Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 18.08.2016, Qupperneq 60
HAUSTferðir 201660 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Gott úrval af svefnsófum 2ja og 3ja sæta með eða án tungu. Opið virka daga 10 – 18 laugardaga 11 - 15 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Teg. Elsa 3 – 1 – 1 “TÍMALAUS CLASSIC” Teg. Antares 3 – 1 – 1 Teg. Cubo Teg. Como Teg. Pluto Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Nýju áfangastaðirnir eru að koma sterkt inn og hagstæðara gengi er líka hvetjandi fyrir fólk til að ferðast til útlanda, versla, njóta lífs- ins og borga minna fyrir en áður,“ segir Engilbert Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs WOW-air. Þeir sem vilja elta geng- isþróunina þangað sem hún hefur verið best ættu að kíkja á breska áfangastaði eða skjótast yfir til Kanada. Kan- adadollarinn hef- ur verið að fik- rast ögn niður á við frá því vorið 2015 og pundið lækkaði mjög hressilega í sum- ar eftir Brexit- kosninguna. Bendir Engilbert á borgir á borð við Montreal í Kanada og Edinborg og Bristol Bretlandsmegin. „Montreal er hreint frábær borg. Ég upplifði hana sjálfur í fyrsta skipti í vor og komst að því að þar er fjöldi freist- andi veitingastaða og margt um að vera. Edinborg þarf varla að kynna Íslendingum en Bristol er ekki síð- ur áhugaverð og áfangastaður sem virðist smám saman vera að spyrj- ast út á meðal Íslendinga.“ Blíðan í Barcelona Meðal breytinga á flugleiðum WOW má nefna að flogið verður til Barcelona allt árið. Geta landsmenn því flúið vetrarkuldann og slydduna og notið tilverunnar í spænsku menningarborginni þar sem lífið leikur við gesti og heimamenn. „Þar er enginn hörgull á verslunum, veð- urfarið milt og gaman að verja kvöldunum yfir tapas-réttum. Á ferðalögum sínum leggja Íslend- ingar ekki hvað síst áherslu á að geta fengið góðan mat og verslað ódýrt, og þar veldur Barcelona ekki vonbrigðum.“ Ekki er langt síðan WOW hóf að fljúga til New York, sjálfrar höf- uðborgar heimsins sem aldrei sefur. Samkeppni á flugmarkaði þýðir að það er farið að verða ódýrara að heimsækja þessa orkumiklu borg en Engilbert segir hægt að uppgötva eitthvað nýtt í hverri ferð. „Mér telst til að ég hafi heimsótt New York fjórum sinnum á lífsleiðinni og alltaf er ég að sjá nýjar hliðar á borginni. Þarna er samankominn þverskurður af allri menningu og mannlífi heimsins, og hægt að finna allt sem hugurinn girnist á til- tölulega litlum reit: matur, menn- ing, verslanir –New York stendur undir nafni á öllum sviðum sem sannkölluð stórborg.“ Með hlaupaskóna í farangrinum Íslendingar virðast upp til hópa miklir heimsborgarar og leitun er að þeim sem ekki reynir að ferðast til útlanda þó ekki sé nema einu sinni á ári. Engilbert segir ferða- venjurnar vera að mótast og þrosk- ast og nefnir að í seinni tíð sækist fleiri eftir því að hreyfa sig í ferða- laginu. Er þá t.d. passað upp á að pakka hlaupaskónum ofan í töskuna. „Við sjáum að margar vin- sælustu flugdagsetningarnar eru í kringum maraþonhlaupin. Í Mont- real verður t.d. haldið stórt mara- þon í september og von er á fjölda íslenskra hópa sem fljúga þangað á okkar vegum á góðu tilboðsverði,“ útskýrir Engilbert. „Eftir versl- unarmannahelgina sjáum við líka að golfáhugamenn fara að leita leiða til að lengja sumarið og bóka sér ferðir á staði einsog Alicante og Tenerife þar sem má halda áfram að æfa sveifluna í sólinni eftir að kuldi, vindur og væta haustsins byrja að dynja á íslensku golfvöllunum.“ Segir Engilbert algengt að hinn dæmigerði Íslendingur fari tvær eða þrjár skemmtiferðir til útlanda á ári. „Fer þá t.d. öll fjölskyldan saman í lengri ferð í sólina á sumrin en haustin eru frekar tími fyrir styttri helgarferðir til fallegra borga til að eiga rómantíska dvöl, kíkja kannski í búðir og jafnvel á söngleik.“ Tækifæri til tenginga Með fjölgun áfangastaða á æ fjar- lægari slóðum verður líka hægt að skoða enn meira af heiminum. Framandi staðir sem áður virtust í órafjarlægð eru allt í einu varla nema steinsnar í burtu. „Gott dæmi um þetta er beina flugið okkar til Los Angeles. Viðtökurnar hafa ver- ið góðar frá fyrsta degi og mjög góð sætanýting. En það sem fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir er að frá flugvellinum í Los Angeles má t.d. fljúga áfram alla leið til Hawaii. Örstutt stopp á LAX og um fimm tíma flug til Honolulu, og ferðalang- arnir eru komnir nánast hinum megin á hnöttinn, innan um pálmatré og brimbrettakappa.“ Framlengja sumarið í útlöndum  Íslendingar sækja í áfangastaði þar sem maturinn er góður og gaman að versla  Vaxandi hópur vill hreyfa sig í ferðalaginu, skokka eða stunda golf  Núna flýgur WOW til Barcelona allt árið um kring Getty Images Miðpunkturinn Alltaf er nóg um að vera á Times Square. Margir heillast af orkunni sem býr í New York. Þar er allt sem hugurinn girnist. Getty Images/iStockphoto Freisting Ekki er langt að fljúga í blíðuna og kræsingarnar í Barcelona. Heimilislegt Edinborg er afskaplega fögur og Skotarnir gestrisnir. Lifandi Montreal býður upp á litríkt mannlíf og menningarflóru. Engilbert Hafsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.