Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Page 66

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Page 66
66 menning Helgarblað 26. janúar 2018 Blóðpeningar knýja listaheiminn Fréttnæmt Næturvagninn eftir Brim Um síðustu helgi fóru nætur­ vagnar Strætó í sínar fyrstu ferð­ ir en það er nýjung að strætó sinni næturakstri um helgar. Í gegnum tíðina hefur strætó og almenningsvagnakerfi höfuð­ borgarinnar ósjaldan verið yrkis­ efni reykvískra skálda og við­ fangsefni listamanna. Eitt dæmi um hvernig næturstrætó hefur verið nýttur á frumlegan hátt í listsköpun er í lagi hinnar goð­ sagnakenndu sörfhljómsveitar Brim, af plötunni Hafmeyjur og hanastél sem kom út árið 1996. Undir afslöppuðu, blúsuðu sólstrandarrokkinu má heyra ógreinilegt suð sem einstak­ lega athyglisskörp undirmeðvit­ und gæti tengt við strætóferð­ ir sínar. „Í hægri hátalaranum er upptaka úr ferð í næturvagni Strætó frá Lækjartorgi og upp í Árbæ. Ferðin tók um klukkutíma þannig að ég hraðaði um tuttugu sinnum á upptökunni, útkoman er því hátíðnisuð sem er nánast ógreinilegt,“ segir tónlistarmað­ urinn Curver (sem ávallt kall­ aði sig Bibbi barti, þegar hann spilaði á gítar með Brimi). Með þessari hljóðtilraun Curvers tryggðu næturvagnar tíunda ára­ tugarins sér öruggt (en ógreini­ legt) sæti í menningarsögunni. r i i Hinn heimsþekkti ljósmyndari Nan Goldin segir helstu verndurum lista í samtímanum, Sackler-fjölskyldunni, stríð á hendur – Bera ábyrgð á og græða á ópíumfaraldrinum Þ eir eru eflaust ófáir listunn­ endurnir sem hafa rekist á nafn Sackler­fjölskyldunn­ ar á menningarrúnti sínum á undanförnum árum. Til dæm­ is ef þeir hafa heimsótt nýjan for­ garð Victoria & Albert­safnsins eða nýlega álmu Serpentine­gall­ erísins í London, þann hluta Metropolitan­ safnsins sem hýsir gamlar egypskar minjar eða menntamið­ stöð Guggen­ heim­safnsins í New York. Allt ber þetta skýrt og greinilega nafn helsta velgjörðafólks umræddra stofnana; Sackler. Í gegnum árin hafa fjöl­ skyldumeðlimir fengið að baða sig í sviðsljósinu vegna gjafa sinna til vísinda­, há­ skóla­ og menningarmála, en nú er athyglin hins vegar fljótt og örugglega að færast yfir á uppruna auðæfanna. Ríkidæmi Sackler­ anna byggist nefnilega að miklu leyti á sársauka og fíkn annarra. Verkjalyfið OxyContin sem fjöl­ skyldufyrirtækið framleiðir er af mörgum álitið einn helsti orsaka­ valdur ópíumfaraldursins sem geisað hefur í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur orðið 200 þúsund manns að bana frá alda­ mótum. Einn þekkasti ljósmyndari heims, Nan Goldin, er á meðal þeirra sem ánetjuðust verkjalyfinu. Hún hefur nú hafið herferð þar sem markmiðið er að neyða Sackler­ fjölskylduna til að bera ábyrgð á viðskiptum sínum. „Til þess að fanga athygli þeirra verðum við að ráðast á góðgerðarstarfsemina. Þau hafa þvegið blóðpeninga sína á göngum safna og háskóla víðs vegar um heiminn,“ skrifar Goldin í opnu bréfi í tímaritinu Artforum. Blóðugar blekkingar Auður Sackler­fjölskyldunnar varð til í fjölskyldufyrirtækinu Purdue Pharma. Það voru bræðurnir Arthur, Mortimer og Raymond sem keyptu fyrirtækið á sjötta ára­ tugnum, byggðu upp og arfleiddu börn sín að því þegar þeir létu­ st (sá fyrsti árið 1987 og síðasti í fyrra). Fyrirtæk­ ið fór fyrst að skila stjarn­ fræðilegum hagnaði eftir að það byrjaði að framleiða og selja verkjalyfið OxyContin árið 1995. Lyfið þótti byltingarkennd nýj­ ung á verkjalyfjamarkaðnum. Töflurnar voru gerðar úr oxý­ kódoni, verksmiðjuhannaðri afleiðu af ópíum – svokölluð­ um ópíóðum – sem hefur verið kölluð efnafræðileg frænka heróíns. Læknar voru hins vegar smeykir við að skrifa upp á svo ávana­ bindandi efni nema sem allra síð­ asta úrræði þannig að Purdue Pharma lagðist í mikla markaðs­ herferð til að breyta viðhorfunum. Fyrirtækið fjármagnaði rannsókn­ ir og borgaði læknum sem voru já­ kvæðir í garð efnanna rausnarlega. Um áratug seinna viður­ kenndu þrír yfirmenn í fyrirtæk­ inu við sakamálarannsókn að hafa blekkt eftirlitsyfirvöld, lækna og sjúklinga, log­ ið til um hversu ávana­ bindandi lyfið væri og hversu auðvelt væri að misnota það. Árið 2007 þurfti fyrirtækið því að greiða 600 milljónir dollara í sekt fyrir blekkingarnar – en þá var skaðinn löngu skeður. Medici-ætt nútímans OxyContin var ávísað frjálslega í upphafi og varð neysla þess og misnotkun strax mikil, æ fleiri urðu háðir lyfinu. Auðvelt var að brjóta töflurnar niður í duft, sjúga upp í nef, gleypa eða sprauta efninu í æð til að það virkaði hraðar og