Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Qupperneq 45
Útlit og heilsaHelgarblað 26. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ HÚÐIN er húðmeðferðarstofa sem var opnuð fyrir tveimur mánuð-um að Hátúni 6b í Reykjavík. Þar er boðið upp á ýmsar meðferðir sem auka heilbrigði húðar. Einnig er hægt að fá persónulega ráðgjöf um val á meðferð og hvað hægt sé að gera til að viðhalda heilbrigðri húð. Verði er stillt í hóf og reglulega er boðið upp á tilboð á meðferðum. Lára G. Sigurðardóttir læknir og Sigríður Arna Sigurðardóttir, hjúkrun- ar- og förðunarfræðingur, eru eigendur stofunnar. „Við meðhöndlum saklausar húð- breytingar eins og háræðaslit, fínar og djúpar andlitslínur, og óhreina húð, svo eitthvað sé nefnt,” segir Lára. „Við bjóðum einnig upp á laserháreyðingu, Restylane-fylliefni og ýmislegt til að fríska upp á húðina og hressa upp á útlitið.“ Hugsaðu vel um húðina Húðin gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í lífi okkar og því mikilvægt að hugsa vel um hana. Hún ver okk- ur gegn sýklum, óhreinindum, að- skotahlutum og útfjólubláum geislum sólarinnar. Taugaendar í húðinni láta okkur vita ef eitthvað er of heitt eða kalt, oddhvasst eða bitlaust og við létta snertingu sendir hún heilanum skilaboð sem slaka á líkamanum. Einnig er húðin mikilvæg til að stjórna vökvainni- haldi líkamans og hitastigi hans svo eitthvað sé nefnt. Ýmislegt hefur áhrif á heilbrigði húðarinnar og vega þyngst ljósabekkjanotkun, sól- böð og reykingar, sem allt hefur þau áhrif að húðin eldist hraðar. Húðin byrjar að missa styrkleika og teygjanleika um þrítugt og því fyrr sem maður byrjar að hugsa vel um húðina, því betur eldist hún. Hjá HÚÐINNI er boðið upp á fjöl- breyttar húðmeðferðir fyrir allan aldur og er meðferð valin sem hentar best hverjum og einum. Meðferðir sem vinna á ysta lagi húðarinnar og henta flestum eru dem- antshúðslípun sem er vinsæl meðferð sem hreinsar húð, gefur ljóma og frísk- legt yfirbragð. Einnig er að fara af stað ávaxtasýrumeðferð sem endurnýjar efsta lag húðar og vinnur á ýmsum húðvandamálum. Meðferðir sem vinna í dýpri lögum húðarinnar eru lasermeðferð sem dregur meðal annars úr slappleika, fín- um og djúpum línum og örum eftir ból- ur, og dermapen þar sem notaðar eru örsmáar nálar til að byggja upp húðina. Þessar meðferðir eiga það sameig- inlegt auka styrkleika og teygjanleika húðarinnar og gera hana áferðarfal- legri. Lasermeðferð er nú afar vinsæl til að eyða hárum varanlega og með laser er einnig hægt að fjar- lægja háræðaslit, sólarskemmd- ir, húðflúr og minnka rósroða. Annað sem er vinsælt í dag eru Re- stylane-fylliefni sem innihalda náttúru- legar sykrur sem sprautað er í undirhúð til að gefa aukinn raka og grynnka línur. Síðan er hægt að gefa fyllingu í varir á náttúrulegan máta eftir óskum hvers og eins. Hjá Húðinni bjóða Sigríður og Lára upp á persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf í notalegu um- hverfi. Húðin er að Hátúni 6b, Reykjavík. Síminn er 783-2233. Húðin er með heimasíðu: hudin.is og jafnframt á Facebook og Instagram: hudin.is. Hlúðu vel að húðinni með góðri meðferð HEILBRIGÐ HÚÐ ENDURSPEGLAR HEILBRIGÐAN LÍKAMA Eigendurnir Sigríður Arna Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og förðunarfræðingur, og Lára G. Sigurðardóttir, læknir, eru eigendur stofunnar. Þjálfunin er gefandi, bæði fyrir mig og viðskiptavini mína KRISTÍN SEGIR AÐ GÓÐUR ÞJÁLFARI SÉ GÓÐUR MANNÞEKKJARI Kristín Ólafsdóttir er einkaþjálfari hjá World Class í Ögurhvarfi, auk þess að vera þar með tíma í spinning. Hún starfaði fyrir hrun í fjármálageiranum, en ákvað að breyta um starfsvettvang og vinna starf sem væri meira gefandi, bæði fyrir hana og viðskiptavini