Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 4

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 holar@holabok.is — www.holabok.is Hún lék hlutverk sitt sem harður sjómaður þar til hún gat ekki meira og ákvað að bertjast fyrir tilveru sinni sem kona. Mergjaðar frásagnir af Héraðsmönnum. Gamansögur af íslenskum sjómönnum. Átök á hafi úti, óvenjulegar jólagjafir, örnefni á hafsbotni, sviptingar í pólitík og margt fleira. Íslandstengdar frásagnir úr seinni heimsstyrjöldinni. Fróðlegar og fyndnar! Þrátt fyrir kulda hefur viðrað til útiveru í borg- inni síðustu daga. Loftið er himinblátt en nærri jörðu sjá stundum sjá gula móðu mengunar, svo sem þegar birtu bregður síðdegis. Það mátti sjá á Ægisíðunni í Reykjavík þar sem listaverk Ás- mundar Sveinssonar, Björgun úr sjávarháska, setur svip sinn á umhverfið. Kalt verður fram að helgi, en þá fer að hlýna þótt inn á milli komi sýnishorn af öðrum veðrabrigðum. Gengið við listaverk Ásmundar Sveinssonar á Ægisíðunni Morgunblaðið/Eggert Loftið himinblátt á svölu síðdegi á Ægisíðu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin legg- ur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. Í nýrri ályktun samtakanna er kallað eftir að sett verði á laggirnar nefnd um tekjuöflun ríkis og sveitar- félaga af ferðaþjónustu í samstarfi við atvinnugreinina. Nefndin hafi það að markmiði að tryggja heild- stæða nálgun hvað varðar gjaldtöku almennt af greininni. Samtökin áætla að á síðasta ári hafi beinar nettótekjur ríkis og sveit- arfélaga numið um 54 milljörðum króna af ferðaþjónustunni. Því skjóti það skökku við að kröftum ríkisins sé helst beint að því að ná í aukna fjár- muni með frekari skattheimtu á greinina. Gistináttagjald á hótel og gistiheimili hafi hækkað á árinu um 200% og útlit sé fyrir að álögur á bílaleigur hækki um áramótin. Þá sé stefnt að því í nýjum stjórnarsátt- mála að taka til að mynda upp komu- og brottfarargjöld sem og hvers kon- ar þjónustugjöld. Upphæðir út úr kortinu Sérstaklega eru gagnrýnd nýleg áform Isavia um innheimtu bíla- stæðagjalda fyrir hópferðabíla við Leifsstöð sem hefjast eiga í mars á næsta ári. Þar tilkynni Isavia, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, með þriggja mánaða fyrirvara að hefja eigi gjaldtöku. „Þessar upphæðir eru alveg út úr kortinu. Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk,“ segir Helga sem telur að upphæðirnar sem nefndar eru til sögunnar og aðferðafræðin sé ekki í neinu samræmi við það sem gerist og gengur á flugvöllum í Evr- ópu eða á öðrum svæðum. „Gangi áætlanir Isavia ohf. eftir mun gjaldið fyrir að stoppa í stæði 300 metra frá flugstöðunni til að taka á móti ferðamönnum vera 7.900 krónur fyrir hópbifreiðar með 19 eða færri sæti en 19.900 krónur fyrir bif- reiðar með fleiri en 20 sæti. Í Lond- on er sambærilegt gjald um 3.900 krónur á Heathrow og 2.400 krónur á Gatwick. Við höfum spurt Isavia hvort þeir þekki til samsvarandi gjaldtöku en það gera þeir ekki frek- ar en við.“ „Komið út fyrir velsæmismörk“  Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna áform Isavia um innheimtu bílastæðagjalda við Leifsstöð  Upphæðirnar séu allt að fimm sinnum hærri en í London  Kalla eftir heildstæðri stefnu yfirvalda Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn SAF kalla eftir heild- stæðri stefnu í gjaldtökumálum. Samningaviðræðum lauk ekki í tví- hliða viðræðum um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga í Þórshöfn í vikunni. Ráðherrarnir Kristján Þór Júl- íusson og Högni Höydal leiddu við- ræðurnar, en embættismenn tóku einnig þátt í þeim. Færeyingar hafa haft heimild til að veiða allt að 30 þúsund tonn af loðnu hér við land og 5.600 af bol- fiski, þar af 2.400 tonn af þorski. Ís- lendingar hafa hins vegar veitt kol- munna og fleiri uppsjávartegundir í færeyskri lögsögu. Ekki var ákveðið með framhald viðræðna, en núgildandi samningur rennur út um áramót, samkvæmt upplýsingum Jóhanns Guðmunds- sonar skrifstofustjóra. aij@mbl.is Ekki náðust samn- ingar við Færeyinga „Hafa ber í huga að ekki er línu- legt samband á milli fjölgunar ferðamanna og afkomu grein- arinnar. Blikur eru á lofti. Sam- keppnisstaða ferðaþjónust- unnar við aðra áfangastaði hefur versnað á árinu, m.a. vegna mikilla launahækkana, fjármagnskostnaðar og styrk- ingar á gengi krónunnar,“ segir í ályktun Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Segja blikur vera á lofti VARA VIÐ GJALDTÖKU Lögregla rannsakar nú árás á tíu ára stúlku sem var á gangi í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlkan slapp frá árásarmann- inum en talið er að hann sé pilt- ur á aldrinum 17-19 ára. Sævar Guðmundsson, aðal- varðstjóri lögreglunnar í Hafn- arfirði, staðfesti við mbl.is að at- vikið hefði komið á borð lögreglu. Móðir stúlkunnar lýsir því þannig að þrjár stúlkur hafi ver- ið á gangi þegar þær urðu varar við unglingspilt sem hafði horft á þær og veitt þeim eftirför. „Skyndilega greip hann í dóttur mína og tók hana hálstaki um leið og hann tók um munn henn- ar og dró hana með sér í burtu,“ skrifaði móðirin á Facebook. „Þær sáu því miður ekki framan í hann því hann var með hettu sem huldi að mestu andlit hans.“ Ráðist á tíu ára stúlku í Garðabæ Anna María Gunnarsdóttir hefur verið kjör- in varaformaður Kennarasam- bands Íslands. Hún hlaut tæp 53% greiddra at- kvæða en fjórir voru í framboði. Ríflega tíu þúsund manns voru á kjörskrá og greiddu 30,34% atkvæði. Atkvæðagreiðslan var raf- ræn og stóð í viku. Anna María tekur við varafor- mannsembættinu af Aðalheiði Steingrímsdóttur á þingi Kenn- arasambandsins í apríl. Nýr varaformaður KÍ Anna María Gunnarsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.