Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 70

Morgunblaðið - 18.08.2016, Page 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Gunnar Geir Gunnarsson, verkfræðingur og deildarstjóri örygg-is- og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu, er 40 ára gamall ídag. „Við erum með fræðslumál og kynningarmál á okkar könnu, auglýsingar og slíkt, einnig slysaskráningar í umferð og flugi og erum að keyra áfram öryggisáætlanir stjórnvalda í umferð, flugi og siglingum. Eitt stærsta vandamálið í dag eru ferðamennirnir og við reynum að fræða fólkið með því að vinna fyrir það efni sem við dreifum til bílaleiga og ferðaþjónustuaðila. Síðan eru þetta mikið rútínuverkefni, fræðsla í skólum og auglýs- ingar til almennings. Við vorum að ráðast gegn farsímanotkun undir stýri með snapchat-átaki en í því létum við nokkrar snapchat-hetjur lenda í bílslysi. Þessi herferð var bara á snapchat og eldra fólk varð þar af leiðandi ekki mikið vart við þetta enda var ætlunin að mark- hópurinn sæi þetta. Við erum alltaf að leita nýrra leiða til að ná til fólks með það fé sem við höfum.“ Gunnar og vinur hans sem átti fertugsafmæli í gær héldu matarboð síðasta föstudag vegna tímamótanna. „Svo býð ég fjölskyldunni í mat- arboð um næstu helgi. Þessi leið var farin í staðinn fyrir að halda partí, en ég hef gaman af matseld. Svo glamra ég á gítar, aðallega á Þjóðhátíð í hvíta tjaldinu og partíum, ég hef gaman af því að spila fót- bolta og horfa á hann og spila póker með vinunum þegar færi gefst.“ Eiginkona Gunnars er Fríða Björk Arnardóttir, framkvæmdastjóri Neistans – styrktarfélags hjartveikra barna. Börn þeirra eru Kristinn Örn á tólfta ári og María Dís á áttunda ári. Í Flórída Fjölskyldan í Animal Kingdom um síðustu páska. Vinnur við að reyna að fækka slysum Gunnar Geir Gunnarsson er fertugur í dag F reyr Jóhannesson er fæddur 18. ágúst 1941 í Haga í Aðaldal og ólst þar upp. Freyr hóf iðnnám ár- ið 1959 í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem trésmiður þremur árum síðar. Freyr stundaði fornám að tækninámi í Vélskólanum til vors 1963 og sama ár lauk hann verklegu sveinsprófi í trésmíði. Í janúar 1964 lá leiðin í Köbenhavns Husbygnings- og Bygningsteknikum og lauk hann þar námi í byggingatæknifræði árið 1967. Að námi loknu lá leiðin heim og hóf Freyr störf hjá Almenna bygg- ingafélaginu. Hann vann við verk- hönnun Búrfellsvirkjunar og tveim- ur árum síðar réð hann sig til starfa hjá Fasteignamatsnefnd Reykjavík- ur og var þar um tveggja ára skeið við sérmat á atvinnuhúsnæði. Árið 1971 hóf hann störf á Almennu verk- fræðistofunni og varð þar meðeig- andi þar til hann hóf rekstur eigin verkfræðistofu. Eldskírn í Vestmannaeyjagosi Sérsvið Freys eru kostnaðaráætl- anir og tjónamat og urðu straum- hvörf á því sviði með Vestmanna- eyjagosinu árið 1973. Freyr var matsstjóri og framkvæmdastjóri nefndar sem mat tjón á byggingum af völdum gossins og var það tíma- mótaverkefni hérlendis. Þar stýrði hann viðamesta tjónamati til þess tíma; tæp þúsund hús voru metin og beitt vísindalegum og tölfræðilegum aðferðum sem voru nýlunda á þeim tíma en hafa síðan orðið viðtekin aðferðafræði. Síðan þá hefur Freyr stýrt tjóna- mati vegna helstu hamfara sem orð- ið hafa síðustu áratugina, má nefna snjóflóð á Vestfjörðum og Suður- landsskjálftana. Þá hefur hann leitt gerð kostnaðaráætlana margra helstu stórframkvæmda seinustu áratugi, svo sem vegna undirbún- ings virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga, bygg- ingar Seðlabanka Íslands, Helgu- víkurhafnar, Borgarleikhúss, Mjólkárvirkjunar, Fljótsdalsvirkj- unar, Búrfellsvirkjunar II, endur- bóta Sogsvirkjana og svo mætti lengi telja. Freyr hefur einnig verið meðdómari og dómskvaddur mats- maður í fjölda mála – þau skipta hundruðum. Freyr var einn af forvígismönnum Matsmannafélags Íslands, sat í stjórn þess um fimmtán ára skeið og Freyr Jóhannesson byggingatæknifræðingur – 75 ára Afmælisbarnið Freyr hefur stýrt gerð kostnaðaráætlana margra helstu stórframkvæmda á undanförnum áratugum. Stýrt tjónamati helstu hamfara síðustu áratuga Southfields, London Sigrún Edda Sveinsdóttir fæddist 18. ágúst 2015 kl. 17.00 og er því árs gömul í dag. Hún vó 3.300 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Elísa Eðvarðsdóttir og Sveinn Gunnlaugsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is SALA ÚTSAL A ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA ÚT ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA Ú ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA Ú lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8, 108 Reykjavík • sími 534 2727 • netfang alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is allt að 70% afsl. í fullum gangi EKKI MISSA AF ÞESSU, FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ! TS L N LA Ú TSALA ÚTSAL A T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.