kröftugar. Eftir því sem eftirlits­ yfirvöld reyndu að hemja neysluna og misnotkunar­ möguleika sneru not­ endur sér í auknum mæli að öðrum skyld­ um vímuefnum á borð við heróín. Fjórir af hverjum fimm heróínneytendum í Bandaríkj­ unum í dag eru sagðir hafa leiðst þangað út frá neyslu lyfseðils­ skyldra verkjalyfja. Fíkn í ópíum­ efni hefur aukist gríðarlega frá því að OxyContin kom á mark­ að og hafa 200 þúsund Bandaríkjamenn látist vegna fíknarinnar frá árinu 1999. Tvö nýleg og áberandi dæmi um þetta eru tónlistarmennirnir Prince og Tom Petty. Á meðan ópíumfaraldur­ inn hefur geisað hefur Sackler­ fjölskyldan verið dugleg að fjár­ magna ýmiss konar mennta­ og menningarstarfsemi og feng­ ið nafn sitt veggfóðrað á virtu­ stu listastofnanir beggja vegna Atlants hafsins. Raunar hefur fjöl­ skyldan verið svo aðsópsmikil í listalífinu að hún hefur stund­ um verið kölluð Medici­fjölskylda samtímans – og er þá líkt við flór­ enska viðskiptafjölskyldu sem hélt uppi listalífi Ítalíu á seinni hluta miðalda. Fjölskyldunni hefur ver­ ið hampað sem dæmi um hvernig ríkir kapítalistar geti gert heiminn að betri stað. Nú er hin jákvæða ímynd fjölskyldunnar óðum að molna, meðal annars eftir ítarlega grein um fjölskylduna í The New Yorker undir lok síðasta árs. Þrýstingur á söfnin Sem fyrr segir er Nan Goldin í hópi þeirra sem hafa ánetjast hörðum vímuefnum eftir að hafa fengið uppáskrifað OxyContin hjá lækni. Hún er einn áhrifamesti ljós­ myndari samtímans og segir frá reynslu sinni í opnu bréfi í Art­ Forum og viðtali við breska dag­ blaðið The Guardian. Goldin hefur frá áttunda ára­ tugnum tekið opinskáar heim­ ildaljósmyndir af jaðarsamfé­ lögum, meðal annars gefið magnaða innsýn í heim dragdrottninga og samfélög samkyn­ hneigðra. Í upphafi níunda áratugarins var hún hluti af og ljós­ myndaði hóp fólks sem var í harðri vímuefnaneyslu og lifði óhefðbundnu og óhefluðu lífi. Berskjaldaðar myndir hennar af ofbeldi, kynlífi og vímuefnaneyslu hafa haft gríðarleg áhrif langt út fyrir ljósmyndaheiminn. Árið 2014 skrifaði læknir upp á OxyContin fyrir hana vegna sina­ bólgu í úlnlið. Hún var óvirkur fík­ ill og varð umsvifalaust háð verkja­ lyfinu og þegar læknar hættu að vilja skrifa upp á það leitaði hún, eins og svo margir aðrir, á svarta markaðinn – og svo að öðrum vímugjöfum. Eftir að hún kom úr meðferð í mars í fyrra sökkti hún sér ofan í rannsóknir á ópíumfar­ aldrinum og ástæðum hans. „Mér finnst ég skulda þeim sem far­ aldurinn hefur haft áhrif á að ég geri þessa persónulegu reynslu pólitíska,“ segir hún. Eftir að Goldin komst að því að Sackler­fjölskyldan bæri ábyrgð á útbreiðslu OxyContin fór hún af stað með herferð þar sem mark­ miðið er að neyða fjölskylduna til að gangast við ábyrgð sinni. Hún vill að fjölskyldan noti auðæfi sín til að fjármagna forvarnir og með­ ferðarúrræði fyrir fíkla, frekar en í að fá nýbyggingar í virtum listasöfnum nefnd eftir sér. Um leið vill hún að menningar­ stofnanirnar hætti að taka við fjár­ munum frá fjölskyldunni: „Ég er ekki að biðja söfnin um að skila peningunum, en ég vil ekki að þau taki við meiru frá Sackler­fjöl­ skyldunni, og ég vil að þau sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu við herferð mína.“ n „Þau hafa þvegið blóðpeninga sína á göngum safna og háskóla víðs vegar um heiminn. Nan Goldin Ljósmyndar- inn hefur sagt Sackler-fjöl- skyldunni stríð á hendur. MyNd NaN GoldiN Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Úr listheiminum n Breski tónlist- armaðurinn Mark E. Smith er látinn, 60 ára að aldri. Hann hélt úti hinni goðsagna- kenndu síðpönksveit The Fall í meira en fjóra áratugi. Hann var meðal annars frægur fyrir sukklíferni sitt, orðsnilli og ótrúlegan útgáfudugnað. n Menningarráðuneyti Rússlands hefur afturkallað leyfi fyrir útgáfu nýjustu grínmyndar Bretans Arm- ando Iannucci, The Death of Stalin. Um er að ræða kolsvarta kómedíu um síðustu daga leiðtoga Sovétríkj- anna sálugu. n Einn virtasti furðusagnahöfundur heims, Ursula K. Le Guin er látin, 88 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir Earthsea-þríleikinn og vísindaskáld- söguna The left hand of darkness, en vinsældir hennar náðu langt út fyrir raðir hefðbundinna aðdáenda vísindaskáldsagna. n Alvia Islandia, Högni Egilsson og Björk eru meðal þeirra tólf tónlist- armanna sem eru tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaun- anna 2017. Þau eru tilnefnd fyrir plötur sínar Elegant Hoe, Two Trains og Utopia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.