Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 42

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 smátt og smátt og fékk enn meiri áhuga enda er þetta mjög skemmti- legt fag.“ Eftir námið fór Sigga Palla að vinna í Borgarapóteki í Reykjavík. Hún vann svo um tíma á rannsókn- arstofu í blóðmeinafræði en flutti þá vestur til Ísafjarðar og tók aftur til við störf í apóteki. Árið 1997 gafst henni tækifæri til að kaupa Rangár- apótek, sem þjónaði Hellu og Hvols- velli, og reka sjálfstætt. „Um þetta leyti voru keðjurnar að byrja og Lyfja og Lyf og heilsa hófu að kaupa upp öll einkareknu, sjálf- stæðu apótekin. Það endaði með því að ég seldi til Lyfja og heilsu.“ Sigga Palla starfaði sem lyfsölu- leyfishafi hjá ýmsum aðilum á næstu árum og hélt í þrígang til Noregs til að stýra apótekum þar. Það ævintýri hófst með skemmtilegum hætti. „Ég var formaður lyfjafræðinga- félagsins og mig langaði svo til að geta talað almennilega norrænt tungumál, langaði að geta rökrætt á Norðurlandaþingi og í öðru norrænu samstarfi. Sem formaður fannst mér ég verða að hafa meiri norræna tungumálakunnáttu en skóladönsk- una mína. Íslenskir lyfjafræðingar hafa alltaf verið mjög eftirsóttir í Noregi þar sem þeir þurfa að hafa meistaragráðu til að öðlast lyfsölu- leyfisréttindi en það er algengara að lyfjafræðingar í Noregi láti BS- prófið nægja. Ég var frjáls minna ferða svo ég sló til og fór að vinna sem apótekari í Risör í Suður- Noregi,“ segir hún. Það var því ástríðan fyrir nor- rænni tungu sem lokkaði Siggu Pöllu fyrst til Noregs árið 2004, löngu fyrir fjöldabrottfarir Íslendinga á eft- irhrunsárunum, og hún naut sín í Noregi. Föðurlandið togaði þó alltaf í hana og á næstu árum var flugleiðin Ísland – Noregur nokkuð algeng, síðast frá Drammen nú árið 2017. Hún segist hafa notið sín í báðum löndum og fengið flott tækifæri í Noregi. Grænar áherslur í litla sæta apótekinu Nú 20 árum eftir að ævintýrið með einkareksturinn í Rangárapóteki hófst, er Sigga Palla aftur komin í rekstur. Þó að apótek séu í grunninn rekin á sama grundvelli, lyfsölu, geta áherslurnar verið æði ólíkar. Þegar hún opnaði Reykjanesapótek í mars á þessu ári var hún og fjölskyldan ákveðin í að marka sínu apóteki sér- stöðu. Það er grænt. En hvað þýðir að apótek sé grænt? „Við byrjuðum á því að hafa sam- band við Umhverfisstofnun til að eiga samtal um hvaða atriði væru mikilvægust í tengslum við grænt apótek. Við leggjum því áherslu á að vera græn í innkaupum og græn í rekstri, eins langt og maður kemst. Þetta gerist auðvitað ekki á fyrsta degi heldur smátt og smátt og við er- um enn að bæta okkur. Við notum ekki plastpoka, en það eru kannski vörur frammi í búð í plastpokum. En ég get valið hvaða vöru ég tek inn og þá horfi ég á innihaldsefnin t.d. hvaða rotvarnarefni eru notuð í kremi og sjampói. Ég legg áherslu á náttúruleg og lífræn efni, líka í vít- amínum og bætiefnum. Við höldum grænt bókhald sem þýðir að við fylgjumst vel með pappírsnotkun, hvað við notum af rafmagni, hreinsi- efnum og öðrum umhverfisþáttum og reynum að gera betur. Þar styðj- umst við við leiðarvísi frá Umhverf- isstofnun. Svo flokkum við líka allt rusl.“ Þær breytingar sem gerðar voru á húsnæði voru einnig með grænum áherslum, að sögn Siggu Pöllu. LED-ljós voru valin þar sem leggja þurfti fyrir nýjum ljósum og smátt og smátt munu flúorljósin víkja. Þá hannaði sonur Siggu Pöllu, Björn S. Traustason, sem hefur bakgrunn í arkitektúr, húsnæðið þannig að starfsfólk væri í sem mestum tengslum við viðskiptavininn. Stórt op er á milli verslunar og lyfja- afgreiðslu svo hægt er að fylgjast með lyfjafræðingnum að störfum, fá útskýringar frá honum og annað sem viðskiptavinurinn vill vita um lyfin sem hann er að fá. – Ert þú sjálf með grænar áherslur heima fyrir? „Já, já, hef haft þær til margra ára. Ég kynntist umhverfisvernd fyrst í Noregi á fyrstu árum mínum þar og hef verið að taka græn skref síðan. Sem betur fer höfum við Ís- lendingar tekið miklum framförum í umhverfismálum, en mér fannst allt- af jafn óþægilegt að koma heim og henda öllu sem ég hafði endurunnið úti.