímælalaust „eitt helsta varpland
smásögunnar, eins og við þekkjum
hana í dag“. Smásagan þar í álfu sé
gjarnan raunsæ og haganlega byggð,
en finna megi tilbrigði af öllum hugs-
anlegum gerðum: „sögur með óvænt-
um endi, hrollvekjur, spennusögur,
smælingjasögur, stemningarsögur,
sögur sem gera út á hugljómun,
módernískar sögur, póstmódern-
ískar, feminískar, mínimalískar, sál-
fræðilegar og þar fram eftir göt-
unum.“
Elsta sagan í safninu er frá 1919,
úr hinum frábæra sagnasveig
Sherwood Anderson (1876-1941),
Winesburg, Ohio, en sú yngsta,
„Víddir“ eftir Munro, kom út fyrir
tæpum áratug. Og sögurnar þrettán
eru afar fjölbreytilegar, eftir ólíka
fulltrúa bandarískra og kanadískra
bókmennta á síðustu öld en jafn-
framt margra þekktustu og mik-
ilvægustu höfunda þess tíma. Hér
eru sögur sem birta kjarnann í nálg-
un höfundanna við skáldskapinn,
eins og „Hæðir eins og hvítir fílar“
eftir Ernest Hemingway (1899-1961)
og „Rós handa Emily“ eftir William
Faulkner (1897-1962) og lykilsögur
tveggja af allra merkustu rithöf-
undum aldarinnar, „Allt sem rís hlýt-
ur að skarast“ eftir Flannery O’Con-
nor (1925-1964) og „Dómkirkja“
Raymonds Carver (1938-1988) en
báðar eru einstök meistaraverk og
hafa þýðendur þeirra, rétt eins og
hinna sagnanna, leyst verkið gríð-
arvel af hendi.
Ég hafði lesið flestar sagnanna á
frummálinu, og einhverjar áður á ís-
lensku, en þekkti ekki til verka
Shermans Alexie (f. 1966). Heillandi
saga hans, „Um það bil stærðin á
uppáhaldsæxlinu mínu“, úr sagna-
safni frá 1993, sýnir vel hvað slyngur
höfundur getur skapað lifandi per-
sónur og margbrotinn heim í knöppu
formi; þetta er höfundur sem er allr-
ar athygli verður.
Eins og fyrr segir eru sögurnar
vel þýddar; þýðendur eru undan-
tekningarlaust trúir frumútgáfunum
en færa þær á haganlegan og lip-
urlegan hátt á íslensku. Þá er á und-
an hverri sögu stuttur inngangur þar
sem þýðandinn gerir grein fyrir höf-
undinum og verkum hans á upplýs-
andi hátt; þessi lesandi pirraði sig þó
á skammstöfunum í þeim texta,
finnst að skammstafanir eigi ekki
heima nálægt fagurfræðilegum
texta, ekki þarf lengur að spara orðin
eins og þegar ritað var á bókfell.
Þetta fyrsta bindi Smásagna heim-
ins sýnir að þær eiga svo sannarlega
erindi á íslensku. Þetta er feiknagott
og vandað safn sem allir unnendur
góðra bókmennta eiga að kynna sér
og geta látið sig hlakka til að lesa hin
bindin fjögur.
Vandað og hrífandi sagnasafn
Philip RothErnest Hemingway William Faulkner
Susan Sontag Amy Tan Alice Munro
Smásögur
Smásögur heimsins – Norður-
Ameríka bbbbb
Smásögur eftir Sherwood Anderson,
Ernest Hemingway, William Faulkner,
Ralph Ellison, Philip Roth, Flannery
O’Connor, Raymond Carver, Susan Son-
tag, Amy Tan, Joyce Carol Oates,
Sherman Alexie, Jhumpa Lahiri og Alice
Munro.
Rúnar Helgi Vignisson, Kristín Guðrún
Jónsdóttir og Jón Karl Helgason önn-
uðust útgáfuna.
Bjartur, 2016. Kilja, 264 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR