Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Minjar og saga, vinafélag Þjóðminja- safnsins, efna í dag fimmtudag kl. 12 til hádegisfundar í fyrirlestrasal safnsins þar sem Guðmundur Magn- ússon, sagnfræðingur og blaðamað- ur, segir frá hinu stórmerka skjala- safni Eggerts Claessen, hæstaréttar- lögmanns og bankastjóra (1877-1950), á heimili hans á Reyni- stað í Skerjafirði. Þar leyndust áður óþekkt gögn um þjóðkunna menn, m.a. Einar Bene- diktsson, Thor Jensen, Hannes Haf- stein og Svein Björnsson, félög og fyrirtæki, og margt sem gerðist að tjaldabaki á fyrri hluta síðustu aldar. Þessi gögn varpa m.a. nýju ljósi á stjórnmálastarf á heimastjórnar- árunum og átök innan fossafélagsins Titan og Eimskipafélagsins og enda- lok Íslandsbanka gamla. Á grundvelli skjalanna hefur Guð- mundur skrifað bókina Claessen. Saga fjármálamanns, sem nýkomin er út. Bókin verður boðin á sérstöku tilboði í tengslum við fundinn. Allir hjartanlega velkomnir og að- gangur er ókeypis. Hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag Hvað geymdu óhreyfð skjöl í rammbyggðri geymslu Eggerts? Ljósmynd/Úr einkasafni. Ljósmyndari Magnús Ólafsson Reynistaður í Skerjafirði Í nóvember 1924, hópur í samkvæmi hjá Eggert Claessen. Eggert er þriðji frá hægri og við hlið hans er Soffía kona hans. Smart jólaföt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Austurveri, Háaleitisbraut 68 • Sími 568 4240 STÍGVÉL Náttúrulegt gúmmí Macadames Litir: Svart og bronze Miss Julie Litir: Sv. br. og kaki Macadames MD Litir: Svart og Bronze Quercy Leðurskór Litur: Brúnn Miss Juliette margir litir RAFVÖRU MARKAÐURINN FELLSMÚLI | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA FRAM AÐ JÓLUM CUBE veggljós 4.995,- Þegar danski silfursmiðurinnGeorg Jensen lést árið1935 var fyrirtæki hansmeð verslanir um allan heim. Svo er enn. Margt af því sem hann hannaði er framleitt enn í dag sem og alls konar munir fyrir fag- urkera í hans nafni. Til dæmis jóla- óróarnir sem margir Íslendingar hafa safnað allt frá því þeir komu fyrst út árið 1984. Jólaórói Georgs Jen- sens er orðinn ein vinsælasta jólavara á Norðurlöndum og eftirsóttur safngripur. Georg Jen- sen er aðeins einn fjölmargra frægra hönnuða og listamanna sem fjallað er um í bók- inni Hönnun – leiðsögn í máli og myndum í þýðingu Guðna Kolbeins- sonar. Bókin er býsna mikil að vöxt- um og hana prýðir fjöldi mynda á rúmlega fjögur hundruð blaðsíðum í stóru broti. Stiklað er á stóru um al- þjóðlega hönnun og þróuninni fylgt eftir í tímaröð allt frá miðri 19. öld til nútímans. Víða er komið við; bílar og brauðristar, listasöfn og lampar, tannburstar og teskeiðar. Aftast í bókinni er ágrip af sögu íslenskrar hönnunar. Stílleg nytjahyggja Í ljósi þess að margir hafa þegar hengt fyrrnefnda jólaóróa upp á heimilum sínum eða eru að búast til skreytinga er hér birtur kafl- ann um Georg Jensen, sem ávann sér heimsfrægð fyrir listrænt auga, frumlegar hugmyndir og einstakt handverk. „Árið 1904 stofnaði hann fyrirtæki í málmsmíði þar sem framleiddar voru ein- faldir gæðagripir. Þar var lögð áhersla á sterk form, fagur- fræðilegar hugsjónir og hollustu við smíða- efnin í anda lista- og handverkshreyf- ingarinnar með fljótandi línum og natúralískum mótívum Art Nouveau og stíllegri nytja- hyggju Art Deco. Jensen hóf feril sinn með því að framleiða Art Nouveau-skartgripi en síðar náði hann jafngóðum ár- angri með skart í anda Art Deco. Jensen gegndi lyk- ilhlutverki í mótun hins einfalda, glæsta stíls í hnífa- pörum sem er vin- sæll enn í dag og hann varð hugs- anlega fyrsti silfursmiðurinn sem græddist fé á nú- tímahönnun frekar en að halda sig við hefðbundin mynstur. Næmt auga sitt mátti hann þakka fjölþættri þjálfun; hann lærði gull- smíði áður en hann tókst á við högg- myndalist og fór síðan yfir í leirlist áður en hann tók til við málmsmíði. Þriðji áratugur 20. aldar var mik- ilvægur fyrir Jensen en þá sendi fyr- irtækið frá sér fyrstu gerðina af módernískum hnífapörum og hóf síðan árangursríkt samstarf við verslanir um allan heim.“ Hönnun – leiðsögn í máli og myndum kemur víða við. Í fyrsta kaflanum Uppruni, er hönnun skil- greind og jafnframt bent á að þótt orðið hönnun sé 20. aldar hugtak hafi hlutir verið hannaðir í meira en milljón ár. Í silfursmiðju sinni árið 1920 Georg Jensen fylgist með nemanda sínum, Alba Lykke Andersen, búa til hamraða skreytingu. Fengur fyrir fagurkera 2017 Jólaóróinn frá Georg Jensen í ár. SMARTLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.