Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
20% afsláttur
fram að
Reykjavíkur-
maraþoni
Ingvar Hjartarson hlaupari
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Talning á landsel allt í kringum landið hefur
staðið yfir að undanförnu og er vonast til að
verkefninu ljúki í þessari viku. Það fer þó
eftir veðri hvort sérfræðingum á Selasetrinu
tekst það, en eftir er að telja á svæðum við
Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra. Upplýs-
ingar um fjölda dýra það sem af er talning-
unni liggja ekki fyrir, en á síðustu áratugum
hefur fækkað mjög í landselsstofninum við
Ísland.
Sandra Granquist, deildarstjóri selarann-
sóknasviðs hjá Selasetri Íslands á Hvamms-
tanga og sérfræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, er í forsvari fyrir talningunni. Hún
segir áhugavert að sjá hvort talningin í sum-
ar gefi til kynna áframhaldandi fækkun eða
hvort stofninn sé að ná sér á strik.
Selirnir eru taldir úr lofti og er flogið með
allri strandlengjunni. Þetta er í ellefta sinn
sem stofnstærðarmat fer fram með þessum
hætti, en það fór fyrst fram árið 1980. Árið
2011 var síðast ráðist í selatalningu úr lofti á
allri strandlengju landsins og var þá metið
að í landselsstofninum væru rúmlega ellefu
þúsund dýr og hafði stofnstærðin þá staðið
nokkurn veginn í stað í nokkur ár. Nefna má
að stofninn var metinn um 34 þúsund dýr í
talningu 1980. Árið 2014 var talið á hluta
strandlengjunnar og vísbendingar úr því
verkefni bentu til töluverðrar fækkunar frá
2011.
Hárlos selanna og því frekar á landi
Sandra segir mikilvægt að talningin sé
gerð frá lokum júlímánaðar fram undir lok
ágústmánaðar. Á þeim tíma fari landselir í
hárlos og liggi á landi í meira mæli en á öðr-
um tíma, sem auðveldi talningu. Alltaf er tal-
ið í kringum háfjöru þegar flestir selir liggja
á landi. Þegar talningum lýkur verður gerð
tölfræðileg úrvinnsla á gögnum til þess að
útbúa stofnstærðarmat landsela fyrir árið
2016.
„Með reglulegum flugtalningum, líkt og
þeirri sem nú er í gangi, má fylgjast með
þróun selastofna. Þetta er sérlega mikilvægt
til þess að hægt sé að meta og bregðast við
breytingum sem kunna að eiga sér stað í
selastofnum við Íslandsstrendur,“ segir
Sandra Granquist, dýraatferlis- og vistfræð-
ingur.
Meta fjölda landsela
á strandlengjunni
Áhugavert að sjá hvort talningin sýni áfram-
haldandi fækkun eða hvort stofninn sé að ná sér
Ljósmynd/Sandra Granquist
Makindalegir Selir við Sigríðastaðaós á Vatnsnesi á fallegum sumardegi.
Ljósmynd/Erlingur Hauksson
Á svörtum sandi Selir í fjörunni við Svínafellsós. Landselir eru taldir úr lofti á allri strandlengj-
unni og verður farið yfir síðustu svæðin næstu daga ef veður leyfir.