Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 50

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 Tryggingagjald er gjald sem leggst þungt á smærri fyrirtæki og einyrkja (þá sem starfa sem verktakar). Eftir nýlega lækkun er gjaldið 6,85% en það var 7,35%. Þetta gjald var hækkað verulega eftir hrun vegna mikils atvinnuleysis, sem var skiljanlegt á þeim tíma. Nú eru hins vegar allt aðrar aðstæður, hér er lítið atvinnuleysi og engin þörf á þessu háa trygg- ingagjaldi. En það virðist hafa ver- ið frekar regla en undantekning á Íslandi að ef stjórnmálamenn hækka skatta tímabundið er eins og þeir geti bara ekki lækkað þá aftur. Þeir nota hvert tækifæri til að humma lækkunina fram af sér og alltaf er fundin ný ástæða. Heilu stéttirnar í okkar sam- félagi starfa sem verktakar eða í verktöku fyrir aðra og greiða þetta gjald um hver mánaðamót af laun- um sínum. Miðflokkurinn ætlar að lækka tryggingagjaldið í námunda við það sem það var árið 2007 en þá var það 5,34% og þótti alveg nógu hátt á þeim tíma. Flokkurinn ætlar síðan að lækka þetta gjald enn meira á einyrkja og smærri fyr- irtæki, þ.e. þau fyr- irtæki sem hafa einn til tíu starfsmenn. Um þetta mun verulega muna þegar kemur að launatengdum gjöldum sem fyrirtæki þurfa að greiða vegna hvers starfsmanns. Há launa- tengd gjöld eru meðal annars ástæða þess hve margar stéttir starfa sem verktakar við störf sín og hafa því ekki það öryggi sem fylgir fastráðningu og því að vera launamenn. Það er með þetta mál eins og önnur sem flokkurinn vill breyta til muna, að það mun ekki gerast nema hann fái stuðning til þess í kosningum 28. október nk. Eftir Vilborgu G. Hansen Vilborg G Hansen »Heilu stéttirnar í okkar samfélagi starfa sem verktakar eða í verktöku fyrir aðra. Lækkum tryggingagjald í námunda við það sem það var árið 2007. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. vilborg@midflokkurinn.is Lækkum trygginga- gjald og enn meira á smærri fyrirtæki Ástandið í húsnæðis- málum í Reykjavík er mjög slæmt. Það vant- ar nokkur þúsund íbúðir inn á markaðinn. Meirihlutinn í borg- arstjórn, þ.e. Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Björt fram- tíð, eiga stóran þátt í því vegna einstreng- ingslegrar þéttingar- og lóðaskortsstefnu sem hefur aukið verulega húsnæðisvandann í Reykja- vík og búið til skort sem hefur leitt til hækkunar fasteignaverðs. Það er nefnilega ekki hægt níu árum eftir hrun að kenna hruninu eingöngu um heldur stefnu þessara fjögurra flokka. Vegna íbúðaskortsins í Reykjavík sem rekja má að stærstum hluta til stefnu þessara flokka hefur fast- eignaverð hækkað gríðarlega sem gerir ungu fólki nær ókleift að kaupa eigið húsnæði. Það þarf ekki mikla rökhyggju til að átta sig á því að auk- ið framboð íbúða var og er það eina sem raunverulega leysir vandann. Til að svo hefði mátt vera síðustu árin hefði meirihlutinn þurft að úthluta lóðum og víkja frá þéttingarstefnu sinni. Í stað þess var tíminn látinn líða, öðrum kennt um og þulið í sífellu allt það sem á að byggja næsta ára- tuginn. Uppbygging hefur gengið hægt enda tekur lengri tíma að byggja á þéttingarreitum eins og byggingar- aðilar hafa ítrekað bent á og eftir- spurnin er langt umfram framboð. Lítið lóðaframboð borgarinnar og staðsetning húsnæðis á þéttingar- reitum hefur leitt af sér hærra hús- næðisverð þar sem verið er að byggja á dýrustu stöðum borgarinnar, allt á kostnað unga fólksins sem hefur ekki ráð á því húsnæði sem er í boði. Lóðaframboð borgarinnar á fjöl- býlishúsalóðum