Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.12.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslenskir lundar fara langt frá heima- högunum til vetursetu, miðað við vetrarferðalög flestra annarra lunda- stofna við N-Atlantshaf. Hinir ýmsu lundastofnar fara hver til sinna vetr- arstöðva. Þetta sýna niðurstöður al- þjóðlegrar rannsóknar sem greint er frá í vísindatímaritinu Current Bio- logy. Dægurritar voru festir á 270 lunda úr 13 af helstu lundabyggðunum við N-Atlantshafið. Þær eru í Bandaríkj- unum, Kanada, Íslandi, Írlandi, Nor- egi og Stóra-Bretlandi. Dægurritarn- ir eru smágerð tæki sem skrá lengd dagsbirtunnar dag hvern. Tækin eru síðan endurheimt þegar fuglarnir snúa aftur á varpstöðvarnar. Út frá mælingunum er hægt að reikna stað- setningu tækisins, og þar með fugls- ins, á hverjum tíma. Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, tók þátt í rannsókninni og er einn höfunda að vísindagrein- inni. Aðrir Íslendingar í hópi höfunda eru Ævar Petersen og Ingvar A. Sig- urðsson. Settir voru dægurritar á íslenska lunda í Flatey á Breiðafirði, Grímsey, Papey og Stórhöfða. Svo dæmi sé tekið af Grímseyjarlundunum þá héldu þeir sig nálægt heimahögunum að áliðnu sumri. Þegar kom fram á haustið fóru þeir niður með austur- strönd Grænlands og vestur fyrir Hvarf. Þeir héldu sig á hafinu á milli Suður-Grænlands og Labrador og fóru alveg upp að ísjaðrinum um haustið. Þegar kom fram á vetur (nóvember - janúar) færðu þeir sig sunnar og austar og vou suður af Grænlandi og á hafsvæðinu yfir Helj- argjá (Charlie-Gibbs brotabeltinu) eins og sést á meðfylgjandi korti. Heljargjá er stærsta þvergengisbelt- ið í Norður-Atlantshafi og mun stór- brotnara gljúfur en Miklagljúfur (Grand Canyon). Þegar á leið færðu þeir sig austar á hafinu áður en þeir fóru að fikra sig heim til Íslands und- ir vorið. Norðurnorskir lundar elta fyrst göngur af smásíld norður í Barents- haf. Þegar þeir höfðu fengið sig full- sadda af síldinni komu þeir til Íslands og héldu sig á hafinu austan og norð- vestan við landið yfir háveturinn. Skoskir lundar dvöldu í Norðursjó, nálægt heimahögum, allan ársins hring. Welskir lundar flugu hins veg- ar suður á bóginn yfir veturinn og alla leið inn í Miðjarðarhaf þar sem þeir héldu sig suður af Frakklands- ströndum. Gagnvirk upplýsingasíða Á norsku vefsíðunni seapop.no er að finna gagnvirkt smáforrit (app) sem heitir Seatrack. Þar er gagnvirk kortasjá og hægt að skoða í henni hvar ellefu sjófuglategundir við N- Atlantshaf halda sig helst yfir árið. Gagnanna var aflað með dægurritum sem kortlögðu ferðalög hinna ýmsu fuglategunda og fuglastofna. Morgunblaðið/Ómar Lundar Íslensku lundarnir halda í vesturveg á haustin og halda sig fyrst á hafinu milli Grænlands og Labrador. Íslenskir lundar fara í löng vetrarferðalög  Ólíkar ferðavenjur lundastofnanna við N-Atlantshaf Vetrarstöðvar Grímseyjarlunda Nóvember-janúar 2015-2016 Heimild:seatrack.seapop.no GRÆNLAND KANADA ÍSLAND Labrador Nýfundnaland m æ t i r þ í n u m þ ö r f u m Aeg c u s t o m f l e x ® kæliskápAr lágmúla 8 · sími 530 2800 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt fiskveiðistjórnarfrumvarp var samþykkt á færeyska Lögþinginu