Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
F
eðginin Ágúst Kvaran,
prófessor við Háskóla
Íslands, og Melkorka
Árný Kvaran, íþrótta-
og matvælafræðingur,
eiga sér sameiginleg áhugamál, ann-
ars vegar hlaup og hins vegar Út-
með’a, forvarnarátak Geðhjálpar og
Hjálparsíma Rauða krossins, sem
snýst um að draga úr sjálfsskaða og
fækka sjálfsvígum ungs fólks. Á
morgun sameina þau áhugamálin
þegar þau leggja upp í heljarinnar
utanvegahlaup í Grenoble í frönsku
Ölpunum í þágu átaksins. Hann ætl-
ar að hlaupa 170 km, hún 40. Hann
fer upp og niður fjögur fjöll, hún eitt.
Þótt þau séu þrautreyndir hlaupa-
garpar er hlaupið áskorun fyrir
bæði, hvorugt hefur hlaupið annað
eins.
Svo skemmtilega vill til að þau
leggja á fjöllin á sextíu og fjögurra
ára afmælisdegi Ágústs. „Þegar ég
sem unglingur hlustaði á bítlalagið
When I’m sixty four fannst mér að 64
ára gamalt fólk hlyti að vera nánast á
grafarbakkanum,“ rifjar hann upp.
Við blasir að sjálfur er hann fjarri því
að vera kominn að fótum fram, en
hann er trúlega með eldri ofurhlaup-
urum landsins og þótt víðar væri leit-
að. Hann hefur bókstaflega hlaupið
út um allar jarðir í hátt í aldarfjórð-
ung; ofurmaraþon hér heima mörg-
um sinnum, í Hollandi og á Ítalíu, ut-
anvegahlaup í hitasvækju í
Sahara-eyðimörkinni í Marokkó,
þrisvar í Grikklandi og er þá ekki allt
talið. Í fyrra hljóp hann umhverfis
Mont Blanc, hæsta fjall Alpanna,
Hvítfjall eins og það heitir á íslensku.
„Ég byrjaði seint að hlaupa,
tæplega fertugur, og þá styttri vega-
lengdir í götuhlaupum. Fyrsta heila
Reykjavíkurmaraþonið mitt var 1994
og upp frá því fór ég smám saman að
fikra mig yfir í ofurmaraþon og
fjallamaraþon.“
Og síðan hefur hann ekki linnt
látum.
Antisportisti sem reykti pípu
„Það er ekki á allra vitorði að
pabbi var antisportisti á árum áður.
Þegar ég var krakki var hann kyrr-
setumaður sem reykti pípu, algjör
sófakartafla í rauninni þá sjaldan
hann var ekki að vinna,“ ljóstrar
Melkorka upp. „En hann má eiga
það að hann kom alltaf til að fylgjast
með mér í fim-
leikum,“ segir hún.
Sjálf hefur hún
verið viðloðandi
hreyfingu og
íþróttir frá blautu
barnsbeini, að-
allega fimleika og
dans. Spurð hvort
antisportistinn
sem einu sinni var
hafi um síðir vakið
hjá henni áhuga á
hlaupum segir hún erfitt að meta
hvort eggið hafi kennt hænunni eða
öfugt.
„Ég byrjaði svolítið að hlaupa
þegar ég var í íþróttakennaranáminu
á Laugarvatni, þó ekki markvisst
fyrr en um aldamótin en þá hafði
pabbi nokkurra ára forskot á mig.
Líklega kynti hann undir áhuga
minn, sérstaklega á utanvegahlaupi,
eins og hann hefur mest stundað
undanfarið á meðan ég hef aðallega
verið í götu- og malbikshlaupi. Við
höfum æft og náð að hlaupa nokkur
maraþon saman í um fimmtán ár. Á
tímabili notaði ég pabba sem héra
þegar ég kepptist við að hlaupa 10
kílómetra á innan við 50 mínútum,“
segir Melkorka. „Hann eiginlega dró
mig í mark því hann fylgdi mér þótt
hann væri sprettharðari en ég,“
svarar hún, innt nánari skýringa á
hlutverki hérans.