var skammarlega lít- ið á fyrstu þremur árum kjör- tímabilsins í borgar- stjórn, þ.e. frá 1. júní 2014 til 1. júní 2017. Á þessu þriggja ára tíma- bili var einungis út- hlutað lóðum fyrir 14 fjölbýlishús með fleiri en fimm íbúðum, þar af var lóðum undir 8 af þessum 14 húsum út- hlutað á tímabilinu mars til maí 2017. Lóð undir eitt slíkt hús var út- hlutað 2014, eitt slíkt hús 2015 og fjögur slík hús 2016. Enn er því langt í land að þessi hús verði tilbúin enda er ekki byrjað að byggja megnið af þeim. Meirihluti borgarstjórnar tók af- stöðu með fjármagnseigendum en ekki almenningi með einstrengings- legri þéttingar- og lóðaskortsstefnu sem lýsir sér í því að nær eingöngu yrði skipulagt og byggt á lóðum sem hafa verið í höndum annarra aðila en borgarinnar í mörg ár og með því að úthluta alltof fáum fjölbýlishúsa- lóðum. Eins og öllum átti að vera ljóst var nauðsynlegt að fara blandaða leið en ekki einblína eingöngu á þéttingu byggðar. Staðan í dag væri allt önnur ef það hefði verið gert. Nú er látið að því liggja af fulltrúum þeirra flokka sem mynda meirihlutann í borg- arstjórn að ástæðan fyrir þessum mikla húsnæðisvanda sé sú að ríkið hafi ekki afhent borginni lóðir. Það er fyrirsláttur enda á borgin nægt land til að byggja á. Það hentaði hins veg- ar ekki einstrengingslegri þétting- arstefnu meirihlutans í borginni. Eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir » Lítið lóðaframboð borgarinnar og stað- setning húsnæðis á þéttingarreitum hefur leitt af sér hærra hús- næðisverð. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þéttingarstefnan hefur aukið hús- næðisvandann Helsta vandamál út- ópía er að þær rætast aldrei nákvæmlega eins og vonir standa til. Því meira sem eyr- unum er lokað fyrir gagnrýnni umræðu, því fjarstæðukenndari verður útópían og von- brigðin meiri þegar kaldur raunveruleikinn blasir við. Vatnsmýr- arbyggð er dæmi um slíka útópíu, þar sem bjartsýnisspár hafa kæft skynsamlega umræðu og gert marga grandvaralausa um raun- verulegar afleiðingar lokunar Reykjavíkurflugvallar. Hæst hafa skýjaborgirnar náð í hagkvæmniat- hugunum þar sem hreint ótrúleg- ustu staðhæfingum hefur verið hald- ið fram af virtum stofnunum. Hagkvæmnigreining „Rögnu- skýrslu“ var unnin án tillits til kostn- aðar. Þar fékkst ábati upp á allt að 123 milljarða, þar sem menn gáfu sér þá fáránlegu forsendu að allt innanlands- og millilandaflug flyttist í Hvassahraun. Einnig fundu menn út svo háan ferðasparnað af Vatns- mýrarbyggðinni að það samsvaraði hátt í 10 milljónum á hverja íbúð sem þar mun koma. Sérfræðingarnir virðast hafa verið svo blindaðir af út- ópíunni að lítið rúm var fyrir gagn- rýna hugsun. Grundvallarforsenda ferðasparnaðarvangaveltanna er hins vegar röng. Það mun enginn íbúi græða á ferðasparnaði í mið- bænum, því íbúðaverð þar er mun hærra en annars staðar. Einu sem sleppa við að borga eru launalausir námsmenn í niðurgreiddum stúd- entaíbúðum. Sá sparnaður er fjár- magnaður af skattgreiðendum og telst því varla með. Margir af þeim sem þjónusta ferðamannaiðnaðinn í miðbænum eru heldur ekki með það há laun að hafa efni á að búa á dýr- asta stað í bænum. Enginn ferða- sparnaður er heldur fyrir þá sem búa í miðbænum en vinna í ódýru út- hverfi. Þeim fer sífellt fjölgandi því fyrirtækin eru í dag að leita í síaukn- um mæli í úthverfi, eft- ir að þéttingastefnan hefur úthýst þeim úr grónum hverfum. Vegna einföldunar reiknimódelsins er hins vegar ekki tekið tillit til þessa, og því virðist meintur ferðasparn- aður