í fyrrakvöld. Miklar umræður urðu um frumvarpið við þriðju umræðu og ýmsar breytingar gerðar á því, en til- lögur stjórnarandstöðunnar voru all- ar felldar. Svo fór að lokum að frum- varpið var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 15 og lýsti Aksel V. Johannesen, lögmaður, yfir ánægju með niðurstöðuna. Allir stjórnarliðar samþykktu frumvarpið og einnig einn þingmaður stjórnarandstöðunnar. Nýju lögin taka almennt gildi 1. janúar næstkomandi. Sú breyting að kvótakerfi á heimamiðum komi í stað dagakerfis tekur ekki gildi fyrr en 1. janúar 2019. Í meðförum þingsins var meðal annars samþykkt að auka byggða- eða þróunarkvóta í 8,5% og urðu miklar umræður milli fulltrúa einstakra eyja og byggða. Samkvæmt nýju lögunum verður hluti af fiskveiðiheimildum seldur á uppboði ýmist til eins árs eða nokk- urra ára, en í ár og í fyrra hafa Fær- eyingar boðið upp hluta úthafskvót- ans. Eftir lagabreytinguna geta ein- göngu færeyskar útgerðir boðið í eða fengið kvótana og lögin setja hámark á kvótaeign, mismunandi eftir flokk- um. Bann við erlendum fjárfestingum frá 2025 Annað frumvarp er óafgreitt í Lög- þinginu sem kveður á um að veiði- gjöld skuli taka mið af uppboðsverð- um. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins útiloka lögin ekki að kvótar Færeyinga við Ísland í loðnu og bolfiski verði líka boðnir upp. Nýju lögin gera ráð fyrir banni við fjárfestingum erlendra aðila í sjávar- útvegi, m.a. íslenskum, frá 1. janúar 2025. Íslendingar hafa bent á að slíkt bann stríði gegn fríverslunarsamningi Íslands og Færeyja, Hoyvíkursamn- ingnum svokallaða, frá árinu 2006. Ný fiskveiði- lög samþykkt  Hluti heimilda á uppboð  Byggða- kvótar auknir  Stjórnarliðar samstiga Morgunblaðið/Björn Jóhann Þórshöfn Ný fiskveiðistjórnarlög í Færeyjum voru samþykkt í fyrrakvöld og hafa talsverðar breytingar í för með sér fyrir sjávarútveginn þar. Eiríkur Jóhannsson, prestur við Háteigskirkju í Reykjavík, sem fékk næstflest atkvæði í kjöri til embættis vígslubiskups í Skálholts- stifti, segist ekki hafa gert upp hug sinn hvort hann gefi kost á sér í endurtekinni kosningu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur kjörstjórn þjóð- kirkjunnar ógilt fyrri umferð kosn- ingar um vígslubiskup svo og þær tilnefningar sem áður höfðu komið fram. Er þetta gert svo kosningin verði hafin yfir allan vafa, en eftir val á presti við Dómkirkjuna í Reykjavík kom í ljós að rangt var staðið að vali kjörmanna, þar og raunar mun víðar. Því verður að endurtaka kjörið – og þeir sem eru tilbúnir að takast það á hendur og samþykkja að vera tilnefndir þurfa að hafa svarað því fyrir 2. febrúar. Kosning hefst þá 9. mars og stend- ur til 21. þess mánaðar. Fyrir ligg- ur að sr. Kristján og sr. Axel Árna- son Njarðvík – sem var þriðji maðurinn í fyrri umferð – gefa kost á sér áfram. „Ég er að meta stöðuna og læt þetta mál liggja í salti fram yfir há- tíðar. Núna er til dæmis ekki hægt að útiloka að nýtt fólk gefi kost á sér í vígslubiskupskjöri og vonandi verður það svo að fleiri sýni þessu mikilvæga verkefni áhuga,“ sagði sr. Eiríkur. sbs@mbl.is Ekki gert upp hug sinn í vígslubiskupskjöri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.