Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ForstjóriÍbúðalána-sjóðs ræddi húsnæðismál á fundi sem sjóður- inn stóð fyrir á dög- unum. Þar kom ým- islegt fróðlegt fram, til að mynda sagði forstjórinn að nú væru fordæmalausir tímar á húsnæðismarkaði, þar sem 9.000 íbúðir vantaði á mark- aðinn á næstu þremur árum. Þetta kemur raunar ekki al- veg á óvart því að á það hefur verið bent árum saman að mikið hafi vantað upp á það í höfuð- borginni að borgaryfirvöld byðu upp á viðunandi fjölda lóða á þeim svæðum sem hagkvæmt er að byggja. Tregða borgaryf- irvalda hefur verið slík að þau hafa neitað að skipuleggja byggð utan Elliðaáa en lagt þess í stað alla áherslu á þétt- ingu byggðar þar sem mest hef- ur verið byggt fyrir og þar sem dýrast er að byggja. Og þunga- miðja skipulagsstefnu borg- aryfirvalda er að loka Reykja- víkurflugvelli og byggja í Vatnsmýrinni. Hefur sú stefna orðið til þess að þau hafa neita að leyfa byggð að blómstra fjær 101 þó að sá kostur hefði aug- ljóslega verið hagkvæmari, ekki síst fyrir ungt fólk sem þarf þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði. Annað sem hefur þrýst upp verði á húsnæði á síðustu árum er byggingareglugerð sem vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna setti árið 2012. Forstjóri Íbúðalánasjóðs benti einmitt á það að þessi bygginga- reglugerð hefði hækkað bygg- ingakostnað mikið og velti upp þeirri spurningu hvort of langt hefði verið gengið. Svarið við því er vitaskuld já, vinstristjórnin gekk of langt með byggingareglu- gerðinni og vinstri- stjórnin í Reykja- vík hefur gengið of langt í að takmarka lóðaframboð. Hvort tveggja hefur verið þeim dýrt sem eru að kaupa íbúð, einkum þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Nú stíga vinstriflokkarnir fram, eftir að hafa þrýst upp verði á íbúðarhúsnæði, og segj- ast ætla að bjarga þeim sem eru í húsnæðisvanda. Helsta lausn- in virðist eiga að vera, eftir að hafa eyðilagt húsnæðismark- aðinn, að bjóða upp á niður- greitt leiguhúsnæði, eða jafnvel að setja þak á leiguverð, sem hvarvetna hefur orðið til þess að rýra gæði leiguhúsnæðis og draga úr framboði þess, að minnsta kosti þess hluta sem ekki er á svarta markaðnum. Og Samfylkingin, sem ber mesta ábyrgð á húsnæðisvandanum í höfuðborginni, vill leysa hann með því að „fyrirframgreiða vaxtabætur“ sem er dæmigerð töfralausn þess sem hefur slæma samvisku í málaflokkn- um og heldur að fólk falli fyrir gylliboðum rétt fyrir kosningar. Það sem mikilvægast er í húsnæðismálum er að fólki sé gert kleift að eignast húsnæði á viðunandi verði. Til þess þarf breytta stefnu vinstri meiri- hlutans í höfuðborginni og til þess þarf líka að vinda ofan af þeim kostnaðarauka sem vinstristjórnin bauð upp á með breytingum á bygginga- reglugerð. Vandinn verður ekki leystur með frekari aðgerðum stjórnlyndra vinstrimanna sem fara mikinn í atkvæðakaupum fyrir kosningar. Vinstriflokkarnir bera ábyrgð á þrengingum á húsnæðismarkaði} Atkvæðakaupin leysa ekki húsnæðisvandann Það hafa orðiðkaflaskil í bar- áttunni við ISIS („Ríki íslams“). Á meðan samtökin höfðu forræði yfir stórum land- svæðum í Írak og Sýrlandi og sátu þar m.a. tvær stórborgir, Mosul og Raqqa, styrkti það ríkismynd þeirra og aðdrátt- arafl. Nú eru þessar borgir fallnar í hendur liðsafla undir leiðsögn Bandaríkjanna og ekki er vitað hvar leiðtogi ISIS, Abu Bakr Al-Baghdadi, heldur sig. En þrátt fyrir þessi tímamót þykir enn rétt að stilla fagnaðarlátum í hóf. Hryðjuverkasamtökin hafa enn mikil ítök víða. Þeirra sér stað í Sýrlandi og Írak þrátt fyrir hernaðarlega ósigra. Þess utan hafa þau harðsnúna hópa á sínum snær- um í Jemen og fjölda stuðningsmanna „neðan- jarðar“ í ýmsum ríkjum Afríku þar sem múslímar eru fjöl- mennir. Í vikunni