Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun ÚTSALA 30-60% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM UndirfötSundföt Náttföt Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Nýjar haustvörur Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMALIMM Nýtt Haust/vetur 2016 Full búð af flottum skólafötum www.dimmalimmreykjavik.is skipulagi svæðisins þyrftu að klár- ast, fara í deiliskipulagið og verða staðfest. Nýta má deiluskipulags- ferlið til að kynna íbúum hug- myndirnar um leið..... Ákveða hvað gera á við um- hverfið, minnka gróður eða leyfa svæðinu að vera náttúrulegt? Hreinsa svæðið og gera stíg. Ill- gresi er mikið og gefur til kynna að svæðið sé í órækt. Garð- yrkjudeildin hefur haldið illgresi í skefjum. Gott væri að svæðið í kringum skúrana væri gert huggu- legra, sem um leið gefur þá til kynna að hugsað sé um minjarnar og að þær séu einhvers virði.“ Ef fjármagn fæst Í niðurlagi áfangaskýrslunnar um hvað eigi að vera í forgangi 2016 „ef fjármagn fæst“ segir: „Áframhald á endurgerð skúr- anna, áframhald á hreinsun og endurgerð umhverfis, aðstaða til að draga og setja báta á flot með dráttarbraut, koma upp aðstöðu fyrir áhöld og búnað fyrir róðra og þá sem nýta munu svæðið, endur- gerð skúra og dráttarbraut. ca 3 m. kr.“ Eins og fram hefur komið hefur verið unnið að varðveislunni í tveimur starfshópum í 10 ár. Fyrst frá 2006-2010 og svo frá ársbyrjun 2015, en enn hefur afskaplega lítið gerst hvað varðar varðveislu þess- ara menningarminja og ekkert fjármagn verið sett í það verkefni. Það er ótrúlegt að búið sé að vinna slíka undirbúningsvinnu í tíu ár, þótt með hléum hafi verið, án þess að nokkuð skuli hafa verið aðhafst. Af myndinni úr drögum Ögmundar Skarphéðinssonar arki- tekts, sem birt er hér á síðunni, má sjá að hægt er að ráðast í end- urgerð og varðveislu svæðisins með smekklegum hætti án þess að stórkostlegum fjármunum sé varið í verkefnið. Þannig væri hægt að gera minningunni um róðra frá Grímsstaðavör hátt undir höfði, um leið og umhverfið væri fegrað og laðaði að sér gesti og gangandi í auknum mæli. Fengu ekki brautargengi Rétt er að ítreka að um drög er að ræða í myndum Ögmundar og teikningum, og ef marka má orð Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, hér í Morgunblaðinu 10. ágúst sl. þar sem hann sagði m.a.: „Það komu tillögur um hvernig ætti að viðhalda og endur- gera svæðið frá ágætum arkitekt fyrir nokkrum árum, en okkur sem vorum þá í umhverfis- og skipulagsráði fannst þær of um- fangsmiklar og of mikið inngrip í þessa mjög svo sérstöku byggð. Þannig að þessar tillögur, eins ágætar og þær voru, fengu ekki brautargengi,“ er ólíklegt að þeg- ar ákvörðun verður tekin um varðveislu skúranna verði farið í einu og öllu að tillögum Ögmund- ar. Hægt að endurgera Grímsstaðavör fallega  Drög arkitekts gera ráð fyrir að trönur verði reistar Drög Í tillögum Ögmundar er m.a. gert ráð fyrir endurbyggingu skúranna og að trönur verði reistar. Morgunblaðið/Júlíus Grásleppuskúrar Þeir mega muna sinn fífil fegurri, grásleppuskúrarnir við Grímsstaðavör, þótt vissulega hafi aldrei verið um glæsihýsi að ræða. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ástand grásleppuskúranna gömlu við Grímsstaðavör (við Ægisíðu) hefur að undanförnu verið gagn- rýnt mjög og sumir hafa beinlínis talið að hætta stafaði af þeim, ef hvessir verulega, eins og fram hef- ur komið í fréttum hér í Morgun- blaðinu. Borgarfulltrúar í Reykjavík, hvort sem þeir eru úr minnihluta eða meirihluta, virðast vera sam- mála um að verja beri og varð- veita skúrana í sem upprunaleg- astri mynd, til þess að varðveita minjar um þetta tímabil atvinnu- sögu Reykjavíkur. Þrátt fyrir það hefur afar litlu fjármagni verið veitt til slíkrar varðveislu. Starfshópur um menningar- minjar við Grímsstaðavör var skip- aður á fundi menningar- og ferða- málaráðs hinn 12. janúar 2015. Annar starfshópur, undir forystu Kjartans Magnússonar, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, vann að málinu á árunum 2006-2010. Telur verkefnið mikilvægt Í áfangaskýrslu starfshópsins frá því í fyrra um grásleppuskúr- ana segir m.a.: „Hópurinn telur verkefnið mikilvægt, en fram- kvæmd ræðst af vilja, forgangs- röðun og fjármagni. Af nógu er að taka en þar sem verkefnið er enn ekki á fjárhagsætlun eru hendur nokkuð bundnar.“ Fram kemur í skýrslunni að á meðan fyrri starfshópur var að störfum frá 2006-2010 hafi skúr- arnir verið hreinsaðir að innan sem utan, bárujárn endurnýjað að hluta, veggjakrot hreinsað, skúr- arnir sýrubornir, ný hurð smíðuð á skúr kenndan við Björn Guð- jónsson, trönur reistar við og skúrarnir styrktir að innan. Tveir fjölmennir borgarafundir hafi ver- ið haldnir á þessum árum, þar sem komið hafi í ljós mikill áhugi á svæðinu. Þar kemur jafnframt fram að Ögmundur Skarphéðinsson arki- tekt, hjá Hornsteinum arkitektum ehf. hafi unnið fyrir starfshópinn uppdrætti með tillögum að nýtingu svæðisins sem kynntir voru á opn- um fundi í Sjóminjasafninu og síð- an gert tillögu að deiluskipulagi fyrir svæðið sem kynnt var í skipulagsráði. Í áfangaskýrslu starfshópsins frá því í fyrrasumar segir m.a. þar sem hugmyndir um næstu skref eru reifaðar: „Drög Ögmundar að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.