Morgunblaðið - 18.08.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 18.08.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 20% afsláttur fram að Reykjavíkur- maraþoni Ingvar Hjartarson hlaupari Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talning á landsel allt í kringum landið hefur staðið yfir að undanförnu og er vonast til að verkefninu ljúki í þessari viku. Það fer þó eftir veðri hvort sérfræðingum á Selasetrinu tekst það, en eftir er að telja á svæðum við Breiðafjörð og á Norðurlandi vestra. Upplýs- ingar um fjölda dýra það sem af er talning- unni liggja ekki fyrir, en á síðustu áratugum hefur fækkað mjög í landselsstofninum við Ísland. Sandra Granquist, deildarstjóri selarann- sóknasviðs hjá Selasetri Íslands á Hvamms- tanga og sérfræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, er í forsvari fyrir talningunni. Hún segir áhugavert að sjá hvort talningin í sum- ar gefi til kynna áframhaldandi fækkun eða hvort stofninn sé að ná sér á strik. Selirnir eru taldir úr lofti og er flogið með allri strandlengjunni. Þetta er í ellefta sinn sem stofnstærðarmat fer fram með þessum hætti, en það fór fyrst fram árið 1980. Árið 2011 var síðast ráðist í selatalningu úr lofti á allri strandlengju landsins og var þá metið að í landselsstofninum væru rúmlega ellefu þúsund dýr og hafði stofnstærðin þá staðið nokkurn veginn í stað í nokkur ár. Nefna má að stofninn var metinn um 34 þúsund dýr í talningu 1980. Árið 2014 var talið á hluta strandlengjunnar og vísbendingar úr því verkefni bentu til töluverðrar fækkunar frá 2011. Hárlos selanna og því frekar á landi Sandra segir mikilvægt að talningin sé gerð frá lokum júlímánaðar fram undir lok ágústmánaðar. Á þeim tíma fari landselir í hárlos og liggi á landi í meira mæli en á öðr- um tíma, sem auðveldi talningu. Alltaf er tal- ið í kringum háfjöru þegar flestir selir liggja á landi. Þegar talningum lýkur verður gerð tölfræðileg úrvinnsla á gögnum til þess að útbúa stofnstærðarmat landsela fyrir árið 2016. „Með reglulegum flugtalningum, líkt og þeirri sem nú er í gangi, má fylgjast með þróun selastofna. Þetta er sérlega mikilvægt til þess að hægt sé að meta og bregðast við breytingum sem kunna að eiga sér stað í selastofnum við Íslandsstrendur,“ segir Sandra Granquist, dýraatferlis- og vistfræð- ingur. Meta fjölda landsela á strandlengjunni  Áhugavert að sjá hvort talningin sýni áfram- haldandi fækkun eða hvort stofninn sé að ná sér Ljósmynd/Sandra Granquist Makindalegir Selir við Sigríðastaðaós á Vatnsnesi á fallegum sumardegi. Ljósmynd/Erlingur Hauksson Á svörtum sandi Selir í fjörunni við Svínafellsós. Landselir eru taldir úr lofti á allri strandlengj- unni og verður farið yfir síðustu svæðin næstu daga ef veður leyfir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.