“ Persónuleg þjónusta útgangspunkturinn Sigga Palla segist hafa mikinn fag- legan metnað og langar til að sjá víð- tækara samstarf við annað heilbrigð- isstarfsfólk og búa til teymi þar sem hugað er að því hvernig bæta megi heilsu og líðan. Hér kemur gamli kennaradraumurinn sterkt inn, því hún hefur verið að kenna í Noregi , verið í samvinnu við Lýðheilsustofn- un og hefur áhuga á að koma með víðtækari fræðslu um heilsu, vellíðan og forvarnir inn í skóla og tóm- stundastarf ungs fólks, en hún hefur gert fram að þessu. Eitt af herbergjunum í Reykja- nesapóteki er viðtalsherbergi þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að spjalla við lyfjafræðinginn í ró og næði, fá blóðþrýstingmælingu, spjall um lyfjanotkun og fá leiðbeiningar um rétta lyfjanotkun og aðra per- sónulega þjónustu. – Íbúar hér hafa verið mjög þakk- látir fyrir rúman afgreiðslutíma og sveigjanleikann með lyfjavakt. Var mikil þörf fyrir þetta? „Já, ég komst mjög fljótlega að því eftir opnun og breytti afgreiðslutíma til samræmis við það. Mér finnst bara sjálfsagt að bjóða upp á þessa þjónustu og nýt þess, finnst ómögu- legt að fólk þurfi að fara á höfuðborg- arsvæðið eftir þessari þjónustu.“ Þegar blaðamaður spyr hvort fólk sé að nota mikið þessa þjónustu er hún fljót til svars: „ekkert meira en það þarf“. „Útgangspunkturinn með rekstur Reykjanesapóteks er sá að mig lang- aði til að opna mitt eigið apótek, lítið og sætt. Skapa mér atvinnu og gera það með mínu höfði, láta drauminn rætast að hafa áherslurnar eins og ég vildi hafa þær, auðvitað í sam- ræmi við lög og reglur sem ég sem lyfsöluleyfishafi þarf að lúta.“ Vildi opna „lítið og sætt“ apótek  Sigríður Pálína Arnardóttir lyfjafræðingur byrjaði að huga að umhverfisvernd þegar hún starfaði í Suður-Noregi  Föðurlandið togaði alltaf í hana  Rekur núna „grænt“ apótek í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Lyfjafræðingur Sigríður Pálína Arnardóttir stofnaði fyrr á þessu ári nýtt apótek í Reykjanesbæ. Apótek Fjórir af níu starfsmönnum, f.v. Björn S. Traustason, Elísabet Guð- jónsdóttir, Guðmunda Hergeirsdóttir á Mýrinni og Sigríður Pálína. VIÐTAL Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Þegar Sigríður Pálína Arnardóttir opnaði apótek í sínum gamla heimabæ, Njarðvík, fyrr á þessu ári ákvað hún að taka upp lyfjavakt sem þekktist í apótekum hér áður fyrr. Í millitíðinni hafði íbúum á Suður- nesjum verið beint til höfuðborgar- svæðisins þyrftu þeir á lyfjum að halda eftir lokun apótekanna. Reykjanesapótek býður ekki að- eins upp á lyfjavakt heldur af- greiðslutíma í takti við læknavakt Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Henni finnst þetta sjálfsögð þjónusta og segir hana ekki hafa truflandi áhrif á heimilislífið. Fyrir utan lyfja- fræðina og fræðslu henni tengda á hestamennska og heilbrigt líferni hug hennar allan. Reykjanesapótek er líka grænt apótek í margvíslegum skilningi. Sigríður Pálína, eða Sigga Palla eins og hún er gjarnan kölluð, sleit barnsskónum í Njarðvík, sótti grunnskóla þar og tónlistarnám og hélt síðan til náms í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sigga Palla hafði alltaf ætlað sér að verða kennari eins og mamma hennar, en árin í fjölbraut beindu henni á aðra braut. „Það var strákur í skólanum með mér sem ákvað að fara í lyfjafræði, sá eini sem ég þekkti sem hafði farið eða ætlaði að fara í slíkt nám, svo ég fór bara í það sama og hann,“ segir Sigga Palla í samtali við blaðamann. Íslenskir lyfjafræðingar eftirsóttir í Noregi Lyfjafræðingurinn er dr. Svein- björn Gizurarson en þau fylgdust að í bernskunni í Njarðvík og í gegnum grunn- og framhaldsskóla. Siggu Pöllu fannst þetta hljóta að vera spennandi nám, vissi reyndar lítið um uppbyggingu þess og hvað lyfja- fræðingar gerðu, en það tengdist áhugasviði hennar sem var raun- greinar, sérstaklega efnafræði. „Svo komst ég auðvitað að þessu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.