1.500 hlauparar skráðir
Þar sem ekki er meiningin að tí-
unda hlaupaafrek þeirra feðgina,
enda kapítuli út af fyrir sig, víkur
sögunni að næsta áfanga: fjöllunum
fjórum í Frakk-
landi. Þótt Ágúst
hafi í fyrra hlaupið
umhverfis Mont
Blanc segir hann
UT4M eða Ultra
Trail Four Mount-
ains, eins og hlaup-
ið er kallað, vera
frekari áskorun að
því leyti að fjöllin
séu bæði hæðóttari
og mun þverhnípt-
ari en fjallið hvíta eða önnur sem
hann hefur spreytt sig á. „Vega-
lengdin er svipuð, en samanlögð
hækkun mín umhverfis Mont Blanc
var 10 þúsund metrar en verður
núna tæpir 12 þúsund metrar,“ segir
Ágúst. Til samanburðar eru 600 m
upp á Esjustein og er hækkunin því
um 20 sinnum meiri en sá veg-
arspotti.
„Markmiðið er að hlaupa þetta á
innan við 50 klukkutímum, en miðað
er við að hlaupið taki í mesta lagi 54
tíma, “ segir Ágúst og gerir ekki ráð
fyrir að leggja sig þótt boðið sé upp á
svefnaðstöðu á leiðinni. „Ég er pínu
smeykur að fara að sofa því það get-
ur verið erfitt að fara aftur af stað.
Reynsla mín er sú að adrenalínið
heldur manni gangandi. Hins vegar
geri ég ráð fyrir að stoppa á
drykkjar- og matarstöðvum og vita-
skuld á skráningarstöðvunum þar
sem fylgst er með að enginn sé að
svindla.“
Um 500 hlauparar eru skráðir
til leiks í 170 km hlaupið á UT4M.
Auk þess hlaupa um 400 á eitt fjall.
Þá eru um 400 til 500 sem skipta
fjöllunum á milli sín í boðhlaupi.
Heildarfjöldi hlaupara er því nálægt
1.500. Ágúst og Melkorka leggja
saman á brattann frá Grenoble, sem
er í 200 m hæð yfir sjávarmáli, en
hæsti tindurinn í fjallahlaupinu er
tæplega 2.500 m, eða um 400 m hærri
en Öræfajökull. Þau fylgjast að á
fyrsta fjallinu, en þá skilur leiðir og
Melkorka snýr heim á leið.
„Við höfum æft okkur töluvert í
sumar, margsinnis hlaupið saman á
Esjuna og Helgafellið. Þess utan
hljóp ég mjög krefjandi maraþon í
steikjandi hita í Kaupmannahöfn í
maí. Annars er ég alltaf á hlaupum,
því ég vinn við að þjálfa hlaupa- og
þrekóða og er aukinheldur þriggja
barna móðir. Þótt ég sé í góðu formi
hef ég aldrei áður hlaupið á fjöll í út-
löndum og þaðan af síður svona
brött, en mér skilst að sums staðar
þurfi hlaupararnir að hífa sig upp á
köðlum,“ segir Melkorka, sem eftir
þessa frumraun útilokar ekki að
hefja einhvern tímann fjallahlaup í
auknum mæli. „Seinna, þegar ég hef
meiri tíma – kannski þegar ég verð
sextíu og fjögurra ára eins og pabbi.“
Hlaupið fyrir Útmeð’a
Melkorka er einn af tólf stofn-
endum hlaupahópsins Útmeð’a sem í
fyrra setti sig í samband við Geð-
hjálp og hljóp hringinn um landið til
að safna peningum fyrir stuttu
myndbandi. Tilgangurinn var að
vekja athygli á að sjálfsvíg eru al-
gengasta dánarorsök ungra karla á
Íslandi og sporna við þeirri þróun
með því að opna umræðuna; hvetja
unga menn til að tjá sig um erfiða líð-
an sína og leita sér sérfræðihjálpar
ef á þarf að halda – koma útmeð’a.
Þeim Ágústi og Melkorku er því
engin launung á að átakið er þeim
hugleikið af persónulegum ástæðum.
Tengdasonur Ágústs – og mágur
Melkorku – er einn þeirra sem glímt
hafa við sjálfsvígshugsanir og á við
þunglyndi og kvíða að stríða. Hann
hefur komið útmeð’a og lært að lifa
með sjúkdómnum, sem hann tekst á
við með tiltækum ráðum. Ágúst og
Melkorka telja að í flestum fjöl-
skyldum sé einhver sem svipað hátti
til um.
