Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Rekstrarland er hluti af Olís
TILBOÐ
965.000 KR.
án vsk.
SÉRHÆFÐUR FRYSTISKÁPUR
TIL IÐNAÐARNOTA
BioUltra UL570 er sérhæfður frystiskápur, þróaður
af Gram í Danmörku til nota á rannsóknarstofum í
lífefnafræðilegum- og/eða iðnaðartilgangi í samræmi
við ströngustu öryggiskröfur.
Frystigeta: -60 til -85ºC, tvískipt frystirými.
Kynningarverð til áramóta aðeins 965.000 án vsk.
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
SÍ
A
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Væntingar um að borgarlínan muni
þrefalda hlutdeild almenningssam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu eru
óraunhæfar. Það sama gildir um áætl-
uð áhrif hennar á notkun einkabíla.
Þetta segir Þórarinn Hjaltason um-
ferðarverkfræðingur.
Hann rifjar upp skýrslu danska
ráðgjafafyrirtækisins Cowi um
borgarlínuna í janúar á þessu ári.
Meðal höfunda skýrslunnar er Lilja
G. Karlsdóttir samgönguverkfræð-
ingur. Hún er nú ráðgjafi sveitar-
félaganna vegna borgarlínu.
Í skýrslunni var vísað til könnunar
á ferðamáta íbúa höfuðborgarsvæð-
isins. Bendir hún til að hlutur gang-
andi og hjólandi sé 20%, hlutur strætó
4% og hlutur einkabíla 76%.
Þórarinn rifjar upp að í skýrslunni
sé áætlað að árið 2040 verði hlutur
gangandi og hjólandi 30%, hlutur
strætó 12% og hlutur einkabíla 58%.
Hefði lítil áhrif á stofnbrautum
„Ég efast um að hlutfall gangandi
og hjólandi fari úr 20% í 30%. Jafnvel
þótt hlutfallið fari í 30% eru það auð-
vitað að meðaltali styttri ferðir. Því er
óvíst að aukningin dragi úr umferðar-
magni á Vesturlandsvegi, Hafnar-
fjarðarvegi og Reykjanesbraut, svo
dæmi séu tekin. Þar er fólk að meðal-
tali að fara tiltölulega langar leiðir.
Þeir sem skipta frá einkabíl yfir í að
ganga eða hjóla gera það frekar á
styttri ferðum. Það dregur meira úr
umferð á safnbrautum en umferðar-
mestu þjóðvegum. Þótt þetta gengi
eftir, og hlutfall gangandi og hjólandi
færi úr 20 í 30%, myndi ég ætla með
fyrirvara að umferð á þjóðvegum gæti
minnkað um 2% fyrir vikið.“
Þórarinn, sem var yfirverkfræð-
ingar umferðardeildar borgarverk-
fræðings 1986-1992 og bæjarverk-
fræðingur Kópavogs 1992 til 2006,
telur að þótt hlutfall strætó af öllum
ferðum myndi t.d. ná 8% myndi bíla-
umferð aðeins minnka um 3 til 4%.
„Ég hef miklar efasemdir um þessi
markmið. Ég myndi kalla það krafta-
verk ef hlutfall strætó á höfuðborgar-
svæðinu færi í 8%. Reynslan sýnir að
aukin þjónusta strætó hefur lítið
fjölgað farþegum. Svo er það tilkoma
sjálfkeyrandi bíla. Sjálfkeyrandi
leigubílar eru komnir í notkun í
Singapúr. Ég spái að sjálfkeyrandi
strætisvagnar verði álíka snemma á
ferð og sjálfkeyrandi leigubílar. Þetta
gæti orðið eftir 5-7 ár. Hraðinn í inn-
leiðingunni mun að hluta ráðast af
löggjöfinni. Það verður erfitt fyrir
strætó að keppa við sjálfkeyrandi
leigubíla sem fólk notar saman og
sem aka með það beint að vinnu-
staðnum.“
Eins og rakið er í rammagrein hér
til hliðar er stefnt að stórfelldri upp-
byggingu meðfram borgarlínunni til
að treysta grundvöll hennar.