kom yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5 í opinber viðtöl, sem er óvenju- legt, og sagði að hættan á hryðjuverkum væri nú meiri en um langa hríð áður. Þrátt fyrir mikinn víðbúnað yfirvalda væru mörg ríki og Bretland þar með talið, berskjölduð gagnvart þeim. ISIS-samtökin hafa látið undan síga en eru enn fjarri því að vera úr leik} Mikilvægir áfangar en samt langt í land enn Á tyllidögum látum við sem Ísland sé með bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Það er vissulega rétt að hér starfar afburðafagfólk en á síð- ustu áratugum hafa íslensk stjórn- völd hvort tveggja vannært heilbrigðiskerfið harkalega og einnig snúið okkar sameiginlega heilbrigðiskerfi upp í gildru ójöfnuðar og stétta- skiptingar. Hér áður ríkti samstaða um að allir landsmenn skyldu eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu óháð fjárhag eða stétt en nú er kostnaðarþátttaka sjúklinga slík að sú sam- staða hefur verið rofin. Kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu áratugum tvöfaldast. Það sem áður var gjaldfrjálst krefst nú útgjalda úr heimilis- pyngjunni og þetta kemur þeim verst sem minnst hafa á milli handanna. Þannig hefur mis- skipting aukist hér á landi því þeir sem síst skyldi eru látnir borga brúsann. Ísland er einstakt land, ríkt að auðlindum og við skörum framúr á mörgum sviðum. Stolt greinum við frá afrekum okkar í listum og íþróttum en minna fer fyrir því að við upp- lýsum að við erum einnig sigurvegarar í keppni við ná- grannalöndin þegar kemur að kostnaði sjúklinga við að sækja sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt rannsókn Eurostat eru í samanburði við nágrannaríki mun fleiri hér á landi sem ekki sækja sér nauðsynlega heilbrigð- isþjónustu. Þeir sem helst hafa talað fyrir þessu segja ástæðu kostnaðarþátttöku sjúklinga þá að sporna við of- notkun á heilbrigðisþjónustu. Eins og fólk muni í meira mæli leita lækninga að nauðsynjalausu. Þetta stenst ekki skoðun því skv. upplýsingum frá Landlæknisembættinu þá virðist ekki sem samdráttur hafi orðið á séraðgerðum á einka- stofum utan sjúkrahúsa, s.s. hálskirtlatöku og hnéspeglunum, heldur sýna rannsóknir að hin mikla greiðsluþátttaka í opinberri nauðsynlegri þjónustu hindrar æ fleiri í að leita slíkrar þjón- ustu. Í umræðunni heyrum við ítrekað af fjöl- skyldum sem eru að sligast vegna sjúkra- og lyfjakostnaðar. Alvarlegir sjúkdómar koma harkalega niður á fjárhag fjölskyldna sem draga þurfa úr vinnu vegna veikindanna. Eftir ára- langa skattgreiðslu mætti ætla að borgarinn hefði lagt inn fyrir þjónustu þeirri sem nauðsyn- leg er en því miður fáum við æ oftar að heyra fregnir af því hvernig kostnaður við heilbrigð- isþjónustu sem og lyf sligar fjölskyldurnar. Það breytir litlu þó bent sé á að þak sé á greiðsluþátttöku, þegar á hólminn er komið eru það staðreyndirnar sem tala, einstaklingar sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna kostnað á ári. Við erum rík þjóð og við byggðum þetta ríkidæmi saman. Samfylkingin ætlar að endurreisa gjaldfrjálsa opinbera heil- brigðisþjónustu svo við, sem saman byggjum þetta land, eigum jafnan aðgang að góðu heilbrigðiskerfi. Þannig byggjum við réttlátt samfélag. Helga Vala Helgadóttir Pistill Að láta þá veiku borga Höfundur er héraðsdómslögmaður og skipar 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Reglulega berast sögur afþví þegar fólk lætur skrálögheimili sitt í íbúðar-húsnæði sem það hefur engin tengsl við. Mikla athygli vakti í byrjun árs 2012 þegar maður var handtekinn fyrir að brjótast inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í Reykjavík, en í ljós kom að hann hafði skráð lögheimili sitt þar. Húsið, sem notað er undir fundi og opinberar móttökur, er í eigu íslenska