Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Side 14
14 Helgarblað 26. janúar 2018fréttir B jörgunarsveitarfólk hefur áhyggjur af gjaldi bílaleiga á Íslandi fyrir að sækja bíla sem ferðamenn þurfa að yfirgefa vegna ófærðar og óveð- urs. Mikil umræða hefur verið um málið í Facebook-hóp Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Björg- unarsveitarfólk ræðir einnig um kostnað björgunarsveita við að losa fasta bíla. „Gengur ekki að við séum notuð sem frí þjónusta fyrir fólk sem situr fast en er ekki í hættu,“ segir einn björgunar- sveitarmaður. Annar stakk upp á að ríkið skattlegði bílaleigur fyrir dráttarkostnaði. DV hafði samband við nokkrar bílaleigur til að kanna kostnað við að sækja bíla. Það er mismunandi eftir aðstæðum hvað bílaleigur innheimta mikið hverju sinni. Hjá einni bílaleigunni sem DV hafði samband við er lágmarksgjald fyr- ir að sækja fastan bíl 45 þúsund krónur og bætist kílómetragjald þar ofan á. Há „gjaldskrá“ Meðlimur hópsins á Facebook segist hafa heyrt af svo kallaðri „gjaldskrá“ bílaleiga þar sem kostnaður við að skilja eftir bíla- leigubíl sökum ófærðar og óveð- urs hlaupi á nokkrum tugum þús- unda. „Hafa einhverjir tekið eftir hvort þetta hefur áhrif á okkar vinnu í ófærðar- og óveðursútköll- um. Er fólk tregara að yfirgefa bíl sinn eða er meiri þrýstingur á að við losum bílana?“ Einn segist hafa heyrt af slíku atviki í útkalli í Mosfellsheiði. Annar gagnrýnir ferðamenn sem hunsa veðurspár: „Á meðan veðurspár eru huns- aðar og fólk fer um víðan völl án þess að hafa nokkra glóru með í farteskinu þá endar það með kostnaði fyrir bílaleigur að sækja bílana sína þegar þeir eru skildir eftir. Ég held þetta flokkist undir kapítalisma … Sjálfboðaliðarnir hlaupa síðan frá sínum verkefnum til að sinna verkefnum opinberra aðila, eyðandi fé sem er búið að afla með ótal vinnustundum. Al- veg galið, segi ég.“ Einn björgunarsveitarmaður segir frá útkalli á Mosfellsheiði. „Þar var einn ferðamaður í hópn- um sem hafði samband við sína bílaleigu og fékk uppgefið að það kostaði ca. 600 USD að láta bíla- leiguna sækja bílinn. Það þótti honum frekar mikið og endaði á því að panta Yaris hjá annarri bílaleigu í sólarhring á 43 USD til að fara morguninn eftir og sækja fasta bílinn upp á Mosfellsheiði. Við lánuðum honum skóflu sem hann skilaði daginn eftir.“ Fá ríkið til að skattleggja Einn maður segir að það gangi ekki lengur að kalla frítt út björg- unarsveitir fyrir hættulaust ástand. „Það verður bara að fara að taka ákvörðun um heildræna stefnu í þessum málaflokki. Geng- ur ekki að við séum notuð sem frí þjónusta fyrir fólk sem situr fast en er ekki í hættu.“ Annar björgunarsveitarmað- ur segir: „Það er spurning að láta ríkið í að skattleggja bílaleigur fyr- ir þessum kostnaði svo hann renni þá til viðbragðsaðilanna.“ Margar björgunarsveitir losa ekki og draga fasta bíla Í hópnum var einnig mikil um- ræða um ábyrgð þeirra sem draga bíla og ástæðu þess að margar björgunarsveitir draga ekki fasta bíla þar sem hætta er ekki aðsteðj- andi. Segir einn meðlimur: „Sá sem dregur er ábyrgur fyrir farartækinu sem togað er í. Ef fólk vill losa bílinn og bíllinn er á veg- inum þá er það bara skófla 101. Ef bíllinn er utan við veg = Vaka, Krókur og dráttarbílaþjónustur af sama meiði. Við erum þarna til að bjarga fólki en ekki til að losa alla fasta bíla.“ Nokkrir björgunarsveitarmenn ræddu um hvort björgunarsveitir hefðu heimild til að rukka ferða- menn fyrir að losa bíla. „Það er óheimilt [fyrir björg- unarsveitir að] undirbjóða í samkeppnisrekstri. Við eigum auk þess að forðast að taka verkefni af verktökum sem hafa lifibrauð af verkefnum af þessu tagi. Sé engum verktaka til að dreifa er ekkert því til fyrirstöðu að sinna verkefninu.