Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 56
HAUSTferðir 201656
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM
hjá volvo penta á íslandi
Öflug Volvo Penta þjónusta
Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi
teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum
Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt.
Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa.
HAFÐU SAMBAND Í DAG
• Sími: 515 7070
• Netfang: volvopenta@brimborg.is
• Ný heimasíða: volvopenta.is
Kauptu bestu varahlutina
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta
á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar
okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Tölur flugfélaganna benda til þess
að landsmenn séu duglegir við að
ferðast út í heim. Að sögn Svövu
Hjartardóttur, verkefnastjóra
pakkaferða hjá Icelandair Holidays,
fara haustbókanirnar vel af stað.
„Júlí er yfirleitt nokkuð rólegur en í
ágúst, strax eftir verslunar-
mannahelgi, fara haustbókanirnar
að tínast inn.“
Auk þess að bjóða upp á beint flug
á fjölda áfangastaða austan- og vest-
anhafs leggur Icelandair mikla
áherslu á sérferðir þar sem hugsað
er fyrir öllum þörfum og íslenskur
leiðsögumaður kynnir undur spenn-
andi borga og svæða fyrir hópnum.
Ein vinsælasta ferðin er til Péturs-
borgar, með Pétri Óla Péturssyni.
„Þessi ferð hefur núna verið í boði í
hartnær tvo áratugi og alltaf verið
uppselt. Í ár bættum við við auka-
ferð og er nú þegar uppselt í báðar
ferðir vetrarins,“ segir Svava og
skrifar áhugann bæði á það hvað
Pétursborg er fögur og heillandi en
ekki síður að Pétur er hokinn af
reynslu og þekkingu. „Þetta er
þannig borg að það er mikils virði að
hafa íslenskan leiðsögumann til taks,
bæði til að miðla sögunni en líka til
að gæta þess að allt gangi snurðu-
laust fyrir sig, s.s. í landamæraeft-
irlitinu þegar hópurinn fer landleið-
ina frá Finnlandi til Rússlands.“
Listir og rómantík
Laufey Helgadóttir er einnig
þrautreyndur leiðsögumaður sem
hefur áratugareynslu af að taka á
móti Íslendingum í París og sýna
þeim mest heillandi hliðar þessarar
borgar rómantíkur og lista. „Laufey
er listfræðingur að mennt og býr og
starfar í París. Bæði þekkir hún sög-
una sem bíður nánast við hvert fót-
mál en fléttar líka listahlið borg-
arinnar saman við dagskrána,“ segir
Svava en í haust eru í boði tvær Par-
ísarferðir í október og jólaferð fyr-
irhuguð í desember.
Þá geta þeir sem hafa mótorhjóla-
og bíladellu heldur betur fundið eitt-
hvað við sitt hæfi í sérferðaframboð-
inu. Sigurður Lárusson stýrir að
vanda ferð á fornbílasýninguna risa-
stóru í Daytona í Flórída og Haf-
steinn Emilsson leiðir mótor-
hjólaferð frá Denver til Las Vegas.
„Bandarísku ferðirnar eru ögn
dýrari enda um lengra flug að ræða
og gist í fleiri nætur á hóteli. Meðal
þess sem gefur Daytona-ferðinni
sjarma er að hópurinn snæðir saman
veglega þakkargjörðardagsmáltíð á
bandaríska vísu. Er einnig komin
margra ára hefð fyrir mótor-
hjólaferðinni þar sem leiðin liggur
um Arizona, New Mexico, Colorado
og Nevada,“ segir Svava og bætir við
að Hafsteinn aðstoði ferðalangana
við leigu á mótorhjóli við sitt hæfi.
Kvennagleði í Birmingham
Leiðsögumennirnir Carola og
Guddý fara svo fyrir hópum til Glas-
gow og Birmingham. Er Birm-
ingham-ferðin ætluð konum ein-
göngu en Glasgow-reisan hugsuð
fyrir pör. „Birmingham er skemmti-
leg borg heim að sækja og staður til
að eiga þægilega helgi með vinkon-
unum, s.s. með saumaklúbbnum eða
kvennahópi úr vinnunni. Nóg er af
góðum veitingastöðum, stærð-
arinnar verslunarmiðstöð í boði og
mjög stutt í allt. Glasgow er að taka
á sig jólabúning þegar ferðinni er
heitið þangað síðla í nóvember, hægt
að njóta lífsins, kaupa nokkrar jóla-
gjafir og í boði að skjótast yfir til Ed-
inborgar í leiðinni,“ segir Svava.
Skemmir ekki fyrir ferðaplön-
unum til Glasgow og Birmingham að
pundið hefur veikst eftir Brexit-
atkvæðagreiðsluna. „Má því eiga von
á að geta gert mjög góð kaup í versl-
ununum og komast langt með jóla-
innkaupin.“
Röð tilboða í vetur
Auk sérferðanna verður Ice-
landair með fjölda tilboðsferða í
gangi yfir veturinn. Tilboðin taka á
sig ýmsar myndir og segir Svava t.d.
algengt að takist að bjóða upp á hag-
stætt flug og fá fjórðu nóttina á hót-
elinu ókeypis. „Með því að kaupa til-
boðsferð fær fólk gott verð og búið
að sjá um bæði flug og gistingu,“
segir hún og bendir t.d. á borgir eins
og Brighton og Minneapolis. „Ís-
lendingar eru óðum að uppgötva
töfra strandbæjarins Brighton á
Englandi. Bæði er bærinn fallegur
og sjarmerandi og nægilega smár til
að megi komast á milli allra staða
fótgangandi. Ströndin og mannlífið á
bryggjunni er engu líkt og hótelin á
betra verði en í London og öðrum
stærri borgum. Auðvelt er að heim-
sækja Brighton ef flogið er á Gat-
wick og einfaldlega stigið upp í lest á
flugvellinum sem fer beinustu leið
niður í miðbæ Brighton.“
Reiknar Svava með að margir
muni vilja nota haustmánuðina til að
skoða Chicago, einn af nýjustu
áfangastöðum Icelandair. „Mat-
armenningin trekkir marga að og
Chicago þekkt fyrir pönnupitsurnar
sínar. Áhugamenn um íþróttir hefðu
líka gaman af að sjá með eigin aug-
um leiki bæjarliðanna White Sox,
Cubs og Bulls. Ekki skortir versl-
anirnar og söfnin, en Chicago þykir
líka mikil útivistarborg með fallega
garða.“
Sérferðirnar óðum
að seljast upp
Morgunblaðið/Þórður
Ævintýri „Bandarísku ferðirnar eru ögn dýrari enda um lengra flug að ræða og gist í fleiri nætur,“ segir Svava.
Notalegheit Kvennaferðin til Birmingham verður eflaust eftirminnileg.
Baunin Stórborgin Chicago er einn af nýjustu áfangastöðum Icelandair.
Rómans París verður, ef eitthvað er, fallegri í vetrarbúningi.
Þrjár Parísarferðir á döfinni með Laufeyju Helgadóttur Carola
og Guddý stýra kvennaferð til Birmingham Veiking pundsins
ætti að koma sér vel fyrir þá sem vilja gera jólainnkaupin í ferðinni
Hallir Töfrar Pétursborgar eru engu líkir. Smolniy-klaustrið er perla.
Sæla Brighton er aðeins stutta lestarferð frá Gatwick og yndislegur bær.