ríkisins en samt tókst manninum að láta skrá sig þar hjá Þjóðskrá Íslands. Skrán- ingin var þegar felld úr gildi og lög um almannaskráningu í kjölfarið end- urskoðuð. Hafa nú miklar umræður skapast í hópi á Facebook þar sem fólk deilir sögum af reynslu sinni og annarra af röngum lögheimilisskrán- ingum. Undirheimar banka upp á „Komst að því eftir að vafasamir gaurar bönkuðu upp á hjá mér að frændi minn, sem var í neyslu og ég ekki í samskiptum við, var skráður með lögheimili hjá mér,“ ritar ein í hópnum. „Komst að þessu þegar það bankaði maður upp á með ábyrgðar- póst handa einhverjum sem ég hafði ekki hugmynd um hver var. Fór og tékkaði og þá voru 3 einstaklingar skráðir með lögheimili í íbúðinni minni,“ ritar önnur kona. Enn önnur lýsir því meðal ann- ars þegar ókunnugur maður opnaði glugga á forstofu íbúðarinnar og kall- aði nafn annars manns sem þá var ranglega skráður þar til heimilis. Hún segir „fullt af vafasömu liði“ hafa komið að heimili hennar í leit að manninum, en sá bjó eitt sinn í íbúð- inni á undan henni. „Ég var orðin drulluhrædd á tímabili, en það hefur greinilega spurst út í undirheimunum að hér býr venjuleg barnafjölskylda og þessi maður fluttur.“ Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, segir stofnunina fá 34.000 til 36.000 lögheimilis- tilkynningar ár hvert og í einni til- kynningu getur t.a.m. verið um að ræða heila fjölskyldu. Telur hún rangar skráningar vera um 1-2% allra lögheimilisflutninga. „Það koma alltaf einhver tilvik upp, en þá er strax farið í að bregðast við þeim eins hratt og hægt er,“ segir Margrét og bendir á að ástæður rangra skráninga séu margvíslegar. „Það að eigandi sé að tilkynna um að einhver sé skráður til lögheimilis á hans fasteign eru fæstu tilvikin og þau eru enn færri þegar eigandinn hefur engin tengsl við viðkomandi. En auðvitað koma slík tilvik upp. Stundum er eigandinn ósáttur við að einhver sé enn skráður til heimilis á hans lögheimili, s.s. leigjendur sem hafa ekki flutt sig,“ segir hún og bæt- ir við að sum mál séu vegna ágrein- ings ýmiss konar og önnur vegna sambúðarslita. Þá geta komið upp til- vik þar sem einstaklingur skráir sig óvart til húsa á röngum stað, s.s. með því að ruglast á götunúmeri eða íbúð. Myndi hægja á afgreiðslu En getur fólk skráð sig í húsi án þess að sýna fram á með einhverjum hætti að þinglýstur eigandi þess sé því samþykkur? „Það myndi hægja mjög á málsmeðferðartímanum ef við þyrftum, fyrir hvert einasta tilvik, að athuga hver er þinglýstur eigandi og ef það er ekki sá sem er að skrá sig að afla samþykkis hans. Svo eru margir fasteignaeig- endur búsettir erlendir og leigja út húsnæði sitt. Það myndi því tefja ferlið að þurfa að hafa uppi á öllum.“ Rangar skráningar lítið brot af heildinni Morgunblaðið/Ómar Íbúðarhúsnæði Þjóðskrá Íslands fær 34.000 til 36.000 lögheimilistilkynn- ingar ár hvert inn á sitt borð. Lítið brot þeirra er rangar skráningar. Ríkissjóður Íslands á fjölmargar fasteignir og flokkast sumar þeirra til íbúðarhúsnæðis, en ekki er heimilt að skrá lögheim- ili sitt í iðnaðar- eða skrifstofu- húsnæði. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, seg- ir það ómögulegt nú að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins, eins og gerðist fyrir um fimm árum þegar karl- maður skráði sig til húsa í Ráð- herrabústaðnum við Tjörnina. „Nú er búið að breyta þessu og það er því ekki lengur hægt að skrá lögheimili sitt í hús- næði í eigu ríkissjóðs,“ segir hún, en skilyrði fyrir því að skrá lögheimili sitt er að á umræddum stað búi hinn skráði meirihluta ársins. Einnig að þar hafi hann heim- ilismuni sína og þar sé svefn- staður hans. Eignir ríkisins undanskildar LÖGHEIMILI Margrét Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.