Á morgun er svo stóri dagurinn
þegar þau feðginin spretta úr spori í
þeirra þágu. Uppi á fjallstindi hyggst
dóttirin syngja afmælissönginn fyrir
föður sinn og kannski líka gamla
bítlalagið When I’m sixty four.
Feðgin hlaupa
á frönsk fjöll
Hlaupagarparnir og
feðginin Ágúst Kvaran
og Melkorka Árný Kvar-
an leggja í bítið á morg-
un upp í hlaup í frönsku
Ölpunum. Hann hleypur
á fjögur fjöll, 170 km,
hún eitt, 40 km. Þau
hlaupa til góðs því mark-
miðið er að afla fjár til
styrktar forvarnarverk-
efninu Útmeð’a.
Undirbúningur Feðginin Ágúst og Melkorka hafa verið á hlaupum í allt
sumar, m.a. margsinnis hlaupið saman á Esjuna og Helgafellið.
Löngu fyrir hlaup Ágúst og Melkorka Árný Kvaran kringum árið 1980.
Hægt er að heita á Ágúst og
Melkorku með því að leggja fram-
leag á söfnunarreikning Útmeð’a,
546-14-411114, kt. 531180-0469.
Um 500 hlauparar
eru skráðir til leiks í
170 km hlaupið, um
400 hlaupa á eitt fjall
og 400 til 500 sem
skipta fjöllunum á
milli sín í boðhlaupi.
Sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra íslenskra karla, en
að meðaltali hafa fjórir til sex karlar á aldrinum 18 til 24 ára
svipt sig lífi árlega á síðustu árum. Um 500 til 600 manns leita
á hverju ári á heilsugæslu og sjúkrahús vegna sjálfsskaða.
Forvarnarátakið Útmeð’a hófst í fyrra þegar 12 manna
hópur setti sig í samband við Geðhjálp og Hjálparsíma Rauða
krossins og hljóp hringinn í um landið til að safna peningum
fyrir gerð myndbands til að stuðla að fækkun sjálfsvíga meðal
ungra karla. Hópurinn safnaði töluverðu fé og Útmeð’a-
myndbandinu var dreift oftar en nokkru öðru myndbandi á
Facebook eða 14 þúsund sinnum á liðnu ári.
„Við hjá Geðhjálp vorum himinlifandi yfir viðtökunum og
þeirri vitundarvakningu sem varð í kjölfarið meðal ungra
karla. Margir kusu að segja frá, koma útmeð’a og hvöttu kyn-
bræður sína til að tala um vandamál sín við sína nánustu og
leita sér sérfræðihjálpar ef á þyrfti að halda,“ segir Anna
Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Símtölum og netspjalli í Hjálparsíma Rauða krossins 1717
og erindum til Geðhjálpar fjölgaði umtalsvert. „Meðbyrinn
var slíkur að við ákváðum að halda áfram með verkefnið.
Núna horfum við svolítið meira til forvarna vegna sjálfsskaða
og þar af leiðandi frekar ungra kvenna en karla því þær eru í
meirihluta þeirra sem skaða sig. Útmeð’a-söfnunin snýst um
að safna fyrir gagnvirku forvarnarmyndbandi um sjálfsskaða
og bæta vefsíðu Útmeð’a. Myndbandið er þriggja mínútna
langt og gagnvirkt að því leyti að hægt verður að færa stiku á
miðjum skjánum og fylgjast með ungri konu frá tveimur sjón-
arhornum, annars vegar sýn annarra á hana og hins vegar
líðan hennar. Áhyggjur hennar eru tákngerðar í farangri sem
hún ber en er í lokin hjálpað að losa sig við,“ segir Anna
Gunnhildur.
Endurbættri vefsíðu er ætlað að hjálpa fólki að átta sig á
vandanum og leita sér hjálpar. Þar verður sérstakur kafli fyr-
ir þá sem vita um einhvern sem líður illa og annar með al-
mennum upplýsingum.
Áætlað er að frumsýna myndbandið og opna vefsíðuna 9.
september í tilefni af Alþjóðadegi sjálfvígsforvarna daginn
eftir, 10. september.
Útmeð’a – forvarnarmyndband og endurbætt vefsíða
Forvarnarmyndbandið Áhyggjur ungu konunnar eru tákngerð-
ar í farangri sem hún ber en er í lokin hjálpað að losa sig við.
Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september