Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 32

Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóv- ember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Vísindamenn í Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi HÍ áætluðu eftir myndunum að sigketillinn hefði verið 22 metra djúpur og um kílómetri í þvermál 19. nóvember. Eftir flugið 28. nóvember mældist ketillinn um 1.200 m í þvermál, á milli ystu sjáanlegu sprungna, og samkvæmt þrívíddarmyndunum var áætlað að ketillinn væri orðinn tvöfalt dýpri eða yfir 40 metra djúpur. Verið er að ganga frá þrívíddar- líkani og samsettri loftmynd eftir þriðja flugið. Ratsjármæling úr lofti Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun flugu yfir jökulinn í flugvél Flugmálastjórnar 18. nóv- ember, 27. nóvember og 11. desember og mældu yfirborð jökulsins með flughæðarradar. Þeir taka það fram að þegar mælt er að vetr- arlagi á hájöklum, eins og á Öræfajökli, þurfi að leiðrétta fyrir svokallaðri kuldabylgju. „Hjarnið frýs á veturna og þá kemur endur- kast ekki frá yfirborðinu heldur frá fleti niðri í hjarninu þar sem það er við frostmark. Ef mið- að er við fyrstu mælingu, 18. nóv., er þessi leið- rétting talin vera 30 cm 27. nóv. og 85 cm 11. desember. Með leiðréttingunni næst gott sam- ræmi milli hæðarmælinga utan við ketilinn. Innbyrðis nákvæmni mælinganna er talin 1 metri,“ segir í upplýsingablaði frá Jarð- fræðistofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt radarmælingunum var mesta dýpi sigketilsins 17 metrar 18. nóvember, 21 metri 27. nóvember og 23 metrar 11. desember. Þrívíddarmyndir eftir ljósmyndum Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við HÍ, er einn vísindamannanna sem mynda Eld- fjallafræði- og náttúruvárhópinn. Hún hefur unnið þrívíddarmyndir eftir ljósmyndum Ragn- ars Axelssonar og áætlað út frá þeim breyt- ingar sem orðið hafa á yfirborði jökulsins. Hún segir að ljósmyndirnar og líkönin sem byggð eru á þeim segi heilmikla sögu um breyting- arnar í jöklinum. Ljósmyndirnar sýna endur- varp frá yfirborði jökulsins, sem er veigamikið í þessu tilfelli, og sýna þar að auki mikilvæg smá- atriði og breytingar í yfirborði jökulsins. Lögun ketilsins hafi greinilega breyst á þessu tímabili, sprungumynstrið orðið flóknara og komnir stallar á milli sprungna. Ljósmyndir RAX eru ótrúlega nákvæmar, þrátt fyrir erfið birtuskilyrði og tiltölulega eins- leitt yfirborð. Ingibjörg var spurð hvers vegna muni svo miklu á niðurstöðum ratsjármælinganna og þrí- víddarmyndanna. Hún sagði að hvor mæli- aðferð hafi einhver skekkjumörk, en þau skýri ekki muninn, og að kvörðun sé mikilvæg í báð- um tilfellum. „Við erum að prófa þessa aðferð, að gera þrí- víddarmyndir eftir ljósmyndum, í fyrsta skipti. Aðferðin hefur reynst afar vel hvað varðar út- mörk og nákvæma kortlagningu á fyrirbærum, en við viljum einnig hafa mikla nákvæmni í dýp- ismælingunum. Við höfum því óskað eftir að fá að fara með nákvæm GPS-staðsetningartæki upp á jökulinn og taka þar nokkra mælipunkta, sem séu greinilegir úr flugvél, til að kvarða þetta,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að GPS- mælingin muni sýna með óyggjandi hætti hvað sigketillinn er orðinn djúpur og hjálpa mikið við þróun aðferðarinnar, sem svo geti komið að gagni við margvíslegar aðstæður. Ragnar er reyndasti ljósmyndari Morgun- blaðsins. Hann hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul eftir að vart varð við sigketilinn. „Ég hef oft flogið yfir Öræfajökul og þekki hann nokkuð vel,“ sagði Ragnar. „Þegar við flugum þarna yfir 19. nóvember voru með mér Sölvi bróðir minn, flugstjóri, og Tómas Guð- bjartsson hjartaskurðlæknir. Við sáum greini- Fyrsta ferð Sigketillinn sést greinilega. Hvannadalshnjúkur er fyrir miðri mynd. Greinilegar breytingar í jöklinum  Vísindamenn óska eftir því að fá að fara með GPS-mælitæki upp á Öræfajökul til að mæla breyt- ingarnar  Sigketillinn í Öræfajökli dýpkaði og sprungur í kring urðu greinilegri á þremur vikum Önnur ferð Sveiglaga sprungur norðaustan við sigketilinn voru mjög greinilegar. Morgunblaðið/RAX Þriðja ferð Félagarnir sem flugu yfir Öræfajökul voru sammála um að sigketillinn hefði dýpkað frá fyrri ferðum og sprungurnar stækkað. Horft er til austurs og sér niður í Hornafjörð.  SJÁ SÍÐU 34 28. nóvember kl. 12.3519. nóvember kl. 13. 11 11. desember kl. 11.49 Hræringar í Öræfajökli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.