Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 9. O K T Ó B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  246. tölublað  105. árgangur  STYRKJA FLÓTTAFÓLK TIL NÁMS 30 ÁR FRÁ SVARTA MÁNUDEGI ÓPERAN TOSCA ER RAMM- PÓLITÍSK VIÐSKIPTAMOGGINN ÍSLENSKA ÓPERAN 90STYRKTARSJÓÐUR 24 MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Laun og starfstengdar greiðslur fjöl- skyldna og einstaklinga hækkuðu mikið í fyrra og voru 84 milljörðum kr. hærri en árið á undan. Ef þessi hækkun er borin saman við launa- greiðslur árið 2009 er um 11% vöxt raunlauna að ræða í landinu. Þetta kemur fram í ítarlegri út- tekt Páls Kolbeins, rekstrarhag- fræðings hjá ríkisskattstjóra, á álagningu einstaklinga 2017, sem birt er í Tíund, blaði embættisins. 72,3% þeirra sem voru með tekjur greiddu tekjuskatt, sem er hærra hlutfall en hefur sést í langan tíma. Hins vegar jukust skuldir vegna íbúðarhúsnæðis nú í fyrsta skipti frá hruni um 28,9 milljarða á árinu. „Það er ekki neinum blöðum um það að fletta að árið 2016 ríkti aftur góðæri í landinu sem minnti að mörgu leyti á ástandið sem hér skap- aðist fyrir tæpum áratug, rétt áður en allt féll. Útlendingar streyma nú til landsins, tekjur hafa aukist og eignir hafa hækkað í verði,“ segir í grein Páls. Erlendir ríkisborgarar hafa aldrei verið fleiri og eiga sífellt stærri hlut í skattheimtunni, en fram kemur að rétt um einn af hverjum átta fram- teljendum var erlendur ríkisborgari árið 2016. Stór hluti þeirra er á ald- ursbilinu 21 til 30 ára eða 22,7% allra framteljenda í þeim aldurshópi. Páll segir að líkast til sé þessi mikla fjölgun tímabundin ,,en ef er- lendum ríkisborgurum á skatt- grunnskrá heldur áfram að fjölga um 27,3% á hverju ári eins og árið 2016 verða þeir orðnir fleiri en Ís- lendingar á grunnskrá eftir rúm átta ár“. Innstæður einstaklinga í bönkum hafa vaxið frá árinu 2013 og stóðu þær í um 556 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá vaxið um 36,5 millj- arða frá árinu áður. „Þá áttu börn rúman 17,1 milljarð á bankareikningum og fengu þau rúmar 600 milljónir í vexti af þessum innstæðum,“ segir í greininni. Stórauknar tekjur og eignir  Börn eiga 17,1 milljarð á bankareikningum  Skuldir jukust í fyrsta skipti eftir hrun  Einn af hverjum sex framteljendum á þrítugsaldri erlendur ríkisborgari MFramtöl sýna … »20 og 22 Morgunblaðið/Ómar Hús Fasteignir voru metnar á tæpa 3.596 milljarða en skuldir af íbúðar- húsnæði jukust um 28,9 milljarða.  Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG, segir „alla sjá“ að hátekju- skattur sé „ekki risavaxinn tekju- stofn“ fyrir ríkið. VG leggur til há- tekjuskatt á árs- tekjur yfir 25 milljónir. Þá kveðst Katrín styðjast við nýja skýrslu ASÍ um skattbyrði annars vegar og greiningu Indriða H. Þorlákssonar, fv. ríkisskattstjóra, hins vegar hvað varðar aukna skattbyrði allra hópa nema tekjuhæstu tíundarinnar. Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, segir það ekki koma fram í skýrslu ASÍ að skattbyrði allra hópa nema tekjuhæstu tíundar- innar hafi aukist síðustu ár. »6 Hátekjuskattur skili ekki miklum tekjum Katrín Jakobsdóttir Mikið rok var á Suðvesturlandi í gær og fengu haustlaufin mörg hver að fjúka af trjánum í sinn hinsta dans. Áfram blæs í dag. Það má búast við stífri austanátt, 10-15 m/s víða um land en stormi með suðurströndinni þar sem búast má við svipuðum vindhraða og í gær. Spáð er talsverðri úrkomu á Suðausturlandi og Austfjörðum en hefðbundinni rigningu annars staðar, hiti verður 6 til 10 gráður á landinu. Laufblöðin fengu mörg hver að fjúka Morgunblaðið/Árni Sæberg  Þjóðskrá Ís- lands fær 34.000 til 36.000 lög- heimilistilkynn- ingar inn á sitt borð ár hvert, en rangar skrán- ingar eru áætl- aðar um 1-2% allra flutninga. Miklar umræð- ur hafa nú skap- ast í hópi á Facebook þar sem fólk deilir sögum af reynslu sinni og annarra af röngum lögheimilis- skráningum. Segjast sumir hafa fengið heimsókn úr undirheimum vegna rangra skráninga. »48 Undirheimar bönk- uðu ranglega upp á Hús Eru allir rétt skráðir til heimilis?  Basic Events, fyrirtækið sem á skemmtihlaupin Color Run og Gung-Ho á Ís- landi, ætlar að halda á annan tug hlaupa í Skandin- avíu á næsta ári, en fyrirtækið hef- ur eignast réttinn fyrir öll Norður- lönd. Áætlanir gera ráð fyrir að um 70 þúsund manns taki þátt. „Við bú- um að reynslunni sem við höfum öðl- ast hér heima með Color Run síðast- liðin þrjú ár og Gung-Ho nú í sumar,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson. »ViðskiptaMogginn Íslensk Gung-Ho og Color Run útrás Color Run Banda- rískt að uppruna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.