Gæti kallað á 23 þús. íbúðir
Rætt er um allt að 50 þúsunda
manna byggð á þessum svæðum.
Miðað við að 2,2 muni að meðaltali
búa í hverri íbúð gæti þetta kallað á
allt að 23 þús. nýjar íbúðir. Meðal-
fjöldi íbúa á íslenskum heimilum
minnkar ár frá ári. Kostnaður við að
byggja 23 þús. íbúðir er ekki undir
1.000 milljörðum. Sveitarfélögin boða
innviðagjald ofan á íbúðaverð til að
borga fyrir hluta kostnaðar við borg-
arlínuna. Vitna þessar tölur um
hversu tröllaukið verkefni er á ferð.
Rætt er um að borgarlínan geti kost-
að 63 til 70 milljarða og 1. áfanginn 22
milljarða. Fram hefur komið að fram-
kvæmdir geti hafist 2020. Spurður
hvaða áhrif það kann að hafa á notk-
un almenningssamgangna að breyta
byggðamynstri á þennan hátt segir
Þórarinn að ekki megi ofmeta áhrifin.
Hjóla frekar en fara í strætó
„Ég get tekið undir að með þéttari
byggð mun hlutur gangandi og hjól-
andi aukast. Spurningin er hversu
mikið. Ég tel að þeir sem dragi úr
notkun einkabíls vegna þéttingar
byggðar fari að hluta til á hjóli frem-
ur en að taka strætó.“
Máli sínu til stuðnings tekur Þór-
arinn dæmi af bresku borginni
Stevenage í útjaðri Lundúna. Þar
hafi aukin notkun strætisvagna eftir
uppbyggingu hraðleiðakerfis vissu-
lega aukið notkunina. Stór hluti
þeirrar aukningar hafi hins vegar
verið vegna farþega sem lítið notuðu
strætó áður, eða voru farþegar í
einkabíl. Umferð einkabíla minnkaði
aðeins um 4%.
Trausti Valsson, prófessor emer-
itus í skipulagsfræði við Háskóla Ís-
lands, skrifaði skipulagssögu Reykja-
víkur í bókinni Reykjavík - Vaxtar-
broddur sem út kom 1986.
Trausti telur borgarlínuna í ætt við
fyrri útópískar hugmyndir í skipu-
lagsmálum sem ekki urðu að veru-
leika. Nefnir hann til dæmis hug-
myndir um að rífa Grjótaþorpið til að
ríma fyrir háhýsum og hraðbraut
undir þá byggð. Hraðbrautin átti að
tengjast Geirsgötu sem lægi á stöpl-
um í útjaðri hafnarinnar. Hluti braut-
arinnar er þakið á Kolaportinu. Aust-
an við svæðið er að rísa Hafnartorg.
Víti til að varast
„Tillögur danskra sérfræðinga um
nýtt hraðbrautakerfi í Reykjavík
voru samþykktar með 15 samhljóma
atkvæðum í borgarstjórn Reykjavík-
ur. Nefna mætti fleiri dæmi sem gefa
tilefni til að vera á varðbergi fyrir
stórkarlalegum hugmyndum. Það
sem er nú í uppsiglingu með borgar-
línu er gríðarlega víðtækt. Það nær
ekki aðeins til Reykjavíkur heldur til
alls höfuðborgarsvæðisins. Á fyrir-
huguðum þéttingarásum eiga að búa
jafn margir og nú gera samanlagt í
Kópavogi og Garðabæ. Hvað munu til
dæmis íbúar á Flötunum í Garðabæ
segja þegar búið er að reisa háar fjöl-
býlishúsalengjur meðfram Hafnar-
fjarðarvegi? Útsýni út á sjó hverfur
með slíkum byggingarmassa,“ segir
Trausti.
Hann bendir á að fyrirhuguð
íbúðabyggð við borgarlínuna verði
meðfram helstu umferðaræðum
höfuðborgarsvæðisins. Þar verði því
mikið ónæði af umferð. Þeir sem búi
við borgarlínuna muni hafa skarkala
miðborgar en án þeirra kosta sem út-
hverfi bjóða, eins og meira rýmis og
grænna svæða.