hennar. „Ég var að vinna sem fjármála- og lífeyrisráðgjafi hjá gamla Kaupþingi. Þegar ég kynntist manninum mínum, sem var handboltamaður, leiddist ég sjálf út í æfingar. Mér fannst þetta skemmtilegt og leið ekki vel í þáver- andi starfi. Ég var með frekar ákveðn- ar skoðanir á því hvernig þjálfari átti að vera og starfa og stuttu fyrir hrunið þá hellti ég mér bara á fullt í þetta,“ segir Kristín. Hún segir alveg himin og haf á milli fyrra starfs og einkaþjálfunar- innar og þjálfunarstarfið oft töluvert meira krefjandi en um leið mun meira gefandi. Góður þjálfari þarf að vera hvetj- andi, en einnig að sýna stuðning „Það er margt sem góður þjálfari þarf til að bera. Undirstaðan er og verður alltaf góð þekking á líkaman- um, og góð þekking á þjálffræði. Það þarf líka að viðhalda þeirri þekkingu stanslaust. En góður þjálfari þarf einnig að vera góður mannþekkjari. Sama æfingaprógrammið hentar ekki öllum, fólk er í mismunandi líkamlegu ástandi og andlegu, og þarf á mis- munandi stuðningi á að halda. Það er mikilvægt að geta einmitt lesið á milli línanna og aðlaga æfingar og matar- æði að mismunandi persónuleikum og ástandi viðskiptavinanna.“ Fólk hefur einnig mismunandi þarf- ir og hefur mismunandi markmið með æfingum. „Sjálf er ég að þjálfa fólk sem stefnir á að hlaupa maraþon, taka þátt í fittnesskeppnum og jafnvel járnkalli. Ég er einnig með fólk sem stefnir ekki á neinar keppnir, fólk sem vill grennast og fólk sem vill þyngjast og fólk sem vill bara halda sér í formi.“ Það þarf að aðlaga æfinga- prógrömm og mataræði að hverjum og einum með tilliti til þeirra mark- miða. Jafnframt þá þarf aðhald þjálfarans bæði á og utan æfinga að passa við markmið viðskiptavinanna. Hún segist alveg geta staðfest að hún sé ákveðinn þjálfari, en leggur samt áherslu á að fólk sé að breyta um lífsstíl. Ekki að taka ræktina í ein- um spretti, borða hollt í nokkrar vikur en svo fari allt aftur í sama farið. „Það er flest gott í hófi. Maður vill æfa, líta vel út og vera heilbrigður, en vill samt geta notið lífsins og liðið vel, til þess er leikurinn gerður.“ Til að hafa samband við Kristínu má hringja í World Class Ögurhvarfi í síma 517-0612, einnig má finna allar upplýsingar um hana á heimasíðunni: worldclass.is Umsagnir „Við hjónin segjum nú bara eins og börnin, Kristín er algjört æði. Hún er fagmanneskja fram í fingurgóma með frábæra næmni bæði á líkam- legt og andlegt ástand og endalausa fjölbreytni í æfingum sem gerir það meðal annars að verkum að það er ekkert mál að mæta óguðlega snemma á morgnana til hennar og takast á við sjálfan sig.“ - Hjónin Kristín S. Sigtryggsdóttir og Hallur A. Baldursson. „Ég er búin að æfa hjá Kristínu í að verða 2 ár núna, verð 43 ára á þessu ári og hef aldrei verið í jafngóðu formi. Hún hefur einstaka hæfni til þess að hafa æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar og finna út hvað það er sem maður þarf að vinna í. Einnig greindist ég með brjósklos núna í vet- ur og ég þakka henni alfarið fyrir það að ég hafi látið athuga á mér bakið því hún ýtti mér til þess. Algjörlega ótrúlega góður og metnaðarfullur þjálfari sem ég mæli hiklaust með.“ -Hulda Rós Hákonardóttir. „Kraftmikil, nákvæm, markmiða- sett og mikill áhugi til að ná árangri eru nokkur orð sem lýsa Kristínu sem einkaþjálfara. Hún byggir upp þjálf- un sem hentar hverjum og einum og þeirra markmiðum, eftir þeirra getu. Æfingarnar hjá henni eru mjög fjöl- breyttar og hefur hún einstakt lag á að láta mann ekki staðna. Hún þrýstir manni eins langt og maður getur með sinni einstöku ákveðni. Númer eitt er hún alveg frábær einstakling- ur.“ -Hjónin Sigrún Bender og Baldur Rafn Gylfason. Mynd / Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.