Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
Minjar og saga, vinafélag Þjóðminja-
safnsins, efna í dag fimmtudag kl. 12
til hádegisfundar í fyrirlestrasal
safnsins þar sem Guðmundur Magn-
ússon, sagnfræðingur og blaðamað-
ur, segir frá hinu stórmerka skjala-
safni Eggerts Claessen, hæstaréttar-
lögmanns og bankastjóra
(1877-1950), á heimili hans á Reyni-
stað í Skerjafirði.
Þar leyndust áður óþekkt gögn um
þjóðkunna menn, m.a. Einar Bene-
diktsson, Thor Jensen, Hannes Haf-
stein og Svein Björnsson, félög og
fyrirtæki, og margt sem gerðist að
tjaldabaki á fyrri hluta síðustu aldar.
Þessi gögn varpa m.a. nýju ljósi á
stjórnmálastarf á heimastjórnar-
árunum og átök innan fossafélagsins
Titan og Eimskipafélagsins og enda-
lok Íslandsbanka gamla.
Á grundvelli skjalanna hefur Guð-
mundur skrifað bókina Claessen.
Saga fjármálamanns, sem nýkomin
er út. Bókin verður boðin á sérstöku
tilboði í tengslum við fundinn.
Allir hjartanlega velkomnir og að-
gangur er ókeypis.
Hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag
Hvað geymdu óhreyfð skjöl í
rammbyggðri geymslu Eggerts?
Ljósmynd/Úr einkasafni. Ljósmyndari Magnús Ólafsson
Reynistaður í Skerjafirði Í nóvember 1924, hópur í samkvæmi hjá Eggert
Claessen. Eggert er þriðji frá hægri og við hlið hans er Soffía kona hans.
Smart jólaföt, fyrir smart konur
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
Austurveri, Háaleitisbraut 68 • Sími 568 4240
STÍGVÉL
Náttúrulegt gúmmí
Macadames
Litir: Svart
og bronze
Miss Julie
Litir: Sv. br.
og kaki
Macadames MD
Litir: Svart
og Bronze
Quercy
Leðurskór
Litur: Brúnn
Miss Juliette
margir litir
RAFVÖRU MARKAÐURINN
FELLSMÚLI | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
FRAM AÐ JÓLUM
CUBE veggljós
4.995,-
Þegar danski silfursmiðurinnGeorg Jensen lést árið1935 var fyrirtæki hansmeð verslanir um allan
heim. Svo er enn. Margt af því sem
hann hannaði er framleitt enn í dag
sem og alls konar munir fyrir fag-
urkera í hans nafni. Til dæmis jóla-
óróarnir sem margir Íslendingar
hafa safnað allt frá því þeir komu
fyrst út árið
1984. Jólaórói
Georgs Jen-
sens er orðinn
ein vinsælasta
jólavara á
Norðurlöndum
og eftirsóttur
safngripur.
Georg Jen-
sen er aðeins
einn fjölmargra frægra hönnuða og
listamanna sem fjallað er um í bók-
inni Hönnun – leiðsögn í máli og
myndum í þýðingu Guðna Kolbeins-
sonar. Bókin er býsna mikil að vöxt-
um og hana prýðir fjöldi mynda á
rúmlega fjögur hundruð blaðsíðum í
stóru broti. Stiklað er á stóru um al-
þjóðlega hönnun og þróuninni fylgt
eftir í tímaröð allt frá miðri 19. öld
til nútímans. Víða er komið við; bílar
og brauðristar, listasöfn og lampar,
tannburstar og teskeiðar. Aftast í
bókinni er ágrip af sögu íslenskrar
hönnunar.
Stílleg nytjahyggja
Í ljósi þess að margir hafa þegar
hengt fyrrnefnda jólaóróa upp á
heimilum sínum eða eru að búast
til skreytinga er hér birtur kafl-
ann um Georg Jensen, sem
ávann sér heimsfrægð fyrir
listrænt auga, frumlegar
hugmyndir og einstakt
handverk. „Árið 1904
stofnaði hann fyrirtæki í
málmsmíði þar sem
framleiddar voru ein-
faldir gæðagripir. Þar
var lögð áhersla á
sterk form, fagur-
fræðilegar hugsjónir
og hollustu við smíða- efnin í
anda lista- og handverkshreyf-
ingarinnar með fljótandi línum
og natúralískum mótívum Art
Nouveau og stíllegri nytja-
hyggju Art Deco. Jensen hóf feril
sinn með því að framleiða Art
Nouveau-skartgripi en síðar
náði hann jafngóðum ár-
angri með skart í anda
Art Deco.
Jensen gegndi lyk-
ilhlutverki í mótun
hins einfalda,
glæsta stíls í hnífa-
pörum sem er vin-
sæll enn í dag og
hann varð hugs-
anlega fyrsti
silfursmiðurinn
sem græddist fé á nú-
tímahönnun frekar en að
halda sig við hefðbundin mynstur.
Næmt auga sitt mátti hann þakka
fjölþættri þjálfun; hann lærði gull-
smíði áður en hann tókst á við högg-
myndalist og fór síðan yfir í leirlist
áður en hann tók til við málmsmíði.
Þriðji áratugur 20. aldar var mik-
ilvægur fyrir Jensen en þá sendi fyr-
irtækið frá sér fyrstu gerðina af
módernískum hnífapörum og hóf
síðan árangursríkt samstarf við
verslanir um allan heim.“
Hönnun – leiðsögn í máli og
myndum kemur víða við. Í fyrsta
kaflanum Uppruni, er hönnun skil-
greind og jafnframt bent á að þótt
orðið hönnun sé 20. aldar hugtak
hafi hlutir verið hannaðir í meira en
milljón ár.
Í silfursmiðju sinni árið 1920 Georg Jensen fylgist með nemanda
sínum, Alba Lykke Andersen, búa til hamraða skreytingu.
Fengur fyrir fagurkera
2017 Jólaóróinn frá
Georg Jensen í ár. SMARTLAND