Hugsi borgarlínuna upp á nýtt
Umferðarverkfræðingur telur áhrif fyrirhugaðrar borgarlínu á ferðavenjur vera mjög ofmetin
Prófessor í skipulagsfræði telur borgarlínuna enn eitt dæmið um útópíu í skipulagsmálunum
Þórarinn
Hjaltason
Trausti
Valsson
Heimild: Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
Við Ásgarð
GARÐABÆR
Miðbær Hafnarfjarðar
SELTJARNARNES
Eiðistorg
B
Hamraborg
BSÍ
Glæsibær
Kringlan
Breiðhöfði
HAFNARFJÖRÐUR
KÓPAVOGUR
MOSFELLSBÆR
Fyrirhuguð staðsetning kjarnastöðva
REYKJAVÍK
B B
Samkvæmt tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna borgarlínu
B
B
B
B
B B
B
B
B
B
B
B
B
Við Háholt
Mjódd
Vogabyggð
Smáralind
Hlemmur
Fyrirhuguð kjarnastöð
Borgarlínu
Lands-, svæðis- og
bæjarkjarnar
Samkvæmt kynningarefni á vef
Samtaka sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu (SSH) er gert ráð
fyrir miðkjörnum byggðar með-
fram samgöngu- og þróunarásum
(sjá kort fyrir ofan). Verktakar
hafa fylgst grannt með þessum
áformum. T.d. hafa fjárfestar
keypt lóðir austur af Hamraborg.
Athygli vekur að stærsta
þróunarsvæðið nær yfir svæði
flugvallarins í Vatnsmýri. Hug-
myndir eru um að borgarlínan liggi
yfir fyrirhugaða brú í Fossvogi sem
tengja mun Kársnes og Vatnsmýri.
Fram kom í Morgunblaðinu í
sumar að ekki færri en 40-50 þús-
und manns ættu að búa á þessum
þróunarsvæðum árið 2040.
Trausti Valsson skrifar í umsögn
til SSH að á upptökusvæðum
(samgönguásum) búi nú mun
færri íbúar en þörf sé á til að
standa undir rekstri borgarlínu.
„Þess vegna gerir skipulagstil-
lagan ráð fyrir að meðfram borgar-
línunum verði, á báða vegu, reist
þétt blokkabyggð, sem u.þ.b. tvö-
faldi íbúafjöldann á upptökusvæð-
unum til ársins 2040 … Kostur við
að búa í þessum blokkum er að
stutt er í strætó eða lest, en
ókostirnir eru hins vegar margir:
Þéttleiki svæðanna og lega
húsanna upp að línunum þýðir að
lítið yrði um garða og bílastæði.
Svona línubyggð nær, að auki,
aldrei að vera skemmtileg mið-
borgarbyggð, heldur er byggðin
langdregin og leiðinleg.“
Trausti segir aðspurður gefið í
skyn að þéttingarásarnir verði
miðborgarsvæði. Að nýir íbúar
muni draga til sín þjónustu. Hann
efast um það og nefnir sem dæmi
að í Bryggjuhverfi við Grafarvog
hafi átt að vera ýmis þjónusta.
Raunin sé önnur. Við Suðurlands-
braut í Reykjavík sé dæmi um
langa byggð sem skorti sjarma
miðborgarsvæða, tjarnir og garða.
„Byggð meðfram svona sam-
gönguásum verður ekkert augna-
yndi. Rætt er um að innviðagjald
við borgarlínuna standi undir
hluta kostnaðar við hana og að
vegna nálægðar við línuna muni
fermetri seljast á hærra verði en
annars staðar. Það er óraunsætt.
Það verður ekki spennandi að búa í
lengju meðfram Hafnarfjarðar-
vegi,“ segir Trausti.
Tugþúsundir búi í miðkjörnum
ÞÉTTA Á BYGGÐ MEÐFRAM BORGARLÍNUNNI