vera hreinar get- gátur. Fasteignafyr- irtækin munu síðan hirða megnið af mögu- legum gróða. Svipaðs misskilnings gætti í nýlegri frétt frá greining- ardeild Arion banka þar sem virtist litið á verðmun fasteigna í mið- bænum og í úthverfi sem hagnað, og gefið í skyn að verðmunarhagnaðinn fyrir alla Vatnsmýrarbyggðina (alls 143 milljarða) mætti nýta að hluta til að bæta landsbyggðinni „tjónið“ af lokun Reykjavíkurflugvallar. Mark- aðir virka hins vegar ekki svona. Ekki er hægt að frysta samkeppni og gefa sér að núverandi fast- eignabóla standi til eilífðarnóns. Enn fremur, þá er það sá sem bygg- ir sem mun hirða megnið af hagn- aðinum en ekki ríkið. Hlutur ríkisins sem landeiganda er svo lítill að það er langt því frá að hann dugi upp í lágmarkskostnað. Vandamálið við ríkisrekna flug- velli er ábyrgðarleysið, þar sem skattgreiðendur borga öll mistök á endanum. Síðastliðinn ágúst var birt skýrsla um öryggishlutverk Reykja- víkurflugvallar þar sem í fyrsta sinn var reynt að meta söluverðmæti rík- isins af Vatnsmýrarlandinu. Í ljós kom að hlutur ríkisins verður líklega ekki nema 8-12 milljarðar eða innan við tíundi hluti af meintum ábata sérfræðinganna. Meginniðurstaða skýrslunnar var síðan að vegna ör- yggissjónarmiða þá yrðu að vera tveir flugvellir á suðvesturhorni landsins. Áætlað frumkostnaðarmat fyrir einfalda útgáfu af Hvassa- hraunsflugvelli er hins vegar 40-50 milljarðar samkvæmt skýrslunni, þ.a. söluverðmætið dugar engan veginn til. Þessi kostnaður á án efa eftir að hækka þar sem um fyrsta mat á óhönnuðum flugvelli er að ræða. Að gróði fasteignabraskara í Vatnsmýrinni verði þannig að fullu fjármagnaður með skattfé, verður að teljast algjörlega óásættanlegt í frjálsu samfélagi. Opnum neyðarbrautina í vetur Fjártjón má bæta, en líf er ekki hægt að meta til fjár. Því er bjart- sýni í öryggismálum mun alvarlegra mál en þegar hagkvæmnispekúlant- arnir gleyma sér í útópíunni. Út- reikningar sem rökstuddu lokun neyðarbrautar Reykjavíkur- flugvallar voru svo gallaðir að meira að segja Alþjóðaflugmálastofnunin tók undir gagnrýnina. Á sex mánaða tímabili síðasta vetur komu 25 daga upp aðstæður þar sem neyðar- brautin var eina nothæfa flugbrautin fyrir sjúkraflug hefði hún verið opin. Þetta hafði áhrif á fjögur forgangs- tilfelli og hrein heppni að ekki hlaust skaði af. Neyðarbrautin, sem var lokað á síðasta ári, var aldrei notuð nema í neyð og var því ekki að valda neinum ónæði. Eini aðilinn sem græddi á lokun brautarinnar var fasteigna- félagið sem vill byggja háhýsi við enda brautarinnar. Nú er ljóst að nauðsynlegt verður að byggja nýja slíka flugbraut á SV-horninu, og er kostnaður við endurbyggingu 0725- brautarinnar á Keflavíkurflugvelli áætlaður yfir milljarður. Sem þó leysir bara hluta vandans því Reykjanesbrautin er oft illfær þegar neyðarbrautar er þörf. Hagnaður fasteignafélagsins er þannig fjár- magnaður af skattfé. Nú er hins veg- ar vetur brostinn á og ekkert er búið að gerast. Í ljósi þess að enn er ekk- ert nema eitt pennastrik sem kemur í veg fyrir að hægt verði að nota neyðarbrautina, þá mætti nú alveg skoða það hvort ekki væri hægt að opna brautina til bráðabirgða nú í vetur þegar mest á reynir, þ.e. líf sjúklinga verði ekki sett aftur í hættu að óþörfu. Sá sem græðir er ekki sá sem borgar Eftir Jóhannes Loftsson » Flutningur innan- landsflugs er ekki hugsaður út frá hags- munum skattgreiðenda Jóhannes Loftsson Höfundur er verkfræðingur og frum- kvöðull.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.