“ Væri ekki ódýrt í útlöndum Einn meðlimur hópsins spyr hvort það hafi verið reynt að fá undanþágu eða betri tryggingar á björgunarsveitarbíla þannig að tryggingar dekki kostnað verði skemmdir við að draga bíla. Því er svarað á þann veg að það sé ekki framkvæmanlegt. „Við megum ekki vera feimin við að rukka túrhestinn fyrir eðli- lega vinnu. Ef ég lendi í árekstri í Þýskalandi þá kostar það ekki undir 250–500 evrum að láta draga bílinn. Í Bretlandi getur það kost- að um 250 GBP að draga bíl af þjóðvegi,“ segir einn björgunar- sveitarmaður. Útlendingarnir þakklátir „Við hættum fyrir nokkrum árum að draga bíla og aðstoðum við ansi marga vegfarendur á Hellisheiði á hverjum vetri. Ef bíllinn stend- ur á veginum er bara „lítið“ fastur þá drögum við upp skóflurnar og förum að ýta. Ef bifreiðin er meira föst en svo að hægt sé að moka og ýta án þess að vinnan standi fram á vor þá bendum við þeim á dráttarbílaþjónustu og bjóðum við fólkinu sæti í bifreiðum okkar og frítt far niður af heiðinni,“ seg- ir björgunarsveitarmaður og held- ur áfram: „Viðbrögðin eru oftast þannig að útlendingar verða voðalega þakklátir að komast úr þessum aðstæðum en Íslendingar spyrja stundum hvort að eða af hverju við drögum ekki bílinn. Þegar við útskýrum fyrir þeim að við höf- um hætt að draga vegna ábyrgð- ar okkar við að bjarga öðrum með tilheyrandi kostnaði ef eitthvað kemur upp á og að okkar hlutverk sé að bjarga fólki eða verðmætum frá yfirvofandi tjóni eða hættu, þá skilur fólk okkur bara mjög vel og spyr hvort það sé einhver dráttar- bílaþjónusta í Hveragerði sem við getum bent þeim á. Vandamálin verða ekki mikið stærri en svo.“ Að lokum segir hann að margar dráttarbílaþjónustur séu á þeirra svæði ólíkt hjá mörgum björg- unarsveitum úti á landi. Mismunandi verð hjá bílaleigum Einn björgunarsveitarmaður sagðist hafa heyrt ólíkar upphæðir fyrir að draga bíla: „Tölurnar sem við fengum voru 10.000, 50.000 og 150.000.“ DV hafði samband við nokkrar bílaleigur til að kanna kostnað við að yfirgefa bíl vegna ófærðar og óveðurs. Það sem einkenndi svör á öllum bílaleigunum sem DV talaði við var að kostnaður færi mikið eftir aðstæðum og staðsetningu hverju sinni. Skiptir máli hvort það þurfi dráttarbíl eða ekki DV ræddi við Reyni Daða Hall- grímsson, stöðvarstjóra hjá Bíla- leigunni á Akureyri. „Þetta er metið út frá því sem er í gangi, ófærð eða veðri eða ein- hverju svoleiðis, þá reynum við að halda kostnaðinum alveg í lág- marki. Reglan hjá okkur, ef það þarf að nota dráttarbíl því bíll er fastur, út af veginum eða eitthvað svoleiðis, er að rukka 200 krónur á kílómetrann. En ef ég get sent starfsfólk á fólksbíl daginn eftir þá er það eitthvert samningsatriði sem tekur mið af aðstæðum. Ef um óviðráðanlegar aðstæður eins og óveður er að ræða þá reynum við að halda kostnaðinum alveg í lág- marki,“ segir Reynir. Aðspurður hver væri þá kostn- aður fyrir kílómetrann segir Reynir hann vera í kringum hund- rað krónur á kílómetrann. Lágmarksgjald 45 þúsund „Kostnaðurinn er mjög mismun- andi. Það fer eftir akstri. Mað- ur reynir náttúrlega alltaf að finna næstu aðila. Það eru hinir og þess- ir aðilar sem eru að gera út á þetta. Þeir fara þá og draga og rukka samkvæmt kílómetragjaldi,“ sagði starfsmaður hjá bílaleigunni Hertz. „Kílómetragjaldið er 300 krónur. Hjá okkur er það þannig að ef viðskiptavinir þurfa björgun þá er lágmarksgjaldið 45 þúsund og kílómetragjaldið bætist ofan á það, ef þarf að kalla út „rescue- bíla“ eins og við köllum þá. En ef tveir starfsmenn geta farið á fólks- bíl og sótt bílinn sjálfir þá erum við ekki að rukka þetta þjónustugjald og lækkum kílómetragjaldið.“ n „Gengur ekki að við séum notuð sem frí þjónusta fyrir fólk sem situr fast en er ekki í hættu Dýrt að festa bílinn n Björgunarsveitarfólk áhyggjufullt yfir gjaldtöku bílaleiga á Íslandi Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Myndin tengist fréttinni ekki beint.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.