Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) ver 30 milljónum króna til kosn- ingabaráttunnar að þessu sinni. Sam- fylkingin hefur 13 milljónir króna úr að spila í kosningabaráttunni. Þetta kom fram í samtölum við Björgu Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra VG, og Hrannar Arnarsson, kosn- ingastjóra Samfylkingarinnar. Fjár- hæðin sem VG ver í baráttuna nú er nokkru lægri en fyrir þingkosning- arnar í fyrra, en þá var hún 34,5 millj- ónir. Hjá Samfylkingunni er upp- hæðin langtum lægri en í fyrra þegar kosningabaráttan kostaði flokkinn um 40 milljónir króna. Björg Eva segir að útgjöld vegna landsfundar flokksins sem haldinn var dagana 6.-8. okt. séu inni í töl- unni. Þá er innifalinn rúmlega 400 þúsund króna styrkur til hvers kjör- dæmanna sex, samtals um 2,5 millj- ónir króna. Flokksmenn í hverju kjördæmi afla síðan fjár sem skrif- stofan í Reykjavík hefur ekki yfirsýn yfir að svo stöddu. Um tveir þriðju útgjaldanna hjá VG fara í auglýsingar og birtingar hjá fjölmiðlum. Minnst er auglýst í sjónvarpi enda er það dýrast. „Sam- félagsmiðlar eru mikið notaðir, face- book mest, en líka twitter, instagram og snapchat,“ segir Björg Eva. „Öll kjördæmin hafa ráðið sér kosninga- stjóra í nokkrar vikur, sem vinna með föstu starfsfólki í kosninga- stjórnarteymi, en önnur þjónusta sem við kaupum er af birtingahúsi og við kaupum vinnu við hönnun, sam- félagsmiðla, heimasíðugerð og fjár- öflun.“ Um 2,5 milljónir króna af kosn- ingafé Samfylkingarinnar fara til fé- laganna í kjördæmunum sex, en þau munu að auki reyna að afla fjár á sjálfstæðan hátt. „Stærstur hluti út- gjaldanna, um átta milljónir króna, fer í gerð kynningarefnis og birtingu auglýsinga, en aðeins einn starfs- maður hefur verið ráðinn til Samfylk- ingarinnar í fullt starf vegna kosn- ingabaráttunnar á landsvísu,“ segir Hrannar. „Ég veit það hljómar mjög lágt,“ bætir Hrannar við, „enda er það mjög lágt, en þannig er það. 13 millj- ónir í heild, plús möguleg viðbót í ein- stökum kjördæmum, sem ég fæ ekki upplýsingar um fyrr en ársreikning- ar verða gerðir fyrir Samfylkinguna í heild“. Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna  Samfylkingin ver 13 milljónum til kosningabaráttunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kosningaútgjöld Hluti kostnaðar VG er vegna nýlegs landsfundar. Hrannar Björn Arnarsson Björg Eva Erlendsdóttir Jón Gunnarsson samgöngu- ráðherra ætlaði að halda opinn há- degisfund með Vestmannaeyingum í hádeginu í gær. Hætt var við fund- inn þegar flugi var aflýst í gær- morgun og Herjólfur sigldi til Þor- lákshafnar. Flugfélagið Ernir náði svo að komast til Eyja í hádeginu en þá var búið að blása fundinn af. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði það algengt að truflanir á sam- göngum settu strik í reikninginn. „Ég held að það hafi verið von á gestum ofan af landi á þrjá fundi hjá Vestmannaeyjabæ í morgun. Fresta þurfti öllum fundunum vegna veðurs,“ sagði Elliði í gær. Hann sagði að röskun á sam- göngum fylgdi því að búa á eyju og fólk vissi af því. „En við erum orðin langeyg eftir varanlegri lausn í Landeyjahöfn. Þegar við ferðumst verðum við alltaf að vera með plan A, B og C og stundum gengur ekkert þeirra eftir,“ sagði Elliði. gudni@mbl.is Samgönguráðherra fékk ekki far til Eyja Jón Gunnarsson Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lög- bann sýslumannsins í Reykjavík á frekari birt- ingu frétta sem byggðar eru á gögnum úr Glitni banka sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum. Í ályktun stjórnar Blaðamanna- félagsins er þess krafist að lögbannið verði þegar látið niður falla. „Ákvörðun embættis sýslumannsins í Reykja- vík er stórlega gagnrýniverð. Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum, en það er sérdeilis alvarlegt þegar það er gert í aðdraganda almennra þingkosninga. Í því ljósi er ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík fullkomlega óskiljanleg. Það bætir svo gráu ofan á svart að gögnin höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í nærfellt tvær vikur áður en lögbann- ið var sett, þannig að það bar enga nauðsyn til þess að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða gagn- vart tjáningarfrelsinu í landinu,“ segir í álykt- uninni. „Ekkert annað en opin og heiðarleg umræða er til þess fallin að uppræta það vantraust sem ríkir í íslensku samfélagi og til þess þarf að styrkja tjáningarfrelsið í sessi, en ekki leggja hömlur á það. Leyndarhyggja á aldrei rétt á sér,“ segir þar ennfremur. Grefur undan frelsi fjölmiðla Harlem Désir, fulltrúi um frelsi fjölmiðla hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, lýsti í gær áhyggjum af umræddu lögbanni. „Það að koma í veg fyrir allan fréttaflutning af þessu máli er of langt gengið og grefur undan frelsi fjölmiðla, sem og rétti almennings til upplýsinga,“ sagði hann. hdm@mbl.is Lögbannið „stóralvarlegt mál“  Stjórn Blaðamannafélags Íslands krefst þess að lögbann á fréttir Stundarinnar verði látið niður falla  Fulltrúi hjá ÖSE segir það grafa undan frelsi fjölmiðla Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í for- eldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi und- anfarið. Til- tölulega stórir ár- gangar ungs fólks hafa komið inn á fasteignamarkaðinn á undanförnum árum. Á sama tíma hafa nýbyggingar ekki verið færri síðan á sjötta áratugnum. Ofan á hæga uppbyggingu hefur bæst aukin skammtímaleiga íbúða til ferðamanna. Á Húsnæðisþingi í byrj- un vikunnar kom fram að um 1,2% íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í leigu á Airbnb í 180 daga eða fleiri síðasta árið. Á landsbyggðinni er vandinn gjarnan sá að markaðs- verð húsnæðis er undir bygging- arkostnaði. Fjöldi íbúa á hverja íbúð hér á landi hefur aukist undanfarin ár á meðan þeim hefur farið fækkandi annars staðar á Norðurlöndum. Í dag eru um 2,5 íbúar í hverri íbúð á Ís- landi en annars staðar á Norð- urlöndum eru um 2 íbúar í hverri íbúð. Sigrún Ásta Magnúsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Íbúðalánasjóði, greindi frá því að flest sveitarfélög á landinu ynnu nú að gerð húsnæðisáætlana í samstarfi við Íbúðalánasjóð. Mark- miðið með húsnæðisáætlunum sé að tryggja að fjölgun íbúða í einstökum sveitarfélögum og á landinu öllu sé í takt við mannfjöldaspár og breyttar fjölskyldugerðir. Sagði Sigrún að 48 sveitarfélög hefðu hafið vinnu við húsnæðisáætlun og eru 15 þeirra ýmist langt komin eða hafa birt áætlun. Sífellt fleiri fastir í for- eldrahúsum  2,5 íbúar í hverri íbúð hér Skortur Húsnæði. Fjölbreytt dagskrá var á fyrri degi heimsóknar forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elízu Reid í Norðurþingi í gær. Dagskráin hófst á Hveravöllum þar sem þau kynntu sér vistvæna ræktun grænmetis. Að því búnu héldu forsetahjónin á leikskólann Grænuvelli þar sem nemendur á Árholti buðu þeim á barnafund. Forsetinn opnaði nýja deild á leik- skólanum Róm, og í kveðjuskyni færðu nemendur Guðna og Elízu falleg hálsmen og mynd í ramma með einkunnarorðum leikskólans. Þau heilsuðu upp á hina 96 ára Huldu Þórhallsdóttir í Árholti, næstelsta húsinu á Húsavík, og sungu með nemendum á sal Borg- arhólsskóla. Guðni og Elíza komu við á dval- arheimilinu Hvammi, í Safnahúsinu og í Húsavíkurkirkju. Þá gæddu þau sér á hákarli í Helguskúr hjá Helga Héðinssyni, sem hann veiðir og verkar ásamt félaga sínum. Heimsókninni lýkur í dag. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sungu með krökkunum á Húsavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.